Fálkinn


Fálkinn - 11.11.1949, Blaðsíða 8

Fálkinn - 11.11.1949, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN FtJ MEI-CHING flýtti sér upp stigann i heimavistinni til að sækja það sem eftir var af far- angrinum. Hún varð að flýta sér, annars yrði hún af lest- inni og þá um leið af skipinu, sem hún ættaði með heim til Kína. ()g af þvi mundi þá leiða að hún missti af háskólakenn- arastöðunni i Changhai og að margra ára nám yrði til ónýtis. Og pabbi, mamma, hræður og systur sem biðu hennar á hafn- arbakkanum mundu taka sér þetta nærri. Henni fannst ckki vera lengra en síðan í gær, sem liún gekk upp þennan sama stiga í fyrsta skipti, héll sér liálf skelkuð i gljáborið handriðið, sem lá upp að herberginu hennar. Og samt voru fjögur ár síðan. Þá var hún óreynd og feimin, en um leið talsvert forvitin kínverja- stelpa —- brennandi af áhuga fyrir að læra allt sem hún gæti :í Ameríku. En í fyrstunni fannst henni Amerika svo liræðilega annar- leg. Hún gat ekki að þvi gert að henni fannst hún bæði ein- mana og ekki eiga heima í nýja heiminum. Henni fannst svo ó- viðfeldið og óþægilegt að ganga í sniðlausa, síða kínverska kjól- hólknum sínum, innan um hin- ar stúlkurnar, sem voru i léttum kjólum úr fisléttu efni, eða lið- legum prjónapeysum og stutt- pilsi. Og ekki kunni hún neitt til þess að farða sig eins og sumar stúlkurnar gerðu. Mat- urinn var með alveg nýju lagi og málið var nýtt. Jafnvel sólin var öðruvísi en heima, fannst lienni og loftið var annarlegt. Það hafði verið seinlegt og erfitt að venjast þessum nýju lifn- aðarháttum, og verða Ameríku- maður —• og samt að halda sér- kennum sinum. Ilún var fjögur ár að þessu, nákvæmlega sama tímann og hún var að ná próf- inu sínu. Og nú átti hún að skilja við Ameríku, fara heim til Kína, einmitt þegar hún var farin að verða eins og heima hjá sér. Hún var komin upp stigann og var móð og másandi þegar hún kom inn í herbergið sitt — her- bergið, sem hún hafði átt heima i fjögur dýrmæt ár, sem hún hafði lifað í og látið sig dreyma um fagra og bjarta framtíð. HENNI lá við að yfirbugast og hún fór að gráta er hún svip- aðist um i herberginu sínu. En það var enginn tími til að vera bljúgur. Hún varð að ná í lest- ina. Hún varð að harka af sér. Ilvar var ferðataskan hennar. Brúna sútaða kálfskinnstaskan stóð við rúmgaflinn. Hún greip hana og skundaði til dyra. En allt í einu var henni ómögulegt að hafa stjórn á tilfinningum sínum lengur, það var eins og nístandi sársauki kæmi yfir hiartað á henni. Taskan rann úr hendinni á henni og lnin stóð agndofa á miðju gólfinu, en endurminningunum þyrmdi yfir hana án þess að hún gæti slöðvað þær. Kannske var það snertingin við gula liandfangið á töskunni eða gyllta M-ið, fangamarkið, sem liann hafði sett á töskuna. Voldugur en ósýnilegur máttur hrevf hana með sér og endur- siieglaði fyrir henni daginn, sem Jim keypti fyrstu gjöfina handa henni, fyrsta afmælis- daginn liennar í Bandaríkjun- um. Jim var bóndasonur frá Illin- ois, hár, mátti heita magur, en hafði smitandi bros, sem bug- aði hana algerlega. Henni hafði aldrei fundist neitt annarlegt við hætti lians og venjur. Eklci gat hún gert sér grein fyrir hvers vegna það var. Eina skýr- ingin var ef til vill sú, að milli verulegra góðra vina er eng- inn þröskuldur til — enda þótt hann væri Ameríkumaður en hún Kínverji. Ilún mundi það svo greinilega núna. Gat virkilega verið svona langt síðan? Fyrsta afmælis- daginn hennar i Ameríku bar upp á laugardag, hún átti frí og var laus og liðug allan dag- inn. Jim var sá eini sem vissi að þetta var afmælisdagurinn hennar. En hún hjóst ekki við að hann.mundi gera neitt fyrir hana í tilefni af því, -— hún þekkti hann ekki svo mikið. Hann bjó í húsinu sem fjarst var, i hinum enda skólahverf- isins. Hún liafði ekki búist við að svo nýr kunningi og svo fjarlægur nágranni mundi muna afmælisdaginn hennar. ÞAÐ var ömurlegt að eiga að vera alein á afmælisdaginn