Fálkinn


Fálkinn - 06.04.1951, Blaðsíða 12

Fálkinn - 06.04.1951, Blaðsíða 12
12 F Á L K IN N i------------------------------- Nr. 25. Örlagaríkt hjónaband Spennandi framhaldssaga. --------------------------------1 „Johnnie, ég sagði það aldrei eða gaf í skyn. Þú veist livers konar hjálfi Beaky er. Hann misskildi mig gjörsamlega. Allt og sumt sem ég sagði, var það, að það væri ekki drengilegt af honum að láta þig ein- an hera alla áhyrgðina; hann ætti líka að hera ábyrgð á ákvörðunum ykkar. Þetta er það sem ég sagði.“ „Ertu viss?“ „Auðvitað. Þú veist hvers konar bjálfi Beaky er.“ Johnnie glotti. „Allt í lagi. Fyrirgefðu að ég æsti þig upp, ljúfan mín. Eg hélt að þú hefðir fengið þá flugu í höfuðið að ég hcfði í hyggju að féfletta liann, eða eitt- hvað þess konar rugl. Kysstu mig!“ „Ástin mín!“ sagði Lina. „Og komdu nú niður. Yið verðum að fara að borða.“ Um nokkurn tíma á eftir varð henni það ekki fullljóst að það var einmitt þetta, sem hún hafði imyndað sér — og ímyndaði sér enn. XVI. KAPÍTULI. Staða Aysgarths-hjónanna í félagslífi liéraðsins var ákaflega athyglisverð, og sér- kennileg fyrir þá umbrotatíma, sem þau lifðu. Þar sem Johnnie var í ætt við flestar gömlu fjölskyldurnar, sem bjuggu í Dorset- shire, þá voru þau Lina og liann í nánu vináttusambandi (að svo miklu leyti sem vináttusamhand getur átt sér stað við gaml- ar fjölskyldur), við fólk, sem alls ekki hleypti Lady Fortnum inn fyrir sínar dyr. En á liinn bóginn litu Lady Fortnum, og hennar líkar, sem nóg var til af í byggðar- laginu, eindregið niður á Johnnie sem stand andi þeim langtum neðar í virðingarstiga þjóðfélagsins, sökum þess að hann stund- aði vinnu sér til lífsviðurværis. Þau voru stamt sem áður af og til boðin til Whinny þó ekki væri nema af illri nauðsyn. Og það var heldur ekki nema af illri nuðsyn að þau þáðu lieimboðin þangað. Þegar þess vegna Lady Fortnum var í vandræðum með herra til þess að hafa með sér á dansleik, sem hún hélt að Poole, þá hikaði hún ekki andartak við að hringja Beaky upp, en liann hafði hún liitt aðeins tvisvar sinnum áður, og bjóða lionum í gleðskapinn án þess að láta sér til hugar koma að bjóða gestgjöfum hans einnig meðv „Nú dámar mér,“ tautaði herra Thwaite þegar liann kom frá símanum í mikilli geðshræringu. „Þetta er eitthvað skrítið. Ila? Eg meina, littu á, gamli refur, hvern fjandann á ég að gera? Ha?“ Hann út- skýrði síðan vandamálið. „Hugguleg ósvifni,“ sagði Johnnie glott- andi. „Og liverju svaraðir þú?“ „Eyddi þvi öllu, gamli refur! Eg meina, ég var hvorki hrár eða soðinn. Ha? Sagð- ist þurfa að athuga hvort þú værir nokk- uð upptelcinn. Eg meina — jæja, ég hirði ekkert um hana! Ha? Líttu á, hún biður í símanum. Hvað á ég að segja?“ „Farðu ef þig langar, Beaky,“ sagði Lina. „Farðu ekki ef þig langar ekkert. Lang- ar þig?“ „Oh, taktu þessu með ró. Eg meina .. Guð minn góður! Jæja, þegar allt kemur lil alls, þá býst ég við að dansleikur sé þó alltaf dansleikur, er það ekki? En lítið þið á, ég meina, ef liún hefir ekki þá liátt- vísi til að hera að bjóða ykkur líka .... Jæja, fari það til fjandans!“ „Þú skalt fara, Beaky,“ ráðlagði Lina. Og Beaky fór. „Eg held að þetta sé nú hámark ósvífn- innar, jafnvel þótt tekið sé tillit til þess að Lady Fortnum á í hlut,“ sagði Lina, en þó án allrar gremju. Að hún sagði þetta gremjulaust var þeirri staðreynd að þakka, að nú gæti liún eitt einu kvöldi án þess að Beaky væri að sníglast um húsið og það var vissulega léttir. Um kvöldið sagði liún varfærnislega við Johnnie. „Jolmnie, mig langar síst til að blanda mér í þín einkamál, en þurfum við í raun- inni að hafa Beaky hér í langan, langan tíma ennþá?