Fálkinn


Fálkinn - 18.02.1949, Side 14

Fálkinn - 18.02.1949, Side 14
14 FÁLKINN EFTIRSTÖÐVARNAR. • Frh. af bls 6. una, teiÖ, steinolíuna; lyktin af sápunni var sterkust. Lampinn í loftinu varpaði frá sér fölu ljósi, sem var svo dauft að það komst ekki inn i krókana. Á rúðunni var grá, rök liimna. Og henni fannst að ekkert í veröldinni gæti verið jafn ömurlegt og sveitaverslun. Búðin var hálffull af fólki eins og venjulega á greiðsludögum. Það voru mestmegnis konur, þöglar og líflausar, það var eins og þær þekkt- ust ekki þegar þær sáust þarna á kvöldin. Allt öðruvísi en þegar þær skutust inn á morgnana til þess að kaupa sér eitthvað gott. Það var líkast því að maður væri kominn í kirkju þarna. í kórnum kaupmaðurinn með fína, hvíta svuntu eins og rykkilín, bograndi yfir bók- um sinum. Ffanni Roland renndi augunum yfir aliar liillurnar, sem voru í skugga, hvítt húðarborðið með grópum og kvistum, vigtina og járnlóðin, svörtu tedunkana með 1, 2, 3 og 4 máluðu með gulu, og sápuhlaðana. 1 næstu viku mundi hún standa í búð með rauðu borði, messingsvigt og kaupmanni i grá- um siopp. Enginn sagði neitt nema gott kvöld. Ein konan leit við og starði á Ffanni af því að hún var með herðaskjól en ekki sjal, eins og hún var vön. Þegar kom að Ffanni, sagði kaupmaðurinn ekki neitt, því að hún borgáði allar eftirstöðvarnar. Hann gaf lienni tiu shillinga í af- slátt — hún ókyrrðist við þetta þvi að hún hafði ekki búist við að fá nema hálfan þriðja. Henni hafði ekki dottið í hug á leiðinni, að hún hefði borgað alls yfir tvö þúsund pund í þessari verslun siðan hún giftist. Svo keypti hún eitthvað smávegis og borgaði það um leið. »Eg býst ekki við að ég komi hér oftar,“ sagði hún. Kaupmaður- inn kinkaði kolli til að svna að hann skildi, og liún fór út, fitlaði eitthvað við klinkuna og lokaði svo vel að baki sér. Hún leit inn um gráan gluggann og sá kaupmanninn bogra yfir bók næsta viðskiptavin- arins. NORÐURSETA. Frh. af bls. 11. Svíþjóð, Grænland: íbúar þessara landa kalla sig að nokkru leyti kristna, en eru án nokkurrar trúar, og án játningar, og hafa aldrei ver- ið skírðir; en sumir þeirra, sem á yfirborðinu eru kristnaðir, trúa á Þór og Óðin.“ Þetta er sannað mál um Gautland og Svíþjóð, en heim- ildir þessu til sönnunar vantar held- ur ekki hvað Grænland snertir. í tiltölulega ungu handriti, er var í eign próf. Fr. R. v. Weisers i Inns- bruch segir svo um Grænland: „íbúar þess eru algerlega siðlausir menn, miklir vexti eins og risar. Þeim hefir enn ekki verið boðað evangeliið, og þeir hafa jafnvel varla haft spurnir af þvi.“ í Grænlands- kröniku sinni segir Lyschander sagn- ritari hjns norsk-danska konungs um 1600 eftir gömlum bréfum er send voru til Róms, frá trúboði Ei- ríks II. biskups i Steinnesi í Vestri- byggð meðal þessa heiðna fólks í Norðursetu. Fleiri heimildir segja frá prestum í Norðursetu að sumr- inu, og er iðngrein þeirra ekki ó- kunn. — Allt þetta heiðna fólk hlýt- ur að vera í Norðursctu því þegar um 1100 voru bændabyggðirnar á Grænlandi orðnar vel kristnar, og voru það jafnan síðan. En i jörð í Norðursetu hefir ekki fundist eitt einasta krossmark, en hamar Þórs er algengasta áletran á jarðfundn- um hlutum þar. Atlamál liin grænlensku eru ort af seta svo langt vestur í lieimi, að hann liefir engar spurnir af stór- mennsku þeirri, er ríkti í sveita- bæjum í bændabyggðum Grænlands, hvað þá við hirðir þjóðhöfðingja á Norðurlöndum. Högna og Gunnari er lýst sem búðsetumönnum. Þeir fara á bát yfir fjörð við fimmta mann til móts við Atla Húnakonung, er dregið hafði saman 30 manna sveit! Allt annað er eftir þessu, svo kvæðið er ómetanleg lýsing á lífi þjóðar vorrar i Norðursetu. Lesið það í Sæmundar-Eddu. Að