Fálkinn - 15.06.1951, Blaðsíða 9
F Á L K I N N
9
Lance lýsti framan í Letty,
til þess að sjá svip hennar. Hún
var indæl, og ekki óttaslegin.
Öll von var úti. Hann mundi
aldrei eignast þennan kvenskör-
ung.
Hann ákvað að draga sig í
hlé, og verða aldrei framar á
vegi hennar. Hann var henni
ekki samboðinn. Hún var hetja.
Lance lél handlegginn falla
niður með síðunni. Örvænting-
in hafði gripið hann.
Þá kvað við hryllilegt ör-
væntingaróp. Hárin risu á höfði
Lance. Það var Letty sem æpti.
„Lance! Lance!“ sagði hún
og þrýsti sér upp að honum og
lagði armana um liáls hans.“
„Hvað kom fyrir þig ?“ spurði
Lance, og þrýsti henni fast og
ástúðlega að sér.
,JElskan mín! Hvers vegna
hljóðaðirðu? Eg skal vernda þig
gegn öllum liættuin — draugum,
ræningjum og — —“ Hann
kyssti hana innilega.
— Letty endurgalt lcossinn áð-
ur en hún tók til máls. Hún
sagði: „Eg varð svo hrædd við
kónguló, sem er á gólfinu. Eg
verð æfinlega lirædd þegar ég
sé kóngulær.
/
Ameríslcur dáti frá Texas var í
setuliSi i Engandi og lenti einhvern
veginn inni í Gyðingasamkunduliúsi
og hélt víst aS þar væri skemnitun.
— „Hvers konar .„sho'w'* er þaS
sem þið hafið hérna? Er það gott?“
spurði liann.
„Það ætti að vera gott, svaraði
presturinn. Að minnsta kosti hefir
það gengið í nærri því sex þúsund
ár.“
Jeppson kveður. — Sænsld
knattspyrnu-miðfmmherjinn
Hasse Jeppson varð umtalaður í
Englandi í vor, fyrir leilmi sína
í flokki Charltonfélagsins, en
það er talið að afrek hans þar
hafi bjargað félaginu frá að
hrapa í metorðastiga hinna
ensku knattspyrnufélaga. —
— Hér sjást hrifnir áhorfendur
bera hann á gullstól út af vell-
inum, eftir síðasta leikinn.
LITLA SAGAN:
- i
Munkarnir í Pienosa
„Herrar mínir við neyðumst víst
til að senda nýtt vörumerki á mark-
aðinn,“ sagði Mr. Barling, aðalfor-
stjóri firmans „Kosmetik-Studio“, á
aðalfundinum. „Þau gömlu seljast svo
illa. Hafið þér nokkra tillögu, Max-
well?“
„Yið getum lialdið áfram að fram-
leiða gamla hárvatnið,“ sagði yfir-
cfnafræðingurinn. „Við setjurn bara
eitthvað saman við það, sem meðala-
lykt cr af. Brennistein eða formalín.
Það er eftirsóttara en nokkurt ilm-
vatn nú á dögum.“,
„Ágætt!“ sagði Berling. „Og svo
er að auglýsa þetta vel! Hvað höf-
um við áætlað mikið í auslýsingar
á þessu ári?“
„275.000 dollara,“ svaraði auglýs-
ingastjórinn.
„Gott. Það er væntanlega nóg til
að byrja virkilega auglýsingahrið.
Næstu sex vikur höfum við daglega
setningu með spurningamerki i öll-
um blöðum, og svo látum við svar-
ið koma í sjöundi vikunni. Hverju
stingið þið upp á?“
Tillögurnar sem fram komu fundu
ekki náð lijá Barling, þangað til
hraðritarinn, sem sat við fundar-
gerðina spurði:
„Hvers vegna hafa munkarnir í
Pienosa svo sitt skegg?“
„Bravó!“ öslcraði Barling. „Það er
vit i þessu! Og svarið verður á
þessa leið: „Af þvi að eftir margra
ára rannsókn fundu þeir hárvatnið
Pienosa. — Bravo, ungi maður!
Ilvað heitið þér eiginlega?"
„Ross,“ svaraði hraðritarinn.
„Ágætt, Ross,“ sagði forstjórinn.
„Þér getið komið inn á skrifstofu
til mín eftir fundinn, og óskað yður
einlivers.“
)
Kven-fegurð — Ef einhver
þeirra, sem les þessar línur, á
leið til Parísar í sumar, getur
hann skroppið inn á sýningu
„hinna óháðu'' þar í heimsborg-
inni, og virt þetta lwenandlit
fyri rsér.Sýningin er í Grand
Palais.
Klukkutima síðar stóð ‘hann á
einkaskrifstofu forstjórans. ,Jæja,
livers óskið þér þá?“ spurði for-
stjórinn vingjarnlega.
„Að vera tekinn inn í fyrirtækið,“
svaraði Ross hægt.
„Hann hefir fengið mikilmennsku-
brjálæði,“ hugsaði Barling með sér.
