Fálkinn


Fálkinn - 14.01.1949, Blaðsíða 10

Fálkinn - 14.01.1949, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN YMOSVV LE/eNbVRMIR vm'///// Hljóðfærasláttur til heilsubótar. A ýmsum læknaþingum liefir þaö verið rökrætt undanfariÖ, að tón- list getur læknað ýmsar tegundir taugasjúkdóma. Hröð göngulög verka upplyftandi á fólk og strokuhljóð- færi gerir fólk rólegt. Eg hefi lengi vitað að tónlist verkar á skepnur líka. Til dæmis hoppar hundurinn okkar og skemmtir sér vel þegar fjörug tónlist er í útvarpinu, en þeg- ar alvarleg tónlist er flutt þá liggur hann grafkyrr. En ef söngkona syng- ur, með hárri og gjallandi rödd þá rekur hann upp trýnið og spangól- ar og verður eins og úlfur í fram- an. Þessa reynslu hafa víst margir. Söngflokkur, sem var að æfa sig undir beru lofti, tók eftir héra, sem gægðist forvitinn úr fylgsni sinu og sperrti eyrun þegar sungið var. Undir eins og söngflokkurinn þagn- aði hvarf hérinn. Söngvararnir höfðu gaman af jæssu. Þið hafið kannske lika heyrt getið um liðsforingjann sem sat í fangelsinu og tókst að temja kónguló með því að leika á flautu fyrir hana. Þú ræður livort þú trúir því, en hitt er víst að slöngutemjarar geta fengið nöðrur til að dansa með því að leika fyrir þær á bambusflautu. Það er víst um það, að tónlistin hefir áhrif. Kantu að ,,krakelera?“ Þú sérð stundum á gömlum hurð- um, sem ekki liafa verið málaðar lengi, að málningin hcfir sprungið eftir ákveðnum reglum, svo að hún myndar reiti. Þetta er kallað að „krakelera" og getur litið vel út. Það gengur þannig fyrir sig að efsta farvalagið hefir t. d. orðið fyrir sterkum hita og þornað svo mikið og fljótt að það liefir dregist meira saman en lagið undir, og þá koma þessar rifur i málninguna. Þetta er hægt að nota sér til prýði, t. d. á lampaskermum úr pergamenti. Fyrst er borið kopallakk á skerm- inn. Þegar lakkið er orðið svo þurrt að það límir ekki, leysir þú ofur- litið af dextríni upp í vatni og strýkur því yfir lakkið. Þegar það er orðið þurrt muntii sjá að lakkið hefir rifnað sitt á hvað. Síðan þurrkar þú dextrínið af og skerm- urinn er tilbúinn. Þetta getur verið fallcgt á gömlum skermum. Svona má líka fara með gamla bakka úr málmi og til þess að gera munstrið greinilegra má fægja bakkann á eft- ir með brons-duíti. Það sest þá í i'ifurnar og sker úr. HJÁLP í VIÐLÖGUM 15. Níls og Óli voru orðnir bestu kunningjar bóndans á bænum, sem þeir sót'tu vatnið á, og þegar hann ætlaði að fara að hirða, þá gátu þeir ekki á sér setið. — „Megum við hjálpa til?“ spurðu þeir. „Já, velkomið, en þelta er mesta erfiði,“ sagði bóndinn. Nils fékk nú hey- kvísl en Óli stóð upp á heyvagn- inum og tók á móti föngunum, sem Níls rétti upp á kvíslinni. Þá verkj- aði báða í hakið en vildu ekki láta sig, því að bóndinn kímdi og liafði auga á þeim. 10. Loksins gafst Níls upp og kveinkaði sín og fleygði sér í gras- ið. Hann kallaði til Óla: „Hvers- vegna ætli mig verki svona? „Vöðva- Iognun,“ sagði ÓIi, og hann vissi hvað hann átti að gera. Vöðva- eða sinatognun kemur af því að maður reynir um of á sig eða snýst uni liðamót. Það er eins og stungið sé í vöðvann og maður getur varla hreyft sig fyrir kvölum. Venjulega er það aðeins einn vöðvaþráður sem slitnar. Og þá er ekki um ann- að að gera en liggja i rúininu þangað til læknirinn leyfir manni að fara á fætur. Adamson er hjálpsamur. Skrítlur —- Heyrðu, Ottó, — þetta er sorg- lcgasta leikritið sem ég hefi séð í mörg ár. — Hvað segirðu, þrákálf iirinn þinn. Iíér kemur sonur slátrarans og biður þin, og þá segir þú að þú viljir giftast honum Lövenskjold herragarðseiganda. Hefirðu séð hana nýju systur þína Tuini? spurði læknirinn. — Já, já. Það er ekkert út á hana að setja, en annars var það nú margt sem okkur vanhagaði meira um. Já, hann segist taka Ijósmynd- ir fgrir alfræða-orðabók. — Sussu nei, — hvuð heldnrðu að hann taki eftir því? ■— Maðurinn minn vill aldrei liafa nema það besta! — Ilvenær byrjaði liann á því? Það er ekki nema ár síðan liann gift ist þér!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.