Fálkinn


Fálkinn - 09.03.1951, Blaðsíða 13

Fálkinn - 09.03.1951, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 dottið í hug, en þetta var sumarið 1932, þegar England varð að líða fyrir þau þriðja flokks höfuð, sem stjórnað höfðu síðan í stríðslok, og varð nú að horfast í augu við þá staðreynd, að jafnvel ekki heil þjóð, getur endalaust lifað um efni fram til þess að halda vissum stjórn- málaflokki við ríkisstjórn. Og atvinnu var ó- mögulegt að fá. Svo að Johnnie varð að grípa til sinna eigin áforma. Hann hafði sett sig í samband við Beaky Thwaite. Beaky hafði fallist á að leggja pen- ingana til, tjáði Johnnie Linu hrifinn. Og þeir ætluðu að græða stórfé í sameiningu. Linu fannst fyrirætlunin skynsamleg, en hún áleit ekki að hún myndi gefa neinar gíf- urlegar fúlgur í aðra hönd. Johnnie hafði, í stuttu máli sagt, komið auga á þá staðreynd, að í þessum heimi hrynj- andi verðlags, varð verðhrunið tilfinnanlegast þegar það kom niður á þeim verðmætum, sem öllu öðru fremur áttu að vera ónæm fyrir verðsveiflum. Þessi verðmæti voru fasteignir og jarðir. „Það verkar þannig kisumunnur," útskýrði hann áhugafullur, „þegar pundið fellur, skil- urðu, þá fellur það. Það tapar verðgildi sínu. Hundrað pund í seðlum, eða hundrað pund í hlutabréfum og verðbréfum, gilda aldrei fram- ar hundrað pund. Þau eru um sjötíu punda virði. Þú skilur þetta, er það ekki?“ „Jú, auðvitað," sagði Lina, er ekki slcildi baun. „Það er sökum þess að peningar eru alls ekki raunverulegir peningar. Eg á við, að pen- ingar eru ekki auður. Þeir eru bara það, sem þú lætur í skiptum fyrir verðmæti. Verðmætin byggjast á einhverju varanlegu, einhverju sem hefir notagildi, einhverju, sem hægt er að kaupa og selja. Og, fjandinn hafi það,“ sagði Johnnie með sigurbros á vör, „það er ekkert, sem er verðmætara en jarðir, heldurðu það? Eg á við, þú skilur?“ „Ah-já,“ sagði Lina, er nú skildi baun. „Enginn vill jarðir. Jarðir eru óseljanlegar með öllu eins og nú er ástatt. Og afleiðingin er sú, að jarðeignir hafa fallið meira í verði en nokkuð annað. Jæja, þetta liggur allt saman ljóst fyrir. Kaupum jarðir — og peningar okk- ar munu tvöfaldast innan eins árs. Skilurðu nú?“ „Já, elskan. En heldurðu að peningarnir tvö- faldist innan eins árs?“ „Hjartað mitt, ég er alltaf að segja þér, að svo muni fara.“ „Heldurðu að verð húsanna hækki líka um helming á einu ári?“ spurði Lina. „Tja, það veit ég elcki. Við ætlum aðallega að hugsa um lóðir og byggðasvæði." „Byggðasvæði?“ „Já, ég veit um ágætar lóðir í Bournemouth, sem voru boðnar fyrir tólf þúsund í fyrra. Við fáum þær fyrir sjö þúsund. Og um þetta leyti næsta ár, seljum við svo aftur fyrir fimm- tán!“ „Þetta hljómar nógu laglega." „Hversu mikla peninga leggur herra Thwa- ite fram?“ spurði Lina þegar Johnnie hafði rökstutt mál sitt einu sinni enn og hún hafði fallist á röksemdir hans. „Tólf þúsund. Og tólf þúsund munu gefa önnur tólf þúsund í ágóða, svo að það verða sex þúsund á mann.“ „Heldurðu það?