Fálkinn


Fálkinn - 11.06.1948, Blaðsíða 10

Fálkinn - 11.06.1948, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN VNGSVU LES&NbURNIR Kafað í re/k Slökkviliðin í stórborgunum hafa sérstaka deild manna, sem eru sér- staklega æfðir i að kafa í reyk. Þeir hafa reykgrímur og eru í asbestfötum og geta vaðið inn í brennandi liús. Mörgum hafa þessir menn bjargað frá hræðilegum dauð- daga, og auk þess er það mikilsvert fyrir slökkviliðsstarfið að menn geti komist að sjálfum upptökum eldsins. Reykkafarinn verður að geg'num- gangast sérstakt námsskeið, en hon- um þýðir ekkert að gefa sig fram til þess starfs nema hann sé gall- liraustur. Góð lungu og sterkt hjarta eru fyrstu skilyrðin, og hann verð- ur að iðka leikfimi að staðaldri til þess að vera jafnan í fullu fjöri. Á slökkvistöðinni er reykklefi, þar sem mennirnir æfa sig. Við klefann er stór ofn og þegar æfing fer fram er kveikt upp í þessum ofni og brennt gömlum hjólbörðum, votum mottum, klútum, spónull og ýmsu sem framleiðir súran og kæfandi reyk. Reykurinn er leiddur inn i klefann, og þegar hann er orðinn svo þéttur að ekki sjást handaskil, er kafaranum hleypt inn. Nú skuluð J>ið ekki halda að hann eigi bara að labba þarna um í ró- legheitum ■— nei, hann verður að venja sig við að rcyna á sig í reykn- um. Þessvegna er stauragrind í klef- anum og efst á henni sandpoki þungur. Nú er kafaranum sagt að á fjórðu hæð sé manneskja, sem þurfi að bjarga. Hann verður nú að klifra upp grindina, sem hann þekkir ekki fyrirfram, því að henni er breytt í sífellu. Þegar liann hefir fundið „inanneskjuna“ — þ. e. sandpokann verður liann að klifra með hana ofan aftur og bera liana út. Stundum getur komið fyrir að kafaranum takist þetta ekki. Honum getur orðið illt og liðið yfir liann. en þá er liann undir eins sóttur. í grindinni eru nfl. snúrur, sem segja til um hvað manninum liður. HROl HÖTTUR 13. Hrói glaðvaknaði. Það var að hirta af degi, og allsstaðar virt- ist ró og friður, en samt fannst hinum næma skógarmanni, sem ein- hversstaðar mundi vera liætta á ferðum. Kringum útbrunnið bálið lágu menn hans og sváfu og tunglið skein á opna munnana á þeim. Hrói stóð upp á hnén og skimaði í allar áttir. Spottakorn frá áningarstaðn- um rann breið á, og þegar hann at- hugaði árbakkana betur tók hann öndina á lofti af undrun. 14. Hópur vopnaðra manna dreifði sér um sefið meðfram ánni, og það var ekki um að villast hver foringi þeirra var. Á milli grænklæddra veiðimannanna skein á skarlals- rauða kápu. Fanginn, sem hafði flú- ið frá þeim, hafði náð sér i liös- auka. En menn Hróa voru dreifðir að heita mátti um allan skóginn. Hann Iæddist milli þeirra sex sem sváfu ]>arna, og vakti þá hávaða- laust. „Við höfum verið sviknir,“ hvíslaði liann, ,ungi maðurinn var spæjari.“ Framhald i næsta blaði. HKESSA NV/ COLA DMKKUR S) Adamson í útilegu. S k r ítl u r — ég líka en svei mér ef ég þori það .... Við getum notað afganginn í ket- kássu á morgun. SVONA ER LÍFIÐ. Á Norðurlöndum gerist þetta á hverjum degi: í Danmörku eru gef- in saman hundrað hjón, 16 skilja, 260 börn fæðast og 116 deyja. í Noregi giftast 74 hjón, 5 skilja, 183 — Þú hefir vist hugsað fgrir, að við fáum ekki sæti beint gfir hjól- anum? /cxK. — Ætli það sé ekki orðið tima- bært að flgtja hann Olsen í aðra deild? fæðast og 86 deyja. í Svíþjóð giftast 173 lijón, 18 skilja, 367 börn fæðast og 195 deyja.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.