“ Johnnie glotti framan í liana. „Ertu far- in að þreytast dálítið ?‘ Já. Hann er svo leiðinlegui\“ „Eg er líka farinn að þreytast á honum. Við verðum bráðum laus við hann.“ „Fýrir fullt og allt?“ „Eg vona það.“ „Þú getur stjórnað viðskiptunum án hans hjálpar?“ „Já, það veit Drottinn, já,“ sagði Johnn- ie. „Þetta hefir í raun og veru allt farið út um þúfur,“ bætti hann svo kæruleysis- lega við. „Hvað, hugmyndin um jarðakaupin?“ „Já. Jarðarverðið liefir hækkað. Yið gæt- um ekki grætt nógu mikið. Segðu samt ekki Beaky frá því,“ bætti liann hvat- lega við. „Af hverju ekki?“ „Eg vil segja lionum það sjálfur, bréf- lega, þegar ég slæ botninn í þetta allt saman.“ „Af hverju elcki að segja lionum það áður en liann fer?“ „Jah, ég veit ekki. Honum myndi detta í hug að spyi'ja fjölda heimskulegra spurn- inga. Það væri auðveldara að segja lion- um það bréflega.“ Linu fannst hjartað í sér síga lítils hátt- ar. Johnnie liafði talað alltof, alltof gá- leysislega. Hún hugsaði með sér: Hér er ekki hreint mjöl í pokanum, drengur minn. Eins og til þess að segja eitthvað, spurði hún: „En hvað verður gert við peningana?“ „Peningana?“ Johnnie setti upp sinn sakleysislegasta undrunarsvip. „Fimmtán þúsundirnar, sem þú komst með frá Ameríku?" „Já það:! Eg býst við að Beaky ráðstafi þeim á einhvern annan hátt. Eg veit ekk- ert um hvernig.“ „Ilefir hann peningana núna undir höndum, eða hefir þú þá?“ „Hann hefir þá. Þú ert afskaplega for- vitin í kvöld.“ Lina þvingaði sjálfa sig til þess að hlæja: „Er ég? Það er þá óviljandi. Eg liugsa að það sé af því að mig langar svo til þess að tala við þig fyrst við eigum eitt kvöld, á öllum þessum tíma út af fyrir okkur.“ „Jæja, við skulum ekki vera að tala um þessi viðskipti okkar Beakys. Þau fara í taugarnar á mér. Og vitanlega hefi ég orð- ið fyrir miklum vonlbrigðum í sambandi við þau.“ En Jolinnie leit alls ekki út fyrir að vera neit niðurbeygður, enda þóttt liann reyndi greinilega að láta líta svo út. Lina duldi ótta sinn og hugsaði með sér: Jolmnie hefir telcið ákvörðun um að kom- ast yfir þessi fimmtán þúsund á einhvern hátt. Eg er handviss um það. Hrollur og kvíði náðu skyndilega tök- um á lienni. Sjúkdómuur Johnnie hafði tekið sig upp aftur. 2. kap. En liún hafði enga sönnun fyrir því að sjúkdómur Jolmnies hefði tekið sig upp aftur. Þvert á móti; Johnnie hafði sagt satt. Ekki hefði Lina trúað því eitt einasta augnahlik að þessi margnefndu fimmtán þúsund væru í vörslum Beakys. Lina hafði hulið spurningu sína þessu viðvíkjandi, eins miklum reykjarmekki og og mögulegt var, enda þótt henni stæði al- veg á sama hvað Johnnie myndi segja ef liann kæmist að því að liún liefði verið að grennslast eftir þessu, og veiddi það upp úr Beaky morguninn eftir að peningarnir voru virkilega í lians vörslum. Þeir voru í banka einum í París og liöfðu verið lagð- ir inn á reikning undir dulnefni. „Af hverju þarftu að fara svona leynt með þá?“ spurði Lina áliyggjufull. „Guð minn góður, það liefi ég ekki hug- mynd um. Spurðu gamla refinn. Lögin aftur, eða einhver ósómi annar.“ „Johnnie hlýtur að vita það, auðvitað,“ sagði Lina i flýti og gerði sitt besta til þess að þelta samal þyrfti ekki að endur- takast. „Ráðlagði hann að fara með leynd?“ „Fremur en ekki. Miklu meira gaman, ha? Vil ekki láta rekast í þessu, fram og aftur, eh? Eg meina, lia?“ ,Nei, vitanlega kærir þú þig ekki um það,“ sagði Lina glaðlega. En samtalið hafði ekki róað liuga hennar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.