Fálkinn


Fálkinn - 24.06.1949, Blaðsíða 2

Fálkinn - 24.06.1949, Blaðsíða 2
2 F Á L K í N N Aðeins örfá heimili á Islandi jeiga þess nokkurntíma kost að eignast málverk eftir jeftirlætismálara þjóðarinnar Ís0rím — Jón jStefflnsson — K/Atvol Meginhluti þjoðarinnar á ekki einu sinni kost á að standa eitl augnablik augliti til auglitis við það feg- ursta og stórbrotnasta, sem til er í íslenskri list. Mestu afrek íslensks anda og listahanda Iiafa fram að þessu verið lokuð bók fyrir fólkinu i landinu. En Pin hefir ehhi rdð n þvi oð þehhja ehhi sína bestu menn Við getum ekki útvegað yður frumverk þessara meistara, en i tilefni fimm ára afmælis hins íslenska lýðveldis gefum við yður kost á að eignasl litprentanir af verkum þeirra, sem munu veila yður varanlega gleði og fullvissu um að hið ægifagra og tignarlega í íslenskri náttúru, er einnig og enn til staðar í þjóðinni, sem hvggir landið, í verkum hennar mestu og bestu listamanna. Listaforlag Helgafells hefir ráðisl i að láta gera prentaðar myndir i eðlilegum litum af fjölda hinna stórfenglegustu listaverka, sem þjóðin á, þar á meðal Djáknanum á Mýrká, Flótta undan eldgosi og Vorkvöldi í Vesturbænum eftir Ásgrim; Svönunum, Þorgeirsbola og Úligangshéslum Jóns Slefánssonar og Skógarhöll- inni, Eldgamla ísafold og Heimahögum Kjarvals, svo nefndur sé lítill hluti þeirra mynda sem litprentaðar hafa verið. Ymsar þessara mynda eiga því miður ekki lengur heima hérlendis og eru þvi í vissum skilningi glataðar þjóðinni fyrir fullt og allt. Yfir 70 málverk prentuð i litum munu hér eftir prýða islensk heimili um land allt og verða þýðingarmik- ill þáttur í uppeldi þjóðarinnár og sérstaklega æskunnar. Margir skólastjórar hafa þessar bækur lil sýnis nem- endum sínum cða koma þeim fyrir á veggjum stofanna sinna. Það er varla ofsagt að þessar ótrúlega vel gerðu litprentanir muni verða fjölda manns hrein opinherun. Hverri bók fylgir brot úr sögu listamannsins á íslenskú og ensku og auk 20—25 litmynda, sem eru í hverri bók eru þar og 25—30 teikningar og myndir prentaðar í svörtu. Allar verða bækurnar i fallegu, sterku bandi og litprentaðri kápu. Áskriftarverð listaverkabókanna þriggja er 375,00 (125,00 hver bók) og áskriftarlistar í bókabúðum, en umboðsmenn okkar munu koma viða á heimili og bjóðá fólki að skoða bækurnar og panta þær með á- skriftarverði. Áskriftarbækur eru ekki afhentar í bókabúðum, en verða sendar heim nema fólk óski að vitja þeirra sjáll't á aðalskrifstofu okkar, Vegahússtíg 5, simi 1651 (áður Smjörlikisgerðin Smári). BÆKUR & RITFÖNG H.F. Áskriftardeild og bókaafgreiðsla, Veghúsastíg 5 (Sími 1651).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.