Fálkinn


Fálkinn - 09.03.1951, Blaðsíða 8

Fálkinn - 09.03.1951, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Hartvigsen skrifstofustjóri kom stundvíslega klulckan 9 á skrif- stofu Fidias-tryggingafélagsins. Hann gekk þungum virðulegum skrefum gegnum aðalskrifstof- una, leit lauslega yfir starfs- fólkið, eins og til að aðgæta, hvort það hefðist nokkuð að, og livarf síðan inn i einkaskrifstofu sína. Skrifstofustjórinn liafði þrjá um sjötugt og meginstolt hans var að geta enn, á þessum aldri, staðið í stöðu sinni. Hann stjórnaði eins og sá sem valdið hefir, enda var viðkvæði for- stjórans oft: ,„Já, liann Hart- vigsen er sannarlega ern og brattur. Það er aðdáanlegt af manni á hans aldri. Ekki virtist ncma eðlilegt að menn á átt- ræðisaldri ynnu sér hvíldar, en Ilartvigsen situr við sinn keip, uns yfir lýkur. Hann Ieysir starf sitt óaðfinnanlega af höndum, og meðan svo er stendur mér á sama um aldursvottorð lians.“ En skrifstofufólkið lijá Hart- vigsen gamla leit öðrum augum á málið. Andersen fulltrúi, en hann var bláskínandi barnakarl, sagði einhverju sinni við Lind- steen bókara: „Skyldi karlsauð- urinn annars aldrei ætla að láta af störfum. Eftirlaunin á hann þó vís. En hann þráast við af einskærri meinfýsni, Hann ann engum öðrum upphefðarinnar.“ „Nei, hann er vís til að verða hér til eilífðar,“ muldraði bók- arinn. „Og á meðan fröken Frederiksen er lians önnur hönd er honum borgið. Hún er einka- ritari lians og vinnur í raun og veru öll hans störf. Eg er sann- færður um, að hann hefir oft og tíðum engan grun um, livað það er, sem liann er að skrifa undir. — Nei, það eina sem karlinn getur, er að nöldra og skammast, ef svo 'ber við, að einhver kemur tveim mínútum of seint á skrifstofuna — það getur hann án aðstoðar.“ Fröken Frederiksen sat við borð sitt skammt frá og heyrði samræðurnar. Hún var kona um fertugt, grannvaxin, með hvassa andlitsdrætti en þó viðfelldna. Bar hornspangargleraugu. Hún var hægri hönd skrifstofustjór- ans, og afköst hennar voru mik- il. Nú brosti hún eilítið, er hún heyrði samræðurnar. Að sjálf- sögðu var henni vel ljóst hversu i’íkan þátt hún átti í störfum Hartvigsens. Hann var orðinn gamall, því varð ekki neitað, og farinn var hann að hrörna andlega nokkuð til muna. En frökenin var honum stoð og stytta. Og enda þótt henni væri það fyllilega ljóst, að starf sitt leysti hún af höndum fyrst og fremst til þess að sjá sjálfri sér farborða, har liún þó vissar til- finningar í brjósti gagnvart hin- um aldraða skrifstofustjóra lík- ar því, sem verið hefði liann faðir hennar. Hin mikla lilut- deild liennar í stöðu lians var sjálfsþótta hennar einnig mikill styrkur. Lindsteen hefir jafnvel enn meira til síns máls en liann grunar, hugsaði hún með sjálfri sér og Iirosti við. Stundum veit gamli maðurinn varla fyrir víst hvað það er, sem liann skrifar undir. Honum hefir farið mik- ið aftur með það upp á síðkast- ið. Én það væri synd, vegna hans, ef hann væri neyddur til að láta af starfi. Hann gengur að því af lífi og sál, og enn sem komið er hefir tekist að hreiða yfir það, sem áfátt var. „Fröken Frederiksen, viljið þér koma rétt sem snöggvast,“ heyrðist kallað úr dyrum skrif- stofustjórans. Heyrðirðu nokkuð, Andersen?“ hvíslaði Lindsteen. „Nú hefir liann rekist á eitthvað, sem liann botnar ekkert. í.“ „Fáið yður sæti, fröken Frede- riksen,“ sagði skrifstofustjór- inn. „Viljið þér líta aðeins á þessi hlöð, ég get elcki almenni- lega fengið hotn í þeim.“ Hann rétti skjalabunka að fröken Fredriksen, liún laut yf- ir pappirana og bar saman nokkrar lokatölur. „Einhver skekkja lilýtur að hafa komist inn í þetta,“ sagði hún. „Er einhver skekkja þarna?“ sagði Hartvigsen og rýndi í töl- urnar án skilnings. „Eg þóttist fara vandlega yfir þetta. Hvern ig getur legið í þessu?“ „Það er samlagningarskekkja á fylgiskjali auðkenndu með C,“ sagði fröken Frederiksen í kaupsýslunartón. „Reikningur- inn er auðkenndur með 0, það er sem sé Olsen, sem ber ábyrgð á því.