Fálkinn


Fálkinn - 09.03.1951, Blaðsíða 5

Fálkinn - 09.03.1951, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 < spyrnuvöllurinn og þá tekur við sjálft Stadion og turn þess liinn ofurhái blasir við beint á móti mér. Yfir knattspyrnuvöllinn sést betur hér úr glugganum en þótt maður sæti á áhorfendapöll- unum. En ekki hefi ég verið ókeypis áhorfandí að neinum knattspyrnuleik þar, því að völlurinn er ekki þesslegur núna, hann hefir verið rifinn upp og á að endurbæta hann í vor þannig að liann verði sem allra fullkomnastur 1952. Og yfrleitt ber allt á íþróttasvæðinu þess merki, að þarna er verið að lagfæra og endurbyggja. Mest kveður að stæklcun Stad- ions sjálfs, þ. e. áhorfendasvæð- isiní\. Ilinir hringmynduðu og mjög hækkandi áhorfendabekk- ir voru á steinsteypupalli og rúmuðu alls 50.000 manns. En nú má lieyra liamars- og axar- högg frá Stadion eins og þegar musteri Salómons var byggt, því að hringinn í kringum hið gamla Stadion er verið að reisa himinháa palla úr timbri, til þess að geta bætt við 20.000 á- liorfendaplássum. En þetta er gert til bráðabirgða; trépallarn- ir vcra teknir burt þegar Ólym- píuleikunum er lokið og þá stendur Stadion eins og þegar það var fullgert, árið 1938. En víðar er starfað á íþrótta- völlunum miklu. Æfingabraut- irnar er verið að stækka og við sundlaugina er verið að setja upp hitunartæki, svo að hægt verði að hita upp laugina, ef ekki verður heitt í veðri. Og nýi „Ólumpíubærinn“, sem hin- ir erlendu íþróttamenn eiga að búa í er að byrja að rísa af grunni. Hann stendur um 2l/> km. frá Stadion, eða nokkru nær en gamlli bærinn, sem liafði verið gerður fyrir leikina sem áttu að verða 1940, og fast við æfingavellina. Á myndinni sem hér fylgir yfir iþróttasvæðið, getur lesandinn séð afstöðu hans og annarra helstu staða til „lijarta Ólympíuleikanna“, stóra Stadions. Örskammt frá því eru aðrir æfingavellir nokkru minni, og rétt við þá er sund- laugin. En lengst til norðurs (vinstri) er skeiðvöllurinn. Hjól reiðabrautin er rétt við nýja Ól- tympíubæinn. Og loks sést neðst til hægri á hiyndinni sýningar- liöllin mikla, þar sem stærsta iðnsýning Finna hefir staðið yfir undanfarnar vikur. Hún er meðfram Mannerheimsvegi, rúmlega 200 metra löng, og þar verða liljómleikar og aðrar samkomur meðan á leikunum stendur. En auk þess fer þar fram grísk rómversk glíma, hnefaleikar, lyftingar og fim- leikar. -------Haustið 1939 höfðu Finnar hyggt Ólympíubæinn „gainla“. Þar voru 23 steinhús, sem gátu rúmað 3.200 íþrótta- menn og starfsmenn. En þegar séð var að ekkert yrði úr leik- unum þá, voru hús þessi seld eða leigð almenningi. Þarna stóð einnig hinn nýi verkfræð- ingaskóli Finna og átti að nota liann til gistingar líka. Hann var eyðilagður að mestu leyti en hefir verið byggður upp, og verður notaður til gistingar núna, ef á þarf að halda. En í „nýja bænumí' verða reist fimm- tán hús, 3.