Fálkinn


Fálkinn - 24.06.1949, Qupperneq 12

Fálkinn - 24.06.1949, Qupperneq 12
12 FÁLKINN ÚT í OPINN — Hann lieitir Reuben Sonnenschein og hefir skrifstofu* i Norfolk Street, Strand. — Gotl. Ef þér verðið Jiess var að gát sé höfð á yður þá getum við hisl einlivers slaðar þar nálægt. Farið á Park Lane-járn- hrautarstöðina og kaupið farmiða til Temple, en í staðinn laumast þér inn í vagn, sem fer austur á bóginn, svo skyggjendurn- ir missi sporið, ef einhverjir eru. Svo stíg- ið þér af á næstu biðstöð og takið vagn vestur á hóginíi til Temple. Þar stígið þér af og fáið yður bíl til Strand Palace Hotel. — Eg skal gera eins og þér segið, hr. Sallust. Bestu þakkir — þúsund þakkir —- fyrir að þér viljið hjálpa mér. Þér hafið gefið mér nýja von, nýtt líf. Mér finnst ég geta litið upp aftur, þrátt fyrir allt sem ég hefi gert. — Það er mitt að þakka, sagði Gregory brosandi. — Yið hittumst þá á morgun, Góða nólt! Hann var varla kominn út um hliðið fyrr en hann kallaði aftur lil Gyðingsins: — þér verðið að gera svo vel að lána mér fyr- ir vagni. Archer og kónarnir lians hirtu alla peningana mína. Þegar Gregory kom úl á veginn mundi hann að hann hafði alveg gleyrnt að spyrja livar hann var. Bíllinn sem hafði flutt hann þarna út hafði ekið U])j) brekku, og þess vegna hélt hann nú niður á móti, þangað til hann hitti lögregluþjón, sem sagði hon- um til vegar inn í borgina. En honum tókst ekki að ná i leiguhíl. Bílstæðin voru tóm og hann varð að ganga nokkra kílómetra áður en hann næði í vagn. Klukkan var orðin fjögur að morgni er hann kom heim, og nú fyrst fann hann hve þreyttur hann var eftir þessa löngu hat- römmu nótt. Honum fannst nærri því ótrú- legt að ekki skyldu vera nema sjö tímar síðan hann hafði ekið heim að húsi Tom Archers í Kennington. Það hafði svo margt gerst síðan. Tvívegis hafði hann verið á heljarþröm. Þegar liann sá sig í speglin- um sá hann hve tærður og þreyttur hann var. Nefið og efrivörin voru blóðstorkin eftir höggið, sem annar af hnefaköppum Ar- chers hafði gefið honum. Það var eins og hann væri allur lurkum laminn. Úlnliður- inn og ökklarnir voru rauðir og jirútnir eft- ir böndin, fötin rifin og skítug. Hann skrif- aði nokkur orð á blað lil konunnar sem sá um húsið í íjarveru Rudds, og bað hana um að vekja sig klukkan tíu. Svo fór liann i bað og síðan í rúmið. Morguninn eftir, klukkan tuttugu mínút- ur yfir ellefu gekk hann jafn fínn og strok- inn og liann álti vanda til inn í forsalinn á Strand Palace Hotel og bað um kaffibolla. DAUÐANN Ilann hafði gát á dyrunum meðan hann var að lesa blöðin. Hálftími leið og klukkan varð tólf. Jacob Rosenbaum hafði ekki sýnt sig enn. Gre- gory beið ennþá í hálftíma. En þá varð hann að fara. Honum var ó- rótt. Datt í hug að heimsækja sir Pellinore, cn hælti við. Hann hafði komið öllu í óefni á ný og átli auk þess sök á dauða Archers. Það kunni að vera að fráfall hans væri ekki tjón fyrir landið, en liaiin hafði haft upplýsingar sem hefðu getað verið mikils virði og komið að notum. Það eina sem Gregory hafði fengið að vita var þetta: - Þér verðið að aðvara frú Dubois. En hver var frú Dubois? Hún var áreiðanlega ekki J)ýsk og sennilega ekki ensk lieldur. En jiegar Rosenbaum hafði sagl honum ítarlega frá heimsóknum Graubers og um Karl og um snuðrarann sem starfaði á skrifstofu Rosenbaums, nmndi lögreglan geta haft upp á öðruni þýskum leynisnáp- um. Og þá gæti kannske tekist að ná í Grauber í næsta ski])ti sem hann kæmi til Englands. Gregory gá?li heimsótl sir Pelli- r.ore þegar hann hefði komist yfir þær upp- lýsingar. Best að fresta því j)angað til. En hann varð að komast fyrir ástæðuna til J)ess að Rosenhaum hafði ekki komið. Hann símaði fyrst á skrifstofu Gyðingsins og fékk það svar að hann hefði ekki komið J)angað. Svo hringdi hann á skrifstofu mála- flutningsmannsins og fékk sama svar. Ros- enbaum hafði átt að vera þar klukkan hálf- tólf en kom ekki. í simaskránni sá Gregory að Rosenhaum átti