Fálkinn - 03.11.1950, Blaðsíða 5
FÁLKINN
5
hráslagakaldan nóvembermorg-
un árið 1890 í Lille í Frakk-
landi, og þar ólst hann upp.
Hann óx snemma úr grasi og
varð afar langur, svo að skóla-
hræður lians kölluðu hann
„langa aspargusinn.“ „Langi
njólinn" mundi hann líklega
liafa verið kallaður hér. En
Njólinn var mesti sjór að læra
og las allt sem liann komst yf-
ir, einkum um hernað. Komst
svo á liinn fræga herskóla i
Saint-Cyr, og er hann hafði
lokið prófi þaðan með besta
vitriishurði fékk hann sjálfur
að ráða í livaða herdeild liann
færi. Árið 1913 innritaðist svo
varaliðsforinginn Charles And-
ré Josepli Marie de Gaulle í 33.
fótgönguliðsherdeildina. Hann
valdi þessa herdeild sökum
þess hve mikla aðdáun hann
hafði á foringja hennar Phil-
ippe Pétain, síðar marskálki.
Þá var de Gaulle 23 ára.
Nær 30 árum síðar lalaði de
Gaulle frá London í útvarpi
og ávarpaði meðal annars fyrr-
verandi yfirboðara sinn, en þá
var aðdáunin farin út í veður
og vind. Pétain var þá orðinn
„hæstráðandi" Frakklands —
sem þýskur leppur. De Gaulle
sagði þá m. a.: „Herra marskálk
ur, — gegnum ljósvakann og
yfir liafið langar franskan her-
mann að tala til yður. Á þess-
ari örlagastund þeirrar gremju
og blygðunar, sem vér finnum
til, ættjarðarinnar vegna, verð-
ur einhver rödd að svara yður.
í kvöld er þessi rödd mín. Eg
segi yður, herra marskálkur,
Frakkland mun rísa upp aftur.
Það skal rísa upp aftur í frelsi.
Það skal rísa upp aftur, í sigri.
Yopn okkar verða smíðuð langt
í fjarska, en beitt skulu þau
verða. Og sá tími mun koma
að við hverfum heim aftur til
ættjarðarinnar sigri hrósandi,
undir vopnum sem bandamenn
okkar og kannske aðrir hafa
smiðað. Og þá munum vér skapa
nýtt Frakkland."
Einkennilegt hlýtur de
Gaulle að hafa verið innan-
brjósts er hann talaði þessi orð
til manns, sem hann hafði forð-
um borið meiri virðingu fyrir
en nokkrum öðrum, og sem
hann hafði barist sem liðsmað-
ur iijá i fyrri heimsstyrjöldinni.
Pétain hafði lika liaft miklar
mætur á de Gaulle þá, og lét
iians oft getið í dagskipunum
sínum.
De Gaulle var kominn í stríð-
ið 1914 og þar særðist hann í
orrustu við Dinant í Belgíu.
Árið 1915 varð hann kapteinn,
en stuttu síðar særðist hann í
annað sinn í atlögunum við
Verdun, og þá svo alvarlega að
hann gat ekki forðað sér und-
an. Þjóðverjar handtóku hann.
en getið var hans í dagskipun
í það skipti fyrir frækilega
framgöngu.
Finnn sinnum reyndi liann
að flýja úr fangabúðum Þjóð-
verja en náðist alltaf aftur og
varð fangi til stríðsloka. Einu
sinni liafði hann grafið sér jarð
göng undir fangabúðagirðing-
arnar og var kominn út á þjóð-
veginn. Hafði liann náð sér í
þýskan hermannabúning. En
þá var hann tekinn. „Langi njól-
inn“ frá Saint-Cyr átti bágt með
að leynast, ekki sist vegna þess
að hann var svo liávaxinn að
honum var veitt meiri athygli
en öðrum.
De Gaulle er þurr á manninn
og heldur durgslegur í fram-
göngu. En stundum er eins og
hann fyllist eldmóði. Þegar
hann stendur í ræðustól er liann
iðandi af fjöri og áhuga. En í
eðli sínu er liann mesta dauð-
yfli, enda sögðu foreldrar hans
um hann, þegar hann var barn,
að liann væri eins og hann væri
fæddur í ískjallara.
Trúmál og listir eru það, sem
de Gaulle þykir mest gaman að
hugsa um í tóinstundum sinum.
