Fálkinn


Fálkinn - 09.02.1951, Blaðsíða 12

Fálkinn - 09.02.1951, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN Nr. 19. Örlagaríkt hjónaband ________ Spennandi framhaldssaga. _ Lina reyndi að stilla sig. „Það er vingjarn- legt af þér að tala svona, Ronald, en þegar allt kemur til alls, þá þekkirðu mig ekki, eða er það?“ ,,Ef þú ætlar að reyna að telja mér trú um það, að þú sért ekki elskulegasti kvenmaður- inn í London í augnablikinu .... “ Lina hló vandræðafull, en þeirri fávísu ósk sló fyrir brjóst henni, að Johnnie væri kominn og heyrði til þeirra. , Hún lagði olnbogana upp á borðið og hallaði vanganum að samfléttuðum fingrunum. ,,0g hvernig hefirðu hugsað þér minn kæri Ronald, að kvenmaður* ætti nákvæmlega að vera?“ Ronald varð ekki vitund forviða eða klumsa. Hann þuldi á svipstundu upp úr sér heilmikla romsu um það, hvaða eiginleikar og kostir ættu fegurstir og bestir að prýða konuna. „Jæja, ég er hrædd um að enginn þessara kosta prýði mig,“ sagði hún hlæjandi. „Eg skal segja þér hvernig ég er. Það er eins gott að þú vitir það strax, fremur en seinna. Bráð- lynd, hégómleg, óumburðarlynd, skapvond. . “ „Þú ert ekki hégómleg!" greip Ronald æst- ur fram í. „Eg hefi aldrei kynnst konu, er hefir verið jafn laus við að vera hégómleg." „-------meyrgeðja, löt (afarlöt), sveita- leg, óstundvis (þú sást það best sjálfur!) — “ „Það var ekki þér að kenna. Strætisvagn- inn þinn tafðist.“ „Eg hefði átt að koma í leigubifreið. Nísk líka, skilurðu. Jæja þá, ég líkist fjarska lítið gyðjunni þinni.“ Ronald brosti til hennar. „Mér finnst þú vera fullkomin." Lina hló af ánægju. Ronald var vitanlega öfgafullur. En það var notalegt að heyra þetta um sjálfa sig. Fram hjá þeirri staðreynd varð ekki komist: Johnnie hafði aldrei virt hana neins.“ „Hatturinn minn?“ Lina var sér þess full- komlega meðvitandi, að hattar voru hennar veika hlið, en hún hafði verið alveg sannfærð um, að þessi, sem hún hafði á höfðinu, var afar laglegur og klæddi hana vel. Hún hafði keypt hann í síðustu viku, þegar hún fór í búðir með Joyce er sannarlega kunni að velja hatta hafði verið á sama máli. Það var lítill svartur Glen- garry-hattur, sem var látinn sitja mjög mikið öðru megin á höfðinu. Lina hafði gert sér í hugarlund, að einmitt þessi hattur færi henni framúrskarandi vel. „Hvað er athugavert við hattinn minn?“ spurði hún undrandi. „Það vantar fjöður í hann. Yfir vinstra eyr- að á þér.“ „Veslings drengurinn, veistu ekki að fjaðrir eru komnar úr tísku?“ „Mig varðar ekkert um það. Það vantar fjöður í hann. Auk þess myndir þú vera ómót- stæðileg með litla fjöður fyrir ofan vinstra eyrað á þér, Lina.“ „Ronald, ég er alveg hissa. Maður gæti hald- ið að þú værir að tala við unga, sautján ára stúlku, í staðinn fyrir gifta konu, þrjátíu og sex ára gamla.“ „Ertu virkilega orðin þrjátíu og sex ára, Lina? Hamingjan veit að þú lítur ekki út fyrir það.“ „Jæja, svo er það nú samt. Hvað ert þú garnall?" „Þrjátíu og þriggja." Lina andvarpaði. Það var raunalegt, að sér- hver sá karlmaður, er henni litist vel á, hlyti alltaf endilega að vera yngri en hún sjálf. Ronald fylgdi henni heim til Hamilton Ter- race í leigubifreið. Undir eins og hin skærari götuljós voru úr augsýn, tók hann utan um hana og kyssti hana. „Eg hefi aldrei verið kysst í leigubíl áður,“ sagði Lina brosandi. „Er það ekki álitið vera hræðilega ósiðsamlegt?" „Það fer eftir því hver kyssir," sagði Ron- ald og kyssti hana aftur. „Hvað um það, vissulega finnst mér ég ekki vera ósiðsamleg,“ sagði Lina, eins og dálítið efasöm. Ronald vildi ekki koma inn og fá sér staup. Joyce var að lesa í setustofunni. Hún leit upp úr bókinni. „Þú kemur snemma heim.“ „Við sátum þangað til þjónarnir voru komn- ir á fremsta hlunn með að fleygja okkur út.“ Lina stóð eins og eintrjáningur í miðri stof- unni og tók af sér hanskana. „Joyce.“ ,»Já?“ „Geturðu komið með mér til Marshalls í fyrramálið?" „Já, það hugsa ég. Til hvers?“ „Eg ætla að fá mér fjöður í þennan hatt.