Fálkinn


Fálkinn - 14.01.1949, Blaðsíða 4

Fálkinn - 14.01.1949, Blaðsíða 4
FÁLKINN Fíla-skólinn EFTIR R. F. SANDFR — í FORNÖLD þekktu þjóðirnar við MiSjarðarhaf fílinn og notuSu liann í hernaSi. En hvaSan kom hann? Snemma á 3. öhi f. Kr. sást fíll í fyrsta skipti í Ítalíu. ÞaS var Phyrros, konungur i Epiros, sem hafði haft meS sér fíla, til þess að hjálpa Grikkjum i Lucaniu. Og Rómverjum fannst þessar „lúkan- isku kýr“, sem þeir kölluSu filana, vera iiræSiiegasta hergagniS, sem Phyrros hafSi með sér. Þegar Karþa- gókappinn Hanníbal komst norður að Rhone árið 218 f. Iír. hafði hann 37 fila með sér. Til þess að koma þeim yfir djúpa og straum- þunga ána, lét liann smíða fleka, sem liann tyrfði. Þeir voru settir fram af bryggjum er voru við árhakk- ann og fílarnir lokkaðir út á þá. En Polybius segir frá þvi, að þegar flekarnir fóru að lireyfast urðu fíl- arnir hræddir og stukku sumir þeirra í ána, og „indversku knap- arnir á þeim drukknuðu". Þessi ummæli eru athugunarverð. Yoru fílarnir frá Indlandi? ÞaS er margt sem mælir ineð því að fílar Karþagómanna hafi verið frá Af- ríku en ekki Indlandi. Sama er að segja um filana, sem Ptolomeus Philadelphus hafði áður tamið í Egyptalandi með aðstoð indverskra tamningamanna. En hvað sem því liður þá lagðist það niður að temja afrikanska fíla eftir fall Karþago og Róm, og liófst ekki aftur fyrr en á þessari öld, i belgiska Kongo. Við fyrstu tilraunina, sem gerð var, var sambandið við Indland end- urnýjað, en þar hafa menn tamið fíla frá ómuna tið. Það var Leo- pold II. liertoginn af ’Brabant, sem átti hugmyndina að ]iví að flytja inn indverska fíla og koma upp tamningastöð í Mið-Afriku. gerði hann sér von iim að geta haft gagn af fílunum til flutnings. Og þeir voru ónæmir fyrir Ise-tse-flugunni. Árangurinn af starfi hans varð sá að fjórir indverskir fílar lögðu upp frá Dar-es-Salaam í júlí 1879. Eftir eitt ár voru þeir allir dauðir. Tuttugu árum síðar var ný til- raun gerð og tókst hún betur. Leo- pold liafði frétt.af ungum fíl, sem hafði verið taminn á trúboðsstöð í frönsku Vestur-Afríku. Majór einn, Laplume hafði enga reynslu í þessu, Kongo var sendur til að rannsaka málið. Konunginum leist vel á skýrsl una sem hann fékk frá Laplume, og fól honum nú að koma upp fila- tamningastöð í norðanverðu Kongo. Laplume afði enga reynslu i þessu, liann var aðeins veiðimaður. En liann lærði smátt og smátt. í árs- lokin 1900 hafði hann veitt 7 unga fíla — of unga, þvi að þeir drápust allir. En 1902 liafði honum tekist að temja þrjá og 1907 hafði „skól- inn“ 25 fíla. Hann liafði flutt sig um set einu sinni, og 1927 flutti hann enn, til Gangala-na-Bodio við Dungufljót. Sama ár byrjaði stjórn- in að selja tamda fila. En hitt var venjulegra, að fílarnir væri leigðir til ýmissa verka. Árin 1942—44’ voru fílarnir, sem hið opinbera liafði meðgjörð með, um 70 alls. Þar eru taldir 20—30 fílar, sem leigðir voru út til skógarvinnu og tii vinnu á plantekrunum. Árið 1944 voru 15 af fílunum í Gangala-na-Bodio „að- stoðarkennarar“, þar, á meðal ald- ursforsetinn, sem veiddur hafði ver- ið 1902, en lærisveinarnir voru 7; það ár voru veiddir 25 ungir fílar. 1945 voru veiddir 40 og i febrúar í hittifyrra 29. Gangala-na-Bodio er eini l'ílabú- garðurinn í Afríku og er afskekktur, en stendur á fallegri liæð. Sér þar yfir Dungufljót, sem liðast fram hjá. Bærinn er á stórri sléttu, vaxinni steppugrasi. Fyrir norðan liggur Barambassléttan, sem er um 4750 fer- km. Þegar ég kom i „skólann“ hafði bústjórinn, Louwers, um 50 fíla að hugsa um. Fyrst þegar ég sá þá var verið að smala þeim til að baða þá. Þeir eru baðaðir um 5-leytið á hverjum degi og þótti það auðsjá- anlega gott. Þeir léku sér eins og krakkar. Hver fíll hafði sinn knapa, eða mahout. Þeir eru ótrúlega fim- ir að sitja fílana, er þeir busluðu út í vatnið þangað til lítið stóð upp úr. Meðan á‘ því stendur eru þeir skrubbaðir. Þegar baðinu