Fálkinn - 01.06.1951, Blaðsíða 12
12
FÁLKINN
P—------------------------------
Nr. 32.
Örlagaríkt
hjónaband
Spennandi framhaldssaga.
--------------------------------1
föður hennar og Beaky. Það hlutu að renna
upp þau augnablik, að hinni tvískinnungs-
legu sál Johnnies hlaut að skiljast, að hann
var að bollaleggja framkvæmd ekta, kald-
rifjaðs morðs.
Linu leiddist það ennfremur, að fyrsta raun-
verulega morðið, sem Johnnie framdi, skyldi
vera á henni sjálfri. En hún naut einnig áhrif-
anna af vissri tegund kaldhæðni, þegar hún
athugaði það, á hinn stillilega og hlutlausa
hátt, sem afstaða hennar hafði mótast af, að
sjálf átti hún hlutdeild að verknaðinum.
„Samsek áður en verknaðurinn var fram-
inn.“
Lina velti því fyrir sér hvort nokkur hefði
nokkru sinni átt hlutdeild í sínu eigin morði,
áður en það var framið.
Um miðjan nóvember veiktist Lina af in-
flúensu. Þetta var væg inflúensa, sem hafði
gengið mestan ‘hluta ársins, en henni fylgdi
samt hár hiti, og Lina bjóst við að þurfa að
liggja í vikutíma eða svo.
Síðustu tveir mánuðirnir höfðu verið frem-
ur þreytandi. Þó að hún 'hefði yfirleitt verið
vel stillt, þá höfðu þó sett að henni örvílnun-
arköst, þegar sá gállinn var á henni, að hún
vildi alls ekki deyja, og svo einnig þegar hún
var stundum komin á fremsta hlunn með að
biðja Johnnie að gefa sér nú eitrið í drottins
nafni til þess að fá þessu aflokið, þar sem henni
fannst hún ekki geta afborið óvissuna lengur.
Samt sem áður hafði hún yfirleitt verið ró-
leg. Veslings Johnnie 'hafði að minnsta kosti
ekki grunað neitt.
Hún hafði meira að segja afhent honum á-
vísun, til þess að greiða iðgjaldið af líftrygg-
ingunni, án þess henni brygði hið minnsta.
En allan undirbúning hafði hún annast fyrir
svo löngu, að ofsakætin var tekin að verða
uppgerðarleg. 1 þrjá mánuði hafði hún verið
við dauða sínum búin, og Johnnie lét ekki
verða af honum.
Á þriðja degi veikinda hennar kom Johnnie
inn í svefnherbergið hennar. Það var farið að
líða á morguninn. Hann var með mjólkurglas
á bakka. Lina sneri höfðinu á koddanum sín-
um og brosti til hans.
Johnnie stóð bara kyrr fyrir innan dyrnar
og horf ði á hana. Andlit hans var eins og stein-
runnið.
Brosið stirðnaði á vörum Linu. Augnabliks-
skjálfti, eins og tilkominn af snörpum raf-
magnsstraum, fór um allan hennar líkama.
Hún vissi, án nokkurs efa, að stundin var kom-
in.
„Kisumunnur, ég — ég ætla að færa þér
þetta.“
Á svipstundu gerði Lina sér ljósa grein fyr-
ir því hvernig sakir stóðu, og sá strax að allt
var örugglega í pottinn búið. Johnnie hafði
ekki verið neinn bjálfi. Fólk dó jú oftlega úr
inflúensu.
Hún rykkti sér upp á olnbogann í rúminu.
Hún yrði að vera fljót, snör í snúningum, áð-
ur en henni gæfist tóm til þess að hugsa, og
verða hrædd. Þunni silkináttkjóllinn hennar
rann niður af öxlinni á henni.
„Réttu mér það.“
En Johnnie hikaði. Það voru tár í augum
hans, alveg eins og Lina hafði séð fyrir.
Hún rétti fram höndina. „Réttu mér það,
Johnnie."
Johnnie mjakaði sér í áttina að rúminu
hennar.
Lina þreif glasið og drakk það í botn. Bragð-
ið var alveg eðlilegt. Gat það verið, að hugboð
hennar hefði reynst rangt, þegar öllu var á
botninn hvolft.
En Johnnie leit niður á hana á þann hátt,
sem sýndi greinilega að hugboð hennar hefði
ekki reynst rangt.
Hún þurrkaði varnirnar vandlega með vasa-
vasaklútnum sínum og sneri andlitinu að
Johnnie.
„Kysstu mig, Johnnie."
