Fálkinn


Fálkinn - 08.07.1949, Blaðsíða 4

Fálkinn - 08.07.1949, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Phil. mag. Victor Procopé, favar stjóri Finnanna. lekiS lagið. Á víð og dreif gat að iíta erlenda stúdenta utan í gos hólnum eins og kýr á beit eða ána- inaðka í mold. Suniir grófu sig bóksaflega í jörð að leit að jarðfræði- leguni stórmerkjum, en aðrir Iilykkj- uðust eftir harðri og lijúfri goshóls- skorpunni og fylltu malpoka sína af steinum til minja um Geysisferðina. — Eftir sæmilegt gos, senv vakti mikla brifningu, var haldið að Gull- fossi. Óvenjulcga mikið vatnsmagn var í fossinum, og þótti öllum mjög mikið til hans koma, svo mikilúðleg- ur var hann. Það var áliðið kvölds, þegar þreyttir ferðalangar og svang- ir konni að Laugavatni til kvöldverð- ar, sem livergi nærri var boðlegur, jafnvel ekki glorhungruðum ferða- löngum, sem þó gera litlar kröfur til matargæða, en þeim mun meiri lil stærðar skammtanna. Allir fengu þó eitthvað i svanginn og sumir böðuðu sig í vatninu rélt fyrir miðnætti. Aðrir léku handbolta eða spörkuðu fótbolta. Nokkrir hirtu ekki um í- þróttirnar, en gengu sér íil skemmt- unar um tún eða upp í skóg. Rétt áður en lagt var af stað heimleiðis glitti á nokkrar kollhvítar búfur íangl uppi í skógi, tvær og tvær saman. Þær virtust ekki hreyfast mikið. Reykjavík skoðuð. Mánudagurinn var ætlaður til þess, að íslenskir stúdentar sýndu gest- unum Reykjavík. Fóru þeir, sem leggja stund á sömu fræði saman i liópum. Fyrir hádegi var Háskól- inn skoðaður, en ýmsar aðrar stofn- anir i bænum eftir hádegi. Deildar- félög Háskólans og kandidatáfélög buðu svo hver sínum hóp lil kvöld- verðar. Hafnarfjarðar- og Bessastaðaför. Næsta dag var Hafnarfjörður skoðaður og setið bádegisverðarboð bæjarstjórnarinnar þar. Seinna um daginn var hlýtt á fyrirlestur dr. Steingríms ,1. Þorsteinssonar, dós- ents, sem liann nefndi: Tvö islensk alþýðuskáld frá 19. öld. Var það góður fyrirlestur og fróðlegur. Að því loknu hélt hópurinn suður að Bessastöðum og tók forsetafrúin, Georgia Björnsson lilýlega á mótiþeim i fjarveru forsetans. Spurði ég það siðar meðal nokkurra hinna erlendu gesta, að þeim þótti einstaklega gott xð koma að Bessastöðum, og allir 'ómuðu viðtökurnar þar. Um kvöld- Stnd. theol. Aksel Torgard, farar- sljóri Færeyinga. ið var Ieikrilið „Gullna bliðið“ eftir Davíð Stefánsson sýnt i Tðnó fyrir þátttakendur i mótinu. Fyrirlestrar og skýringar. Þegar Iiefir verið minnst á fyrir- lestur dr. Steingrims .1. Þorsteins- sonar. Næsta dag, miðvikudaginn 22. júní, flutti prófessor Ólafur Björns- son fyrirlestur, sem hann riéfndi: Hag- og stjórnmálaþróun á íslandi frá 1918. Erindið var hið gagnmerk- asta. Sama dag gafst stúdentunum kostur á að sjá kvikmynd frá Heklu- gosinu o. fl. Dr. Sigurður Þórarins- son skýrði myndina. Síðdegis veittu sendiherrarnir stúdentunum mót- töku, og um kvöldið voru hljómleik- ar í Austurbæjarbió. Blandaður kór Tónlistarfélagsins söng, en Rögn- valdur Sigurjónsson lék á píanó niilli þátta. Viðeyjarför. Að loknum hádegisverði fimmtu- daginn 23. júní tóku stúdéntar að safnast saan við Ferðaskrifstofu rik- isins, en kl. 13,30 var fyrirhuguð ferð út í Viðey. Veður var hið ákjós- anlegasta, sól skein í heiði, en brátt tók að hvessa, og var sunnanvindur nokkur allan daginn og mistur í lofti, svo að menn gátu lítt notið liins fagra útsýnis, sem