Fálkinn


Fálkinn - 11.02.1949, Síða 10

Fálkinn - 11.02.1949, Síða 10
10 FÁLKINN VHCS/W LE/&H&URHIR Tíu dýr - og veðrið á morgun. Þegar svölurnar fljúga lágt er sagt að þær spái rigningu. Eins er um hundinn þegar hann étur gras, það þykir úrkomumerki. En það að svölurnar fljúga lágt stafar af því að mýið, sem svalan er að veiða flýgur lágt, svo að eiginlega er það mýflugan, sem spáir veðrinu. Svalan, hundurinn og mýflugan. En í fyrirsögninu voru nefnd tíu dýr og hérna koma svo hin sjö, sem lika spá veðri. Hænsnin ókyrrast alltaf þegar slæmt veður er i aðsigi. Þau flýta sér að éta tii þess að vera orðin södd þegar þau verða að flýja í húsaskjólið. En þá er oftast nær ekki von nema á stuttri skúr. En ef þau halda áfram að éta þó að rigni, þá má búast við margra klukkutíma rigningu. Dúfurnar haga sér líkt og hænsnin. Gamall smali, sem sat yfir fé uppi i fjallshlíð, tók eftir þvi að féð færði sig alltaf upp eftir brekkunni þegar góðs veðurs var von, en nið- ur eftir ef slæmt veður var í að- sigi. Jafnvel smádýr eins og kóngu- lóin vita á sig veður. Þegar þær eru iðnar við að spinna netið þá má búast við góðu veðri. En ef vont veður er í aðsígi liefst kóngu- lóin ekki að; hún hugsar sem svo að ekki stoði að lagfæra netið sitt, því að rigningin muni eyðileggja það bráðlega. Þegar froskarnir gagga mikið á kvöldin er það taiið góðs viti. Ef spætan heggur mikið með nefinu þá veit það á rigningu. Blóðsugan hringar sig og liggur róleg þegar ekki er veðrabreytingar von, en ef hún ókyrrist þá veit það á að ioft- þyngdin er að breytast og þá nm leið veðrið. Töfragleraugun. Ef þú átt gamla gieraugnaumgerð þá geturðu gei~t skemmtilega til- raun. Og reyndar þarftu ekki gler- augnaumgerðina. Þú gctur klippt þér gleraugu úr pappa og búið til þrenn. Á einum þeirra stingur þú götum á miðjuna með grófri stoppu- nál. Á önnur þeirra sker þú lóð- rétta rifu, um 2 millimetra breiða. Svo skaltu prófa gleraugun. Á þeim sem eru með götunum sérðu grcini- lega ýmislegt, sem þú sérð ekki með berum augum í mikilli fjarlægð. Þú getur t. d. lesið blað þó að þú haldir þvi 3—4 sinnum lengra frá þér en þú ert vanur að gera þegar þú lest. Ef þú lítur gegnum gleraugun með lóðréttu rifunum l)á sérðu alla lóð- rétta hluti grcinilega, en þeir lá- réttu hverfa. Þú sérð t. d. ágætlega símastaurana en símajiræðina sérðu ekki. Og ef þú setur upp gleraugun með láréttu rifunum þá verður reynslan öfug: Þú sérð ekki síma- staurana en þræðina sérðu vel, og þér sýnist þeir hanga í lausu lofti. SAGAN UM KRISTOFER KOLUMRUS 3. Portúgalar voru mikil siglinga- þjóð í þá daga og þar voru margir landkönnuðir, og þarna mun Kól- umbus vafalaust hafa fengið hug- myndina að sinni ferð. Þegar hann fór til Englands og íslands nokkru síðar hefir hann vafalaust frétt um ferð Leifs heppna til Vínlands. Þeg- ar liann kom 'aftur til Porúgal komst hann í samband við lækninn Paolo Toscanelli frá Flórens, sem var einn af lærðustu mönnum sinnar tíðar. 4. Toscanelli hafði gert uppdrátt, sem sýndi að besta leiðin til að komast til Indlands væri sú að sigla i vestur, og þessi uppdráttur varð besta stoð Kólumbusar. Hann náði nú tali af kónginum i Portúgal og lagði áætlanir sínar fyrir hann. Kónginum leist vel á þær, en Kólum bus gerði svo miklar kröfur, að kóng urinn vísaði lionum frá sér og Kól- umbus féll í ónáð hjá lionum og varð að flýja frá Portúgal. Adamson leiðir blindan. Skrítlur — Eg er svo glöð! Eg hefi fengið vinnukonu, svo uð ná þarf ég ekki að annast grófari störfin. — — Þegar jm seldir mér hestinn fyrir hálfum mánuði, sagðir þú að hann væri gallalaus. Og svo er hann blindur á öðru auganu. — Það er eklci galli. Það er ó- happ. Litla telpan bað frænda sinn að sitja grafkyrran, því að hún ætlaði að teikna af honum mynd. Hann gerði það og eftir langa stund hætti telpan að teikna. Ilún horfði lengi á myndina og sagði svo: — Eg er ekki alveg ánægð mcð hana, hún er ekki nógu lík þér. Eg ætla að setja rófu á hana og kalla hana hund. Presturinn hafði átt erfiðan golf- leik allan laugardaginn og sunnu- daginn stóð hann í kirkjunni og lagði út af textanum: — Að hvaða gagni kæmi það manninum þó hann eignaðist allan heiminn, ef hann missti af síðustu holunni? Húseigandi kemur til pipulagn- ingarmanns og spyr: — Eruð þér maðurinn,-sem gerði við vatns- og gasleiðslurnar á Ránargötu númer 213 i gær? — Já, það var ég, svar- aði maðurinn. -— Og sögðuð þér ekki við konuna mina, að þér kynnuð yð- ar verk og skjátlaðist aldrei? — Það er ekki ósennilegt að ég hafi sagt jiað. — Jæja, livernig stendur þá á því, að Ijósakrónan í borðstofunni gýs vatni, en loginn stendur út úr krananum yfir baðkerinu? Læknirinn (i sjúkravitjun): — Hvernig líður manninum yðar i dag, frú Skagalín? — Eg hafði ekki efni á því, sjáið þér, að gefa honum kampavín og ostrur, eins og þér lögðuð fyrir mig, svo að ég gaf honum maltex- trakt og krækling í staðinn. Og nú er hann dauður. Enskur lávarður var að segja am- erískum dreng af forfeðrum sínum. — Afi minn var stórmerkur maður, sagði hann. - Einu sinni sló Victoria droltning á öxlina á honum með sverði og gerði hann að lávarði. — Það þykir mér nú ekki mikið, svaraði ameriski strákurinn. — Einu sinni barði Indíáninn Rauð- vangur liann afa minn i hausinn með skutli og gerði liann að engli. ■T5 — Afsalcið! — Er það hérna, sem herbergi er til leigu? — / i

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.