Fálkinn


Fálkinn - 26.05.1950, Blaðsíða 8

Fálkinn - 26.05.1950, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Calgary færöi sig nær trylltum folanum . MAÐURINN, HESTURINN o. STULKAN ÞAÐ var sjaldgæft um þær mundir að gestir kæmu í bæ til okkar í Transvaal, svo að meðfram þess vegna var Calgary boðinn hjartan- 'lega velkominn. En ekki ez/igöngu þess vegna. Ein ástæðan var sú, að hann kom eins og hann væri kall- aður. Honum skaut upp einmitt þeg- ar við vorum að temja nýjan hóp af villistóði, sem pabbi hafði hrams- að. Pabbi var alkunnur merakóng- ur og tamningamaður og hafði nóg að gera allan ársins hring. Og núna var liann að temja hestahóp handa lögreglunni. Þetta voru fimmtíu fol- ar, svo að nóg var að hugsa, og allir í önnum — hann, Valentine og ég. Við tömdum folana. Valen- tine var systir min og djarfari og fimari reiðgikk hafði ég aldrei vitað. Enda var hún fædd og upp- alin innan um liesta alveg eins og ég. Við höfðum noklcra snarpa og óhrædda boys — innfædda basúta — til að hjálpa okkur, og þeir voru líka vanir liestum. Við vorum að glíma við fallegan, rauðan graðfola, þegar við heyrðum rödd segja bak við okkur: „Vantar ykkur hjálp, gott fólk?“ Það var sjaldgæft að heyra fram- andi rödd á þessum slóðum og all- ir litu við eins og eftir skipun. Fyrir utan tröðina sat maður á gráum hesti og horfði á okkur. Hann renndi sér niður úr hnakknum og kom að grindinni, batt hestinn við staurinn og vatt sér yfir grindina. Hann var hár og grannur og klæddur eins og menn, sem ég hafði séð myndir af i enskum vikublöðum — buxurnar hólkvíðar um lærin en að- skornar um hnén og há, brún reið- stigvél. Sútaskinnsbelti og gljáandi hringju um mittið. Og svo rjómalit silkiskyrta og grár flókahattur. „Eg heiti Calgary,“ sagði hann og rétti pabba liöndina. „McFee heiti ég,“ svaraði pabbi. Og þetta eru Tim sonur minn og Valentine dóttir min.“ Calgary kinkaði kolli til mín. Svo tók liann ofan og heilsaði Valentine. Hann var Ijósliærður eins og hún, bláeygur og með fallegar tennur. Þeg ar hann liló var eins og augun hyrfu í brosfellingarnar kringum augun. Þegar Calgary hafði heilsað okkur fór hann að athuga þann rauða, þar sem hann stóð og hringsnerist og rykkti i tjóðurbandið. Hann var ólm ur og styggur og reyndi með öllu móti að losna. En pabbi liafði bund- ið hann vel við sterkan hæl, svo að hann komst ekkert. „Fallegur foli,“ sagði maðurinn og gekk til hans. Þetta var cinn baldnasti foli sem við höfðum nokkurn tíma átt við. ” Þrevetringur sem aldrei hafði verið bandaður og aldrei komið linakkur á. Og eins og ég sagði neytti hann allra bragða til að losna og jós og prjónaði. Hann ólmaðist þangað til hann var orðinn löðrandi i svita. Það var lífshætta að koma nærri honum, en Calgary gerði það samt. Hann studdi hendinni á hrygginn á honum og fór að gæla við hann: „Duglegur foli .... fallegur hest- ur ....