Fálkinn - 01.06.1951, Blaðsíða 8
8
FÁLKINN
Sönn saga um 18 ára pilt frá
Norður-Karólínu, sem komm-
únistar tóku til fanga í Kóreu.
Pilturinn, sem heitir Robert
L. Sharpe, segir sjálfur frá:
VIST MlN sem fangi Norður-
Kóreumanna var á engan
hátt frábrugðin vist hundr-
uða annarra. Eg varð aðeins
Iþeirrar dýrðar aðnjótandi að
komast heim aftur.
Við komum til Kóreu 4. júlí
síðastliðinn til ,,lögregluaðgerða“.
Á hálfum mánuði var herdeild
okkar sundrað, flestir hermenn-
irnir drepnir eða særðir og ég á-
samt fleirum teknir til fanga. Eg
fór óvopnaður í land í Kóreu, en
þegar til átaka kom, var tilfinn-
anlegur skortur á vopnfærum
mönnum, svo að við úr hjúkrun-
arliðinu máluðum yfir krossana á
hvort nokkur okkar væri á lífi.
Þeir ráku byssustigi gegnum
suma en slógu aðra með byssu-
skeftunum.
En einhvern veginn slapp ég. Eg
var blóði drifinn, þar sem ég hafði
fengist dálítið við að hlynna að
hinum særðu. Sennilega hafa þeir
talið mig dauðan, því að þeir tóku
skotbeltið af mér. Einn hermann-
anna tók af mér stígvélin og varð
ég að vera skólaus, þangað til ég
var frelsaður úr klóm Norður-
Kóreumanna. Þá hafði ég gengið
um 400 mílur.
Það var hræðilegt að liggja
þarna meðal dáinna og deyjandi
félaga minna. Eg gróf andlitið nið-
ur í aurinn og lá kyrr til sólset-
urs. Þá fór ég að skimast um til
þess að athuga hvort nokkur
annar væri á lífi. Eg fann aðeins
þrjá. Við fengum okkur vatns-
sopa og drógum okkur síðan inn
seta og taldi ég hann engu meiri
en MacArthur.
Á leiðinni til Taejon varð mér
hugsað til allra félaga minna, sem
fallnir voru. Eg hafði séð marga
þeirra deyja í höndum mér. Og
nú styttist óðum órunnið æviskeið
mitt. Fyrir 18 ára pilt eru það ekki
gleðileg tíðindi.
Eg var settur í fangabúðir í
Taejon. Þar voru um 70 Banda-
ríkjamenn, þar af 25 særðir. Þeir
höfðu enga aðhlynningu læknis
fengið. Eg reif föt niður í sára-
bindi og gerði það sem ég gat til
hjálpar. Mat fengum við lítinn.
Þrjá rísbolta á dag, hvern á stærð
við golfkúlu og álíka bragðgóðan.
Verðirnir voru ruddalegir, en
meðferð þeirra var hátíð hjá því,
sem við fengum síðar.
Meðan ég dvaldist þar kynntist
ég Edward Slayden, óbreyttum
hermanni frá Quincy í Illinois.
Guð bjargaði lífí mínu
hjálmum okkar og tókum okkur
vopn í hönd.
Herflokkur minn missti um
þriðjung mannaflans við tilraun,
sem ger'ð var til þess að losa her-
deild nokkra úr herkví. Við, sem
undan komumst í svipinn, vorum
á leið til bækistöðvanna ásamt
herdeildinni, sem bjargað var úr
herkvínni, þegar orrustur bloss-
uðu upp á ný. Við vorum sendir
út í eldinn aftur við Kum-fljótið.
Bardagarnir þarna voru hræði-
legir og örlagaríkir. Þegar okkur
var skipað að hörfa, varð einn úr
hjúkrunarliðinu eftir hjá hinum
særðu og presturinn vildi heldur
ekki yfirgefa þá. Hjúkrunarliðinn
fékk byssusting gegnum hálsinn,
er hann var að stumra yfir særð-
um manni. Presturinn var rekinn
í gegn með byssusting, er hann
var á hnjánum við hlið deyjandi
manns.
Við, sem eftir vorum, — fimm-
tán alls — töldum að við yrðum
að halda suður til þess að sam-
einast aðalhernum. Það var rúm-
lega 25 km. leið um blautar rís-
ekrur. Drullan var sums staðar
hnédjúp.
Þegar við komum í gil eitt,
höfðu hermenn kommúnista þeg-
ar komið sér fyrir á hæðunum í
kring. Þeir hófu strax skothríð.
Dagar okkar virtust taldir. Eg
kastaði mér á grúfu niður í drull-
una og lét sem ég væri dauður.
Þegar skothríðin hætti, komu
Norður-Kóreumennirnir niður úr
hæðunum til þess að athuga,
á milli hæðanna til þess að fela
okkur.
Við vorum matarlausir. Við
reyndum gras, en urðum veikir af
því. 1 fjóra daga lágum við í fel-
um. Við lásum mikið í Biblíunni
og báðum mikið og gerði það okk-
ur hughægra.