“ „Já, en svo er annað. Beaky fékk veður af því, að pundin muni hrynja og á æðri stöðum var honum gefið í skyn, til hvaða varúðarráð- stafana væri heppilegast að grípa. Þess vegna seldi hann hlutabréf, sem hljóðuðu upp á tólf þúsund pund, sendi peningana yfir til New York og lét skipta þeim fyrir doliara. Auðvitað svo að lítið bar á. Enginn hefir hugmynd um þetta nema ég og hann. Peningarnir eru í banka þar. Annar hvor okkar verður að fara þangað til þess að ná í þá og koma þeim heim aftur, annað hvort í mynt eða handhafaverð- bréfum, svo að slóðin verði ekki rakin.“ „Af hverju má ekki rekja slóðina?“ „Tja, ég er hræddur um að betra sé að reyna að forðast það,“ sagði Johnnie með semingi. „1 sannleika sagt, þá er Beaky dálít- ið smeykur. Heldur að hann geti komist í vandræði út af því að hafa sent peningana úr landi. En það skoplega við þetta allt saman er það, að Beaky gerði það, sem honum var ráð- lagt, en hann hefir ekki hugmynd um hvers vegna honum var ráðlagt þetta. Beaky hefir alltaf verið dálítið skrítinn, en hann er svo rík- ur, að það gerir ekkert til. Hann hefir ekki gert sér grein fyrir því, að tólf þúsund pundin hans, sem hann hefir breytt í dollara, munu verða fimmtán þúsund pund þegar hann skipt- ir þeim í pund aftur, vegna þess, að á meðan hefir gengið lækkað. Hann heldur samt að þetta verði aðeins tólf þúsund. Og,“ sagði Johnnie, og réð sér ekki fyrir fögnuði, „ég læt hann gefa mér ávísun fyrir allri fúlgunni í dollurum, og svo fer ég yfir til New York til þess að fá hana greidda, og hann býst að- eiris við sínum tólf þúsund pundum, og svo skal ég gefa þér nýjan hatt þegar ég kem aftur, litli, snotri kisumunnurinn minn.“ „Bíddu augnablik," sagði Lina ofurlítið undr- andi. „Eg fylgist ekki rétt vel með. Þú ætlar að koma með fimmtán þúsund til baka, og láta herra Thwaite aðeins hafa tólf? Þú átt tæplega við það, er það?“ „Umboðslaun," svaraði Johnnie um hæl. „Alltaf gert. Þú skilur þessa hluti ekki, ástin mín.“ „Mér skilst að þú ætlir að hafa þrjú þúsund pund af herra Thwaite, Johnnie, og þú mátt alls ekki aðhafast neitt í þá átt. Þú verður að afhenda honum fimmtán þúsund pundin hans, og ekki penny minna. Þið græðið sex þúsund pund hvort eð er.“ „Jæja, þá, kisumunnur," sagði Johnnie með uppgjafartón. „Það verður víst þá svo að vera, fyrst þú endilega vilt. Eg var bölvað fífl að segja þér frá þessu.“ Johnnie fór til New York. Og Lina, er hafði verið fastákveðin í því, að eyða annarri vikunni, sem Johnnie væri fjarverandi, með Ronald, breytti ákvörðun sinni á síðustu stundu og komst að þeirri nið- urstöðu, að það væri í alla staði óréttlátt gegn- vart Johnnie. — Henni þótti þetta léiðinlegt vegna Ronalds, er varð þarna fyrir miklum vonbrigðum. Það var í september að Lina fann vasabók- ina. Síðan Johnnie kom heim frá Ameriku, voru liðnar þrjár vikur. Hann hafði verið mik- ið að heiman, sökum hins nýja atvinnurekst- urs síns. — Morgun nokkurn þegar Johnnie hafði kvatt og haldið til Bournemouth, einu sinni enn, komst Lina loksins að þeirri niður- stöðu, að það væri kominn tími til þess að fara að taka til þá hluti, sem hún ætlaði að gefa á góðgerðarhlutaveltuna. Hún hafði lofað að- stoðarprestinum nokkrum gömlum flíkum af þeim hjónunum, en hafði .trassað dag frá degi að taka þau til. Áður en áform hennar, sem