Fálkinn


Fálkinn - 11.11.1949, Blaðsíða 13

Fálkinn - 11.11.1949, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 arnir og von Pleisen hélt áfram: — Þið hafið kjörið mig framkvæmda- sljóra þessa fyrirtækis, og ég krefst þess að ákvarðanir mínar séu teknar sem skip- anir! Við þetta hætti prinsinn að malda i mó- inn, og þeir sem studdu mál lians, en þeir sannfærðust ekki og hristu bara höfuðið. Loksins vantaði klukkuna 5 minútur í níu. Adjutant von Pleisens bað um hljóð og kliðurinn þagnaði á svipstundu. Svo iiélt greifinn slutta ræðu um ranglæti nas- istastjórnarfarsins og þá smán og ógæfu, sem Hitler hafði leitt yfir Þýskaland. Hann lauk máli sinu með alvarlegri áskorun til allra viðstaddra að gera skyldu sína, jafnvel þó að þeir yrðu að fórna lifinu til að bjarga landinu. Hann lyfti hendinni og lirópaði: — Fylg- ið mér! Saman skulum við draga niður öll nasistaflögg og á morgun skal keisara- örnin hlakta frjáls yfir þýskum borgum. í krafti yðar eigin frjálsa vilja og ættjarðar- ástar býð ég yður að halda af stað, svo að Þjóðverjar geti að nýju liorft í augu við umheiminn scm Jieiðarleg, frjáls þjóð. Þegar hann lauk máli sínu fór klukkan að slá níu og söfnuðurinn fór á kreik með fagnaðar- og húrrahrópum. Salsdyrnar voru opnaðar og von Pleisen skálmaði út milli foringjaraðanna og þeir æðstu næst á eftir Iionum. Gregorv tók eftir að hann gekk við liliðina á von Hohgnlaub, adjútanti von Pleisens, sem tók hann með sér og vísaði honum til sætis í bifreið sinni er þeir komii út i garðinn. Svo runnu bifreiðarnar í röð út á götuna og áleiðis til Berlin. Allt fór rólega fram. Bifreiðarnar hertu á sér og námu ekki staðar fyrr en inni í miðri borginni. Þar stóðu hersveitir fylktar í myrkrinu. Þetta voru sóknarsveitirnar, sem áttu að um- kringja Ilotel Adlon. Bifreiðin sem Gre- gory var í nam staðar við gistihúsdyrnar. Gangstéttin var þéttskipuð hermönnum og foringjum, sem komu út úr bifreiðunum. Gregorv fylgdist með þeim inn í húsið. Enginn sagði neitt og dularfull þögn var í anddyri gistiliússins mikla. -— Gistihúsið var tekið fyrir fimm mín- útum, sagði von Hohenlaub. — Síðan hefir enginn fengið að fara inn í veislusalinn eða út úr lionum nema nokkrir þjónar, sem eru á okkar bandi. En þeir vissu ekki lield- ur Iivað til stóð fyrr en gistihúsið var tekið. Gestirnir voru í hnapp í einu horni ár- salsins og þar var þeim haldið í kví af liðsforingjum með vélbyssur. Von Pleisen nam staðar í svip til að tala við hershöfð- ingjann, sem hafði tekið gistihúpið. Gre- gorv lenti rétt hjá honum i þrengslun- um. Von PJeisen leit fyrst á Gregon’ og svo á aðjútantinn. — Von Hohenlauh, gerið svo vel að hafa gát á lierra Salluts, sagði hann. — Það væri sárt ef hann yrði drepinn hér, ef til ó- eirða kæmi, eftir að hann hefir hætt lífi sínu til að hjálpa okkur. Gregory hrosti og dró fram skammbyssu sína og svo þá, sem hann hafði tekið af bílstjóranum. — Þakka yður fyrir, yðar hágöfgi. Eg reyni að hjarga mér sjálfur. Þér getið reitt yður á að mig langar til að taka þátt í viðureigninni. Von Pleisen kinkaði kolli og gekk fram að stiganum. Með honum fóru liðsforingj- ar, vopnaðir hríðskotabyssum. Gregory og Hohenlaub fóru með þeim. A öllum stigapöllum voru foringjar á verði með vélbyssur. Öll herhergi i gisti- húsinu höfðu verið rannsökuð og gestirnir voru í gæslu fyrst um sinn. Það voru að- eins Synir Siegfrieds einir, sem sátu að mánaðarsumbli sínu i veislusalnum, sem ekki vissu hvað fram fór. Von Pleisen gekk inn langan gang. í enda hans voru stórar vængjahurðir. Þar stóðu margir vopnaðir fyrirliðar. Von Pleisen gaf merki og tveir foringjar gengu að hurðunum og opnuðu þær upp á gátt. Vopnlaus gekk von Pleisen inn í veislu- salinn. Liðsforingjar lians fylgdu honum cftir. Yfir öxl þeim sem á undan voru sá Gregory raðir af borðum með allskonar kræsingum þó að matarlítið væri orðið í Berlín. I öndvegi fyrir miðju háborðinu sat Heinrich Himmler, æðsti maður lögreglu alls þýska ríkisins, maðurinn sem hafði gefið skipun um að pynta, limlesta og drepa þúsundir manna. Á liægri hlið hans : at Ileydrich og á vinstri hlið Deutscli, for- ingjar ríkislögreglunnar og Gestapo. Flest- ir aðrir i veislunni voru foringjar, ofurst- ar, majórar og kapteinar. Þeir voru með einkenni þýska herforingjaráðsins, en hér og hvar sátu SS-foringjar í svörtum ein- kenn isb