Fálkinn


Fálkinn - 28.10.1949, Blaðsíða 9

Fálkinn - 28.10.1949, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 saman, munnhöggvast og segja nýjungar og flugufregnir. En þrátt fyrir allan kvíðann var einhver undiralda af bjartsýni hjá mörgum. Föstudagskvöldið — hinn 17. júlí — var vinaskarinn okkar í kránni undir húsinu mínu mjög fjöhnennur. Þegar klukkan sló 11 virtist Calle del Ave Maria þéttskipað fólki. Svaladyrnar á húsunum stóðu galopnar og' raddirnar í útvarpinu glumdu úti á götunni. Fólkið sem sat utan veggja hélt áfram kapp- ræðunum með harki og há- reysti. Kjaftakerlingarnar sátu i húsagörðunum og krakkahóp- arnir léku sér og olátuðust úti á miðri götunni. Vagnar, sem <iku um göturnar með eflirlits- menn frá verlcamönnum, liéldu áfram í sífellu. Það ískraði í hemlunum þegar þeir námu staðar fvrir utan eiiihverja knæpuna. Hátalararnir gauluðu frctt- irnar og hávaðinn á götunni hljóðnaði svo að liægl var að lilusta: „Stjórnin hefir allt i hendi sinni.“ Daginn eftir, laugardaginn 18. júlí, viðurkenndi stjórnin opinberlega að uppreisn hefði orðið víðsvegar um land, en liélt samt áfram að „liafa al!t i hendi sinni.“ Flugufrétlir og sannar fréttir héldu áfram að herast i einni bendu. Marokko væri á valdi Franco, Márar og gestaliersveitin gengi í land i Sevilla; í Barcelona væru liáð- * ar orrustur, flotinn væri á valdi uppreisnarmanna — nei, hann væri á valdi hásetanna, sem hefðu varpað öllum foringjun- um fyrir borð. í Ciudad Lineal liöfðu fáeinir falangistar reynt að ná loftskeytaslöð flotamála- ráðuneytisins á sitt vald, eða — samkvæmt öðrum fréttum höfðu þeir tekið kvikmynda- gerðina í Ciudad Lineal og kom ið sé'r upp aðalstöðvum þar. Ahnenningur tók Jiessu skriðu falli gífurfrétta upp á sinn hátt. „Þeir segja að .... en ég trúi því ekki. Hverju ælli fjórir hers- höfðingjar geti komið fram? Undireins og þeir hyrja að hleypa hermönnunum út á göl- urnar jafná dátarnir sjálfir á þeim gúlana.“ „Nú, já, ég hefi heyrt að .... en ég er ekki eins og ])ú, því að mér dettur ekki i luig að Irúa því. Þetta er ekki annað en kcrlingaþvaður. Eins og ein- hver fullur slæpingi geti ekki liafa þrammað út á götuna til þess að tilkvnna uppreisn — :i Villa Cisneros.“ Villa Cisneros var sá stað- ur í Norðveslur-Afríku, sem lýð- veldisstjórnin hafði flutt þá hægri broddana í útlegð til, sem studdu vopnaða uppreisn gegn lýðveldinu i ágúsl 1932. Þegar kvöldaði var það eklci lengur orðrómur lieldur viður- kennd staðreynd, að vopnuð upp- reisn hefði orðið í setuliði margra bæja og að barist væri á götunni í Barcelona. En stjórn in hafði allt i hendi sinni.“ VIÐ bróðir minn fórum niður í skytning Emilianos lil þess að fá okkur kaffibolla í snatri. Við vorum í þann veginn að fara út aftur þegar hljómlistin þagnaði í útvarpinu, og röddin, sem við vorum farnir að kann- ast svo vel við, sagði með á- herslu: „Gefin hefir verið út skyndi- fyrirskipun til meðlimanna i eftirtöldum verkamannasam- böndum og stjórnmálafélögum um að gefa sig þegai' fram, hver á skrifstofu síns félags.“ Þulur- inn liéll áfram og taldi upp öll samböndin og félögin, sem lilut áttu að máli; ])að voru öll hin róttækari. Gestirnir ætluðu að sleppa sér. Sumir karlmennirn- ir drógu upp skammbyssur. „Nú er það alvara. Og þeir skulu ekki taka mig óviðbúinn.