Fálkinn


Fálkinn - 26.05.1950, Blaðsíða 9

Fálkinn - 26.05.1950, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 „Iíannske bið ég yður um uppbót einlivern tínia síðar,“ sagði Calgary og hló. VALENTINE kom aftur. „Teið cr tilbúið,“ sagði hún. „Og hún mamma bað mig að segja að gestaherbergið væri tilbúið, ef þér vilduð verða bérna nokkra daga.“ Og hún leit rannsakandi á Calgary. „Það er undir McFee komið,“ sagði hann. Mamma sat við teborðið á svölun- um þegar við komum heim. „Þetta er konan mín,“ sagði pabbi. Og við mömmu sagði hann: „Anette, þetta er herra Calgary. Hann ætlar að hjálpa okkur við tamninguna. „Velkomnir liingað, herra Calg- ary,“ sagði mamma. „Sleppið þér þessu „herra,“ frú McFee,“ sagði Calgary. Hann beygði sig og kyssti á höndina á mömmu. „Þaklca yður fyrir vinsamlegar mót- tökur,“ bætti liann við. „Þó að við tækjum nú vel á móti góðum tamningamanni,“ sagði mamma. Valentine hafði sjáanlega sagt henni af lionum. Við fengum bollur og ágætar tví- bökur með teinu, eins og við vorum vön. Og pabbi dýfði sínum i teið, eins og Búa var siður. Við Valcntine vorum líka vön að dýfa tvibökunum í. En nú bagaði Valentine sér allt í einu svo penpíulega og beit varlega í liarða tvibökuna. Eg hló með sjálfum mér. Veslings Valentine, hún var sjálfsagt bálskolin í gestiiíum. Hún gat varla litið af lionum, og laglegu blágráu augun i henni voru full af hrifningu. Hún var nýlega orðin átján ára. Þessi maður mun skipta okkur miklu máli, hugsaði ég með mér. Pabbi var hrifinn af sigaunabragð- inu hans. Valentine var gagntekin af honum og hvað mig sjálfan snerti þá var ég- stórhrifinn af honum. Eg held að ég hefði vaðið eld með honum ef hann hefði ymprað á þvi. Það hlaut að vera hættulegur eigin- leiki þetta, að geta vakið svona traust lijá fólki, liugsaði ég með mér. Það var ekki nema klukkutími síðan hann kom. Og á þessum tima liafði liann tamið trylltan liest, töfr- að stúlku, vakið aðdáun tamninga- manns og hóps af basútum og haft djúp áhrif á ungan pilt og móður hans. Því að ég sá að mamma var lika hrifin af gestinum. Fallega and- litið á henni Ijómaði af velvild, og í fyrsta skipti um langt skeið tólc ég eftir hve falleg liún var í raun og veru, með svart hárið yfir háu enni og bláu augun. Eg minntist þess að hún var ekki orðinn þrjátíu og sex ára ennþá. Hún hafði með öðrum orðum ekki verið eins gömul og Valentine var nú, þegar lnin giftist pabba. Eg sá að liún og pabbi litu hvort lil annars. Svo brosti mamma aftur og ég sá að Iiún var að hugsa um Valentine, alveg eins og ég. Og kannske hugsaði hún svolítið til sin og pabba líka •—• þegar þau voru ung. Pabbi hafði vafalaust verið föngulegur maður þá. Hann var það ennþá. ÞEGAR við Iiöfðum drukkið fórum við niður að tröðinni til þess að lialda áfram með folana. Sá rauði var tjóðraður við staurinn, eins og þegar við skildum við hann. Calgary tók linakk og beisli og fór til hans. Hesturinn hörfaði undan út á hlið, lagði eyrun aftur og ranglivolfdi i sér augunum svo að ekki sást nema i hvítuna. Calgary nam staðar skammt frá hausnum á honum og fór að tala við liann. Augun í folanum kom- ust i samt lag aftur og nasirnar hættu að titra. Calgary færði sig varlega nær og hélt áfram að tala við hestinn. Og loks lagði hann við liann beislið og kom linakknum á hann. Folinn dansaði rólegur með- an Calgary var að girða hnakkinn, en róaðist smám saman. Calgary hélt áfram að tala við hestinn i gælutón. Eg hafði búist við að liann settist á bak áður en hesturinn var losað- ur úr tjóðurbandinu. En liann gerði það ekki. Hann sneri sér til okkar og bað okkur um að opna hliðið. Hann beið meðan einn af piltun- um opnaði. Svo leysti hann liestinn. Fyrst í stað skildi liesturinn ekki að hann var laus. Augnablik stóð hann grafkyrr. Og þetta augnablik notaði Calgary til þess að styðja vinstri