Fálkinn


Fálkinn - 15.06.1951, Blaðsíða 6

Fálkinn - 15.06.1951, Blaðsíða 6
6 F Á L KIN N 2. HVAR ER EVA? Framhaldssaga eftir vitundarlaus, herra verkfræðingur,“ sag'ði hann. „Já, svo sýnist mér lika. Við skul- um fara með hana upp í bifreiðina og sjá til hvort hún raknar ekki við.“ sagði ungi maðurinn og siðan hjálpuðust þeir að með að koma Evu upp i bifreiðina. Ib Old- entoft beygði sig yfir ungu stúlk- una og var ekki viss, hvernig hann gæti best hjálpað henni. En þá opn- aði hún allt í einu stór, grá augun og starði á hann rneð sljóvu augna- ráði. „Eg er svöng, banhungruð,“ sagði hún. Honum varð hverft við þessi orð. „Hvað er að heyra! Lund, flýttu þér inn í verslunina og náðu í nokkrar brauðsneiðar og dálitið af ávöxtum! Komdu líka með eittlivað að drekka! Hafðu glas með! Hún hressist strax og hún hefir fengið eitthvað að borða.“ Bifreiðarstjórinn hlýddi. Ib hjálp- aði Evu til að setjast upp og hlúði að henni með púðunum. Hann hafði slökkt á ljósum bifreiðarinn- ar til þess að draga ekki athgli veg- farenda að sér, en birtan frá glugga verslunarinnar lýsti bifreiðina nægi- lega upp. | Kvíði skein úr andlitsdrattum Evu. Hún hafði lokað augunum á ný og vissi greinilega ekki af sér. Hann tók á púlsinum á henni og fann, að hann sló hægt. Hann horfði óþolinmóður til dyr- anna á versluninni. Það leið nokk- ur tími, þangað til Lund kom aftur. Unga stúlkan var orðin óhugnanlega föl. Það var ómögulegt að segja, hvað gæti komið fyrir. En hve það hafði verið óskynsamlegt af honum að fara með hana inn i bifreiðina! Réttara hefði verið að fara ineð hana inn í verslunina strax. Þar hefði hún komist í betri hendur og hann hefði losnað við ábyrgðina. En þctta hafði allt gengið svo fljótt fyrir sig, og menn eru alltaf vitrir eftir á. Jæja, þarna kom Lund til allrar liamingju — og þar með hjálpin. Ilann mundi að minnsta kosti losna við að þurfa að vera lengur einn með liinni veiku. Það var líka mál til komið fannst honum. Hann var orðinn órólegur á taugunum. Lund kom með smurt brauð, vín- berjaklasa og hálfflösku af rauðvíni, sem liann sjálfur taldi allra meina bót. Hann tók staup upp úr vas- anum. Þeir hjálpuðust nú að við að koma nokkrum víndropum afan í hana og siðan brauðbita. Það ðlðeið ekki á löngu uns hún opnaði aug- un og vaknaði til vitundar afíur. Hún horfði forviða á þá til skiptis, en varð svo óróleg á svipinn, eins og hún vildi flýja. „Verið þér bara rólegar, þangað til þér eruð orðnar hressar," sagði Ib góðlátlega. Ilún horfði framan í sólhrúnt, svipfast andlit hans. Gráblá augu H. COURTHS-MAHLER. hans voru góðleg og augnatillitið vakti traust. „Hvernig liefi ég komist upp í bifreiðina?" spurði hún. „Það er ekkert óeðlilegt við það. Þér stóðuð fyrir utan gluggann á versluninni þarna, er þér fenguð allt í einu aðsvif. Bifreiðarstjórinn minn lyfti yður upp og lagði yður í sætið hérna, svo að forvitið fólk safrtaðist ekki í kringum yður. En nú verðið þér að borða eitthvað. Þér játuðuð áðan, meðan þér vor- uð ekki komnar fyllilega til með- vitundar, að þér væruð svangar. Það er kannske langt síðan þér liaf- ið bragðað mat?“ Hún snökti, og það fóru krampa- drættir um hana eins og hún skylfi af kulda. „Já, ég hefi ekki átt peninga til þess að kaupa mat fyrir,“ stamaði hún. Ib horfði á hana með vorkunnar- svip.Svipur hennar var svo hrærandi. Brosandi rétti hann brauðsneið upp að vörum hennar. „Verið þér nú þægar og fáið yð- ur bita! Þér verðið að borða annars verðið þér veikar aftur, og það má ekki ske.