Hann fer oft í kirkju og á list-
sýningar, og það var á haust-
sýningunni i Paris sem liann
hitti fyrst konuefnið sitt. Þau
voru bæði að skoða sama
málverkið og hafa ef til vill
horft meira hvort á annað en
á myndina, þangað til sýningar-
gestur sem þekkti þau bæði
kom að og kynnti þau. Þau
drukku te saman, en þegar þau
voru nýsest var de Gaulle svo
óheppinn að velta tebollanum,
svo að teið helltist ofan á kjól
ungfrú Yvonne. Þessi óvænta
útgáfa leifturstyrjaldar hafði
alvarlegar afleiðingar í för með
sér: Finnn mánuðum síðar voru
þau Charles de Gaulle kapteinn
og ungfrú Yvonne Vendroux
gefin saman. Þau eiga þrjú
börn, dæturnar Elizabeth og
Anne og soninn Philippe, sem
heitinn er í höfuðið á Pétain
marskálki. De Gaulle mundi
tæplega láta heita í höfuðið á
honum núna.
Þegar Philippe de Gaulle lcom
til Englands árið 1940 ásamt
móður sinni og systrum,
skönnuu á eftir föður sínum
hershöfðingjanum, voru þau
eins og óskilakindur er þau
komu í land í Falmouth. Þau
vissu ekkert hvar fjölskyldu-
faðirinn var niðurkominn eða
hvað hann hafði fyrir stafni.
Litið liöfðu þau af skotsilfri og
ekkert þeirra, kunni orð í ensku.
Pliilippe keypti daghlað, þó að
liann kynni ekki málið, en þó gat
hann orðið nokkurs vísari af
blaðinu. Á fyrstu blaðsíðu stóð
feitletrað: „De Gaulle hershöfð-
ingi skipuleggur lier frjálsra
Frakka.“ — Og nú leið ekki
á löngu áður en fjölskyldan
hafði jarmað sig saman, og
samfundirnir voru jafn hjart-
anlegir þó að búið væri að svipta
de Gaulle öllum metorðum og
dæma hann til dauða.
Innrásardagurinn í Frakk-
land, 6. júní 1944, er mesti dag-
urinn í ævi de Gaulles. Þá
fannst honum sem liann væri
kominn að marki óska sinna,
þó að enginn vissi betur en hann
að langt stríð væri fyrir hönd-
um þangað til Þjóðverjar væru
reknir úr Frakklandi. Þennan
dag liélt hann ræðu til frönsku
þjóðarinnar og sagði þá: „Orr-
ustan um Frakkland er hafiri.
Með allri þjóðinni í öllu franska
lýðveldinu og hernum er aðeins
ein ósk til, ein von. Bak við
dinnna þoku blóðs og tára skal
sól heiðurs vors skína á ný!“
Hann kom aftur til París sem
sigurvegari eftir mikla herferð.
Stríðið var unnið og takmarki
hans náð, og de Gaulle hers-
liöfðingi gat tekið á móti hyll-
ingu og þakklæti hinnar sigri-
hrósandi þjóðar. Allir sem vettl-
ingi gátu valdið fylktu sér með
fram götunum er de Gaulle
kom gegnum Sigurhogann í
fylkingarbroddi hersins og gekk
niður Cliamps Elyséees og á
Concorde-torgið. Hvellirnir sem
komu frá byssum leyniskytt-
anna er reyndu að ráða honum
bana í Notre Damekirkjunni,
voru eins og hjáróma raddir,
og de Gaulle gekk til sætis síns
eins og ekkert hefði ískorist og
hlýddi á þakkarmessuna til
enda.
Sagan hefir þegar viður-
kennt afliurði og .framsýni de
Gaulles á hermálasviðinu. Þar
sá hann betur fram í tímann en
liinir gömlu hersliöf ðingj ar
þeirra. En öðru máli gegnir um
hann sem stjórnmálamann. Þar
hefir liann heíðið ósigra. En
liann er ekki af baki dottinn.
Framtíðin á eftir að sýna, bvort
liann á nokkuð gagnlegt erindi
á vettvang stjórnmálanna.
Taegu-biskupinn í París. Bisk-
up „eldlínubæjarins“ Taegu í
Kóreu, monseigneur Larribeau
sem hefir verið í pílagrímsferð
til Róm og fór síðan til Parísar
og söng fyrir skömmu messu í
Saint Louiskirkjunni í París.
Hér sést lítill drengur kyssa á
hring biskupsins í kirkjunni.
Larribeau er nú á heimleið tit
embættis síns i Kóreu.
Litskrúðugir samningamenn. — Þrír ráðherrar frá Yemen í
Arabíu liafa undanfarið verið í London til að gera verslunar-
samninga við Herold Wilson, enska verslunarmálaráðherr-
ann. Iiér sjást þeir fyrir utan Grosvenor House í litklæðum
sinum og með rýtinga og vef jarhetti. Taldir frá vinstri eru þetta
Quadi El Amari forsætisráðherra, Mohamed Elchamai land-
stjóri í Almeida og Sayed Hassan Berehim verslunarmálaráðh.