úningum. Gregorv gat ekki séð yfir allan salinn, cn að því er honum virtist voru milli þrjú og fjögur hundruð foringjar staddir þarna. Hláturinn og kliðurinn þagnaði allt i einu þegar von Pleisen kom inn i salinn. Sumir stóðu upp úr sætunum. Von Pleisen rauf þögnina. Hann hrópaði með hvellri rödd: Nú er dagur þeirra kominn, sem hafa leitt smán yfir Þýskaland. Fyrir hönd þýska hersins og þýsku þjóðarinnar tek ég yður alla fasta, sem hér eruð staddir. Ef nokkur sýnir mótspyrnu þá ........... Eitt einstakt skammbyssuskot heyrðist fiá vinstri. Ræða von Pleisens þagnaði Hann tók höndunum um hrjóst sér, riðaði og datt. Skotið hafði hitt hann i hjartastað. Prinsinn með einglyrnið, sem stóð við hliðina á honum þrýsti á gikkinn á vél- pístólunni sem hann hélt á. En hvellirnir frá byssunni hans drukknuðu hráðlega í öðrum skothvellum. Synir Siegfrieds höfðu gripið til vopna og skutu beint á hópinn, sem stóð í dyrunum. Eitt augnahlik var svo að sjá sem þeir mundu hopa. Margir féllu, en þeir sem stóðu hak við ruddust inn i salinn og hróp- uðu: „Niður með Hitler!“ Gregory hafði tekið þátt í stórorustun- um við Somme og Ypres i fyrri heimsstyrj- öldinni, hann hafði lika oft tekið þátt i skammhyssuskærum, en annað eins blóð- hað og nú hafði hann aldrei séð. Orustan fór fram í sterkri birtu rafljósanna svo að allt sást út í æsar. Þarna börðust sex hundruð manns í einni bendu, hoppuðu upp á borðin, fleygðu stólum, skriðu á hnjám og höndum til að koma sér undan hannvænni skothríðinni. Diskar, glös, matur og blóm var troðið undir fótum. Silfurskálar og vínkælirar ultu. Kúlurnar hvinu og smullu og hávað- inn ætlaði alla að æra. Gregory sá bókstaflega liöfuðið fjúka af einum manninum, undan kúlnahriðinni frá vélbyssunum. Einn nasistinn skaut hers- höfðingja, sem stóð nokkur skref frá hon- um en á næsta augnabliki fékk hann brotna flösku i andlitið. Veislusalurinn var eins og belvíti, þar heyrðist ragn og formæling- ar og skothríð — blóðið lagaði úr búkun- um í gólfteppin og hvíta dúkana. Gregory tók þátt í bardaganum og not- aði báðar skammbyssurnar. Hann þóttist viss um að hafa drepið tvo af höfðingj- unum við háborðið. En hann var í vanda sladdur, því að foringjar von Pleisens voru innan um nasistana og hann þekkti þá ekki sundur. Hins vegar var hann ekki í vafa um þá, sem voru í SS-einkennisbún- ingi. Nú kom hann auga á stóran og digran mann í svörtum einkennisbúningi. Það var Grauber. Ólgandi af hefndargirnd æddi Gregory að lionum. Gestapóforinginn var í einu horninu á salnum, þar sem tiltölu- lega lítið gekk á. Hann skaut einn af for- ingjum von Pleisens milli augnanna og i sömu svifum vatt Gregory sér upp á borð. Foringinn hneig niður á gólfið og blóðið fossaði úr böfðinu á honum. Grauber skim- aði kringum sig með rjúkandi skammbyss- una í hendinni. Þá sá hann Gregory hoppa niður af borðinu. Hatrið brann úr augum hans. Hann lyfti skammbyssunni, miðaði og skaut. Gregorj’ fann að kúlan kom í vinstri öxl hans eins og glóðheitt járn væri rekið í hann. Önnur skammbyssan datt úr mátt- lausri vinstri hendinni. Hann rak fótinn í, mi'ssti jafnvægið og datt. Þegar hann var að rísa á fætur fann liann hönd sem greip hann i heilbrigða handlegginn og lyfti honum á fætur. Það var von Hohenlauben, sem var að hlýða skipun hins látna foringja sins um að hafa gát á Gregory. Þetta var ekkert, sagði Gregory. — Eg verð að ná í Grauber! Hann er mitt herfang — - mittl En þegar hann þusti á- fiam var Grauber horfinn. Augnahliki síðar kom hann aftur auga á óvin sinn. Risavaxinn Prússi yfir sex feta hár hafði safnað Sonum Siegfrieds kringum sig. Um hundrað nasistar höfðu komist inn í eldhúsganginn og borið ofur- liði foringjana sem þar voru og ruddust nú út og skutu ákaft. Grauber var í þess- um hóp. — Fljótt! hrópaði Gregory. — Eg verð að ná i djöfsann þarna! Prinsinn hafði tekið við forustunni eftir von Pleisen. Með hvellum skipunarrómi, sem lieyrðist upp úr hávaðanum, skipaði hann mönnum sínum að gera nýja átlögu. Og undir lierópinu: Niður með Hitler! Niður með Gestapo! æddu þeir fram. Gre- gory og von Ilohenlaub bárust með straumnum. Bardagamennirnir öskruðu, bölvuðu og börðust með hnúum og linef- um meðan þeir voru að ryðjast gegnum dyrnar. Hópur af nasistum var kviaður inn i litlum sal til hliðar og br>rtjaður nið-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.