heima í Maresfield Gard ens í Hampstead, en hann J)orði ekki að síma þangað. Klukkan átta um kvöldið sat hann i hií'- reið, á leið til Maresfield Gardens. Ilann hafði afráðið að hnýsast um Rosenhaum. í J)etta skipti var liann vel undirbúinn. Hann hafði uppáhalds skammbyssuna sína i bakvasanum. í hinum vösunum voru vasa- ljós og mikið af lyklum. Ilann hafði stung- ið kúbeini niður i buxnaskálina og hafði læki til að skera rúður úr glugga án J)ess að heyrðist. Hann var í gúmmískóm og al- svartklæddur. ITann rór út úr hifreiðinni fyrir neðan hrekkuna og læddist hljóðlega upp að lnis- inu og að bakdyrunum. Hvergi sást ljós í húsinu. Gregory gægð- ist á hvern gluggann eftir annan en gal hvergi séð glætu fyrir innan gluggatjöldin. Hann fór aftur að dyrunum, reyndi lykl- ana sína og fann loks einn sem gekk að. Hann opnaði afar gætilega litlu dyrnar í steingarðinum og komst inn í garðinn bak við húsið. Þar athugaði hann alla glugga til að gá að Ijósi og komast að hvort nokk- ur gluggi væri opinn. Það var árangurs- Iaust og svo læddist Iiann að gluggaútskoti einu. Þar var allt lokað lika. Hann staldraði augnablik og hugsáði sig um. Hann varð að ganga úr skugga um hvað hafði komið fyrir Rosenbaum. Ef Gvð- ingurinn var flúinn varð lögreglan að fá að vita það, og ef eitthvað misjafnt hafði kom- ið fyrir hann og liann var fangi i húsinu eða kannske mvrtur, var óhjákvæmilegt að liafast eifthvað að. Gregorv varð að gera ráð fyrir iið Karl væri þarna. Hann var óhræddur við að hitta liann í þetta sinn, en hann varð að ná honum lifandi og helst varð að láta hann ganga lausan um sinn. Ef eitthvað kæmi fyrir Ivarl núna strax J)á niundu J.cir aldrei ná í Grauber, en það var liann sem þurfti að hremma. Gregory varð lika að gera ráð fvrir að J)jófabjöllur væru um alll húsið, sem mundu hringja ef Iiann reyndi að laumast einhvers staðar inn. Ef til vill var svona útbúnaður i garðinum líka og hafði kannske gefið hljóð frá sér. Það var ekki að Vita nema Karl liefðj orðið var við að einhver var í garðinum. Gregory vai1 djarfúr en hann liætti sér ekki að óþörfu. Það var tilhugsunin um Gyðinginn, sem kom honum loks til að á- kveða sig. Sennilega hafði Karl með ein- hverju móti fengið grun um Rosenhaum og hafði nú heitt hann ofbeldi. Gregory gat ekki farið án J)ess að ganga úr skugga um J)elta. Hann tók kúbeinið, ýtli því inn i rifu með fram gluggaumgerðinni og þrýsti úl á hlið. Gluggakrókurinn lét undan og glugginn fór upp og hátt ískur heyrðist i ryðguðum löm- unum. Gregory vissi að dauðinn gat beðið hans fvrir innan gluggatjöldin, en hann tók skammhyssuna og vatt sér innfyrir. XXI. kap. Dauði og koss. Hann þorði varla að draga andann. Svo beygöi hann sig og lvfti J)ykku gluggatjahl- inu varlega frá gólfinu. Aldimmt var í stof- unni. En væri Karl i húsinu og heí'ði orðið einhvers var, gal hann komið Ipegar minnsl varði og kveikt. Þá mundi hann undir cins finna Gregory bak við gluggatjaldið og skjóta án l>ess að athuga hver J)að væri. Gregory lagðist flatur á gólfið og skreið undir gluggatjaídið inn á gólfið. Svo stóð hann upp og hlustaði. En ekkert heyrðist. Með skammbyssuna í hægri hendi og viðbúna tök hann vasaljósið i vinstri hönd og kveikti. Geislinn féll á Iiurð á ])ilinu beint á móti. Gregory gekk varlega að dvr- unmn og fikraði sig fram hjá stórum hús- gögnum úr maliogni. Þetta var stór stofa. Þegar hann kom að dyrunum stakk hann Ijósinu í vasann og tók í húninn. Þrýsti honum varlega niður og opnaði hurðina þumlung fyrir þumlung. í anddyrinu var heldur ekki ljós. Og sama dauðakyrrðin. Ilann læddist fram í anddyriö og að stig- anum. Hann sneri haki til veggjar og hrá upp ljósinu og læddist á tánum að bóka- stofudyrunum. Þar var líka dimmt. Þetta var of snennna kvölds til þess að þeir Karl og Rosenbaum gætu verið háttaðir. Ef J)eir væru ekki i eldhúsinu mundi liúsið vera mannlaust. Gregory opnaði dyrnar og ætl-

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.