“ „Rétt einu sinni,“ livæsti skrif stofustjórinn. „Það er alltaf sama sagan með hann.“ „Það þyrfti að fela einliverj- um öðrum að leiðrétta þessa reikninga,“ mælti fröken Frede riksen. „Olsen er auli,“ sagði skrif- stofustjórinn. „Geti hann ekki gert svona lítið skammlaust, er hann varla fær um annað. Það er lítill ávinningur fyrir félagið að liafa slíkan mann í þjónustu sinni.“ „Olsen er orðinn nokkuð við aldur,“ sagði fröken Frederik- sen. „Það er engin afsökun,“ sagði skrifstofustjórinn geððvonsku- lega. „Eg er sjálfur orðinn gam- all maður og veit ekki annað en ég standi i minni stöðu. Við verðum að hafa hagsmuni fé- lagsins í liuga. Forstjórinn hefir oftar en einu sinni haft á orði, að liann myndi fækka stai’fs- fólkinu. Eg hefi oft aðvarað Olsen, og nú er mælirinn full- ur.“ „Hvað eigið þér við?“ spurði fröken Frederiksen og leit á hann um leið. „Hann verður að fara,“ sagði skrifstofustjórinn. „Geti hann ekki unnið starf sitt skamm- laust, verður liann að fara. Eg hefi fremur fengið orð fyrir að hafa stjórn á mínu starfsfólki. Sé slakað á taumlialdinu, fer allt norður og niður. Viljið þér hiðja Olsen að koma hingað inn.“ Fröken Ftederiksen reis þegj- andi á fætur og kallaði á 01- sen. Hann var gamall bókari, orðinn lolinn af löngum kyrr- setum. Hann gekk óstyrkum skrefum, fullur lotningar, inn í einskaskrifstofuna. Það glitti í örlitla svitadropa á hrukkóttu enni hans. „01sen,“ mælti skrifstofustjór inn. „Eg ætlaði einungis að láta yður vita að þetta getur ekki gengið lengur. Nú liafið þér einu sinni enn gert skissu í þýðingarmiklu atriði. Þér verð- ið að fara.“ „Fara,“ endurtók Olsen og hörfaði eitt sltref. „Já,“ sagði skrifstofustjórinn. „En þar sem þér liafið verið svo lengi í þjónustu félagsins vildi ég síður þurfa að gefa yður skriflega uppsögn. Eg ráð- legg yður því að sækja sjálfur um lausn frá störfum, það lit- ur betur út — nú, auðvitað fáið þér svo eftirlaunin.“ „Þetta .... þetta hljóta að vera gamanyrði hjá skrifstofu- stjóranum,“ mælti hókarinn stamandi röddu. „Eg er ekki orðinn nema sextiu og tveggja ennþá, og ég finn ekki betur en ég eigi hægt með að stunda þetta starf um nokkur ár enn. Það eru aðeins reikningsskilin sem ég á dálítið örðugt með.“ „Eg leiði hjá mér að rökræða málið við yður, 01sen,“ mælti skrifstofustjórinn. „Skylda mín er að tilkynna yður, að þér leys- ið starf yðar ekki lengur við- unanlega af liöndum. Ef þér sækið ekki sjálfur um lausn frá störfum, verð ég að leggja lil við stjórnina að yður verði sagt upp.“ „Herra skrifstofustjóri minn- ist þess, að ég þarf að sjá fjöl- skyldu minni farborða,“ sagði gamli bókarinn í bænarrómi. Hvernig myndum við geta lifað af eftirlaunum mínum? Yngsti sonur minn er við- nám, og við höfum orðið að ganga nærri okkur svo að hann gæti haldið áfram. Verði mér sagt upp, neyðist hann til að hætta, og þá er öllu, sem við höfum lagt í sölurnar fyrir hann, til einsk- is varið. Eg skal gera mitt besta til þess að .... Hartvigsen skrifstofustjóri lyfti beinaberri liendinni lítið eitt. Kuldi stóð af svip hans. eins og honuin þættu athugasemdir 01- sens óþai’far. „Þetta eru allt saman einka- mál yðar, 01sen,“ sagði hann. „Fyrirtækið getur aðeins tekið tillit til starfshæfni yðar, en liitt, hvernig yður muni reiða af fjárhagslega í framíðinni, eru óviðkomandi lilutir. Eg hefi sýnt yður fyllstu þolinmæði, Olsen, ég liefi oft aðvarað yður áður. Eg tel, að framkoma mín gagn- vart yður hafi verið rétt í fyllsta máta. Mér þykir mjög fyrir þvi, en þér verðið að fara, annars er ekki kostur. Hagsmunir fyr- irtækisins liljóta að ganga fyr- ir liagsmunum einstakra starfs- manna þessv“ Eitt andartak leit helst út fyrir, að Olsen mundi grípa til einhvers örþrifaráðs. Hann var fölur í andliti, drættir kring- um munninn, hann kreppti og opnaði hnefana á víxl nokkr- um sinnum. Fröken Frederiks- sen skelfdist við þá tilhugsun, að hann kynni að gera annað ERIK HASSIN: Hann lá á því-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.