Fálkinn - 01.06.1951, Blaðsíða 6
G
FÁLKINN
JANET TAMAN
Framhaldssaga eftir Jennifer Ames. 9
Síðan settist Sir Jolin á stól, sem
þjónn kom með. — Það hlýtur að
vera yður sjálfri að kenna, ungfrú
James, sagði liann. — Eg leyfi mér
annars að segja, að þér eruð mjög
fallegar í dag. Er þetta nýr kjóll?
— Já, ég keypti hann rétt áðan.
Finnst yður hann fallegur?
Janet furðaði sig á þvi, hve Sonja,
sem annars var föl í kinnum, roðn-
aði nú skyndilega.
— Mér finnst hann glœsilegur, og
— ef ég má svo segja — þá fer
liann yður mjög vel. Siðan sneri
iiann sér að Janet og sagði: — Hvar
cr Jason, vinur okkar í dag?
Nú kemur það aftur, hugsaði Jan-
et, og hin kæfandi og kveljandi
tilfinning náði aftur tökuin á henni.
—- Jason er önnum kafinn í dag,
sagði hún.
—- Einmitt það. Eg talaði við
hann i gærkvöldi, um fyrirætlanir
mínar í sambandi við gistihúsarckst-
urinn.
Janet beygði sig fram. — Þér haf-
ið þá líklega sagt honum frá eign-
inni, sem ég erfði eftir föður minn?
Hann var dálítið liissa við.
— Ef lil vill hefi ég gert það. Já,
ég gerði það reyndar, En það var
vonandi ekkert leyndarmál?
:— Nei, nei, vissulega ekki, það
var aðeins . . Hún lauk ekki setnin-
ingunni þvi til allrar hamingu kom
þjónninn með coccktailana þeirra.
En Sir John var ekki sá maður,
að hann léti leiða sig burt frá efn-
inu.
— Þér ætluðuð að segja eitthvað
meira, Janet, sagði. hann rólega,
þegar þjónninn liafði sett glösin á
borðið.
•— Ja, mér fannst Jason ekki vera
eins og hann á að sér i morgun.
Það var eins og hann væri óró-
'legur og taugaóstyrkur yfir ein-
hverju. Hið innra með sér hefði
h.ún getað hlegið að þessari ófull-
komnu lýsingu á breytingu þeirri
sem orðð liafði á Jason. Hún sá, að
hún hefði ekki átt að segja þetta
svona. Forvitnin skein úr augum
frú Ileathson og Sonju. En það er
Afarspennandi áslarsaga, við-
burðarík og dularfulk
Úrdráttur.
Janct Ta,man Wood og Jason íirown
hafa ortíið ástfangin um borð i E/S
Carribean, scm er á leið til Jama-
ica. Janet ætlar að selja fasteign,
sem hún á þar, svo að hiin geti lagt
frajm fc í tískuverstun Madame
Ceciles i London og orðið þatinig
meðeigandi. Farþegar eru fáir með
skipinu, en Junct hefir þegar
kynnst nokkrum þeirra, m. a. Sir
John Graham, frú Heathson og
Sonju, dötlur hennar. Skipið er
statt í höfn á Dermudaeyjum, og
Janet hafði hlakkað til að fa,ra í
land með Jason, en þá hljóp allt i
einu snurða á þráðinn milli þeirra,.
nú cinu sinni erfitt að minnast alls
ekki á það, sem hugur manns livil-
ir við.
— Einmitt það. Eg vona, að ég
eigi þar ekki sök að máli, þó að ég
iiafi sagt þetta i gærkvöldi, sagði
hann alvarlega. — En ef til vill var
þetta ógœtilegt hjá mér. Já, auðvit-
að mjög ógætilegt. Hann sagði, að
hann héti fullu nafni Jason Winth-
rop Brown.
■— Já, Sir John? Janct beygði sig
fram með ákefð. — En livaða þýð-
ingu getur það haft?
— Góða mín, vitið þér það ekki?
sagði Sir John og virtist kætast við
spurninguna. Þegar Jason sagði mér
fullt nafn sitt, spurði ég liann, hvort
Wrnthrop P. Brown væri faðir
hans. Atburðurinn, sem varpar ljósi
á þctta, gcrðist endur fyrir löngu.
