Fálkinn


Fálkinn - 18.02.1949, Síða 11

Fálkinn - 18.02.1949, Síða 11
FÁLKINN 11 KROSSGÁTA NR. 716 Hlorðnrseta Eftir dr. Jón Dúason. Lárétt, skýring: 1. Treður, 5. bælis, 10. ver, 12. lok, 14. karlfuglar, 15. kona, 17. litl- ar, 19. sarg, 20. kirkja, 23. fótabún- að, 24. ungviði, 26. lilifir, 27. verð- ur, 28. yfirstéttar, 30. l>rep, 31. fugl, 32. nákomna, 34. málhelti, 35. elleg- ar, 36. atyrða, 38. fletta, 40. stein- tegund, 42. farartæki, 44. eldsum- brot, 46. stétt, 48. efni, 49. ránfugl, 51. á fætinum, 52. stök, 53. vel úti- látnu, 55. þjóta, 56. einstigi, 58. svað, 59. blautir, 61. flanaði, 63. undirstöðu, 64. uppeyddur, 65. frægð. Lóðrétt, skýring: 1. Frambjóðandanum, 2. þjóta, 3. trjátegund, 4. ósamstæðir, 6. fanga- mark, 7. kona, 8. ven, 9. skottu- lækni, 10. í liálfu kafi, 11. ventir, 13. óhreinkar, 14. skýið, 15. kann við, 16. kornið, 18. ráfir, 21. ósam- stæðir, 22. íþróttafélag, 25. litaðist, 27. tafsaði, 29. kfókur, 31. rimpa, 33. mann, 34. ævintýrafugl, 37. liroði, 39. vatn, 41. versnar, 43. kvilunynd, 44. liæfileiki, 45. boði, 47. látin, 49. félag, 50. frumefni, 53. þrepi, 54. sýna reiðimerki, 57. Það tekur móðurina tuttugu ár að gera mann úr drengnum sínum, og svo kemur önnur kona til sögunnar og gerir iiann að fífli á tuttugu mínútúm. Leikarinn: — Eg tel mig eiga heimtingu á að fá ósvikið vín í veislusýningunni í öðrum þætti. Leikstjórinn: —Gott og vel. Þá fá- ið þér lika ósvikið eitur í sjálfs- morðssýningunni í fjórða þætti. Dæmdu aldrei stúlku eða vindil eftir magabeltinu. Egils ávaxtadrykkir LAUSN Á KR0SSG. NR. 715 fley, 60. sár, 62. greinir, 63. þyngd- areining. Lárélt, ráöning: 1. Hrædd, 5. skælt, 10. hnoða, 12. steig, 14. friði, 15. all, 17. talar, 19. A.E.G. 20. raflýsi, 23. fró, 24. lint, 26. fliss, 27. sina. 28. smurt, 30. ani, 31. annað, 32. núin, 34. ætan, 35. Samtún, 36. dragir, 38. rati, 40. að- an, 42. lotna, 44. ala, 46. angan, 48. Elín, 49. sleni. 51. Sara, 52. Sam, 53. eldinga, 55. nit, 56. agati, 58. ana, 59. græni, 61. aniss, 63. Gláms, 64. nauma. 65. hrina. Lóörétt, ráöning: 1. Hnignunartímann, 2. roð, 3. æðir, 4. D.A. 6. K.S. 7. ætti, 8. Lea, 9. tilfinninganæma, 10. lireim, 11. ullina, 13. garna, 14. falsa, 15. afla, 16. lýsi, 18. róaði, 21. af, 22. S.S. 25. trúmann, 27. snagans, 29. titta, 31. ataða, 33. núi, 34. æra, 37. Blesa. 39. fleinn, 41. Snati, 43. ólaga, 44. alda, 45. Anna, 47. arins, 49. S.L. 50. I.G. 53. eisu, 54. Agli, 57. tía, 60. Rán, 62. S.M. 63. Gr. Maðurinn er jafn gamall og hon- um finnst hann vera. og konan er jafngömul og liún var á myndinni, sem telcin var fyrir fimmtán áruin. Gamla konan stöðvaði skipstjór- ann og spurði hversvegna skipið Jægi kyrrt. — Við komumst ekki áfram fyrir þoku, svaraði hann. ■— En ég sé stjörnurnar þarna uppi á himnin- um, sagði gamla konan. ;— Já, en þangað förum við nú ekki nema ketillinn springi, svaraði skipstjór- inn. Eini munurinn á sjóræningjunum fornu og fjárplógsmönnum nútimans er sá, að sjóræningjarnir eru dauðir, en liinir lifa. Eigum við ekki að fara að búa, sögðu íslensku piltarnir við yngis- meyjarnar í Eystri- og Vestri-byggð? Þær höfðu máske ekki svo mikið á móti því, en hvar voru efnin til að reisa bú? Þau hlutu oft að vera liarla lítil, stundum máske ekki meiri en svo, að pilturinn gæti fest sér konu, en oftast ónóg til að kaupa jörð eða kaupa bústofn, ef iarðnæði var i boði. Hver ráð voru þá? Ráðið var að gerast veiðimaður. Allir Grænlendingar voru frá blautu barnsbeini slyngir veiðimenn og fiskimenn. Það hafa jafnvel verið aðalstörfin heima í bændabyggðun- um. Norður og vestur í almenning- unum var öllum frjálst að byggja sér skála og gerast veiðimaður, og þetta mun hafa verið úrræðið, sem sem flestir ungir menn völdu sér í Grænlandi. En þetta mun einnig hafa verið úrræði bændanna, er þeir flosnuðu upp i harðindum, urðu fyrir rangindum kirkjunnar eða veraldlegra yfirvalda. Kirkjan var um 1300 búin að eignast allar jarðeignir á Grænlandi, og gat byggt þeim bændum út, er hún hafði ekki velþóknun á. Það var sist nokkurt neyðarúr- ræði að flytja sig út í almenning- ana á Grænlandi og Vesturheimi. Þarna gengu ótölulegar lijarðir af hreindýrum, er reka mátti i lirein- garða og leggja að velli eftir