var lokið ráku knaparnir þá heiin. Hver þeirra hefir staf með beittum stálkrók á endanum, og eru þeir notaðir til að stjórna fílunum. Á nóttinni voru fíl- arnir liafðir í girðingu undir beru lofti. Það var fljótlegt að binda þá. Er keðju læst um hægri framfót og annarri um vinstri afturfót. Nákvæm stundatafla er fyrir allan sólar- hringinn. Klukkan 0 er blásið i lúður og koma þá piltarnir með kvöldmatinn handa fílunum, stór föng af laufi, gras og muldar kart- öflur. Það var orðið dimint þegar ég fór úr girðingunni með mr. Louw- ers. Hann og kona hans voru eina Evrópufólkið þarna og tóku þau mér innilega. Eftir kvöldverðinn sagði hann mér márgt um fílana, og íivernig þeir væru veiddir. Kring- um Gangala-na-Bodio er ágætt að veiða fíla, því að þar er savanna- gróður og mikið af ám og mýrar- sundum. Skógur er þar lítill. Þurrka- tíminn er frá janúar til apríl og hesti veiðitíminn er febrúar og mars. Vegna steppubrunanna er þá litið af hágresi og litið vatn i án- um. Menn eru bæði gangandi og ríðandi við fílaveiðarnar og eru þeir veiddir með snörum og skot- um. Keddahm, indverska veiðiaðferð in, sem er í því fólgin að reka fílana inn í brennandi girðingu, er ekki notuð í Ivongo því að liún þyk- ir of dýr. Hægt er að veiða fíl án þess að skjóta einu einasta skoti, en venjulega er gefið árásarmerki með því að skjóta af byssum. Þá kemur hreyfing á filana, sem menn liafa auga á. Veiðimennirnir hlaupa nú, undir vernd yopnaðra manna, svo nærri fílunum sem þeir komast og ná haldi á rófunni á síðasta fílnum í flokknum, en aðrir bregða böndum um afturlappirnar á lionum. Þetta er hættulegt verk og þeir innfæddu, sem vinna það, mega ekki hika. Enda eru þessir veiðimenn þaul- æfðir. Nú er fillinn bundinn for- svaranlega við tré. Og nú eru að- stoðárkennararnir, tveir tamdir fil- ar, leiddir fram. Villti fíllinn er bundinn milli þeirra og fluttur lieim á bæ. Filarnir, sem veiddir eru á þenn- an hátt eru frá 1.5 til 1.8 metra háir, og 10—45 vetra gamlir. Þeir eru á þeim aldri, að ekki er of seint að kenna þeim og ekki of snemmt að taka þá undan móðurinni. Ekki þarf að ala þá lengi áður en byrjað er að kenna þeim. Gagnstætt því, sem venjulega er sagt, er Afríkufíllinn venjulega námfús og þægur. En tamningin tekur ekki minna en 8—• 10 mánuði og krefst mikillar þolin- mæði. Aðferðin sem notuð er, er sú samá sem indversku mahoutarnir nota. Þeir kenndu afríkönsku tamn- ingamöhnunum þá tækni, sem not- uð hefir verið i Indlandi öldum saman. Meðal annars kenndu þeir þeim „fílamálið", sem dýrin aðeins skilja þegar talað er við þaú með sérstökum hreim. í Kongo er kennt bæði með því að verðlauna ])að sem vel er gert og refsa fyrir það sem il!a er gert. Það er farið vel að þeim og ekki krafist ol' mikils af þeim fyrst í stað, þvi að fíllinn er viðkvæmur þó að hann sé durgslega vaxinn. Með hjálp „aðstoðarkennar- ans“ er fílnum nú kennt, þar sem hann stendur i tjóðrinu. Eftir mán- uð er hann farinn að sætta sig við að menn komi nærri lionum, sér- staklega sá, sem á að vera lcnapi hans. Kennsluaðferðin er indversk. Á hverjum morgni safnast margir menn kringum filinn og syngja. Samtímis er gælt við fílinn og hon- um gefnar sætar kartöfur, bananar, ananas eða sykurreyr. Svo kemur að því að maður sest á bak honum og situr þar meðan sungið er og lill- inn étur. í lok annars mánaðarins þefir fíllinn lært að leggjast og standa upp samkvæmt skipun. Fæturnir eru allir bundnir saman og með því að herða hægt á böndunum fæst fíllinn til að leggjast á hnén. Ilann lærir líka að taka upp smádót með ran- anum og rétta knapanum það. Eftir fimm mánuði hefir lionum lærst að lireyfa sig rétt. Ilann er bund- inn við tamdan fíl, sein neyðir hann Stærsta sprengjuflugvél heimsins, ameríska vélin B—36, sést hér á flugi yfir hafnarkvíunum í San Francisco, þar sem fjöldi skipa lá tepptur vegna verkfalls■

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.