hafði verið vakið til lífsins með betlibréfi frá aðstaðarprestinum þá um morguninn, skyldi gufa upp, þá fór hún upp á loft, strax og hún hafði lokið við að gefa matreiðslukonunni fyrirmæli sín um matseldina fyrir daginn. Að svo búnu fór hún inn í búningsherbergi Johnnie. Hann hafði sagt henni hvað af hans fötum mætti taka. Hún tók þau frá, bætti þeim í hrúguna og leit siðan inn í fataskáp Johnn- ies. Hún ályktaði svo að Johnnie mætti vel missa gömul, brúnleit föt, sem hún hafði aldrei verið sérlega hrifin af og hún var viss um að Johnnie hafði ekki notað í rúmlega tvö ár, að minnsta kosti. Hún tók þau af herðatrénu og leitaði í vösunum. 1 brjóstvasanum var gamall vasaklútur, en þess utan ekkert annað en lítil, svört vasabók í einum vestisvasanum. Lina opnaði hana kæruleysislega til þess að ganga úr skugga um hvort heldur hún ætti að fleygja henni eða leggja hana til hliðar. Flestar síð- urnar voru auðar, en nokkrar þær fremstu voru útskrifaðar með blýanti, með rithönd Johnnies. Yfir fyrstu síðuna stóð þetta: „Æða- kölkun.“ Forvitni Linu var vakin. Æðakölk- un var sjúkdómur sá, sem verið hafði bana- mein föður hennar. Æðakölkun ásamt liðagigt á byrjunarstigi. Hún las áfram. Allt til þessa voru minnisgreinarnar út- drættir, sem skrifaðir höfðu verið upp úr ein- hverju læknatímariti eða lækningabók. Hin- ar fáu línur, sem á eftir fyldu, virtust vera athugasemdir, sem Johnnie hefði smátt og smátt bætt við frá eigin brjósti. Þrennt, sem er hættulegt — of mikið að borða, of mikið að drekka, og mikil áreynsla. Hlaupa upp stiga eftir mat? Portvín. Ha, ha! Cecil? Hvað um gamla daga í liðsforingjaskál- anum? Geðshræring. Lausnin fundin! Þriggja stóla þrautin. Ha, ha! Reyni það, að minnsta kosti. Undrun hennar óx við það að fletta blaðsíð- unum á nýjan leik. Hvers vegna skyldi Johnn- ie hafa gert sér það ómak, að fara að kynna sér þessa sjúkdóma eftir að faðir hennar and- aðist. Henni var einkennilega innanbrjósts. Það var eitthvað næstum því óhugnanlegt við þessi tvö „ha, ha!“ í þessu sambandi. Það var engu líkara en Johnnie hefði fagnað yfir dauða föður hennar. Atvikin voru ennþá ljós- lifandi fyrir hugskotssjónum hennar. Dauða McLaidlaw hershöfðingja hafði borið brátt að, á jólakvöldið, á meðan karlmennirnir voru enn í borðstofunni. Á meðan á máltíðinni stóð hafði hann virtst vera við bestu líðan, og hafði neytt venjulegrar jólamáltíðar, og eins og venjulega, ef til vill heldur í rösklegra lagi. Neðan úr kjallaranum hafði verið borin fram óvenjulega góð sherry-tegund og enn sjald- gæfari tegund af úrvals-Rínarvini. Hershöfð- inginn hafði fyllilega neytt síns hluta af hvorttveggju. Læknirinn hafði ekki verið í neinum vafa um dánarorsökina. Hann hafði ekki lýst skoð- un sinni yfir með sterkum orðum við fjölskyld- una, en kjarni hennar var sá, að hershöfðing- inn hefði drukkið alltof mikið. Læknirinn hafði verið talsvert undrandi, ekki yfir því að hershöfðinginn skyldi hafa drukkið fjögur glös af portvíni, heldur yfir áhrifum þeim, sem hann hafði orðið fyrir af þeim sökum. Johnnie hafði verið ákaflega taugaóstyrkur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.