Fálkinn


Fálkinn - 08.07.1949, Blaðsíða 12

Fálkinn - 08.07.1949, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN ÚT í OPINN DAUÐANN ci’uð líka ósínkur. Og það kann ég vel við. En þá ....... sagði Gregory. Af þverju eruð þér svona bráðlátur, sagði hún. Við skulum aka um borgina dá- litla stund. Gregory lét bílstjórann vita, og liann var auðsjáanlega vanur þess konar akstri á þessum tíma sólarhringsins. Næstu tuttugu mínúturnar reyndi liann að fá kossinn hjá henni, en Collette notaði rósirnar sem skjöld. Loks leiddist honura þessi leilcur. Það var svo að sjá sem hann fengi engan koss fvrsta kvöldið. Hann sagði bilstjóranum að aka á staðinn, sem hann hafði nefnt áður. Hún hló er hún heyrði ]rað. — Þér ætlið þá að aka mér heim. Og svo ætlið þér í gistiliúsið vðar og láta vður dreyma um mig. Það verður gaman! — Mig dreymir vafalaust um yður. En ég vikli óska að ég þyrfti ekki að fara svona snemma að hátta. Þér eruð ekki þreytt heldur? Nei Gregoire, ég er ekki þreytt. •— Og ég hefi ekki hugsað mér að hátta fyrr en eftir nokkra klukkutíma. Getum við ])á ekki verið saman áfram og gert okkur eitthvað til skemmtunar? En hvar? Við getum ekkert farið. Og þér hafið heðið bílstjórann að aka heim til mín. Einmitt. Getum við ekki farið þangað? Hvað lialdið þér að frúin segði? — Eg get ekki séð að hún þurfi að fá að vita það. Það hugsa ég ekki heldur, nema þér segið henni það. Hvernig ætli mér að detta það í hug. Jæja, þá förum við lieim, sagði liún. Þér fáið að koma inn og reykja eina síg- arettu. Gregory borgaði bilinn og þau fóru inn í lyftuna og upp í húð frú Dubois. Collette tók lvkil úr töskunni og opnaði. Það var dauft ljós í anddyrinu og dimmt í sjálfri íhúðinni. Við förum inn í dagstofuna, sagði (iollette og fór inn í forsalinn án þess að kveikja. Gregory lokaði á eftir sér og þau stóðu augnablik í myrkri. Allt í einu var kveikt og Gregory sá tvo menn silja þarna í forsalnum. Annar var með skammbyssu i liendinni. Collette speri sér við þar sem hún stóð í dagstofudyr- unum. Hún benti á Gregory og sagði óða- mála: — Messieurs, þarna er maðurinn sem reyndi að stela skjölum frá Dubois. Eg er sannfærð um að hann er njósnari! XX//. kap. Undir lás. Þegar Collette nefndi skjöl skildi Gregory strax hvað hafði komið upp um hann. Það var bannsettur skjalaskápurinn, sem liann hafði ekki getað lokað almennilega. Collette hlaut að liafa tekið eftir þessu áður en hún l'ór út. Hún liafði séð að efstu skúffunni var ekki ýtt alveg inn og ályktað af því að Gregory héfði opnað hana. Það hefði verið nóg til þess að henni skildist að lag- legi Englendingurinn, sem bauð lienni i miðdegisverð og sem þóttist vera svo ein- mana, hafði alll aðra ástæðu til að vilja kvnnast henni. Meðan þau voru að borða hafði hún sagt Gregorv að hún hefði verið hjá frú Dubois í átián mánuði. Það var meiri en nógur tími fvrir greinda stúlku til að sjá að frúin var ekki venjulega vel stæð ekkja. Alls kon- ar undarlegt fólk heimsótti hana og Colletle hafði ef til vill fengið stöðuna vegna þess að hún var varkár. Nú minntist hann þess líka að hún hafði ekki minnst einu orði á frú Dubois eða kunningja hennar, þó að hún lúns vegar talaði mikið um sina fyrri húsbændur. Collette þótti auðs'jáanlega vænt um húsmóður sína og vildi vernda liana. Gregory dáðist að henni fyrir hyggindin. í stað þess að verða óð og uppvæg þegar hún uppgötvaði að hann hafði átt við skatt- holið, hafði hún ekki látið á neinu bera en hugsað sér ráð til að taka hann. Eftir að liafa étið ágætan mat hjá honum liafði hún farið fram í fatageymsluna og símað lil liessara manna og sagt þeim að bíða i íbúð- inni. Eftir matinn hafði hún látið Gregorv aka með sig um bæinn í tuttugu mínútur til þess að mennirnir fengju nægan tima til að komast í iiúsið á undan þeim. En hverjir voru þessir menn? Gregory lék mesta forvitni á að