“ Bæði ég og þau hin bjuggust við að folinn mundi þá og þegar hlaupa á gestinn, en hann gerði það ekki. Hann hélt að vísu áfram að reyna að losna og sparkaði og krafsaði. En allt í einu gerðist dálitið skrítið: Það var eins og titringur færi um sveittan skrokkinn og svo stóð fol- inn grafkyrr og starði á Calgary. Calgary liorfðist í augu við liann og hesturinn róaðist við að horfa á hve maðurinn var rólegur. Eg hefi aldrei séð því líkt. Eg tók eftir að pabbi bað Valen- tine að fara heim og segja mömrnu að kominn væri gestur, og að þeir mundu koma heim eftir dálitla stund til að fá te. En Valentine tók ekki eftir þvi. Hún stóð og starði á Calg- ary og rauða folann, og furðan skein úr liverjum andlitsdrætti. Hún vissi ekki af öðru í veröldinni. Og Valentine var sjáanlega ekki sú eina, sem var annars hugar. Basút- arnir góndu líka á þennan tamninga- jöfur. En þó vildu þeir ekki trúa þvi ennþá að gesturinn og sá rauði væru orðnir vinir. Þeir þekktu ó- temjurnar og vissu hve óútreiknan- legar þær gátu verið. Og nú bjuggust þeir við að folinn mundi þá og þegar fara að óhemjast og bita og slá. Calgary tók á makkanum á hest- inum og strauk hægt eftir hryggn- um. „Þessu tekur hann ekki þegjandi hugsaði ég með mér. En mér varð ekki að þeirri spá. Hesturinn stóð grafkyrr. Og Calgary færði sig fram með folanum. Nú stóð hann við hausinn á honum. Hann klóraði hon- um bak við eyrað og strauk honum um ennistoppinn. Og folinn lireyfði sig ekki. Við héldum niðri í okkur andan- um og liorfðum á livernig hann strauk folanum um makkann og aft- ur eftir möninni á bakinu. Og nú gerði hann það skritnasta sem við höfðum séð: liann strauk hestinum hægt niður hausinn og þegar hönd- in var komin niður á nef gerði liann einskonar trekt úr lófanum og blés inn í nösina á honum. Hesturinn kipptist við. Svo prjón- aði hann og tvísteig um slund á afturfótunum áður en hann tók niðri með framfótunum aftur. Þetta end- urtók sig nokkrum sinnum án þess að Calgary sleppti hausnum á hon- um. Við sáum að hann hélt aðeins laust i múlinn og lét undan öllum hreyfingum hestsins stóð og horfði hann, sneri sér frá og steig nokkur skref undan. Hesturinn stóð og horfði á hann án þess að hreyfa sig. Hann liefði auðveldlega getað hoggið tönn- unum í handlegginn á honum og troðið liann undir framfótunum. En hann stóð kyrr og bar hausinn hátt. Calgary sneri að honum aftur og klappaði honum á hálsinn. Svo kom Iiann til okkar. „Eg hefi átt við hesta alla mina ævi,“ sagði pabbi, „en aldrei hefi séð neitt þessu likt.“ „Þetta er sigaunabragð,“ svaraði Calgary, eins og það væri fullnægj- andi skýring. „Farðu nú og beiddu um te, Valen- tine,“ sagði pabbi. Valentine mændi á Calgary. Svo sneri hún frá og gelck heim að hús- inu, bein og liðug eins og zulu- stelpa. „Ef yður vantar hjálp get ég vel verið hér i nokkra daga.“ sagði Calgary. „Hvað viljið þér fá fyrir það?“ spurði pabbi. Calgary horfði á hann, dálitið for- viða. —- „Nú peninga eigið þér við?“ Hann hló. „Eg vil ekki neitt kaup fyrir að gera yður þennan greiða eins og þér skiljið. Eg hefi gaman af liestum. Og ekki síst að temja þá og ríða' þá til,“ „Eg hefi fimmtiu liesta sem þarf að temja og riða til fyrir landamæra- lögregluna." sagði pabbi. „Og þessu liggur á.“ „Lögreglunni liggur alltaf á,“ sagði Calgary og brosti. „Mér er sagt að þeir hafi aukið varðgæsluna liérna.“ „Já, við erum svo nálægt landa- mærunum. Og þeir segja að mikið hafi kveðið að vopnasmyglun upp á síðkastið.“ „Og gripasmyglun líka,“sagði Calg- ary. „En lieyrið þér mig, mr. Mc- Fee. Nú ætla ég að gera tillögu. Eg hjálpa yður að temja folana og fæ mat og húsnæði fyrir, og svo má ég velja mér liest úr hópnum þegar ég hefi tamið þá?“ Því vil ég ganga að,“ sagði pabbi. „En sannast að segja finnst mér það léleg borgun.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.