sinn, án þess að nokkur einasta mann eskja í veröldinni skipti sér af manni. Skynsamlegasta ráðið lil að evða deginum var að hnipra sig í rúminu og reyna að lesa í góðri bók til að drepa tímann. En það var svo erfitt að festa hugann við bókina. Hún gat ómögulega stillt sig um að vorkenna sjálfri sér, óskaði þess meira að segja að hún hefði aldrei gerst svo stórhuga að ætla sér að læra allt sem hægt væri að læra í Ameríku. Betra hefði verið að halda sig heima, i Kína. Hún lá og snökkti i laumi undir ábreiðunni þegar ein af hinum skólastúlkunum kom hlaúpandi upp til liennar og sagði lienni að einhver vildi tala við hana i símanum niðri i setustofunni. Mei gat ómögulega skilið hver þetta gæti verið, sem símaði til hennar. En hún flýtti sér upp úr rúminu og fór í símann. Til hamingju með daginn! sagði lilý ungleg en karlmann- leg rödd i símanum. Ert það þú, Jim .... Guð l)lessi þig, Jim. — - Hún gal ekki sagt meira, - hún var svo lirærð að hún fékk kökk i hálsinn. — Komdu með mér út, við skulum borða saman, •— þá get- urðu blessað mig persónulega, sagði Jim. — Eg skal lofa þér þvi að þetta skal verða veru- lega skemmtilegur afmælisdag- ur. , \ Þökk fyrir, Jim, — en . . — Ekki neitt „en‘, sagði Jim. Eg kem og sæki þig eftir hálf- tíma. Ilann fór með liana á sænsk- an veitingastað. Þau átu af- bragðs mat og hann fékk hana til að drekka glas af rauðvini, en það hafði hún aldrei bragðað áður. Feimnin fór af henni og hún varð ræðnari. Jim brosti svo hlýlega til hennar og var svo ræðinn að áður en liún vissi af var hún farin að rökræða við hann um Shelley og Keats, Beethoven og Wagner. Henni leið svo vel að hún steingleymdi því að hún hefði nokkurn- tíma verið einmana i Ameríku, þessu ókunna landi. Þegar þau liöfðu matast stakk Jim upp á því að þau færu i búðir og versluðu eitthvað. I leðurvörubúð einni valdi hann úr fallegustu ferðatöskuna, sem lil var. — Mei, sagði hann al- varlegui’,, þetta er afmælisgjöf- in mín til þín.“ Hún var steinhissa. Átli hún að taka við þessu? Hún strauk fingrunum mjúkt um leðrið, hált og gljáandi og um saumana á liornunum. Hún opnaði tösk- una. Þar voru þrjú hólf, nægi- legt rúm fvrir fatnað og skjöl og snvrtigögn. •— Ó, Jim! sagði hún, hún er svo í'alleg! •— Líst þér vel á liana? Jim var ánægður. Hún liló. List mér? Eg hefi aldrei átt neitt svona fallegl á ævi minni. Honum var ánægja að sjá hana svona glaða.. •— Eg vona að hún lcomi þér að gagni. Og svo bætti liann við: ■-— Viltu hafa faugamarkið þitt á henni? Jú, þakka þér fvrir. Jim rétli manninum fyrir innan borðið töskuna. Þegar hann kom aftur með hana var komið stórt, logagyllt M undir lásinn. Eg bað hann um að setja aðeins einn staf sagði Jim hugs- andi og leit blíðuaugum til hennar. Svo bætti hann við. Kannske þú giftir þig einn góð- an veðurdag og þá hreytist síð- ari stafurinn hvort sem er. Mei skildi ekki hvert hann var að fara, en tók við gjöfinni og þakkaði. Ui)j) frá þessum degi höfðu þau að öllum jafnaði verið sam- an i frístundum sínum. Þau lágu í fjörunni og böðuðu sig í sól og sjó. Þau fóru á hljóm- leika eða gengu langar göngur upp i liæðirnar i kring og horfðu á sólarlagið. Þau urðu góðir vinir, nákomnir vinir. Þau liöfðu engar áhyggjur en voru gæfusöm og glöð. Svona hélt þessu áfram fram til loka fjórða ársins þegar prófið nálgaðist hjá þeim Mei og Jim. Það hafði alllaf verið ætlunin að Mei færi aftur til Kína und- ireins og hún liefði lokið prófi. En henni fannst ómögulegt að slíta sig frá Jim. Og auk þess var hún farin að kunna svo vel við sig í Ameríku og innan um Amerikumenn, að hún gat ekki hugsað sér að taka upp gömlu lifnaðarhættina i Kína aftur. Hvað átti hún að gera? Átti liún að fara eða verða kyrr? Ilún taldi fram það sem var með og móti. Ilún hikaði, beið, reiknaði. Þetta ákvörðunarleysi lá þyngra á henni en prófið hafði gert. Nótt eftir nótt hafði Eg hefi afráðið -

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.