vild. Þar voru stórar lax- og silungsár full ar af fiskum. Þar voru æðarvörp og eggver, selalátur og selveiði mik- il og hvalveiði og fiski af sjónum. Og livílík auðæfi voru ckki rekarn- ir á þessum ströndum! Hugleiddu það af þeim sjónarliól, hvers virði rekarnir voru við ísland í fyrri tið. Og þó eru enn ótalin höfuðauðæfi þessara landa, konungsgersemarnar, hvítir valir, hvitabirnir, tönn, svarð- reipi, rostungshúðir og dýrir loð- feldir. Þessar gersemar fluttust út um allar (3) álfur heims og frægð landanna barst með þeim, og þessi norðvestlægu lönd urðu víðkunn um allan heim undir nafninu Albanía inagna í Austur-skyhiu, er útlagt var á vora tungu Hvitramannaland. Nafn sitt fékk Albania mikla af hvit- leika ibúanna, er voru hvítir, og fæddust hvitir. Myndir af þeim sýna að þeir eru norrænir menn. og við strendur hennar eru sýnd norræn sjómennska og norræn skip. Dýralieiti Albaníu miklu eru einnig oft krotuð á Noreg, af því að þau fluttust þangað með Græn- landsversluninni. Vörur þær, er fluttust frá Grænlandi á 15. öld, voru samkvæmt vörulistum Eiríks Walkendorfs erkibiskups, mest vör- ur frá Ameríku. En þeir listar verða ekki rengdir. Hudsonflóinn er lát- inn skerast austan í Albaniu miklu, og fálkaeyjarnar, er frægar voru á miðöldum, þ. e. eyjaklasinn norð- austur af Kanada, eru sýndar þar. Miklu ítarlegri fróðleik um Albaníu miklu eða Hvitramannaland er að fá i Landkönnun og landnámi ís- lendinga i Vesturlieimi, og visast til þess. Landnámsmenn Grænlands voru bændur, og þvi námu þeir fyrst þau héruð Grænlands, er best voru fallin til landbúnaðar. Sifelldur fólksflutningur gekk frá íslandi til Grænlands fram til ca. 1350 að siglingar milli íslands og Græn- lands eða vesturheims voru bann- aðar með konungsboði. Svarti dauði kom ekki til Grænlands og líklega fæstar drepsóttir miðaldanna, vegna þess hve siglingar þangað frá Noregi tók langan tima. Eflaust fjölgaði fólkinu á Grænlandi mjög ört. I lok 13. aldar segir hið áreið- anlega rit Konungsskuggsjá, að hin- ir ísl. íbúar Grænlands séu ná- lægt 30 þúsund, dreifðir um alla strönd þess, einnig þar sem mar- marinn sé þ. e. við Umanakfjörð- inn á Norðvestur-Grænlandi, og viðar segir hún beint og óbeint frá isl. byggðinni i Norðursetu. Er Þor- finnur karlsefni fór sína Vínlands- ferð, var komin upp íslensk búð- setumannabyggð vestan Suðurbotns- ins (Davissunds). Er Hreimssynir og faðir þeirra gerðust búðsetumenn norður í Greipum (um 1100) var þar komin seta, þvi „Virðar áttu víða livar, veiðiskapar að leita þar.“ Á árabilinu 1257—’61 er komin ís- lensk búðsetumannabyggð norður við hafsvelgi, því þeir lieita þar konungi skatti. 1 viðauka við rit Adams Brimaklerks (likl. frá 13. öld) er sagt, að menn liggi þar við að drepa hvítabirni og róstunga. Björn Jónsson nefnir eftir fornum heimildum „Norðursetufólk" bæði í Greipum og á Króksfjarðarheiði. Nöfn eins og Karl-búðir benda á búðsetumannabyggð og sömuleiðis nafnið Finnsbúðir. Sumarið 1542 sá Jón Grænlendingur byggð búðsetu- manna á Vestur-Grænlandi. Hrólf- ur sá á Austur-Grænlandi, sem get- ið er í sögu Þorgils orrabeinsfóstra, var eflaust búðsetumaður. Og menn Björns rika Þorleifssonar töldu 18 bæi, þ. e. isl. skála búðsetumanna í Krosseyjum nálægt miðri 15. öld, og þá var íslenskan ekki útdauð þar. Sigurður Stefánsson Skálholts- rektor ritar ca. 1590 eftir skjala- safni Skálholtskirkju, að á Græn- landi séu 30 söfnuðir, 12 í eystri- kirkju-umdæminu, og þekkjum við þá alla, en 18 i þvi vestra, og voru af þeim aðeins 3 eða 4 i Vestribyggð. Hinir (14 eða 15) hljóta að hafa verið í Norðursetu, á Grænlandi eða i Vesturheimi, en sennilega hvorttveggja. Björn Jónsson ritar eftir fornum annál, að Leifur Ei- riksson hafi kristað 50 hreppa á Grænlandi á einum vetri. Aðeins sárafáir þeirra hafa verið í bænda- byggðunum. Hinir hljóta að liafa verið í Norðursetu. -— Annars er það sannað mál, að Norðurseta var aldrei kristin nema að nafninu til, ef hún þá var það nema að nokkrit leyti. Það vantar heldur ekki ritaðar heintildir fyrir því, að Norðurseta var í raun og veru heiðin. í viðbót frá siðari hluta 12. aldar við rit Adams Brimaklerks segir: Gautland, Frh. á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.