“ „Elsku besta, fjaðrir eru ekki lengur í tísku.“ „Eg get ekkert gert við því. Það vantar fjöður í þennan hatt.“ „En það gengur enginn með fjaðrir lengur." „Það vantar fjöður í hattinn," sagði Lina einbeitt. „Yfir vinstra eyrað. Og það sem meira er: ég verð ómótstæðileg með hana,“ bætti hún við, en ekki upphátt. Auðvitað skoðaði Lina sig sem ástmey Ron- alds. Hún eyddi mestum hluta næturinnar í að hugsa um það. Hér var elskhuginn, er Joyce hafði svo á- kveðið hvatt hana til þess að krækja sér í. Hún sá sjálfa sig í fanginu á honum, hún sá hann kyssa sig, hún sá sjálfa sig uppi í rúmi hjá honum. Niðurstaða hugsana hennar fyllti hana bæði undrun og skelfingu. *Að hún lað- aðist að honum, að hún var geysilega hrifin af honum, og að hann var einasti karlmaður- inn, að Johnnie undanskildum, er hafði vak- ið holdlegar fýsnir hjá henni, það vissi hún þegar. Það, sem hún hafði ekki gert sér Ijóst fyrr.en nú, var það, að hún þráði hann á- kaflega. Að þrá mann, sem maður hefir ekki þekkt lengur en einar litlar tuttugu og f jórar klukku- stundir! Þrátt fyrir sambúðina við Johnnie, var Lina ennþá svo gamaldags í hugsunar- hætti, að henni þótti það vera heldur óvið- feldið. Hún velti því fyrir sér hvort siðferðisástand Jonnies hefði haft spillandi áhrif á sig. Þar sem hún lá nú þarna alein í rúminu, án þess að hafa nokkurn karlmann við hliðina á sér til þess að faðma og kyssa, þá fannst henni það bera vott um spillt siðferði, að hún skyldi sakna þess. Og það meira að segja, að hún skyldi sakna karlmanns, er hún hafði aðeins þekkt svona ótrúlega stuttan tíma — og það karlmanns, er hún í raun og veru þekkti alls ekki neitt. Oð það einnig, þegar hún elsk- aði hann vissulega ekki. (Og Johnnie hafði líkt henni við blautan fisk!) Ekki svo að skilja að hún elskaði Johnnie lengur. Nú hataði hún Johnnie — hataði hann beisk- lega og sárt og innilega. Vel mátti það vera, að hann hefði eitt sinn verið barnið hennar, en hann hafði verið barnsskrímsli, sem hafði gerst móðurmorðingi. Nei, Johnnie myndi ekki verða nein fyrirstaða þess, að hún tæki Ronald sér sem elskhuga, ef henni kæmi slíkt að lokum til hugar. Auðvitað ætlaði hún sér ekki að gera það strax. Ronald, er hafði svo ánægjulega háar hugmyndir um hana, mætti aldrei finna að hún léti of auðveldlega undan, Því hafði snemma verið komið inn hjá Linu að enginn karlmaður virti nokkurs þá konu, er hann gæti fyrirhafnarlaust komist yfir. — Einhvern veginn hafði það samt atvikast svo, að hún hafði ekki gefið þeirri gullvægu reglu nægan gaum áður en hún trúlofaðist Johnnie. Og sjáið bara afleiðingarnar! Hún lá á bakinu og starði upp í loftið og braut heilann um það, hvort hún ætti að taka Ronald sér sem elskuhuga nokkurn tíma eða aldrei. Henni var hugsað til Janet, er átt hafði við sams konar viðfangsefni að stríða, og hafði tekið ákvörðun. Hún fann ekki til neinnar beiskju í garð Janet. Þeirri beiskju, sem hún hafði réttilega getað fundið til gagnvart henni, hafði hún bætt á reikning Johnnies eins og hún lagði sig. Janet hlaut að hafa liðið afskaplega áður en hún tók fasta ákvörðun, og enn þá meira á eftir. Lina gat aðeins vorkennt henni. Gagnstætt flestum öðrum konum, var Janet ekki hræsnisfull. Þess vegna var það, að Linu hafði geðjast vel að henni allt frá því fyrsta að hún kynntist henni. Henni hlaut að hafa liðið hræðilega illa í gervi flagðsins. En henni hafði ekki verið sjálfrátt. Engum, sem elskar, er sjálfrátt. Lina skildi það. Janet hlaut að hafa þjáðst. Hún hlaut að hafa reynst ákaf- lega ófullnægjandi. hjákona fyrir Johnnie. En Johnnie...... að véla hana. Líklega hafði hann gengið á eftir Hann hafði vitanlega lagt sig fram til þess henni svo árum skipti. Janet hafði sannarlega haft fölskvalausa andúð á honum í fyrstunni, og Johnnie mundi ekki hafa getað þolað það, þar sem kvenmaður átti hlut að máli. Það hafði verið stríðsyfirlýsing, sem honum hafði

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.