Fálkinn


Fálkinn - 11.11.1949, Blaðsíða 4

Fálkinn - 11.11.1949, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Dalur frá Veismar (1608), fram- og bakhlið af norska marki frá siðskiftaöld, og loks fram- og bak- hliff á norskum dal frá 1629, meö mynd og skjaldar- merki Kristjáns IV. Nöfn rnyntn og VIÐ nefnum krónur og aura, dollara og sterlingspund svo að segja daglega, án þess að gera okkur grein fyrir á livern Jiátt l>essi orð hafa myndast og livað an þau stafa. En vegna þess að peningamynt er tiltölulega ung í sögu mannkynsins er liægt að finna uppruna margra af þessum nöfnum. Svo að maður byrji með sam- heiti allra peninga veraldar, orðinu mynt þá er það komið úr latínu, en er til í ýmsum út- gáfum í tungum flestra þjóða. I Frakklandi heitir myntin monnaie, í Englandi money, í Þýskalandi Miinze, en þessi orð eru öll sprottin af latneska orð- inu moneta. Rómverska mynt- sláttan var stofnuð árið 268 f. Ivr. í lmsakynnum, sem voru skammt frá liofi gyðjunnar Juno Moneta. Nafnið „Moneta“ færðist svo ósjálfrátt yfir á myntsláttuna og peningana, sem mótaðir voru. Orðið peningar er komið til Norðurlanda með Fríslending- um, og er líklega afbökun úr latneska orðinu „pondus“, sem þýðir þyngd. Verðgildi margra inynta er sem sé miðað við ]>yngdina upprunalega. Til dæm- is var norrænn eyrir Vs úr mörk en orðið eyrir í nýrri merkingu var tekið upp sem myntheiti á Norðurlöndum i lið Gustafs Vasa Svíakonungs. Má henda á fleiri myntlieiti, sem stafa frá þyngdarmálinu, svo sem mark, pound og peso. Latneska orðið libra táknaði upprunalega vikt; síðan það sem vegið var og þyngdarein- inguna, eða pundið. Pundið af kopar var verðmælir lijá Róm- verjum löngu áður en farið var að móta mynt. Enska pundið er nú táknað með stafnum £ (fyrir lihra). Sama orðið gengur aftur í gömlu frönsku myntlieiti, livre, og í ítalslca myntheitinu líra. SpánsJía myntlieitið peso er líka náskylt vogarmæli. Orðið kvað koma af því að Spánverj- ar skáru silfurstengur sundur i nákvæmlega jafn þunga bita, sem þeir kölluðu pesos og not- uðu sem mynt. Peseta er smæklc unarorð af peso. „Ekki ein sou“ er sletta sem kemur fyrir í mörgum málum. Sou eða sol, sem fyrr var kall- að er franskt myntlieiti, sem dregið er af latneslca mvntheit- inu solidus. En „solidus“ var heiti merlc- ustu gullmyntar Rómverja á keisaraöldinni. Það þýðir eigin- lega: fullkominn, öruggur, viss. Orðið gengur aftur í ítölsku, þar var myntin soldo (flt. soldi). Elstu silfurpeningar í Róm liétu denar, og er það orð dreg- ið af denarius, þ. e. sá sem inni- lieldur tíu. Af þessu orði er dregið franslca myntlieitið den- ier og hið arabiska dinar. (En dinarinn er gullpeningur). Þriðja rómverska myntin var sestertius. Orðið er dregið sam- an úr tveimur: semi (hálfur) og tertius (þriðji). Margir kannast við griska Ensk guineu frá 11 kO. uppruni f»eirru myntlieitið drakme frá Hellas Orðið þýðir eiginlega liandfylli eða hnefi, þ. e. eins milcið og liægt er að rúma i lófanum. Til þessa orðs svarar arabislca orðið dirhem. Groschen lcemur fyrir í ýms- um löndum í mismunandi útgáf- um. í Frakklandi heitir það gros, í Englandi groat, í Hollandi groot og i Danmörlcu gros. Þetta eru allt afbakanir úr latneska orðinu grossus, sem þýðir þykkur. Grosclien tákn- aði því þykka peninga i mót- setningu við svonefnda brak- teata. En livað táknar það orð? Flatslegna peninga, sem mótaðir eru aðeins öðru megin. Nafnið sést fyrst í tilskipun frá 1368. Því er haldið fram að orðið þýði pjátur. Eitt af algengustu myntheit- um í Þýskalandi var kreuzer. Fyrsta mynt þessarar tegundar var mótuð í Meran 1271 og nafn ið hlaut hún'af þvi, að lcross var á lienni. I Sviss var til mynt, sem hét batzen. Það orð er talið lcomið af fornþýska orðinu „Betz“, sem þýðir hjörn. En bærinn Bern liefir bjarnarmynd í skjaldar- merki sínu og er það mótað á myntina. Dalurinn er eitt algengasta myntheiti veraldar. Uppruna- lega var liann stór silfurmynt, sem var mótuð í Joacliimstlial á dögum Lúters, en síðan var far- ið að lcalla álílca silfurpeninga í öðrum löndum dali lílca. í Pól- landi hét þessi peningur talar, og á Norðurlöndum dalur. í Ameríku varð dalurinn að doll- ar og er táknaður með merk- inu 'i. Ekki eru menn á eitl sáttir um Iivernig þetta tákn sé til orðið. Halda sumir því fram að það sé samdregið úr stöfunum US (United States). I3að er tæplega rétt að minn- ast á dal án þess að nefna spesíuna um leið. Species tálcn- ar beinliarða peninga en ekJci reikningsmynt. SpesiudaJur tálcn ar því myntina sjálfa en eldci samsvarandi uppliæð i pappírs- mynt. Rílcisdalur in specie var silfurdalur, i mótsétningu við ríkisdal courant það er jafn- gildi dals i smápeningum. I3á er að minnast á skilding- inn. Hvaðan kemur það orð? Sumir lialda að það sé komið af fyrrnefndu latneslcu orði, solidus, en þó er það Jiæpið. í gamalli þýslcu Jreitir myntin scillinc. Þetta orð getur verið myndað af sögninni scellan, sem þýðir að gjalla, skella, glamra. MáJfræðingarnir Falk og Torp eiga þriðju tilgátuna og þá sennilegustu: að orðið liafi upprunalega verið skildling, þ. e. smáskjöldur, enda var skjald armynd mótuð á peninginn. Hollendingar höfðu mynt sem Jiét scilt, er slciptist í 12 scillinge og styrkir það þessa tilgátu. Hið algenga Arrónu-heiti er vitanlega komið af því, að kór- óna þjóðliöfðingjanna var oft- astnær mótuð á peningana. Þetta nafn lcemur viða fram, svo sem í orðunum couronne, Deka-drakma (10 drömkur) frá Syra- kusæ, 5.—4 öld f. Kr.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.