liendinni á hakkbogann, en tók handfylli með hinni í faxið á hestinum, samtimis taumunum. Það var grafkyrrt í tröðinni. Líkt og verið væri að horfa á kveikt í tundri og beðið eftir sprengingunni. Og nú kom hún! Folinn prjónaði og barði loftið með framfótunum. Calgary sat hinn rólcgasti og lét hestinn teygja úr sér. Hann gaf hon- um lausan tauminn og reyndi ekki að spyrna á móti honum. Hesturinn prjónaði aftur og dansaði á afturfót- unum. Svo uppgötvaði hann að hlið- ið var opið — leiðin úr. fangelsinu út til lieiðanna og frelsisins. Eg sá Iiann taka viðbragð og sendast út um hliðið í einu stökki. Það var eins og hann flygi um loftið. En Calgary sat eins og gróinn í hnakknum þeg- ar framfætur folans snertu jörðina aftur. Hesturinn þaut út úr kvínni eins og kólfi væri skotið, elcki á stökki heldur í eins konar dýfum eða rassa- köstum. Hvert augnablik bjóst ég við að sjá Calgary þeytast gegnum loftið og lenda einhvers staðar langt úti í móa — hálsbrotinn. En hann sat eins og hann væri gróinn við hestinn. Ekki stinnur og keikur held- ur laus og liðugur og fylgdi hverri hreyfingu folans. Það var eins og maður og hestur væri ein heild. Aldrei liefi ég séð slika reið, hvorki fyrr eða síðar. Svo liljóp folinn reglulegan sprett og Calgary fór að stýra honum, í stóran boga kringum húsið og tröð- ina. En ekki var þar með búið. Eftir annan hringinn lioppaði Calg- ary af baki, hljóp nokkur skref sam- hliða liestinum og vatt sér upp i linakkinn aftur. Fyrst öðrumegin og svo hinu megin. Loks stöðvaði hann hestinn með taumunum og teymdi hann til okkar. „Afbragðs liestefni, McFee,“ sagði hann. „Vcl af sér vikið, Calgary,“ sagði pabbi. Calgary hló. „Eg skal temja fyrir yður tvo hesta á dag og skila þeim þægum eins og lambi,“ sagði hann. „Svo getið þér og piltarnir riðið þá til gangs.“ Pabhi kinkaði kolli. Hann var á- nægður. „Tvo á dag — eins lengi og þér viljið,“ sagði hann. Aldrei hafa dagarnir liðið eins fljótt hjá mér eins og þeir næstu. Eg hafði aldrei trúað, að maður eins og Calgary væri til i raun og veru. Tamningin gekk eins og leikur. Pabbi hramsaði villihesta, Calgary tamdi þá og ég og basútarnir riðum þá til. Strákarnir svörtu litu upp til Calg- ary eins og bann væri konungur. Þeir kepptust um að gera honum allt til geðs og hann sagði aldrei eitt óvingjarnlegt orð við þá. Eg sá á mömmu að hún vissi hvernig mundi fara milli Calgary og Valentine. Þau sáu ekki sólina hvort fyrir öðru. Og á kvöldin þegar dags- verkinu var lokið lagði Calgary á Grána sinn og rauða folann, sem hann hafði tamið, og svo riðu þau Valentine saman út á kvöldroðna heiðina. EINN daginn sat innfæddur maður fyrir utan tröðina. Ilann var zulu- negri og var kominn margra dagleiða ferð. Þegar ég spurði hann livað hann væri að fara svaraði hann: „Ungi herra, ég rek slóð gula ljóns- ins eins og sjakal, til að vara hann við veiðimönnunum.“ Eg skildi ekki hvað hann var að fara og gleymdi þessu. En um nón sama dag sagði Calgary allt i einu við mömmu: „Eg veit ekki hvernig ég get þakkað yður alla gestrisnina, frú McFee. Þér hafið verið mér eins og móðir.“ Hann hló og dró annað augað í pung um leið og liann sagði síðustu orðin, og mamma hló líka. Hún var hlægilega ungleg til þess að eiga átján ára gamla dóttur og sextán ára son, sem var miklu hærri en hún sjálf. „En heyrið þér góði, — eruð þér að fara?“ ,Já, á morgun.“ „Ekki veit ég hvernig við hefðum getað tamið folana án yðar lijálp- ar,“ sagði pabbi. „Þér munuð vænt- anlega ætla að taka þann rauða með yður?“ „Já, ég hefi hugsað mér það, McFee.“ Seint um kvöldið drap ég á dyr hjá Calgary. Eg hafði séð að ljós logaði í herberginu lians ennþá. „Eg lieyri að þér séuð að fara,“ sagði ég. „Já, ég fer á morgun, Tim. Sestu snöggvast.“ Sjálfur sat hann á rúm- stokknum. „Hefirðu nokkurn tíma heyrt talað um að maður hafi orðið ástfanginn af hesti, Tim?