“ Eftir tvær mínútur var gilda- skálinn tómur. Við Rafael flýtt- um okkur eim til okkar lil þess að láta vita hvað slceð væri og að við kæmum kannske ekki heim um nóttina, og svo hitt- umst við aftur. Við flýttum okk- ur á aðalstöð skrifstofumanna- sambandsins. Þar gerðu þeir ekki annað en skrifa upp alla sein gáfu sig fram, og' báðu okkur að bíða. Eftir að nöfnin okkar höfðu verið skrifuð af- réðum við að fara upp i Al])ýðu- húsið. Mér varð einkennilegt inn- vortis er ég sá göturnar í Mad- ríd. Mörg þúsund verkamenn voru á leiðinni til þess að gefa sig fram á skrifstofunni sinni, og mörg af félögunum liöfðu skrif- slofur í Alþýðuliúsinu. Úr fjar- lægustu útjöðrum Jbæjarins streymdu karlmennirnir út úr húsunum og stefndu allir í cina átt. Á þaki Alþýðuhússins log- aði rautt Ijósker, og það sást af hverju einasta húsþaki í Madrid. En Alþýðuhúsið stóð við stutla götu, falið inn í þrengslum með hús allt í kring. Og þess vegna varð aé erfiðara að komast að húsinu eftir að fólkinu fjölgaði. Framan stóðu varðmenn frá æskulýðsfélögum sósíalista og athuguðu félagsskýrteini úti í portinu. Síðan urðu þeir að fara að athuga skírteinin úti á götuhornunum. En þegar klukk- an var orðin tíu urðu þeir að setja verði við allar götur innan við 200 metra frá húsinu, og inn- an þessara marka voru þúsund- ir, manna. Svalirnar voru opn- ar á öllum húsum í kring og ó- teljandi gjallarliorn öskruðu fréttirnar: Hægriflokkarnir höfðu hafið uppreisn! Stjórnin var völt í sessi. Við Rafael olnboguðum okk- ur áfram inn i mannhafið. Okk- ur langaði til að komast inn i skonsuna, þar sem framkvæmda nefnd sósíalistaflokksins hafði skrifstofu sína. Þrepin að inn- ganginum og þröngir gangarnir í húsinu voru uppfullir af fólki. Það virtisl ómögulegt að kom- asl út eða inn. En verkamenn i í samfestingum, sem stóðu þarna spurðu okkur: „Hvert óskið þið að komast, companeros?“ „Til framkvæmdanefndarinn- ar.“ Þeir þrýstu sér upp að þilinu og við smeygðum okkur gegn- um þyrpinguna, en ópin allt í kring ætluðu að æra okkur: „Voþn! Vopn!“ Hrópin voru endurtekin i si- fellu. Stundum heyrðist alll orðið stundum ekki nema nokk- ur hluti af því, vegna þess að ekki hrópuðu allir í senn. Loks varð ópið samtaka: ! „Vopn! Vopn! Vopn!“ Eftir þriðja kallið kom þögn og svo var byrjað á nýjan lek. Hrópið breiddist út um alla gangana og siðan út á göturnar. Og eins og úr einum munni heyrðist þetta eina orð inn um alla ojma glugga: „Vopn!!“ VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprent Einkennileg skemmtun. — Fyrir augnabliki sat konan, sem ungi maðurinn er að fleygja i sjóinn, i mesta meinleysi yfir morgunverðinum sínum á Sl. Luciaströndinni í Neapel. En þessi mcðferð kom ekkert flatt upp á hana. í hOO áir hefir minningin um sérstakan atburð verið haldin háíðleg með þessu sérsaka móti í Neapel 28. ágúst ár hvert. Þann dag, árið 1550, sökk bátur á þessum slað og skaut fólkin npp og auk þess ofurlitlum kistli. Fjöldi fólks henti sér í sjóinn til að ná í kistilinn, en í honum var ekkerl nema ein mynd.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.