Fálkinn


Fálkinn - 11.02.1949, Qupperneq 2

Fálkinn - 11.02.1949, Qupperneq 2
2 FÁLKINN 'I RúSrarhús Ármanns í Nauthólsvík. íþróttafélög hér á landi eiga fæst langa sögu að baki sér, og er það ekki óeðlilegt því að til skamms tíma liafa þjóðfélagshættir verið þannig, að vinnan til sjávar og sveita liefir krafist allrar líkams- orku og alls starfsáliuga mannsins. íþróttafélög og reglubundnar íþrótta iðkanir fá svo sérstakt gildi, þegar breytt vinnuskilyrði og breyttir þjóð- félagshættir hefja innreið sína. Sér- staklega liafa íjjróttafélögin fengið veglegt, en vandasamt hlutverk, sem er fólgið í því að beina áhuga æskufólks í þá átt að verja tóm- stundum sínum til að afla sér auk- innar líkamsmenntunar og aukins félagsþroska. Eitt elsta og merkasta íþrótta- félag hér á Jandi, Glimufélagið Ár- mann, átti 60 ára afmæli 15. des. s.l., og minnist þess með glæsileg- um hátíðahöldum dagana 1.—13. febrúar. Um 400 manns taka þátt í sýningunum. í tilefni þessa merka afmælis verð- ur hér að nokkru rakin saga félags- ins, — þess félags, sem hefir tengt nafn sitt þjóðaríþrótt íslendinga, glímunni. Stofnun Ármanns. Tildrög að stofnun Ármanns eru þau, að Helgi Hjálmarsson, mý- vetnskur latínuskólapiltur (síðar prestur að Grenjaðarstað) og Pétur Jónsson blikksmiður kynntust á fundi um í stúkunni „Einingin" veturinn 1888. Voru þeir báðir áhugamenn um íslenska glímu, og Ilelgi kunnur glímumaður. Ávöxtur þessara kynna var stofnun Glímufélagsins Ármann á glímuæfingu, sem þeir félagar gengust fyrir á túni við Rauðará þann 15. des. Stofnendur voru 20— 30, og höfðu þessir menn áður komið saman til að glírna í Templ- arahúsinu, sem varð einnig sama- staður fyrir þá næstu árin. Tillög- una að nafngift félagsins átti Pétur Jónsson. Forystumenn félagsins í fyrstu voru þeir Pétur og Helgi auk Guðlaugs Guðmundssonar (síð- ar sýslumanns), en löglega kjörin stjórn var engin. Glíman. Að sjálfsögðu var íslensk glíma sú eina iþrótt, scm Ármenningar iðkuðu að staðaldri fyrstu áratug- ina, og mætti skrifa heila bók um kappglímur þessara ára og glímu- kappana sjálfa, en hér er aðeins rúm til að minnast iítillega á þetta. Fyrsta kappglíma félagsins fór frant 1889, og hlaut Helgi Hjálmars- son flesta vinninga. Næstir honum voru Einar Þórðarson (einnig prest- ur) og Friðrik Gíslason ijósmynd- ari Næsta ár bar Helgi einnig sig- ur úr býtum, Friðrik var næstur honum og Freysteinn Jónsson sjó- maður þriðji. Glímuf élagið Ármann 60 ára. Þátttakendur i Skjaldarglímunni 1909. Næstu ár voru glimuæfingar hafð- ar víða um bæinn og nýir glímu- kappar koma fram á sjónarsviðið. Má t. d. nefna Þorgrím Jónsson (síð- ar dyravörð Alþingis), Guðnnind mund Guðmundsson frá Eyrarbakka, Jónatan Þorsteinsson kaupmann, Ásgeir Gunnniaugsson, kaupmann. Bjarnliéðin Jónsson járnsmið, Valdimar Sigurðsson stýrimann, Svein Árnason fiskimatsmann og Kristin Pétursson, son Péturs blikksmiðs. Árið 1906 komst meiri festa í starf semi Ármanns og stjórn er nú kjörin reglulega. Á næsta ári vekja Ármenningar sérstakiega athygli á sér við konungsglímuna á Þingvöll- um, þar sem Hallgrímur Benedikts- son vann fyrstu verðlaun, Guðmund- ur Stefánsson önnur verðiaun og Sigurjón Pétursson varð fjórði. Þessir þrír menn geta sér mikið frægðarorð um þessar mundir. Árið 1909 fóru þeir Guðmundur og Sig- urjón norður til