Viðey liefir upp á að bjóða, þá er skyggni er gott. —- Lagt var af stað stundvís- lega og ekið inn að Vatnagörðum, en þaðan skyldi ferja ferðalanga yfir sundið. Þegar að Vatnagörðum kom, bar þar skjótt að lystisnckkju, er flutninga átti að annast, og leist mönrium hún furðu smá, enda kom ]iað á daginn síðar, að eigi hafði verið séð fyrir nægum farkosti, því að röskar tvær klukkustundir tók að ferja alla yfir fyrri ferðina. Var mannfjöldi í eynni að lokum nær tveimur hundruðum. Dreifðust stúd- entar mjög um eyna og skoðuðu liað anarkverðasta, sem gat að líta. Má, þar helst til nefna hinar öldnu bygg- ingar, Viðeyjarstofu og kirkjuna, sem eiga senn tveggja alda afmæli. Einnig má nefna minnisvarða Skúla Magnússonar, sem gnæfir hátt á hæðinni sunnan við húsið. í kirkju- garðinum skoðuðu menn legstein Magnúsar Stephensen korferenzráðs, en eigi mun nú vitað með vissu um leiði Skúla Magnússonar. Um kl. 16 var lokið við að ferja alla út í eyna. Höfðu þá flestir safnast sam- Stud. mag. sc. Jostein Goksögr, farar- stjóri Norðmanna. an i skjóli undir klettabelti einu. Var þar gleði nokkur og söngur dágóður, en síðan flutti prófessor Þorkell Jóhannesson erindi um sögu Viðeyjar. Var það greinargott og fróðlegt, sem vænta mátti. Að því loknu var haldið heimleiðis, og fóru flutningar fram með líkum hætti og óður um daginn. Margir urðu þvi að biða um stund, og upphófu þeir gleðskap góðan með Færeyinga i fremstu víg- línu, enda voru þeir jafnan hrókar alls fagnaðar. Dönsuðu þeir að lok- um þjóðdansa sína við góðan orð- stír og óskipta ánægju áhorfenda. Kl. 18,30 voru allir komnir til „meginlandsins“. Þingvallaför. Einn minnistæðasti þáttur stúdenta- Stud. theol. Jörgen Fabricius, far- arstjóri Dananna. mótsins er vafalaust Þingvallaferð- in föstudaginn 24. júní. Þátttakend- ur voru um 400 og fóru flestir aust- ur strax eftir hádegið, en aðrir ekki fyrr en kl. 5%. Þegar austur kom, safnaðist mann- fjöldinn saman á Lögbergi og hlýddi á ágætt erindi prófessors Einars Ólafs Sveinssonar um sögu Þingvalla. Síðan var haldið norður í Almanna- gjá og þar voru teknar myndir af söfnuðinum. Það sem eftir var dags, undu menn við leiki. Var fyrst lceppt í knattspyrnu, íslendingar gegn öll- um hinum. Völlurinn var þungur, vaxinn báu grasi og blautur. Leik- urinn var jafn, enda varð jafntefli, 2:2. Dómari var Björn Johan Weck- man, jur. stud., frá Finnlandi. Weck- man mjög þekktur „íþróttastati- stiker“, nokkurs konar Brynjólfur Ingólfsson eða Jóhann Berrihard Finnlands. Þá fór fram pokahlaup. Fyrst kepptu stúlkurnar, ein frá hverri þjóð. Útlendu stúlkurnar börðust um að fá að k-omast i pokana en þær íslensku kærðu sig lítið um ]xað. Loks bjargaði Elín Pálmadóttir, sem á sæti i mótsnefnd, heiðri ís- lensku stúlknanna með þvi að gefa kost á sér. Og Elin hljóp vel. Hún skeiðaði að vísu í pokanum, en hin- ar valhoppuðu. Elínu ryyndist hlaupalagið vel. Hún kom fyrst í mark eftir harða keppni við dönsku stúlkuna. Þá var röðin komin að piltunum. Finnskri „íþróttastatistikerinn“ brá sér í pokannn á augabragði og sömu leiðis hinn hávaxni og gjörvilegi guðfræðiriemi Jörgen Fabricius frá Danmörku, svo að nokkrir séu nel'nd ir. Af íslendinga hálfu var algjört samkomulag um Jón P. Emils. Hann Theol. & phil. cand. Gunnar HiIIer- dal, fararstjóri Svíanna. Sápan tátin i Gegsi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.