“ Aftur snökti hún og skalf, en neitaði. samt að borða, þó að lnin liði kvalir af hungri- við að sjá svona girnilegan mat. En allt í einu greip liana ótti um, að hún hefði tafið mikið fyrir hin- um ókunna, unga manni. Hún vildi ekki gera honum frekara ónæði. Hún varð að reyna að ná sér sem allra fyrst, svo að hún gæti komið sér af stað. Þess vegna tók liún til níatar síns — og i nokkrar mínútur gleymdi hún öllu nema gleðinni og ánægjunni yfir að fá liungur sitt satt. Ib stakk brauðbita og vínberi á víxl upp í liana og gaf henni sopa af rauðvini til þess að skola matn- um niður með. Evu leið brátt betur. Án þess að mögla borðaði hún allt brauðið og mcst öll vínberin. Hún lifnaði smám saman við og það fór að koma litur í kinnar hennar. Ib skynjaði það allt í einu, að það var allra fallegasta stúlka, sem sat við hliðina á lionum í vagninum, og hann varð ánægðari og ánægðari með það að hafa getað orðið henni að liði. En nú var Eva orðin stál- slegin aftur og horfði á hann þakk- látum augum. „Þakka yður kærlega fyrir. Nú er ég orðin södd, og ég skal ekki verða yður til frekari byrði. Mér líður orð- ið ágætlega og nú ætla ég að koma mér af stað.“ „Ekkert liggur á mín vegna, ung- frú. Ef þér kærið yður um, þá skul- uð þér hvila yður dálítið lengur. En svarið mér nú hreinskilnislega — livernig stendur á þvi að þér vor- uð svona á yður komnar? Get ég ekki lijálpað yður eitthvað? Mér virðist þér þurfa á lijálp að lialda.“ Það hljóp roði í kinnar hennar og kom upp um hugsanir hennar. Ilún leit biðjandi á hann. „Spyrjið mig ekki — þess bið ég yður. Þér hafið þegar gert mér svo mikið gott, að ég mun aldrei geta launað yður það. Eg vil ógjarnan stofna til frekari þakklætisskuldar við yður. Leyfið mér að fara núna.“ Hann rétti úr sér. „Eg skil aldrei við liálfnað verk. Hvert á ég að aka yður? Hvar eigið þér heima?“ Ilún grúfði andlitið í augum sér „Spyrjið mig ekki um það! Leyfið mér að fara!“ „Ekki fyrr en þér hafið svarað mér. Eg þarf að fara inn í verslun- ina og gera innkaup. Á meðan getur bifreiðarstjórinn minn keyrt yður heim.“ „Eg er heimilislaus,“ sagði hún og horfði í augu honum full blygð- unar og örvæntingar. „Eg liefi eng- an stað til að fara á.“ Hann starði skelkaður á hana. „Já, en það getur ekki verið! Ein- hvers staðar liljótið þér að búa!“ Hún hristi liöfuðið ákaft, og nú streymdu orðin af vörum liennar. Hún skýrði frá því, livernig kjör hennar hefðu breyst til liins verra eftir dauða stjúpmóðurinnar og hvernig allar tilraunir til þess að útvega ér stöðu eða jafnvel ígripa- vinnu hefðu mistekist. Það væri hlátt áfram eins og henni væru öll sund lokuð. Hún væri einstæðingur i þessum heimi, heimilislaus, at- vinnulaus og eignalaus. Þetta væri hinn blákaldi sannleikur, sem hún hefði reynt að dylja. Nú hefði hann hvingað sig til að opinbera hann. Hún þakkaði honum að lokum enn- þá fyrir góðvildina og hjálpsemina og bjóst til að kveðja. Hann gat ekki verið i neinum vafa um, að saga hennar var sönn. Hann var fullur af meðaumkun með veslings stúlkunni. Hún var samborg- ari í neyð. Hvernig gæti liann- hjálp- að henni frekar? Hann hugsaði mál- ið. Best væri að hann gæti tekið hana með sér. En hvert? Ilann var sjálfur aðkomandi i bænum, bjó á gistihúsi, en var að öðru leyti gestur tilvonandi tengda- foreldra inna og á þcirra heimili átti að halda trúlofunargildi hans næsta dag. Hann hafði kynst unn- ustunni í fjallaferð og hafði trúlof- at henni óafvitadi að mestu og ó- viljugur. Augnabliks léttúð, gáskafull ur koss, tengdamóðir sem stóð til- búin með blessun sina — og hann var trúlofaður. Honum hraus liugur við tilhugsuninni. En hann skorti kjark til þess að rísa upp og mót- mæla. Hann liafði þó vissulega ver- ið að sniglast kringum Ölmu Stuck. Það var staðreynd, sem ekki