Akureyrar til að keppa á Íslandsglímunni um Grettis- beltið, en það höfðu nokkrir Akur- eyringar gefið vegna áliuga á ís- lenskri glímu. Norðlendingar voru miklir glímumenn um þessar mund- ir og Jóhann Jósefsson þeirra harð- skeyttastur. Guðmundur vann Grett- isbeltið þessu sinni, en Sigurjón Pétursson mörg næstu árin. Ármenn- ingar hafa jafnan siðan verið mestu glímumenn landsins, og eiga þeir miklar þakkir skilið fyrir skerf sinn til liinnar þjóðlegu íþróttar. Utanfarir og vöxtur félagsins. Að frumkvæði Þórlialls Bjarnar- sonar prentara á Akureyri voru 8 ísiendingar, þar af 5 Ármenningar, sendir á ÓÍympíuleikana í London 1908 til þess að sýna íslenska glimu. Einnig voru nokkrir sendir á Ól- ympíuleikana i Stokkhólmi árið 1912, allt Ármenningar nema einn. Vegna styrjaldarinnar 1914—’18 lamast félagsstarfsemi Ármanns og utanfarir eru að sjálfsögðu engar. Vesturfarar Ármanns. Svil>]ó3arfarar 1992. Að forgöngu Sigurjóns Péturssonar er félagið endurreist árið 1919 og Ágúst Jóhannesson verður formað- ur. Síðan liefir félagsstarfsemin jafnan staðið með miklum blóma. Nýir glímusnillingar koma fram á sjónarsviðið, t. d. Hermann Jónas- son og Tryggvi Gunnarssort, og síð- ar hver af öðrum allt til þessa tíma, og verða þeir eigi taldir upp hér. Árið 1926 sendi Ármann flokk karla til Danmerkur til þess að sýna islenska glímu, og 1929 fór karlaflokkar til Þýskalands til þess að sýna glímu og fimleika.Siðan hafa Ármenningar oft l'arið utan, bæði til að sýna fimleika og glímu. Má t. d. nefna liina glæsilegu för Ármenn- inga til Finnlands 1947. Blaðadóm- ar um sýningar Ármenninga erlend- is hafa verið með ágætum, og verða brot úr nokkrum birt hér í lok greinarinnar, svo að lesendur geti gengið úr skugga um, hvílikt land- kynningarstarf Ármenningarnir hafa innt af hendi. Alls hafa Ármenningar sýnt ú 101 stað erlendis. Löndin eru þessi: Færeyjar, Danmörk, Noregur, Sví- þjóð, Finnland, Þýskaland, England og fríríkið Danzig. Innanlands liefir Ármann liaft mörg hundruð íþróttasýningar á 68 stöðum, og hafa þær jafnan vakið mikla athygli (sbr. t. d. sýningin á Alþingisliátíðinni 1930). Fjölbreytt íþróttastarfsemi, heilbrigt félagslíf. Starfsemi sú, sem Ármann hefir með höndum nú, er mjög víðtæk, Nægir að nefna nokkur atriði til staðfestingar á þvi. íþróttagreinar, sem eru kenndar og iðkaðar innan félagsins, eru þess- ar: Leikfimi, glíma, sund og sund- knattleikur, róður, handknattleikur, frjálsar íþróttir, skiðaíþrótt, hnefa- leikar og dansar og vikivakar. — Þjálfun og íþróttakennslu hafa 14 manns með höndum. Félagsstarfsemi innan Ármanns hefir jafnan verið rómuð, og með sjálfboðavinnu félagsmanna hafa þeir t. d. eignast veglegan skiða- skála í Jósefsdal og róðrarhús við Nauthólsvík. Stórmál félagsins nú er annars bygging félagsheimilis og íþróttasvæðis og stendur aðeins á leyfi bæjarvaldanna með að sam- þykkja stað fyrir íþróttasvæðið. Núverandi stjórn skipa þessir menn: Jens Guðbjörnsson, formaður, Sigurður Nordahl, varaformaður, Inga Árnadóttir ritari, Tómas Þorvarðsson, gjaldkeri, Gunnlaugur Briem, féhirðir, Sigrún Stefánsdóttir, bréfritari, Baldur Möller, áhaldavörður, Þorsteinn Bjarnason, form. skíðad. Loftur Helgason, form. róðrard. Jens hefir setið í stjórn Ármanns síðan 1925 og verið formaður sið-

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.