Fálkinn


Fálkinn - 24.08.1951, Blaðsíða 5

Fálkinn - 24.08.1951, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Skáldin ausa ekki upp gulli bæði sem syni sínum og ríkiserf- ingja, og þó að Zizi þættist finna bilbug á honum og að hann yrði sí og æ fyrir meiri áhrifum frá móður sinni, tókst honum að haga málum þannig, að Zizi — sém annars var í stofufangelsi í Jassy — kæmi til Bukarest og fengi að búa með honum um sinn. En brellunum var haldið áfram, og þegar það kom á daginn að Zizi átti barn í vonum, og að hjóna- bandið var enn ekki talið gilt að rúmenskum lögum, afsalaði Carol sér skriflega tilkalli til ríkis, í ágúst 1919. En þetta skjal var aldrei birt. 1 janúar 1920 ól Zizi son, sem skírður var Mircéa Carol. 1 fæð- ingarskýrslunum var barnið skrá- sett undir ættarnafi móðurinnar. Um þær mundir var Carol í ferða- lagi kringum jörðina, og það var farið að kvisast að hann væri heitinn Helenu Grikklandsprins- essu. Og nú skrifaði hann konu sinni og bað hana að sætta sig við að hjónavígslan í Odessa yrði gerð ógild. Nokkru síðar fór Zizi til Parísar með son sinn, og hóf nú baráttuna fyrir því að tryggja þeim rétt- indin, sem þau áttu heimtingu á. „Fenguð þér ekki ákveðna fjár- upphæð um skeið?“ „Jú, þeir lögðu fjárupphæð í rúmenska þjóðbankann, og ég átti að njóta vaxtanna af henni. En þegar ég neitaði að skila gim- steinum, sem Carol hafði gefið mér, voru 300.000 gullfrankar dregnir frá upphæðinni. Carol lét þetta sig engu skipta og aldrei spurðist hann fyrir um drenginn sinn, sem var svo nauðalíkur hon- um.“ „Hafið þér aldrei séð manninn yðar síðan?“ „Jú, nokkrum sinnum í Rúmeníu og síðast í París 1925. Eg bað um viðtal og hitti hann á Hotel Reg- ina. Við töluðum saman í tvo tíma. Carol vildi ekki að sonur okkar bæri Hohenzollernnafnið, en lofaði að útvega honum nafn- bót og að sjá um að hann fengi að menntast. En hann sveik þau lof- orð — ég hefi aldrei heyrt neitt frá honum síðan. Loks fór ég í mál til 'þess að reyna að þvinga hann til 'þess að rækja skyldu sína. Eg hafði vonað að hann mundi sjá að sér þegar hótunin um málaferli vofði yfir honum. Þegar hér var komið sögunni hafði hann afsalað sér konung- dómi og þess vegna hefði hann átt hægara með að rækja skyldu sína. Málið gekk sinn gang — ég tapaði því, og Carol varð hams- laus út af þvi að nokkur bréf frá honum voru lesin upp í réttinum. Nú skyldi ég að ég 'hafði fórnað mér árangurslaust, vegna þess að Er það auður eða frægð, sem rithöfundurinn þráir? Senni- lega hvort tveggja. En ferill flestra höfunda er þyrnibraut — aðeins fáir komast í gull og græna skóga. ÆST ÞVÍ AÐ TALA virðist það að skrifa vera auðveldast allra lista, fljótt á litið. Allir geta talað — eða það halda þeir að minnsta kosti. Og nærri því allir halda að þeir geti skrifað. Afleiðingin er sú að bóka- útgefendur og ritstjórar eru i sifelldri skæðadrífu handrita, sem aðeins lítið er notandi af. Öll byrjun er erfiðust. Fyrir nokkrum árum sagði ritstjóri bókmenntadeildar eins stórblaðsins í London frá þvi, að hann læsi yfir 20 þúsund handrit á ári. Af þessu