—\ hæða, með 2000 herbergjum alls og eiga 5000 manns að rúmast þar. Þar verður séð fyrir öilu sem gest- irnir þarfnast, þar verða sölu- búðir, rakarastofur, skósmíða- stofa, klæðskeri •— að ógleymd- um liinum frægu finnsku „sun- ar“-baðstofum, þar sem íþrótta- mennirnir geta fengið sér ósvik- ið finnskt bað. En fullgerðar verða þessar byggingar ekki fyrr en vorið 1952. Ýmsir finnskir íþróttamenn og íþróttafrömuðir, sem ég hefi átt tal við, eru á einu máli um það, að finnsk íþrótt sé ekki á eins liáu stigi og liún var fyrir styrjöldina, og þarf engan að undra. Finnar hafa átt erfiða daga undanfarin 11 ár, þeir liafa lifað við harðrétti þangað lil síðustu tvö árin og þeir hafa orð ið að leggja á sig mikið strit til að framfleyta sér og sínum'. Og í styrjöldunum tveim, misstu þeir fjölda ágætra iþróttamanna. Að vísu jná telja sennilegt að þeir menn mundu ekki geta unn ið afrek þó að þeir væri á lífi nú og tækju þátt í Ólympíu- leikunum 1952, en missir þeirra er eigi að síður stórtjón, sem finnsk íþrótt hefir beðið milc- inn hnekki við, því að hve miklu hefðu þessir menn ekki getað áorkað undanfarin ár með for- dæmi sínu handa þeim yngri og til þess að halda uppi liinum finnska „sisu“-anda, sem fyrir 40 árum gerði Finna að fræg- ustu íþróttaþjóð heimsins? I- þróttamenn heima minnast enn manna eins og Gunnars Höck- ert, sem varð sigurvegari á 5000 mctrum á Ólympiuleikunum í Berlín, glímumannsins Lauri Koskela, sem var Ólympíumeist- ari sama ár og Evrópumeistari margsinnis síðar, Veikko Tuo- minen, sem hljóp 10.000 m. á á 30.07.6 árið 1939. og þá minn- ast menn ekki síður vetrar-í- þróttamanna, svo sem Birgers Wasenius, heimsmeistarans á skautum 1939, sem féll í byrj- un vetrarstríðsins sama ár, skíðabeimsmeistaranna þriggja: Kalle Jalkanen, Pauli Pitkánen og Eino Olkinuora og Paavo Vierlo, sem varð heimsmeistari í skíðastökki 1941. Allir þessir menn og yfir 200 aðrir, sem lilutgengir voru á al- þjóðaíþróttamótum, létu lífið í styrjöldunum tveimur á árun- um 1939—’40 og 1941—’44. Finnar segja sjálfir, að þeir hafi aldrei átt jafnbetri íþrótta- menn og í fleiri greinum, en sumarið 1939. „Við erum ekki eins vel undirbúnir nú og þá var.“ segja þeir. En það má mikið gera á þeim tíma, sem enn er óliðinn til næstu Ólympíuleika. Og Finnar þjálfa af kappi. Þeir eru íþrótta- þjóð og hafa úr miklu að velja þegar þeir fara að „sigta úr“ öllum hinum ungu mönnum, sem ekki eru komnir á hátind- inn. Marga vantar ekki ngma herslumuninn, en þeim herslu- mun er hægt að ná á einu ári. Og enginn sem þekkir Finna að nokkru ráði, efast um að þeir láti ekki sitt eftir liggja lil að gera það. Helsingfors, í okt. 1950. Skúli Skúlason. ö,J Oiympic viiloge New Oiympic vitáGtye Tí'oiníng n||p Grounei Jfff VeÍQdföme Troining Grouod Swimming Sfatíium Eqyrsifian Sfaíiiem Tötheceníre oí Heísinkí 1S kn>- Oíympíc Sfatíiíím f-ootboll Grouncís FxhtbiConHal! Útsýn yfir Ólympíuleiksvœðiö i Helsingfors. Til vinslri Skeiövöllur (Equestrian Stadium) og æfinga- vellir (Training Gronnd). í miðiÖ taliö aÖ neðan og upp úr): Knattspyrniwöllur, Stóra Stadion, sund- laugin (Swimming St.), lijólreiðabraiit (Velodrome) og nýi og gamli Ólympíubærinn. Neðst til hægri er sýningarhöllin (Exhibition Hall).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.