Fálkinn


Fálkinn - 28.10.1949, Blaðsíða 5

Fálkinn - 28.10.1949, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 ið meira en 100 mismunandi einkaleyfi í sambandi við hana. Önnur heitir „Tlie Hogan Faxi- mile System“ kennd við John V. Hogan. Viðtæki hans getur prentað fjögra dálka síðu í blaði á þrem mínútum, og telja ýms- ir þetta besta tækið, sem völ er á í dag. Fax-tegund hans getur sent 550 orð á mínútu, en fyrstu tæk- in fyrir stríð gátu aðeins sent 50—50 orð. Viðtæki lians er á stærð við venjulega skrifstofu- ritvél. Það vinnur alveg liávaða- laust og blaðið lcemur út um rifu á vélinni að ofan. Sá er munur á þessu blaði og öðrum að það er prentað á svonefndan „elekrolytiskan“ pappír, sem veldur því að eftirmyndin verð- ur enn nákvæmari. Árið 1944 gerðu 25 útvarps- stöðvar og dagblöð samband með sér sem lieitir „Broadcast- ing Faximile Analysis“ til þess að vinna að umbótum í þessari grein. General Electric Co. fékk leyfi hjá Jolm Ilogan til að smíða tuttugu fax-senditæki og þrjú hundruð viðtæki. En Finch imgvitsmaður, sem nefndur var hér áðan, lá heldur ekki á liði sínu og 1946 sendi liann frá sinni eigin sendistöð, sem heit- ir WGHF og er i New York, fyrsta eintakið af blaðinu Air Press ‘og hann var nú kominn svo langt að hann gat sent hverja blaðsíðu á tveimur mín- útum. Stöð hans sendir nú marg ar útgáfur á dag af hlaðinu, og notar í það einkum fréttir frá United Press en flytur auk þess hæði greinar og myndir — og svo auðvitað auglýsingar. Árið 1947 var reynt að senda útvarpsblaðið til margra borga samtímis, og stóð Broadcasting Faximile Analysis að þeirri til- raun. New York Herald, Miami Herald og Philadelphia Inquir- er halda líka uppi tilrauna-út- gáfum af blöðum sínum, sem hafa komið út þráðlaust síðan í janúar 1948 tvisvar á dag á gistihúsum og stærri verslunum og víðar þar sem margir eiga erindi. New York Times gefur tíka út svona blað, Þar er kvennasíða, sem kemur í öllum útgáfunum og þrjár fréttasíð- ur, ávallt með nýju efni í hverri útgáfu. Ný'setjaravél „Varytyp- er“ er notuð til að setja upp meginmálið í blaðinu, en fyrir- sagnirnar eru handsettar og prentaðar á gagnsæjan pappír og svo er lexti, fyrirsagnir og ljósmyndir límt saman á heil- síðu með mikilli varkárni, og ekki mega fingraför koma á þetta frumrit, því að þau sjást þá greinilega á firðprentaða ein takinu! Önnur teguiul af senditæki. Hér sést mynd, sem útuarpað er, punkt fyrir punkt. Hafsveiflurnar breytast í .,fótocellunni“ eftir því hvort punkttirinn er Ijós eða dökkur. Tæplega er að búast við því að almenningur verði sér úti um viðtæki til að fá blöðin prentuð heima i stofunni sinni, meðan þessi uppgötvun er á tilraunastigi. Verðið á góðum viðtækjum verður líka að lækka áður, en það eru nú 750 dollarar en þegar farið verður að fram- leiða tækin í stórum stíl er á- ætlað að þau þurfi ekki að kosta nema um 100 dollara eða álíka mikið eins og góður radio- grannnófónn. Senditækin kosta 13.000—15.000 dollara og mun tæplega liægt að framleiða þau öllu ódýrari. Um þessar mundir er verið að gera tilraunir með nýja teg- und prentútvarps, sem kölluð er Multiplex. Með þeirri aðferð á að vera hægt að senda hljóð og prentmál samtímis, og það er alls ekki óhugsandi að hægt sé að samræma þessar send- ingar við firðsjár sendingar (sjónvarp). En þó er þetta fram- tiðardraumur enn sem komið er. Hins vegar hefir tekist að senda prentuð blöð með litum, og ný afbrigði hafa verið gerð af faxa-aðferðinni m. a. til að senda út veðurlagsuppdrætti og skriflegar fyrirskipanir til flug- manna á flugi. Sumir bankar eru líka farnir að senda á þenn- an hátt sýnishorn rithanda á ávísunum, til leiðbeiningar þeim sem innleysir ávísunina. Svensk og dönsk blöð gerðu i vetur tilraunir til að firðprenta blöð með senditækjum, sem tal- símaverksmiðja í Svíþjóð hafði smíðað. En ekki er talið að firðprentun verði notuð á Norð- urlöndum nema þá á afskekkt- um stöðum, sem sjaldan fá póst. Hitt þykir líklegt að skip á hafi fái sér viðtæki til að geta feng- ið blöð prentuð um borð, og sömuleiðis stórar farþegaflug- vélar, svo að farþegar geti að staðaldri fylgst með öllum frétt- um, gengisskráningum og þvi liku alveg eins og þeir væru beima bjá sér. Til uinstri: „Ljóshærða gyðjan“ er hún köll- uð, stúlkan, sem myndin er af. Hún heitir Conchita Cintron og er nautabani frá Perú. Hún hef- ir mjlega sýnt listir sínar í París, en þar hefir slíkur atburður ekki átt sér stað síðan 1936. Frönsk lög banna, að nautið sé drepið, svo að „Ijóshærða gyðj- an“ varð að hafa taumhald á sér. Fallegur hópur. — Það er ekki auðvelt að segja hvert falleg- ast er, stúlkan á myndinni eða hundarnir hennar tveir. Svo mikið er víst að öllum mun geðj- ast vel að hópnum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.