tjáði að neita. Hann var ðþví nú að taka afleiðingunum af gerðum sínum. Þess vegna var hann nú kominn til til bæjarins þar sem unnustan bjó og hafði fengið sér herbergi á gistihúsi. Hann hafði skrifað systur sinni — einu manneskjunni, sem var hon- um nákomin, siðan foreldrar h-ans dóu — og beðið liana um að koma og vera viðstödd, þegar hann opin- beraði trúlofun sina. í raun og sann- leika liafði það verið neyðaróp til hinnar ástkæru systur, Dolly, í þeirri von, að hún gæti bjargað lionum frá hinni vanhugsuðu trú- lofun. Nú sat hann hér i bifreiðinni með illa staddri ungri stúlku. Hvað átti Jiann til bragðs að taka? En ei'tt var hann viss um: Hann varð að hjálpa heni á einhvern liátt! í skyndi tók hann veskið upp úr vasanum, tók upp hundrað franka seðil og lagði hann í kjöltu hennar. „Hérna, takið þennan til að byrja með. Eg hefi ekki mikla peninga á mér í augnablikinu. Farið þér aft- ur til konunnar, sem þér leigðuð hjá. Hún mun áreiðanlega taka við yður. Að minnsta kosti skuluð þér leysa út muni yðar, sem hjá henni eru. Á morgun kemur svo systir min til bæjarins til þess að vera við trúlofun mína, og þá munum við leita yður uppi og sjá til hvernig við getum lielst orðið yður að liði. Nú læt ég bifreiðarstjórann aka yð- ur þangað, sem þér leigðuð. Eg má ekki vera að þessu lengur.“ Hún starði á peningana með ráð- leysissvip. Stolt hennar átti í harðri baráttu við nauðsynina á að þiggja velgerðir af þessum unga manni. Hún muldraði’ ókröftug mótmæli í barm sér, en liann greip fram i fyrir lienni. „Segið mér eitt,“ sagði liann næst- um reiðilega. „Ilvað verður annars um yður? Verið nú skynsamar!'1 Iiún kreisti hnefana. Það var hræðilegt að þurfa að auðmýkja sig svona við bláókunnugan mann. Hún leit óttaslegin á hann. „Ef ég tek við þessum peningum af yður, þá — þá veit ég ekki, live nær ég get borgað þá aftur.“ „Hugsið ekki um það.“ „Já, en tilhugsunin mun liggja á mér eins og mara. Viljið þér vera svo góður að gefa mér upp nafn yðar og heimilisfang, svo að ég viti, hvernig ég geti sent peningana, þegar mér hefir heppnast að spara eitthvað saman?“ „Sjálfsagt, ef það róar yður. Hér er nafnspjald mitt. Hér í bænum bý ég á Hotel Baur au Lac, en ég mun heimsækja yður strax á morg- un, eða í allra siðasta lagi daginn eftir morgundaginn, ásamt systur minni. Segið mér nú, hvert bif- rciðarstjórinn minn gelur ekið yð- ur.“ „Eg vil heldur ganga.“ „Nei, þér eruð of máttfarnar til þess. Eg þarf ekki á bifreiðinni að halda i augnablikinu.“ Þá gaf hún upp heimilisfang kon- unnar, sem liún hafði leigt hjá. Ib kvaddi hana, fór út úr bifrciðinni og gaf bifreiðarstjóranum fyrir- mæli. „Bless,“ hrópaði hann og veifaði ennþá einu sinni til Evu. Ib Oldentoft hvarf inn i i versl- unina. Eva starði á eftir honum. Hún klemmdi peningaseðilinn fast í hendi sér. En — undarlegt var þetta! Þó að hún hefði nú undir liöndum peninga, sem i hennar aug- um var stór upphæð, þá fannst henni hún vera ennþá aumari en áður. Stolt hennar hafði liðið mikið við þá auðmýkingu að þurfa að þiggja þetta fé. Hún beygði höfuðið niður og leit á nafnspjaldið. Hann var þá frá sama landi og hún hafði fæðst í, og meira að segja frá fæðingarbæ hennar. „Ib Oldentoft, yfirverkfræðingur," stóð á spjaldinu ásamt heimilisfangi í höfuðborg heimalands lians. Hún stundi. Bara að sá dagur kæmi, að hún gæti greitt lionum skuldina! En hvernig átti slíkt að geta átt sér stað, einmana og fátæk eins og hún var. Hún stakk peningunum og spjald- inu i vasann og tók um leið þá ákvörðun að hún skyldi aldrei fram- ar hitta þennan verkfræðing, Ib Oldentoft.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.