Eg var þá ennþá á unga aldri, en
ég minnist lians samt. Hann vakti
geysilega athygli þá. Faðir hans
Winthrop Brown, var drepinn. Ba
— hann var eiginlega myrtur, en
þar sem hér var um að ræða „crimc
passionel", eins og Frakkar kalla,
þá var það talið manndráp cn ekki
morð. Morðinginn liét....... Þegar
hér var komið liætti liann skyndi-
lega. Svei mér, ef ég man nafnið,
muldrði hann. En livað segið þið
annars um að borða morgunverð
með mér? Mér væri það sönn á-
nægja, ef þið gætuð þegið það.
G. KAFLI.
SKIPIÐ lagði aftur til hafs klukk-
an fjögur sama dag. Janet stóð við
borðstokkinn ,og horfði á grænar
strendur Bermudaeyjanna hverfa.
Hafflöturinn gljáði svo, að Janet
hefði aldrei trúað þvi að óséðu, að
hafið gæti verið svo blátt. En hve
þessar eyjar gátu verið fallegar.
Samt var það eins og þessi fegurð
gerði hana óróa fremur en hún
gleddi liana. Það er erfitt að njóta
fegurðar, þegar tilfinningarnar eru
særðar.
Þó hafði dagurinn verið liinn á-
nægjulegasti á margan hátt. Fyrst
innkaupin með frú Heathson og
Sonju, og síðan morgunverðurinn
í boði Sir Johns. Það var maður, sem
kunni að hafa gesti í kringum sig.
Hann kunni ekki einungis að setja
saman fullkomna máltíð, heldur var
honum líka sýnt um að fá bestu
mögulega afgreiðshi. Eftir alla mat-
vælaskömmtunina i Englandi var
það hreinasta ævintýri að komast
i svona kræsngair, þó að hún nyti
þeirra ekki til fulls.
En það var gaman að sjá, hvernig
Sonja naut þeirra. Um tíma virtist
hún vera sem ný manneskja. Hún
masaði og hló. Janet fagnaði því,
ekki aðeins Sonju sjálfrar vegna,
heldur einnig vegna þess, að það
breiddi yfir liennar eigin þögli.
Nokkrir af farþegunum höfðu farið
af skipinu og aðrir nýir komið í
þeirra stað. Nú voru aðeins nokkr-
ir dagar eftir af sjóferðinni, uns þau
kæniu til Jamaica. Hún ætlaði sér
að ganga fljótt frá málum sínum á
Jamaica og fljúga svo strax lieim
eða taka sér far með báti. Heldur
vildi luin fara flugleiðis, ef hún
hcfði næga peninga. Minningarnar
frá þessari ferð yrðu henni of sár-
ar, til þess að hún gæti stigið fæti
sínum um borð i skip á næstunni.
—- Hefi ég þá ánægju að tala við
ungfrú Wood?
Það var hár, axlabreiður og á
vissan liátt laglegur maður, sem
sneri sér að henni. Hún hafði ekki
séð hann áður. Hann hlaut að liafa
komið um borð í Hamilton.
Það var eins og hann sæi undrun-
arsvipinn á Janet, því að liann
bætti á augabragði við: — Brytinn
benti mér á yður, þegar ég spurði
eftir yður. Má ég kynna mig? Eg
heiti Henderson. James Henderson.
— Hvers vegna spyrjið þér eftir
mér?
—> Einn af vinum minum, lög-
fræðingur að nafni Jeberson, sagði
mér, að þér væruð um borð.
—- Svo áð liann hefir þá fengið
símskeyti mitt. Eg var ekki viss um
það, þar sem hann liefir ekkert
látið lieyra frá sér síðan.
— Eg er viss um að hann hefir
scnt yður svarskeyti. Ef til vill hcfir
það glatast á leiðinni.
— Hann hefir ekki heldur svar-
að tveim síðustu bréfum minum,
bætli Janct rólega við.
Hann kom með aðra skýringu og
Janet fannst hann segja hana kæru-
leysislega — helst til of kæruleysis-
lega. — Jeberson gamli er einn
núna og liann er önnum kafinn.
Stundum verður hann að flakka
mikið um eyna í lögfræðilegum er-
indum, svo að minni háttar mál
verða oft út undan. Hann yppti
öxlum.
Janet varð æst og óþolinmóð. Það
var citthvað við þennan mann, sem
hún gat ekki þolað.