notaði hann aðeins nokkur hundruð. Og einn morgunblaðsritstjórinn hefir sagt mér að hann fái 200 til 300 óumbeðnar greinar á dag, en noti aðeins tvær eða þrjár af þeim. Það er erfitt að vera ungur og ó- kunnur rithöfundur — og það hefir alltaf verið svo. Jafnvel stórskáld eins og Bernhard Shaw geta vottað þetta: „Eg efast um livort nokkur nú- lifandi höfundur getur vottað annað eins,“ segir hann, og skýrir svo frá því að árið 1889 hafi hann fengið 2V2 shilling i höfundargjald af bók- um sinum, en tveimur árum síðal var gjaldið komið upp í 7 sh. 10 d. Joseph Conrad skrifaði sögur i nær 20 ár áður en hann gat komið nokkru á prent. Hinar frægu Bronte-systur urðu að sætta sig við hlut, sem hefði riðið þeim að fullu, ef þær hefðu ekki verið skapfastar. Charlotte Bronte fé'kk „The Professor“ endursenda frá hverju einasta forlagi, sem hún gat fundið í London. Til allrar lukku sendi síðasta forlagið, Elder Smith & Co., kurteist bréf með handritinu til baka, og sagði þar, að þó að hún sendi þriggja binda sögu, þá mundi hand- ritið verða lesið með gaumgæfni. Þetta var heppileg tilviljun, því að Oharlotte hafði þá einmitt lokið við að semja þriggja binda sögu. Hún sendi hana til forlagsins og sagan kom út og ég hafði ekki á sínum tíma mót- mælt ógildingu hjúskapar okkar.“ Zizi Lambrino fékk vextina sína frá rúmenska þjóðbankanum þar til fyrir 5 til 6 árum, og líka stoð frá fjölskyldu sinni. En svo stöðv- aði bankinn þessar greiðslur og kommúnistastjórnin gerði allar eignir fjölskyldunnar upptækar, og rak bróður hennar úr stöðu, sem hann hafði, sem forstjóri Ford-verksmiðjanna í Rúmeníu. Bók frú Lambrino lýkur með beinni áskorun um hjálp, til Car- ols. En það er lítil von um að sú hjálp komi nokkurn tíma. Charlotte varð fræg i einni svipan sem höfundur sögunnar „Jane Eyre“. Fræg eftir dauðann. Foreldrar Bronte-systranna voru prestshjón, og þau voru mjög mót- fallin þvi að systurnar skrifuðu skáld- sögur, það þótti ekki kvennastarf í bá daga. Öðru máli var að gegna um prestsdótturina Jane Austin, er átti mjög mótdrægt á höfundarbrautinni og varð ekki fræg fyrr en eftir dauðann. Faðir hennar fór með fyrstu söguna hennar til bókaútgefandans Cadell og sagði: „Eg er hérna með skáldsögu- handrit. Mér þætti mjög vænt um að heyra, hvort þér viljið gefa það út, á ábyrgð iiöfundarins, og hvað þér munduð vilja borga fyrirfram, ef þér kaupið það.“ Tilboðinu um kaup var hafnað og 16 ár liðu, þangað til sagan var prentuð. Jane Austin hafði litla gleði af ævi- starfi sínu. Fyrsta skáldsaga hennar, sem kom á prenti var „Sense and Sensability.“ Það var árið 1811, aðeins 6 árum áður en hún dó. Thomas Burke fékk hina lieims- frægu skáldsögu sína „Limehouse Nights“ — kvikmyndin af sögunni heitir „Broken Blossoms“ — endur- senda frá tólf útgefendum, áður en liún var tekin. Fyrsta skáldsaga Compton Mackenzie, „The passionate Elopement" var tvö ár að flækjast milli forleggjaranna áður en hún komst út. Þessi dæmi eru frá skuggahliðinni. Einhver mun segja, að ritliöfunda- starfið sé ekki aðeins vatn og brauð og vonbrigði. Og það