„Hve mikið fé getið þér lagt fram?“
spurði liann svo.
„Tvö þúsund dollara.“
„Hahahalii.“ Barling var skemmt.
„Og hve mikið kaup hafið þér?“
„Fjörutiu og átta dollara á viku.“
„Það er nokkuð mikið.“ sagði for-
stjórinn. „Dollar um tímann. Klukk-
an cr 11 núna, en ég ætla nú samt
að borga yður allt dagkaupið. Og
svo 10 dollarar fyrir ráðið áðan.
Grerið þér svo vel að loka dyrunum
vel á eftir yður. Það er dragsúgur.“
Eftir nokkra daga hófst auglýsinga
hríðin. Alls staðar sást setningin:
„Hvers vegna hafa munkarnir í
Pienosa svo sitt skeggg?“
Þessi orð voru brátt á allra vör-
um.
„Það er svo að sjá sem þessi aug-
lýsing verði áhrifamikil,“ sagði Bar-
ling ánægður við auglýsingastjór-
ann. „Á mánudaginn skulum við
birta svarið.“
— — En þegar liann opnaði
blaðið á sunnudagsmorgun rak hann
augun i þessa setningu: „Munkarnir
i Pienosa höfðu svo langt skegg
vegna jiess að þeir nenntu ekki að
i-aka sig, þangað til þeir uppgötv-
ugu Ross raksápuna. Siðan finnst
þeim nautn að raka sig.“
Þegar Barling tók á móti unga
manninum á mánudagsmorgun tók
hann íspokann af enninu á sér og
sagði svo máttfarinn:
Pílagrímsferð. — Franciscus-
munkur einn frá Köln, 26 ára
gamall, og 29 ára vélfræðingur
af sömu slóðum, lögðu upp í
pílagrímsför til kraftaverkalind
arinnar Lourdes i Suður-Frakk-
landi í apríl í vor. Þeir ætluðu
sér að fara gangandi fram og
aftur, og er það varla í frásög-
ur færandi, jafnvel þó að annar
þeirra beri smá-kross á öxlinni.
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM
Ritstjóri: Skúli Skúlason
Framkv.stjóri. Svavar Hjaltested
Skrifstofa:
Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210
Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6
Blaðið kemur út hvern föstudag
Allar áskriftir greiðist fyrirfram
Prentað í Herbertspreníi
„Ef þér lialdið að þér hafið snúið
á mig þá skjátlast yður. En....“
„Ekkert ien,“ sagði Ross. „Eins og
þér munið kom hugmyndin frá mér,
og þess vegna byrjaði ég sjálfur
þegar þér rákuð mig.“
„Og þessa 275.000 dollara hefi ég
þá borgað í auglýsingar fyrir yður!
Jæja, ég skal nú gera yður tilboð
samt. „Eg tek að mér framleiðsluna
á þessari bölvaðri Ross-sápu og gef
yður 10% af hagnaðinum. Og hvar
er liún svo þessi sápugcrð yðar “
„Hún er hérna!“ svaraði ungi mað-
urinn og studdi fingrinum á ennið
á sér. „Eg liefi bara látið skrásetja
vörumerkið.“
Ung hjónaleysi komu til kirkjunn-
ar til þess að láta pússa sig saman,
og allt liefði farið vel ef brúðgum-
inn hefði ekki verið fullur. Prest-
sagði stúlkunni að tiltaka annan dag.
urinn neitaði að gefa þau saman og
Og svo kom nýi brúðkaupsdagurinn,
en þá var brúðguminn enn fyllri.
Brúðurin fór að vatna inúsum þeg-
ar presturinn sagði að það væri ó-
mögulegt að gifta manninn í þessu
ástandi. „Mér þykir það leitt,“ sagði
liann, „en þér verðið að koma með
liann þegar hann er ódrukkinn.“
Stúlka kjökraði:
„En ég fæ hann aldrei til að
koma með mér liingað nema þegar
liann er svona.“
Ivan Pctrovitsj fékk fararlcyfi
auslur fyrir járntjald. Fyrst fór
hann til Búlgariu og símaði þaðan:
Lengi lifi hin frjálsa Búlgaria! Svo
fór liann til Ungverjalands og þaðan
símaði hann: Lengi lifi hið frjálsa
Ungverjaland! Næst var hann i Tékk
óslóvakiu og símaði eins: Lengi lifi
hin frjálsa Tékkóslóvakía. En frá
Praha kom&t Ivan svo einlivern
veginn til Englands og þaðan sendi
liann siðasta símskeytið: Lengi lifi
liinn frjálsi Ivan Petrovitsj!
9
— Þegar ég lit yfir þennan söfn-
uð, sagði presturinn, spyr ég sjálf-
an mig: Rvar eru hinir fátæku?
— En þegar ég tel saman i spari-
baukunum við kirkjudyrnar spyr ég:
— Hvar eru liinir riku?
9
— Kemurðu einn?
— Já, konan mín var i slæmu
skapi.
— Hvers vegna var liún það?
— Vegna þess að ég vildi ekki lofa
lienni með mér.