Fálkinn


Fálkinn - 23.02.1951, Side 3

Fálkinn - 23.02.1951, Side 3
FÁLKINN 3 Þjóðleikhúsið: „Snædrottningin" Snædrottningin (Inga Þóröardóttir) og Karl (Valur Gústafsson). Ævintýraleikurinn „Snædrottning- in“, sem byggist á samnefndri sögu H. C. Andersens, hefir fengiö góðan byr við Þjóðleikhúsið. Er ekki nokk- ■ ur vafi á því, að fjöldi barna mun ciga eftir ánægjulega stund við sýn- ingar á lcikriti þessu. Leikritið „Snædrottningin" er gert af Eugene Schwarz, en uppistaðan er, eins og fyrr greinir, hið snjalla ævintýri H. C. Andersens. Bjarni Guðmundsson hefir snúið leikritinu á islensku. Leikstjóri er Hildur Kal- man. Hefir henni tekist vel, þvi að sýningin i lieild opnar ótal ævin- týraheima fyrir börnin. Leiktjöld Lárusar Ingólfssonar eru góð, og sömuleiðis búningar þeir, sem Nína Tryggvadóttir hefir gert. Má í þvi sambandi sérstaklega nefna kráku- búningana, en auk þess hvitabirn- ina, snædrottninguna o. fl. Leikendur eru margir og meðferð hlutverka góð, þótt margir nýliðar komi þarna fram. Sögumaðurinn (Jón Aðils) á vafalaust einn drýgst- an þátt í að skemmta börnunum, enda er vel á hlutverkinu haldið. Af öðrum stærri hlutverkum má nefna Helgu (Ragnhildi Steingrimsdóttur), Karl (Val Gústafsson), ráðgjafann (Lúðvík Hjaltason), ömmu (Reginu Þórðardóttur), Snædrottninguna (Ingu Þórðardóttur), hirðkrákurn- ar (Róbert Arnfinnsson og Þóru Borg), ræningaforingjann (Emiliu Jónasdóttur), Breddu (Friðrikku fíelga (Ragnhildur Steingrímsdóitir) og sögumaðurinn (Jón Aðils). Geirsdóttur), kóngsdótturina (önnu Stínu Þórarinsdóttur) og kóngsson- inn (Jóhann Pálsson). Það, scm helst mætti finna að barnasýningu þessari er orðbragðið, sem ræningjarnir og þá einkum Bredda litla notar. Það er fullmikill „kúrekastíll“ á því. FLESTIR NOTA\ FINGURNA. Hollenskur mannfræðingur liefir tekið sér fyrir hendur að rannsaka hvaða tæki mannkynið noti við að eta. Kemst hann að þeirri niður- stöðu að af hverjum liundrað manns eti 2G með prjónum, 16 nota hnif og gaffal og skeið, 21 notar eitthvað af þessum tækjum en ekki öll, en 37 eta með fingrunum. ENDURFUNDIR. Ada Babbs, þriggja barna móðir, vissi ekki betur en að maðtirinn hennar, Charles, hefði fallið í strið- inu, og Charles hafði verið sagt að konan hans hefði farist í einni loft- árásinni í London. Er þeim láandi þó að þau yrðu dálitið forviða er þau hittust á götu í London einn góðan veðurdag? Það kom á daginn að Charles haðf særst við Dun- querke og misst sjónina um stundar- sakir, en hafði nú fengið hana aft- ur. Húsið sem frú Babbs bjó i, hafði að visu orðið fyrir sprengju, en hún slapp jafngóð. Sigurður Sigurðsson, bóndi að Götuhúsum, Stokkseyri, verður 75 ára, 27. febr., og systir hans Sigurveig Sigurðardóttir, Stúfholti, Holtum, verður 75 ára 27. febr. Ýfst við „Ike“. — Þegar Eisen- hower yfirhershöfðingi kom til London í janúar gerðu komm- únistar miargvíslegar tilraunir til að lýsa vanfwknun sinni á heimsókninni. Líkt og í öðrum borgum sem hershöfðinginn heimsótti, gengu kommúnistar um göturnar með stór spjöld með áletrunum, að Eisenhower skyldi hypja sig heim sem bráð- ast. Það gerði hann vitanlega, eins og til stóð. En hann er korninn aftur, þó að komm- HALTU ÁFRAM MEÐ NÁMIÐ. Ungur stúdent sat í járnbrautar- lest til Cautaborgar og varð star- sýnt á unga dömu, sem á móti hon- um sat og var ljómandi falleg. Hann þorði ekki að ávarpa hana, en gat hins vegar ekki gleymt licnni, og setti þess vegna auglýsingu í citt Gauta- borgarblaðið: „Daman svartklædda með hvita klútinn um háslinn, sem sat í lestinni og prjónaði 2. jóladag og tók eftir að ungur stúdent gaf henni gætur, er beðin að senda bréf merkt XYZ“. Stúdentinn fékk ckk- ert bréf en i staðinn kom þessi aug- lýsing í baðinu: „Til stúdentsins i lestinni: Það vill svo til að daman, sem þér auglýsið eftir er konan min. Hugsið ekki meira um hana, en haldið áfram með námið.“ DÁNARTILKYNNING. Þjóðverjinn Herbert Mantschke, 2G ára, sem hefir átt lieima í Fúst- zell á ameríska hernámssvæðinu síðan 1945, fékk nýlega bréf frá Rauða krossinum, þess' efnis að hann liefði fallið á austurvigstöðv- unum árið 1943. í bréfinu er beðið um að tilkynna andlátsfregnina föð- ur Herberts, sem Rauði krossinn viti ekki hvar sé niðurkominn. únistum líki það miður. — Hér sjást lögregluþjónar vera að fást við nokkra kommúnista. Maria Montessori hinn frægi ítalski uppeldisfræðingur og höfundur hins svonefnda Mon- tessori-kerfis. W. Stuart Symin,gton fyrrver- andi flugvarnaráðlierra Banda- ríkjanna, núverandi öryggis- og birgðaráðherra Bandaríkjanna.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.