þessi víðáttumikla búðsetu- mannabyggð háfi verið til felst og í nafninu Norðurseta, því það merk- ir svæði byggt af búðsetumönnum. Hinar sifelldu frásagnir um frá- fall frá kristinni trú á Grænlandi um aldirnar merkir það, að bænd- ur flytja sig úr bændabyggðunum (af jörðum kirkjunnar) vestur og norður í Almenningana og fara að lifa innan um heiðið fólk. Árið 1342 fluttu allir Vestribyggðarmenn sig yfir til Vesturheims. En ekki verður sannað, að landbúnaðurinn í Eystribygð liafi verið gefinn upp með öllu fyrr en um 1700. Þessi flutningur fólks úr bænda- byggðinnni í borgir, eða ef þær voru ekki til i búðir við sjóinn er sérkennilegur fyrir öll Norð- urálfulönd á miðöldum og raunar fram til þessa dags. Ekkert ger- manskt land átti jafnauðuga og á- gæta almenninga sem Grænland, einkanlega þó i hlutfalli við gæði búlandanna. Hvi skyldu þá almenn- ingar Grænlands ekki hafa byggst? Bygging almenninga varð ekki hindr- uð, því þar var aflað hinna dýr- mætustu útflutningsvara Grænlands, er áður eru nefndar, og gerðu það að verkum að mögulegt var að halda uppi siglingasambandi milli Norður- álfu og Grænlands. Og þegar þær tók undan og farið var að selja þær til duggara við Markland um og eft- ir 1500 lögðust siglingarnar frá Norðurlöndum til Grænlands niður eins og Gísli biskup Oddsson segir i annál sínum eftir heimild í skjala- safni Skálholtskirkju. Kennarinn: — Úr liverju eru skórnir þínir gerðir, Nonni? Nonni — Úr leðri. Kennarinn: — Og hvaðan kemur leðrið? Nonni: — Úr nautshúðinni. Kennarinn: —■ Hvaða skepna sér þér þá fyrir skóm og keti? Nonni: — Hann pabbi minn. Dóra: — Ekki skil ég hvaða púð- ur þér finnst i honum Ragnari. Hann heldur ekki upp á Ibsen, hann heldur ekki upp á Bernhard Shaw og hann lieldur ekki upp á Shakespeare! Nóra: — En hann heldur upp á mig. Stjörnulestur Eftir Jón Árnason prentara Nýtt tungl 27. febrúar 19k9. Alþjóðagfirlil. Loft og vatnsmerkin eru sérstak- lega áberandi i áhrifum. Tilfinning- arnar eru ráðandi að nokkru og er liætt við að þær liafi meiri álirif á ákvarðanir en heppilegt er. Þó mun hugsanahæfileikinn sennilega koma við sögu og jafna að nokkru, þvi af- stöður þessar eru fremur góðar. — Sól og tungl eru í sterkri afstöðu til sólmyrkvans 1. nóv., en ekki er auðvelt að segja hvort það skerpir eða dregur úr þeim áhrifum. Þó virðist mér þau styrkja þau heldur. Lundúnir. — Nýja tunglið í 5. húsi. Hefir slæma afstöðu. Örðug- leikar koma í ljós í leikhússtarf- semi og virðast áberandi. -— Júpíter í 4. húsi. Hefir slæma afstöðu. Örð- ugleikar geta komið til greina hjá landbúnaðinum og landeigendum. »— Úrán í 9. húsi gefur góðar af- stöður. Nýjar vísindalegar uppgötv- anir geta komið í Ijós. — Satúrn í 11. liúsi hefir slæmar afstöður Stjórnin á í örðugleikum og breyting gæti átt sér stað i stjórninni. Þetta mun gerast i sambandi við þingið. — Neptún í 1. húsi Hefir slæmar afstöður. Þá munu og saknæmir verknaðir koma í Ijós og leynilegur áróður kemur til greina. Berlín. — Nýja tunglið i 5. húsi. .— Örðugleikar i sambandi við leik- liús og leikarastörf. •— Merkúr og Venus í 4. liúsi. Er þetta ekki veru- lega sterk afstaða. Þó ætti landbún- aðurinn að hafa góðar afstöður og ýmislegt verður gert til þess að lyfta undir og lagfæra landbúnaðinn. — Júpiter í 3. húsi. Að líkindum nmnu samgöngur og rckstur þeirra vera orðnar frekar kostnaðarsamar. Einn- ig útgáfustarfsemi undir nokkrum örðugleikum, einnig póstgöngur. — Utanrikisverslun ætti að aukast, þvi Úran er í húsi þessu og liefir góðar afstöður. — Plútó og Satúrn í 10. húsi. örðugleikar nokkrir og ólieil- indi í sambandi við störf ráðend- anna. Moskóva. — Nýja tunglið er í 4. húsi. Mars og Venus voru þar einn- ig. Þetta er ekki