Fálkinn


Fálkinn - 14.01.1949, Blaðsíða 2

Fálkinn - 14.01.1949, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN KVIKMYNDIR — Kvikmyndin „Scott Suðurheims- skautsfari“ (Scott of The Ant- artic) talin einhver merkasta kvikmynd, sem gerð hefir verið. Hinn 29. nóvember s.l. vccr hin nýgerða enska kvikmynd, „Scott of The Antartic“, sýnd fyrir kommgsfjölskylduna og útvalda hj.örð leikara auk nokkurra annarra. Hefir myndin hlotið mjög góða dóma og ýmiss kon- ar hátíðahöld verið í sambandi við fyrstu sýningarnar. Kvik- myndin sjálf er elcki mjög löng (innan við 2 kl.st.), en á kon- ungssýningunni var auk þess sýndur 50 mínútna þáttur á leiksviði, og Johti Mills, sem fer með hlutverk Scotts í kvik- myndinni var kynnir. 1 sam- bandi við sýninguna var tjaldi Scotts, sem fannst árið 1910, komið fyrir í anddyri kvik- myndahússins. Allir þeir, sem komust lífs af úr Scott-leiðangr- inum, og hægt var að ná til, voru kynntir fyrir konungsfjöl- skyldunni við þetta tækifæri svo og ættingjar Scotts sjálfs. Amerískir leikarar voru all- margir viðstaddir sýninguna, t. d. Robert Taylor, Ann Sheri- dam, Roland Reagan, Cary Grant, Myrna Loy, Alan Ladd o. fl. Margir enskir leikarar voru einnig viðstaddir, t. d. Sir Laurence Oliver, Vivien Leigh, John Mills, Jean Simmons, Stew art Granger, Margaret Lock- wood, Pat Roc, Ann Told, Jean Kent, Dennis Price og Alec Guinness, auk nokkurra fleiri, sem getið hafa sér góðan orðstír í kvikmyndum. 1 sambandi við frumsýninguna var einnig sett upp sýning á heimsskautsferða- útbúnaði um borð í fyrsta rann- sóknaskipi Scotts, sem heitir „Discovery“ og lá í London um þessar mundir. Myndin er af þessu fræga skipi flaggskreyttu við hafnarbakka í London. LEIKARAR ( Myrna Loy, ameríska kvik- myndaleikkonan, með móður sinni,frú Dellu Williams. Mynd- in er lekin nýlega, þegar leik- konan kom á æskustöðvar sín- ar í fyrsta skipti, síðan hún byrjaði að leika í kvikmyndum. Fjársöfnun í Hollywood. Þessi indverska prinsessa er engin önnur en hin fræga leikkona, Greer Garson, sem tekur hér þátt í hátíðahöldum, sem geng- ist er fyrir til þess að safna fé í sjúkrasjóð kvikmyndastarfs- manna. MIKIL NÝRÆKT. í Austur-Afríku hefir verið byrj- að á að rækta lVn miiljón hektara lands til þess að framleiða þar jurtafeiti og oliur. Tilgangurinn með þessu er tvennur: að útvega infædda fólkinu atvinnu og bæta Jifskjör þess, og i öðru lagi að fram- leiða meira lianda fólki sem liður neyð. Þarna verða aðallega rækt- aðar jarðhnetur og soyabaunir og FAO — landbúnaðarnefnd UNO — sem að þessu stendur gerir ráð fyr- ir að þarna fáist um 800.000 smá- lestir af jarðhnetuin á ári. — í Vestur-Afríku hyggur franska stjórn- in á ýmislegar búnaðarframkvæmd- ir og ráðgerir að sotja þar upp 300 fyrirmyndarbú. Aga Khan, hinn forríki leiðtogi indverskra Múhameðstrúar- manna, sem er aðalsprautan í nýstofnuðum kvilcmyndahring í Evrópu. Talið er að þetta muni verða risafyrirtæki. Frægur vindill. Jean Simmons, hin unga enska leikkona, sem flestir munu kannast við, reykti fyrsta vindilinn rétt fyrir ára- mótin. I>að var í blaðamanna- veislu. Jean tók ekki marga reyki, og gaf síðan einum blaða manninum vindilinn áletraðan með nafni sínu til minningar. Vafalaust verður þetta verð- mætur gripur og eftirsóttur. HYGGINDI OG HJÚSKAPUR. í „Winnipeg Tribune“ stóð þessi klausa nýlega undir hjúskaparaug- lýsingardálkinum: „Bóndi, 38 ára gamall, óskar að kynnast duglegri stúlku, sem er ekki yfir þrítugt en á Þannig dansaði hún nýja árið inn. Það tíðkast í flestum löndum, að nýárinu sé fagnað með dansleikjum, þar sem ó- venjuleg kátína ríkir, og sums staðar er dansklæðnaðurinn hafður sem fáránlegastur. ís- lendingar hafa komið þeirri venju á að nota samkvæmis- ktæðnað við þetta tækifæri, en venja er að hafa allskonar kynjahúfur á höfði til þess að setja sérstakan blæ á somkom- una. — Þessi enska stúlka hér á myndinni er að fara á nýárs- dansleik, og búningur hennar er mjög einkennilegur og frum- legur. IVMOVA'A' dráttarvél. Ætl.ar sér að giftast licnni ef traktorinn er ógallaður.Sendið vin- samlegast. mynd af vélinni með svar- inu.“ 3946 5725 6287 og 80196 eru símanúmer Skommtnnarskrifstofn rikisins m

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.