Johnnie einblíndi nú á hana og það varð
engan veginn misskilið að hann átti í hinu
hræðilegasta sálarstríði. Það var alveg eins og
hann hefði ekki gert sér þess neina grein,
hvað hann hefði ætlast fyrir, fyrr en hann
hafði látið verða af framkvæmd þess.
„Kysstu mig!“
Hún greip höndunum þétt um hálsinn á
honum og hélt honum að sér um nokkur
augnablik.
„Farðu nú, ástin mín.“
„Kisumunnur, ég — ég — “
„Farðu, ástin mín.“ Lina vildi ekki að John-
nie sæi sig deyja.
Johnnie fór.
Lina hlustaði á þungt og hikandi fótatak
hans, þegar hann gekk niður stigann. Það
var svo óendanlega ólíkt hinu venjulega, á-
kveðna og létta fótataki hans.
Tárin komu fram í augun á henni. Johnnie
myndi sakna hennar ákaflega sárt.
Hann hafði farið inn í bókaherbergið. Hann
myndi verða þar um kyrrt og bíða.
Lina gat tæplega trúað því að hún væri að
deyja. Eftir að hún hafði lifað svo tilbreyt-
ingarsnauðu lífi enda þótt það hef ði fært henni
sitt af hverju.
Hvernig skildi dauðinn verða? Hún var eig-
inlega ekki hrædd við hann. En.
En það var hörmulegt að hún skyldi þurfa
að deyja.
Það rann tár niður vanga hennar og nið-
ur á koddann.
Það var hörmulegt að hún skyldi þurfa að
deyja einmitt, þegar hana myndi hafa langað
svo mikið til að lifa. ENDIR
IÝ
Ný framhaldssaga o
llvar er Eva?
f ncesta tölublaöi Fálkans hefst ný o
framhaldssaga. — Hún lieitir „Hvar er <’
Eva? “ og er eftir H. Courths-Mahler. <>
Saga þessi er ákaflega spennandi, og er <>
engum blöðum um það að fletta, að hún
mun verða vinscel meðál lesenda. — Saga \ \
þessi mun verða birt á bls. 6, en fram- JJ
haldssagan Janet Taman mun verða flutt \ l
yfir á bls. 12 og 13. II
Land-Rover, módel IMI
Heildverslunin Hekla h.f. bauð ný-
lega blaSamönnum að skoða nýjustu
gerð hinna ensku Land-Rover bif-
reiða, sem smíðaðar eru af Rover
Company Ltd. i Solihull og Birming-
ham, en Hekla hefir aðalumboð þess-
ara bilasmiðja fyrir ísland.
Á þessu vori hafa alls verið gefin
leyfi til innflutnings 115 bila (en um
3000 umsóknir bárust Fjárhagsráði,
en af þeim 115 sem leyfi fengu, hafa
um 90 pantað þessa bifreið, Land-
Rover. Vélin er 4. cyl. og skilar 50
hestöflum, drif á öllum hjólum. 2 sinn-
um fjögur gír áfram og afturgír. Á
góðum vegi er bensíneyðslan 10-12
iitrar á 100 km. Billinn kostar um
27.500 krónur, miðað við að honum
fylgi blæjur, en með aluminiumhúsi
er hann um 1500 kr. dýrari.
Þrjú sæti eru fram í bíinum, en aft-
ur í eru lausir bekkir fyrir fjóra,
þegar bíllinn er notaður til farþega-
flutninga eingöngu, þannig að þá er
þetta 7 manna bíll. En sé um vöru-
flutninga að ræða eru lausu sætin tek-
in úr. Þau fylgja ekki með i fyrr-
nefndu verði, en kosta rúmai* 600 kr.
5 hjólbarðar og slöngur (Dunlop)
kosta samtals rúmar 900 kr.
Bíllinn er fyrst og fremst ætlaður
bændum, sem geta notað hann jöfn-
um liöndum itil flutninga og sem
dráttarvél. En öðrum sem þurfa að
ferðast á misjöfnum vegum eða veg-
leysum, svo sem læknum, prestum,
verkfræðingum og ferðamönnum, sem
vilja komast út fyrir þjóðvegina, mun
þessi bifreið koma að góðum notum.
Heildverslunin Hekla gerir ráð fyrir
því, að hægt verði að afgreiða síðustu
sendinguna af þessum bílum í ár fyrir
júlilok, og að varahlutir verði jafnan
fyrirliggjandi í þá liér í landinu. Það
verður li.f. Stefnir, sem annast sölu
varahluta til bílanna og viðgerðir á
þeim.