— Það getur verið, að herra Jeb-
erson finnist málið ekki mikilvægt,
en það finnst mér aftur á móti,
svaraði hún kuldalega. — Svo mik-
ilvægt, að ég hefi gert mér þessa
ferð einungis þess vegna.
— Mér þykir leitt, ef ég hefi sagt
eitthvað rangt, sagði Henderson
brosandi. — Jeberson minntist eitt-
hvað á málið í bréfi til min. Það er
út af eign, sem þér viljið selja,
skilst mér?
— Hefir Jeberson skrifað yður um
eign mina?
— Eg hefi ýms viðskipti við hann.
Auk þess er ég sjálfur áhugasamur
um fasteignir á eyjunni.
— Þekkið þér nokkuð til eignar
minnar?
Hann kinkaði kolli. — Já, eftir
því, sem Jebersen segir, þá er hún
ekki mikils virði. Mér finnst það
leiðinlegt yðar vegna, að þér skulið
liafa lagt á yður svona langa ferð
fyrir svona lítið.
Hún var sammála honum um
þetta síðasta atriði. En Taman House
var hins vegar ekki orsökin til þess,
að henni fannst ferðin tilgangslítil.
— Það er gott verð á fasteignum
á Jamaica núna, og ég á bágt
með að trúa, að eign mín sé verð-
laus með öllu.
Hún talaði alltaf i sama kaldá
tóninum. Henni gast æ minifa og
minna að þessuin ágenga manni.
Hann hallaði sér fram á borð-
stokkinn og brosti yfirlætislega. —
Það er rétt, að verð á fasteignum
sums staða.r á Jamaica fer hækkandi.
Til dæmis kringum Montcgo Bay.
En annars staðar — cinkum á vot-
lendinu, þar sem malarían heldur
sig — eru fasteignir alveg verðlaus-
ar. Og eins og ég liefi áður sagt,
þá finnst mér voðalegt yðar vegna,
að þér skuliið hafa farið alla þessa
leið í jafn ómerkilegum erindis-
rekstri. Eg get ckki imyndað mér,
að Taman Ilouse sé meira virði en
5—600 pund í allra hæsta lagi.
Fimm eða sex liundruð pund í
mesta lagi! Janet varð mjög von-
svikin. Það var þá útséð um það,
að andvirðið gæti ekki lijálpað
henni til þess að verða meðeigandi
í verslun Madame Ceciles. Það
mundi ekki meira en svo nægja fyr-
ir ferðakostnaðinum!
— Eg ætla mér nú samt að sjá
til, hvað ég get fengið fyrir eignina,
þegar til Jamica kemur, sagði liún.
Hann yppti öxlum á ný. — Mér
fannst rétt að segja yður sannleik-
ann. Herra Jeberson vill ógjarnan
þurfa að segja yður þctta sjálfur og
valda yður vonbrigðum, þegar þér
enuð einu sinni komin til Jamaica.
—• Herra Jeberson hefir svo sann-
arlega ekki gert neitt til þess að
fcgra horfurnar fyrir mér, svaraði
hún hvatlega.
— En ég veit svei mér ekki, hver
hefir gengið frá leigusamningnum.
Eg licfi að minnsta kosti ekki sam-
þykkt hann. Móðir mín sagðist held-
ur ekki hafa gert það, og liúsið hef-
ir verið okkar eign um langt árabil.
— Lögfræðingurinn yðar hefir
vafalaust gengið frá samningnum.
— Eg vejt ekki til þess að lög-
fræðingum sé heimilt að gera slíka
samninga án þess að leita sam-
þykkis eigandans.
Hún tók eftir að hann gaf henni
óhýrt auga. — Eg er viss um að
það cr allt löglegt. Jeberson mun
vafalaust skýra það fyrir yður. En
annars hefi ég heyrt, að hann hafi
farið i langa ferð í mikilvægum er-
indum.
Hún varð aftur vonsvikin eða
öllu heldur reið,
—- Hvers vegna hefir hann ein-
mitt farið i þessa ferð nú? Eg sendi
höniim þó skeyti um, að ég væri á
leiðinni vestur um liaf.
— Já, en ungfrú min góð, þér
gctið þó ekki ætlast til þess, að
önnum kafinn maður eins og Jeber-
son sitji licima aðeins til þess áð
sinna smámunum eins og þessu. Ja,
þér verðið að afsaka, að ég kveð
svo sterkt að orði.
Janet varð mjög reið. Ekki ein-
ungis yfir atlnigasemd hans, heldur