er vitanlega alveg rétt. Stórgróða-höfundarnir. Charles Dickens var einn þeirra fáu höfunda, sem ekki þurfti að berj- ast við neina byrjunarörðugleika. Fyrstu sögur hans komu út jafnóðum og blekið þornaði á þeim. E. Phillips Oppenheim, sem skrifaði alls um 150 skáldsögur — um 13 mill- jón orð samtals — sendi fyrstu sög- una sína, þegar hann var um tvitugt, en að fullu gat hann ekki helgað sig söguskriftunum, fyrr en hann var kominn um fertugt. Sir Walter Scott eignaðist of fjár, en varð þó að þola bæði súrt og sætt. Þegar hæst stóð lijá honum fór prent- smiðjan hans og önnur fyrirtæki á hausinn, og hann stóð uppi með 140 þúsund sterlingspunda sltuld á bak- inu. Aleiga hans var i höfðinu á hon- um. í sjö ár vann liann eins og þræli við skrifborðið, en þá var liann líka orðinn innantómur og „útbrunninn“. Á þessum sjö árum gat hann greitt 90 þúsund pund af skuldinni. Edgar Wallace og Arnold Bennett eru gott dæmi um menn, sem liafa lag á að græða peninga á því, sem þeir skrifa. En gróða sinn áttu þeir mest að þakka því ótrúiega vinnuþreki, sem þeir höfðu. Um eitt skeið skrifaði Bennett um milljón orð á ári. — Og launin? Hann var dýrseldur, eins og sjá má af minnisgrein í vasabók hans frá 1926. Einn morguninn hafði hann skrifað „aðsent bréf“ til eins dagblaðs- ins. Þegar hann rétti skrifstofustúlku sinni greinarkornið, og bað hana um að slá um það og setja það í póst, gat hún þess að ritstjóri þessa sama blaðs hefði símað til þess að biðja hann um grein. Bennett tók blaðið aftur, strik- aði út orðin „Herra ritstjóri" og „Virðingarfýllst“ og lét bréfið svo fara sem grein og setti upp 60 pund fyrir! Reyfaravélin. Edgar Wallace er líklega afkasta- mesti höfundur, sem nokkurn tima hefir lifað, og varð með tímanum eins konar stóriðjuvél. Hann skrifaði einu sinni 80.000 orða skáldsögu frá föstu- dagskvöldi til næsta mánudagsmorg- uns, en að visu liafði hann bæði „diktafón" og marga ritara til að hjálpa sér. Á 60 tímum hafði hann unnið sér inn 4.000 pund fyrir forlags- réttinn, auk þess sem hann fékk fyrir þýðingar af sögunni og birtingu henn- ar neðanmáls. Laun þeirra liöfunda, sem ná frægð, eru hærri nú en nokkru sinni áður, og það er kvikmyndin, sem veldur þvi. Daphne du Maurier fékk t. d. 25.000 pund fyrir kvikmyndaréttinn að „Frenchmans Creek“. Margery Sharp 20.000 pund fyrir ,Cluny Bro\vn‘ og Ernest Hemingway 30.000 pund fyr- ir „For Whom the Bells Toll“. , Tarzan var auðlind. Enginn höfundur hefir þó grætt eins mikið á kvikmyndunum og Tarzan- höfundurinn Edgar Rice Burroughs. Sagan um gróða hans á Tarzan-sög- unum er lygilegri en sögurnar sjálf- ar. NANCY CHAFFEE, sem Bandaríkjamenn binda mest- ar sigurvonir sxnar við í tennis, tékur um þessar mundir þátt í mótinu í Wimbledon-London. — Það s'iðasta, sem hún gerði áður en hún fór frá New York var að trúlofast kunnum base-ball-kappa frá Pittsburgh. Hér sést ungfrú Nancy Chaffee dást að trúlofunar- hringnum sínum. Eyrnálokkarnir eru gjöf frá unnustanum, myndir úr gulli, sem sýna base-ball-menn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.