verulega góð af- staða. Landbúnaðurinn mun vekja mikla athygli og ýmsir örðugleikar munu koma i Jjós á þessum vett- vangi. Aukinn kostnaður mun koma í Ijós í samgöngum og rekstri sam- göngutækja. — Satúrn í 10. húsi. Er þetta örðug afstaða fyrir ráðend- nrna og dauðsföll h'áttsettra manna eru sýnileg, því að slæmar afstöður eru milli Saturns og Sólar. Neptún í 11. húsi. Undangraftarstarfscmi með- al ráðendanna og jafnvel í aðal- ráðinu sjálfu. — Úran i 8. húsi. Dauðsföll vegna sprenginga og sjálfsmorð geta átt sér stað. Tokgó. — Nýja tunglið í 1. húsi; ásanit Mars og Vcnus. — Afstöðurn- ar eru fremur slæmar og því má búast við óánægju og óróleik meðal almennings og slæmu heilsufari. Saknæmir verknaðir gætu kom- ið fyrir og konur og börn verða fyrir illri meðhöndlun. — Úran í 4. húsi. Þetta er ekki beinlínis góð afstaða. Sprengingar gælu ált sér stað í námum og og vatnsveitu- fyrirtæki i hættu. Slæmar afstöður fyrir stjórnina og andstæðingar hennar fá byr í seglin. — Satúrn í '7. liúsi. Hefir slæm áhrif á við- skipti við önnur ríki og tafir í þeim efnum koma i Ijós. Washington. — Merkúr er i 7. húsi. Hefir góðar afstöður. Bendir á heppni í samningum og viðskipt- um við aðrar þjóðir. Utanríkisstarf- semin undir mjög góðum áhrifum og líf og fjör í þcirri starfsemi með lieppni. — Nýja tunglið er í 8. liúsi. Bendir á dauðsfall meðal háttsettra manna og konur og börn gætu lát- ist. — Uran í 11. húsi. Örðug atvik geta átt sér stað í þinginu, sem yrðu stjórninni alvarleg viðfangs- efni. — Júpíter í 6. húsi. Bendir á aukin útgjöld til liers og flota. •— Satúrn í 2. liúsi. Þetta er örðug af- staða fyrir bankastarfsemi, verð- bréfaverslun og tekjur hins opinbera munu minnka. ÍSLAND. 6'. hús. — Nýja tunglið er i húsi þessu. — Verkamenn og málefni þeirra verða mjög á dagskrá og eru aðstæður fremur örðugar. Barátta og ágreiningur mun koma í Ijós i þessum greinum. Innflutningstafir á ferðum. 1. hús. — Merkúr ræður liúsi þessu. — Hefir góðar afstöður. Auk- ið framkvæmdaþrek kemur í ljós og áhersla lögð á fræðslu almennings. 2. hús. ■— Neptún er í liúsi þessu. •— Bendir á óheppilegar tiltektir í fjármálum, lögleysur og sviksemi. 3. hús. — Mars ræður húsi þessu. — Ilefir slæm áhrif á flutningastarf- semina og koma þau frá hendi verkamanna og viðskipum jieirra við yfirráðendur. 4. hús. — Júpiter er i húsi þessu. •— Afstaða þessi ætti að vera heppi- Icg fyrir landbúnaðinn og bendir á gott veðurfar. En afstaða ]>eirra er ekki beinlínis ákveðin og getur því orðið seinna vart við hana. 5. hús. — Merkúr ræður húsi þessu. — Aukin starfsemi í leiklist og ný leikrit koma til sögunnar. Barnafræðsla undir góðum áhrifum. 7. hús. — Mars ræður húsi þessu. — Þetta er að ýmsu leyti örðug af- staða gagnvart öðrum ríkjum og erfiðlcikar eru sýnilegir í utanríkis- málum. 8. hús. — Mars ræður húsi þessu. — Bendir á dauðsfall vegna elds, sprenginga eða slysa. .9. hús. — Venus ræður húsi þessu. •— Hefir slæmar afstöður, svo líklegt er að utanríkissiglingar verði undir örðugum áhrifum og tafir i verslun og viðskiptum. 10. hús. ■— Úran er i liúsi þessu. — Bendir á ófyrirsjáanlegar og at- hugaverðar afstöður gagnvart sljórn- inni og hún verður að fara mjög hyggilega að ráði sínu ef hún vill halda velli. 11. hús. ■—- Plútó og Satúrn eru i húsi þessu. — Þetta er ekki álitleg afstaða fyrir framgang þingmála. Örðugleikar koma í ljós, sem gefa stjórninni mjög vandasamt verkefni að greiða úr. 12. liús. — Engin pláneta var i húsi þessu og hefir það því eigi eins sterk áhrif og ætla mætti. Yfir höfuð er framkvæmdaþrekið ekki öflugt og stöðnun er frekar sýnileg frá almennu sjónarmiði. Ritaö 5. febr. 1949.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.