Fálkinn


Fálkinn - 14.01.1949, Blaðsíða 6

Fálkinn - 14.01.1949, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN VITIÐ ÞÉR . . . . ? - LITLA SAGAN - O O -"H#.- o ■*«►' O -"Hfc- o o o Tove Ditlevsen: Einhver verður að deyja ÞAt) var peningalykt af honum, er liánn gekk gegnum salinn, á und- an ungu stúlkunni, sem meö lion- um var. Þjónarnir viku til liliðar og bentu honum auðmjúklega á horðið iijá hljómsveitarpallinum, sem hafði verið tekið frá handa honum, og fólkið í veitingasalnum livíslaði og horfði á eftir lionum. Flest af því þekkti hann. Unga stúlkan virtist feimin, hún óskaði þess i huganum að liann hefði valið stað, sem minna bar á. Hún starfaði á skrifstofunni hans og hafði sagt já þegar hann bauð henni að snœða miðdegisverð með sér, því að henni hafði liugkvæmst að hann gæti hjálpað henni. Fátæka fólkið heldur sem sé að allt sé hægt að gera með peningum. Og svo þekkti hann lika menn i stjórnar- ráðinu og talaði um krónprinsinn eins og þeir hefðu verið saman í skóla. Hann var í besta skapi, heilsaði kunningjum og bað um lambakóte- lettur og jarðarber, þó að þau væru varla komin á markaðinn. Og svo renndi liann fingrinum niður eftir vínlistanum og nam staðar við allra dýrustu frönsku vínin, með óal- gengustu nöfnunum. — Við þriðja glasið studdi hann lófunum á hand- arbak stúlkunni og horfði í augu henni: Augun yðar eru fimmtán ára, sagði hann. STÚLKAN brosti og svaraði ekki. Hún var að luigsa um bróður sinn, en var hrædd um að einhverjir mundu heyra, ef hún færi að tala um hann. -— Hann lyfti fjórða glas- inu og sagði upphátt: Skál fyrir Royal Air Force! Fólkið á næstu borðum kinkaði varlega kolli til að taka undir skálina. Já, hann var maður sem ekki villti á sér heim- ildir, heill og ósvikinn. Unga stúlkan leit angistarfull kring um sig og hvíslaði biðjandi: — Farið varlega, hér geta verið snuðr- arar! Snuðrarar? sagði liann og blóðþorstinn skein út úr andlitinu er hann hallaði sér að henni, — það ætti að gelda alla snuðrara — það er verra en dauðinn, það er yfir- leitt það versta sem liægt er að gera nokkrum karlmanni. Trúið þér því ekki? — Jú, sagði hún og færði sig dá- litið undan er liann hlammaði sér i sófann lijá henni, með handlegg- inn á hreyfingu frá sófabakinu og niður að herðunum á henni. Hún fór að efast um hvort hann gæti hjálpað bróður hennar. Vínþrunginn andardráttur hans færðist frá eyra hennar og niður kinnina, svo að hún sneri andlitinu undan. Augu hans voru sokkin i fituskvapinu. Svo sagði hún lágt og hratt: — Það er hræðilegt að dauða- dæma spellvirkjana; haldið þér ekki að það sé mögulegt að koma þvi til leiðar að þeir verði náðaðir? HANN hnyklaði brúnirnar og kipraði munninn til að sýna að hann væri áhyggjufullur, en þetta var í svo litlu samræmi við andlits- fallið að það var hjákátlegt: — Eg er hræddur um ekki, sagði hann með semingi og þóttist klökkur, — þeir vilja sjá blóð, þorpararnir! Svo færði liann sig ofurlítið fjær lienni og sagði: •— Veistu hvað þeir gera við þá til að fá þá til að með- ganga? Hann færði sig nær lienni aftur og hvíslaði einhverju að henni og hún náfölnaði, jafnvel varirnar. — Það er ekki satt, hvíslaði hún, það er — það hlýtur að vera. •— Svo þagnaði hún, því að hún sá stóran blóðpoll fyrir framan sig, sem rann ofan i rákirnar milli gólf- borðanna. Þeir höfðu ekkert gert henni, þeir liöfðu aðeins yfirheyrt hana í klefanum, jjar sem blóðpoll- urin var að seitla niður á gólfið. Hún varð að stíga yfir hann þegar hún fór út. — Það fór hrollur um hana og luin fákk svima og ýtti diskinum frá sér, þvi að liún gat ekki þolað að liorfa á blóðrauð jarðarberin. — Svona nú, sagði maðurinn. •— Taktu þetta ekki nærri þær. Þið er- uð svoddan veimiltítur, ungu stúlk- urnar. Ilún starði framundan sér og ósk- aði