Fálkinn


Fálkinn - 26.05.1950, Blaðsíða 10

Fálkinn - 26.05.1950, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN VMGSVtf iMMWanR Fallhlífar í drekasporðinn. Þið getið liaft sérstaklega mikla ánægju af flugdrekanum, cf þið búið til nokkrar fallhlífar, sem losna af sjálfu sér þegar þær koma í ná- munda við drekann (sjá mynd a-1). Fallhlífarnar eru úr silkipappír, svo að þið skiljði, að þið verðið að fara varlega með þær. Hringmynduð fallhlífin er teikn- uð á þann hátt að þið leggið disk á livolf á pappírinn og strikið hring um hann með blýanti. Síðan klippið þið hringinn úr pappírnum. Takið 8 jafnlanga spotta af tvinna eða fínu bómullargarni. Festið þá með jöfnu millibili á jaðarinn á pap])irn- um, með limpappír (Þessa smá- snepla má hafa kringlótta og teikna þá eftir einseyring. Hnýtið 8 lausu endana varlega saman, og eins og sýnt er á 3. Beyg- ið krók úr mjóum vír og festið hann á hnútinn (4). Áður en þið setjið drelcann til flugs festið þið ofurlitla spýtu i dreka snúruna. Krókurinn verður að vera svo víður að liann geti runnið fram á snúrunni þegar vindurinn blæs undir fallhlífina. Ef þið kippið snöggt í snúruna þegar fallhlífin rennur að spýtunni, hrekkur hún af og fellur hægt til jarðar. Ef þið eruð margir félagar saman og liafið margar fallhlífar getið þið liaft samkeppni um hver ykkar finni flestar fallhlífar eftir á. Fallhlífin er engin nýjung. Fallhlífin er miklu eldri en flug- vélin. Fyrir 170 árum stökk fransk- ur maður úr háum turni með fallhlíf. Honum hafði dottið í hug að fóík gæti bjargað sér út um g'lugga í brennandi húsum með fallhlif. Sið- ar stukku fleiri Frakkar, og fallhlíf bjargaði i fyrsta skipti mannslífi cr pólskur maður stökk út úr loftbelg, sem kviknað hafði í. Það var árið 1808. Svissneskur maður, 28 ára gamall, stökk nýlega 21 sinni úr flugvél með fallhlif sama daginn. Hann stökk úr 400 metra hæð og segir sjálfur að hann hafi sett heimsmet í *** Nýtt frá Ameríku. í Bandaríkjunum er farið að smíða svokallaða „bakaða“ seglbáta. Að þeir séu bakaðir má heimfæra, þvi að þeir eru gerðir úr þunnum kross- viðsspón, sem er límdur og svo pressaður saman við mikinn Iiita. Bátarnir eru miklu léttari en venju- legir bátar og ganga þvi mjög vel í róðri. 2) Áhald sem greinir sundur 10 milljón liti. Amerískur verkfræðing- ur hefir búið til tæki, sem getur greint á milli 10 milljón litbrigða. Hann gerir þetta ekki eingöngu sér til gamans, hcldur er áhaldið notað til þess að ákvarða lit á ávöxtum, sem eru að þroskast. 3) Blöð úr gervisilki. Stórt blað í New York er farið að prenta sumar síðurnar úr gervisilki. Eftr lestnr- inn má þvo svertuna af og nota silk- ið i vasaklúta og þ’ví um líkt. BLfSTURSKÓLINN. í Los Angeles er einn af merkileg- ustu skólum í heimi. Þetta er skóli fyrir „listblístrara". Agnes Wood- ward, sem hefir stofnað skólann, kennir nemendum allthugsanlegt bljst ur — frá skalanum upp í eftirlík- ingu fuglakvaks. Duglegustu nem- endur fá að læra „knerífuglamál‘“ en það er hástig blísturkunnáttunn- ar. Jí i níflKiiiffl ' « • - © ý Fuglim óbetranlegi. — Skrftlup-= — Veitist mér sá ánœgja að fá að dansa við yður nœsta dans, Inga? — Ef J>ér vilduð gera okkur þann heiður að styrkja félagið okkar, herra glerskeri, þá skulum við lofa því að auka viðskipti yðar hérna í nágrenninu. ~v ~ Ferðamaður kom einu sinni til Skota, sem bar honum ekki aðrar góðgerðir en eitt glas af vatni. Og þessa ræðu lét hann fylgja: — Líttu á, góði vinur. í þessu vatni synti fyrir skömmu feit önd. Eg ætlaði að skjóta hana og matreiða handa þér. En því iniður flaug hún. Og þá var ekki annað eftir en vatn- ið, og það er liér. Hresstu þig nú vel á því og verði þér að góðu. — Það var hann — þarna í spegl- innm, sem byrjaði! — Góðan daginn, elskan mín! Þá litur miklu betur át í dag! ~ V ~ — Nú hefi ég klippt öll hárin af fallega kaktusinum, mamma. Hann var orðinn svo skeggjaður. Petersen er í dýragarðinum með konunni sinni og þeim verður geng- 'ið fram lijá búri með sérlega ljótum öpum. —■ Þessir apar eru venslamenn þínir, sagði Petersen. — Já, þetta hafði maður af að giftast þér, svaraði hún.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.