“ spurði hann. Og án þess að bíða eftir svari: „Eg þekki mann, sem varð það. Og um lcið varð liann ástfanginn af stúlku — dóttur mannsins sem átti hestinn. Þessi stúlka var eins og gullinn kornakur á hárið og átti yndislegasta bros í heimi. Hún var yfirleitt það fegursta, sem nokkur maður gat augum litið, og liún lof- aði manninum að ef hann ynni veðreiðar á hestinum hans pabba síns þá skildi hún giftast lionum. En þetta með veiðreiðarnar var nú reyndar tilbúningur. Hún hafði hugs- að sér að eiga manninn hverju sem tautaði, því að henni þótti svo vænt um liann. En hann giftist henni aldrei, Tim. Hún dó. Hesturinn datt undir henni. Hann liljóp á strengd- an stálvír og steyptist kollhnis og lnin lenti undir hófunum á honum. um. Maðurinn sem elskaði hana lilýtur að liafa verið fávita af harmi um stund, þvi að hann vissi ekki hvað hann gerði. En fólk segir að hann hafi fundið þorparann, sem strengdi stálvírinn og hafi drepið hann. Þetta varð aldrei sannað, þvi að svo var að sjá sem þorparinn létist af slys- förum. Hesturinn hans hljóp á spretti fram af hárri brún á grjótnámu með hann á bakinu. En það var spor eft- ir tvo hesta fram á brúnina og far eftir svipuól á andliti þorparans og á skrokknum á dauða hestinum En málinu var ekki lireyft, þvi að eins og fólk sagði — hvernig í ó- sköpunum átti nokkur maður að geta riðið á harðaspretti fram á hengju- brún, snúa hestinum þar og ríða á spretti til baka En samt fannst vin- um mannsins sem hafði verið trú- lofaður stúlkunni, að það væri viss- ast að liann hyrfi á burt um stund, þangað til þessi söguburður gleymd- ist aftur.“ Calgary kveikti sér í vindlingi. „Maðurinn fór að því ráði,“ sagði liann svo. „Hann fór út i heim. Til Argentinu, Afriku, Ástralíu. Hann átti nóga peninga og stóran búgarð, sem beið lians heima i Englandi. Og svo græddi liann peninga hvar sem hann kom. Ilann elskaði að lifa í lífshættu. Það var eins og liann væri alltaf að vonast eftir að eitt- hvað kæmi fyrir sig. En það var eins og kraftaverk — hann slapp lifs frá öllu. Og einu sinni datt honum í hug að reyna að finna hest, sem væri sem likastur þeim, er honum liafði þótt svo vænt um. llann leitaði vikur, mánuði og ár og loks fann hann hann. Hann var rauður og trylltur og mjúkur eins og silki, og svo líkur hinum að halda mætti að hann hefði verið undan lionum. Og svo gerðist annað enn skrítnara: hann fann líka stúlku, sem var svo undurlík þeirri sem liann hafði misst. Ekki i útliti Iield- ur í látbragði: frjálsleg og hispurs- laus og glöð.“ „Valentine?“ spurði ég. „Já, Tim.“ „Þér eruð þá að segja mér sögu af sjálfum yður?“ Hann kinkaði kolli. „En hvers vegna farið þér þá frá okkur?“ „Vegna þess að lögreglan er að elta mig. Eg liefi fengist við að smygla vopnum og kvikfé. Ekki til að græða peninga heldur til þess að ég þurfti að hafa spenning og rata í ævintýri.“ „En nú verðið þér ekki mæðumaður lengur, er það?“ sagði ég. „Eg á við — síðan þér liittuð Valentine. Þér komið aftur og sækið hana — er það ekki?“ Hann hló. „Eg get ekki sagt um það ennþá Tim. En svo mikið get ég sagt þér að við Valenline erum samliuga. Eg sleppi henni aldrei, Tim. En nú verð ég að fara •— eins °8 þjófur á nóttu. Heilsaðu lögreglu- fulltrúanum þegar liann kemur.“ Ferras fulltrúi kom morguninn eftir með tvo lögregluþjóna. Þeir voru i preriuvagni með tvcimur múldýrum fyrir. "Við Valentine mættum þeim á leiðinni niður i hestagirðinguna og létum sem við vissum ekki um er- indi þeirra. „Eruð þér kominn til að sækja hestana, fulltrúi?" spurði ég. „Nú höfum við góða hesta lianda yður, trúið mér til.“ Meira var ekki sagt fyrr en Ferr- as hafði litið á hestana og sat heima á svölunum með glas af heimagerðu vini í annarri hendinni og pípuna Frh. á bls. lb.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.