þess af alhuga, að þeir dræpu bróður hennar á þessu augnabliki. Kalda skammbyssu að gagnauganu, .og svo mundi veslings ungi líkam- inn ekki kveljast lengur. Maðurinn rétti úr sér í sætinu og hámaði í sig jarðarberin. — Lög- in eru ströng um þessar mundir, sagði hann hátíðlega. Einhverjir verða að deyja til þess að við get- um lifað. HANN RATAÐI. Stýrimaður á skipi, sem var að afferma í London ætlaði eitt kvöld- ið að heimsækja kunningja sinn, en villtist í þoku. Hann ráfaði lengi um göturnar og reyndi að átta sig á hvar liann væri en gafst upp á því og var orðinn ramvilltur. Loks kom hann inn í þröngt sund og þegar því lauk tóku við steintröppur nið- ur. Hann hafði stigið tvö þrep nið- ur þegar hann mætti manni og spurði hann til vegar. „Getið þér sagt mér hvert þessi þrep liggja?“ spurði liann. „Certainly!" svaraði maður- inn í þokunni. Ef þér haldið áfram farið þér beint ofan í Themsá. — Eg rata, því að ég er að koma þaðan!“ GAMALT JÁRN VANTAR. í Evróu er um þessar mundir afarmikil eftirspurn eftir brotajárni. Hagfræðinefnd UNO telur að þörf sé fyrir 3% milljón smálestir. Án þeirra geta járnsteypur og stálsuð- ur ekki náð þeirri lágmarksfram- leiðslu, sem er nauðsynleg til að koma endurreisninni áfram. Verður innan skamms byrjað á almennri brotajárnssöfnun um alla Evrópu. Þar er viða mikið af skotnum flug- vélaskrokkum, járnbrautarvögnum og ýmiskonar hergögnum, sem liggur enn eins og hráviði þar sem það var eyðilagt. í Líbyu er afarmikið að þesskonar rusli, en ekki er hættu laust að sanka því saman því að enn er mikið af jarðsprengjum þar. Verður að eyðileggja þær áður en farið verður að safna járnaruslinu. að með uúverandi olíunotkun endast olíunámurnar, sem nú eru í heiminum ekki nema fimmtán ár? En þcið er ústæða til að halda að feiknin öll séu enn til af olíunámum, sem ekki hafa fnndist, og ennfremur gera fræðimenn tilraunir með að framleiða olíu úr kolum, svo að tæplega er ástæða til að ótt- asl olíuþurrð. Og eftir fimmtán ár verður kannske farið að nota kjarnorkuna, sem rekst- ursaf I. að Kirgísar hafa yak-uxa sem húsdýr, og hann getur „nærri því allt nema orpið eggjum“. Hausinn á honum er eins og á nauti, en í stað rófu hefir hann tagl, og liann rijtir eins og svín. Taðið úr honum er notað til á- hurðar. Hann er góður til reið- ar og getur borið þungar ldyfj- ar, og er mjög þægur. Myndin er af Kirgísa á Yak-uxa. Til Reno, bæjarins, sem fólkið fer til þess að fá hjónaskilnað, kom níu ára drengur ekki alls fyrir löngu. Erindi hans var að fá skilnað við foreldra sina. Iíann (er að þjarka við konuna sína): — Innri rödd segir mér .... Him: — Hjálpi mér! Hefirðu nú innri rödd líka? að þessari konu líður líklega vel ef hitinn er yfir 10 stig, en mið- ur ef hann er lægri? Líðanin er sem sé ekki að- eins undir hitastiginu komin heldur jafnframt undir því hve loftslagið er rakt. Við tilraunir hafa menn komist að þeirri niðursttöðu að líðanin breyt- isl oftast við 10 stiga markið. En manni finnst þurrt, kalt loft hlýrra en rakt loft með sama hitastigi ef þuð er undir 10 stigum, en öfugl ef hiiinn er yfir 10 stig. að varðan sem Peary hlóð fyrir 43 árum, er hann var að reyna að k/mast á norðurheimskaut- ið, er nú fundin? A meríski verkf ræðingurinn Robert E. Peary gerði eftir alda mótin margar tilraunir til að komast á norðurheimskautið. Árið 1905 komst liann til Kap Sheridan, sem er læplega 100 km. frá heimskautinu og hlóð þar vörðu og skildi eftir ferða- sögu sína. Nú hefir amerískur leiðangur, sem notaði skip og heliokopterflugvél, komist til Kap Sheridan og fundið vörð- utia. — Árið 1908 tókst Peary að komast á heimskautið. Var hann þar sólarhring og setti upp fána Bandaríkjamanna. Hér sést Peary við vörðuna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.