vita það. Voru þeir félagar frú Dubois eða voru þeir lögreglu- menn? Hvort heldur var þá var hann sjálf- ur í mestu klípu. Væru þeir kommúnistar þá mundu þeir varla laka gilda þá skýr- ingu hans að hann væri kominn til að hitta frú Dubois sem vinur. Og væru þeir úr lög- reglunni þá var málið kannske ennþá verra. Þá yrði liann kannske lokaður inni sem hættulegur maður og yrði að lítillækka sig og biðja sir Pellinore að bjarga sér úr fang- elsinu. Iiann var ekki lengi í vafa. Maðurinn sem miðaði á hann skammbyssunni var lítill og feitur, breiðleitur og með sakleysis- leg, blá barnsaugu, hinn var yngri og dökk- hærður. Sá digri hafði gát á Gregory með skammbyssunni en sá yngri fór bak við hann, rannsakaði vasa hans og tók af hon- um skammbyssuna. Hann fór svo fimlega að þessu að Gregory þurfti ekki að vera í vafa. Hann var genginn í greipar frönsku lögreglunni. Digri maðurinn talaði til hans, hratt og hjó orðin sundur. Herra minn. Eg er Ribaud lögregluforingi frá Sureté Generale. Mér hefir borist frétt úni að þér hafið gert grunsamlega heimsókn hérna. Eg krefst þess að þér komið á lögreglustöðina til yf- irheyrslu. Hér er lögregluskirteini milt. Gleður mig að kvnnast yður, herra foringi, sagði Gregorv. En ég get clcki hugsað mér að ég hafi aðhafst neitt ólög- legl hér. Og það er ofar mínum skilningi livað liefir komið ungfrúnni ti! að halda að ég væri njósnari. Þér komuð hingað til að spvrja eflir frúnni, sagði (iollette. Tveimur tímum sið- ar komið þér hér aftur, sögðuð mér frá því hve þér væruð einmana í París og fenguð mig til að fara úl með yður. Ivvöldin á ég sjálf, og hvers vegna skyldi ég ekki gera það. Eg gerði það líka, en meðan ég var að hafa fataskipti notuðuð þér tækifærið til að lmýsast í bréfasafn frúarinnar. Eg veit ekki hvort þér hafið stolið nokkru þaðan, en það getur vel verið að þér hafið gerl það. Frúin hefir átt marga pólitiska óvini. Hún er meira hötuð af nasistum en nokkur önn- ur kona í F'rakklandi. Við getum ekki sannað |>að, en bæði lögreglan og vinir hennar álíta að ])ýskir njósnarar hafi ekið á hana viljandi. Þér segist vera Eriglend- ingur. Eg veit ekki hvort það er satl eða ekki, en ég er viss um, að þér eruð útlend- ingur, og jafn augljóst er hitt að þér reynd- uð að koma yður í mjúkinn hjá mér lil ])ess að fá tækifæri til að snuðra hér i íbúðinni. IIví skylduð þér gera það ef þér væruð ekki óvinur frúarinnar? Eg endur- tek það sem ég hefi sagt, að ég held að þér séuð nasista-njósnari. Colletle litla var gjörbreytl. Það brann éldur úr augunum á henrii hatur, sem hún reyndi ekki að leyna. Cherie, yður skjátlast gersamlega, sagði Gregory. — Lítið þér á, hérna er enska vegahréfið mitt. Hann tók vegabréf- ið úr vasanum og reyndi að sýna henni ]>að, árangurslaust. — Vegahréf gela verið fölsuð. Þér fóruð i hréfasafn frúarinnar. Ef þér viljið athuga það, þá sjáið þér að skúffan stendur enn- þá einn sentimetra fram úr. Eg þurrka af hérna á hverjum degi, og ég get svarið að skúffan var alveg inni í morgun. Og engir aðrir en þér hafa komið hérna inn síðan frúin fór. Jæja, jæja. Forvitnin drap köttinn, sagði Gregory góðlátlega. Eg þurfti að drepa tímann meðan þér voruð að skipta um kjóla. Og hvaða dauðasynd var það þó að ég færi að fikta við skúl'fima? Það var að vísh ekki rétt, en er það nægilegt til þess að saka mig um að ég sé nasisla- njósnari ? Það er nóg til ])ess að við óskum að þér komið á lögreglustöðiná, herra minn, sagði Ribaud, sérstaklega þegar við líl- um á hver á heima hérna. Hvað er i ])ess- um böggli? Tvær ka.mpavinsflöskur, sagði Gre- gory og hló. — Eg hefði gert mér von um að fá ungfrúna til þess að drekka úr þeim með mér. Það mun vist líka eiga að vera sönnun fyrir -— hm — sakleysi mínu? Ribaud skildi sneiðina og brosti, en Col- lette skemmti sér ekki.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.