Fálkinn


Fálkinn - 09.02.1951, Blaðsíða 3

Fálkinn - 09.02.1951, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 fíliífaxi hefur sig til flugs frá flnguellimim i Vestmannaegjum. 20 manns farast í flugslysi Ólafur Jóhannsson, flugstjóri. Hiö sorglega slys varð miðviku- daginn 31. janúar siðastliðinn, að flugvélin „Glitfaxi“ fórst ineð 20 manns norður af Hraunsnesi á Vatns leysuströnd. Þeir, sem fórust voru þessir: Áhöfn: Ólafur Jóhannsson, flugstjóri, Berg- staðastræti 8G, Rvk. Páll Garðar Gislason, aðstoðarflug- maður, Drápuhlið 9, Rvk. Olga Stefánsdóttir, flugþerna, Ei- riksgötu 4, Rvk. Farþegar: María Hjartajrson frá Hellisholti, Vestmannaeyjum og fíjarni sonur hennar, 5 mánaða gamall. Herjólfur Guðjónsson, Einlandi, Vestmannaeyjum. Jón Steingrímsson, Hvítingavegi 6, Vestmannaeyjum. Sigurjón Sigurjónsson, Iíirkjuvegi 86, Vestmannaeyjum. Sigfús Guttormsson, Fljótsdalshér- aði. Magnús Guðmundsson, Hafnarstr. 18, Reykjavík. Guðmann Guðmundsson, Keflavík. Sigurbjörn Meyvantsson, Reykjav. Ágúst Hannesson, Hvoli, Vest- mannaeyjum. Páll Jónssön, Þingholti, Vest- mannaeyjum. Þorsteinn Stefánsson, Strembu, Vestmannaeyjum. Gunnar Stefánsson, Bjargarstíg 15, Reykjavík. Guðmundur Guðbjarnason, Arnar- ho'lti, Mýrum. Ólafur Jónsson, Reykjavík. Hreggviðnr Ágústsson, Norðfirði. Snæbjörn fíjarnason, Vestmanna- eyjum. „Glitfaxi“, sem er eign Flugfélags Islands, var á leið frá Vestmannaeyj- um til Reykjavikur. Var hún komin yfir stefriuvitann á Álftanesi og bjóst Páll Garðar Gíslason, aðstoða.rflug- maður. Olga Stefánsdóttir, flugþerna,. til lendingar eftir nokkrar tafir vcgna hríðar. En svo hætti að heyrast í vélinni og er ekki vitað hvernig slysið hefir borið að höndum. Leit var þegar hafin i lofti og á láði og legi. Bar hún engan árangur, fyrr en siðdegis á fimmtudeginum. Þá fannst brak úr gólfi vélarinnar dýpi og köfurum verður ekki við komið. Þetta er annað mesta slys, sem orðið hefir í flugsögu íslendinga, og það er sem sorgin knýi á hvers manns dyr, þegar svo stór hópur jafnfámennrar þjóðar og við íslend- ingar erum, hverfur úr þessu lífi. Kort af slysstaðnum. Krossmn næst landi er út af Hraunsncsi, þa.r sem olíubrákin sást. Nœsti kross er af staðnum þar sem björgunarbeltið fannst, en sá þriðji út af Flekkuvík og Keilishesi, þar sem flekarnir úr gólfinu og björgunarbelti skammt þar frá, er oliubrák sást á sjónum út af Hrauns- nesi austast á Vatnsleysuströnd. Veðurtálmanir og fleira hefir ennþá hindrað frekari eftirgrennslanir þar um slóðir enda er þarna talsvert fundust. Sárastur er harinur ástvinanna, en þeir eru margi og þar á meðal fjöldi barna, sem missa feður sína. Þjóð- in drúpir höfði í sorg við þessar válegu fréttir og vottar ástvinahópn- um djúpa samúð. ÓÞARRFIR HNAPPAR. Karlmennirnir segja oft að kven- fólkið noti alls konar óþarfa í klæðaburði, en karlmennirnir miði klæðnað sinn við þörfina eingöngu. En ráðlegast er að gorta ekki um of af þvi. í blaðinu „Stof og Saks“, ’ sem gefið er út af danska klæð- skerafélaginu, er lient á, að á fatn- aði þeim sem karlmenn liafa utan á sér að jafnaði, ^éu 70 hnappar eða tölur. En af þeim séu að öllum jafn- aði ekki notaðir nema 23. Með öðr- um orðum mætti vel spara 47 linappa!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.