Á f jórða degi var ég orðinn svo
hungraður, að mér stóð á sama,
þótt ég yrði drepinn. Hinir vildu
ekki fara, svo að ég lagði af stað
einn míns liðs. Eg hitti bónda á
rísakri og bað um mat. Hann
vildi í fyrstu ekkert hafa saman
við mig að sælda, en að lokum
lét hann til leiðast til þess að fara
með mig heim í kot sitt, og þar
gáfu þau hjónin mér bita. Bónd-
inn lét á sér skilja, að hann vildi,
að ég færi hið fyrsta. Mér Varð
illt af matnum, en lagði þó af
stað upp í 'hæðirnar aftur. Eg
var vart lagður af stað, þegar
tveir litlir herflokkar Norður-
Kóreumanna birtust með brugðna
byssustingi og handsprengjur. —
Þeir voru óeinkennisklæddir.
Eg beið þess að verða rekinn í
gegn! En það gerðu þeir þó ekki.
1 stað þess dönsuðu þeir í kring-
um mig og ráku upp öskur eins
og Indíánar. Einn þeirra rak mér
utan undir og spurði mig, hvort
ég skildi japönsku. Eg svaraði að
ég skildi ofurlítið í henni. Hann
spurði mig, hvaða álit ég hefði á
MacArthur, og mér fannst ráð-
legra að telja hann lítinn karl og
ómerkilegan. Þá innti hann mig
eftir skoðun minni á Truman for-
Við urðum góðir vinir og sórum
að skilja ekki. Það loforð hafði
af mér nokkra möguleika á und-
ankomu, því að Slayden særðist
síðar. En ég veit, að Slayden hefði
ekki yfirgefið mig, ef ég hefði
særst.
Eftir fimm daga var okkur til-
kynnt, að við ættum að fara með
lest til Seoul, en þar biðu flug-
vélar til að flytja okkur til Banda-
ríkjanna. Eg vissi að þetta var
lygi, en sumir trúðu því.
Þetta er háttur kommúnista,
þegar þeir vilja brjóta mótstöðu-
kraft andstæðinga sinna. Þeir
berja menn og svelta, svo að von-
leysi og dauðinn virðist fram und-
an, en svo gefa þeir allt í einu
von. Þeir klappa mönnum og
kjassa, en kippa svo fótfestunni
undan allt í einu. Vonirnar verða
að engu og allt er dekkra en áður.
Lestin kom aldrei. Við urðum
að ganga af stað til Seoul. Milli
50 og 60 voru færir til gangs.
Hinir voru skildir eftir. Ferðin
var varla byrjuð, þegar matar-
skammturinn var minnkaður nið-
ur í einn rísbolta á dag. Einu sinni
kom einhver með ferskjur. Þær
voru góðar, en þær umhverfðu
innyflunum. Blóðkreppusótt gaus
upp og við vorum mjög veikir.
Óþrif voru geysileg og við skrið-
um út í lús.
Það var rekið á eftir okkur all-
an daginn. Særðir og sjúkir voru
skildir eftir dauðvona við veginn,
ef þeir þá komust hjá því að vera
reknir í gegn með byssustingjum.
Verðirnir börðu okkur, en þó ekki
óþyrmilega, og blóðkreppusóttin
varð æ verri.
Rétt fyrir utan Osan vorum við
settir upp í járnbrautarlest, sem
flutti okkur til Suwon. Af þeim 60
sem lögðu af stað frá Taejon, efast
ég um, að 40 hafi lifað ferðina af.
Loksins komumst við til Seoul,
þar sem við vorum sameinaðir
um 300 öðrum föngum.
önnur helganga hófst strax
norður frá Seoul. Ákvörðunar-
staðurinn var Pyongyang, höfuð-
borg Norður-Kóreu. Innan við 100
af þeim 386, sem lögðu af stað
til Pyongyang, komust á áfanga-
staðinn.
Það, sem gerði'gönguna erfið-
asta, var að sjá kornið á ökrun-
um og ávextina á trjánum með-
fram veginum og vera meinað
hvors tveggja.
í Kóreu
Þegar við fengum hvíldir, en
það var aðeins, er verðirnir voru
svo yfirkomnir af þreytu, að þeir
komust ekki lengra, þá burðuðust
hinir hressustu af okkur við að
grafa hina dauðu. Flestir dóu í
hvíldunum. Á meðan ferðinni var
haldið áfram tórðu þeir einhvern
veginn, en strax og þeir námu
staðar gáfu þeir upp öndina. Við
gerðum hinum dánu krossa úr
spýtum og sungum sálma. Norð-
ur-Kóreubúar hlógu og spörkuðu
krossunum af aftur. Áður en við
komumst til Pyongyang, laumað-
ist Ed Slayden út á akur til þess
að ná sér í fæðu. Verðirnir skutu
á hann og hann særðist illa. Hann
komst aftur til fylkingarinnar og
ég fremur bar hann en dró síðustu
50 milurnar.
Þetta virðist mikið upp í sig tek-
ið en það var líka erfitt. Guð einn
gaf mér mátt til þess að bera Ed
og hélt í honum lífinu, þótt hann
spýtti blóði í sífellu.
Þegar við vorum komnir til
Pyongyang, vörpuðu Norður-Kór-
eumenn handsprengjum inn í
bygginguna, sem okkur var feng-
in til bólstaðar. Við köstuðum
þeim út aftur, áður en þær
sprungu. Þeir tóku Biblíurnar af
okkur, rifu þær í tætlur og hlógu.
Dag nokkurn var okkur sagt,
að það ætti að flytja okkur til var-
anlegs samastaðar við landamæri
Manchuríu. Miskunarlaust voru
hinir sjúku reknir á fætur. Við
vorum settir í járnbrautarlest, en
kuldinn fór samt illa með okkur