Fálkinn


Fálkinn - 24.08.1951, Blaðsíða 6

Fálkinn - 24.08.1951, Blaðsíða 6
6 F Á L KIN N 10 HVAR ER EVA? Framhaldssaga eftir H. COURTHS-MAHLER. ÚRDRÁTTUR. IJinn ungi verkfrœðingur, Ib Oldentoft, er kominn til fram- andi borgar, þar sem ú að op- inbera trúlofun hans og Ölmu Stuck. Af tilviljun kemst hcuin að þvi, að hún ann honum ekki, og slitur þess vegna trúlofuninni. Ilann hittir Aage Torring, vin sinn og skólabróður ú gistihús- inu, sem hann býr í. Aage er ú heimleið frú Afríku eftir 3 úra dvöl þar við júrnbrautarlagningu. Ib segir honum ekki frú fundi sínum og ungrar stúlku Evu Malte sem hann hafði hitt aðframkomna af hungri. Hann hafði hjúlpað henni, og skömmu eftir, að fund- um þeirra hafði borið saman, hafði hún fengið vinnu sem fiðlu- leikari ú kaffihúsi. Eva hefir skrifað Ib þakkarbréf og nú langar hann til að nú fundum hennar, en veit ekki hvar hún er niður komin. Dollg systir Ibs, og frú Iiaumann komu í heimsókn til lians. Dolly og Torring eru hrifin hvort af öðru, en Dolly vill ekki júta það, þar sem Torring hefir oft farið illa með hana i orða- skiptum. Nú eru þau fjögur, Ib, Aage, Dolly og frú Baumann lögð af stað til Danmerkur. Honum fannst það samt átakanlegt, að hún skyldi liafa komið að gistihús- inu, þar sem hann bjó, og flúið burt óttaslegin, er bún varð þess vísari, að hann hafði orðið hennar var. Og svo reikuðu 'hugsanir hans inn á bann- svæðið á ný. Honum fannst hann ekki þurfa að fyrirverða sig fyrir það með sjálfum sér, þó að honum félli þungt að fara frá Sviss í þessari óvissu um hag hennar og hug. Hvers vegna hafði hún verið á ferli með fiðlukassann á þessum tima sólarhringsins? Ef til vill gat liún leikið á fiðlu og hafði fengið starf, þar sem hún þurfti að nota hana. Ef til vill lék hún í liljómsveit. Ef sú tilgáta var rétt, hversu margt átti hún þá .ekki eftir að reyna! Til slíkrar vinnu þurfti sterkari taugar en hún hafði. Þannig gat hann ekki slitið hugsan- ir sínar frá lienni. Systir hans hefði vafalaust tekið eftir því, hve hugsi hann var, og strax getið upp á Evu Malte, ef hún hefði ek'ki verið svo niðursokkin sjálf í sitt hjartans mál. Hún liafði orðið að beita allri sinni stillingu til þess að sýnast róleg á yfirborðinu. Aage Torring hafði stritt henni svo mikið en þó alltaf verið kurteis og elskulcgur. Ekkert virtist hins vegar bita á hann. Hann bar sigur úr bítum í öllum þeirra viðskiptum. Sjálfur þóttist hann viss um, að hann gæti með því einu móti unnið ástir hennar, að hann kæmi alltaf fram sem hinn sterki gagnvart henni. Hún væri þrá. en samt mætti hann aldrei láta hana fá liöggstað á sér, því að slíkt mundi aðeins lítillækka hann í augum henn ar. Hann þóttist reyndar vita, að liún væri hrifin af honum, þó að hún forðaðist að tjá sig i þá átt, því að þrátt fyrir alla varfærni hennar, koin hún upp um sig við ýmis tækifæri. Greinilegast kom þetta í Ijós fyrsta kvöldið, er Ib spurði Aage, livort hann hefði skil- ið mörg kramin hjörtu eftir i Afriku. Hún hafði fölnað og augu hennar fengið þetta fjarræna augnaráð. í fyrstu hafði hann langað til þess að scgja henni með sterkum orðum hvi- líka hylli hann liefði unnið sér mcðal kvennanna, og stríða henni þannig dálítið, en hann veigraði sér við því, þar sem hann hélt, að það mundi fá of mikið á hana. Síðan hafði liann Iátið nægja að segja sann leikanum samkvæmt: „Eg sá engan kvenmann þarna suður frá, sem hafði nokkur áhrif á mig. Ástæðan er sú, að ég skildi hjarta mitt efir heima.“ Hann liafði gefið Dolly gætur í laumi, meðan hann sagði þetta og Iionuni brá i brún er hann sá að henni varð hverft við þessi orð. Hann sá, að hún skildi hann ekki. Hana grunaði allra síst, að hann ætti við hana. llún hélt, að það væri einhver önnur stúlka, sem hann hefði verið hrifinn af lieima í Dan- mörku. Þó að honum leiddist að láta liana standa í þessum mis- skilningi, gat liann ekki leiðrétt liana á nokkurn hátt eins og á stóð. Dolly var mjög afbrýðisöm lit af öllu þessu, og á heimleiðinni var lnin alltaf að sækja í sig veðrið gagnvart Aage og lét óspart rigna yfir hann napuryrðum, svo að frú Baumann varð dauðskelkuð. Gamla konan hafði ekki hugmynd um, hvers vegna Dolly hagaði sér svona. Ib grunaði það hins vegar og Aage var ekki i neinum vafa um það. Þess vegna tók hann öllum athuga- semdum hennar með stakri ró. Því hatramari, sem hún varð, þvi meira tjáði hún Aage um hug sinn til hans, þvi að enginn eyðir púðri á mann- ceskju, sem viðkomandi stendur á sama um. Ib vorkenndi systur sinni stundum i baráttu hennar við Aage, og reyndi að hjálpa henni, en þá sendi Aage honum illt augnaráð, því að liann var mótfallinn þvi að hann færi að blanda sér í málið. „Þú verður að láta mig um þetta, Ib. Ef til vill þekki ég Dolly betur en jjú, og ég er viss um, að spilið væri mér tapað, ef ég slakaði á núna. Hún verður að bera virðingu fyrir þeim manni, sem hún tekur. Vertu nú þolinmóður dálítinn tima enn- þá. Það er nógu erfitt fyrir mig stundum samt, því að hún er svo yndisleg i þrákelkni sinni oft og tíð- um, að mér liggur við að gefast upp. Mér þykir svo vænt um hana, að ég hefi heldur ekki nokkra ánægju af þvi að kvelja hana. En trúðu mér, hún mundi skopast óstjórnlega að mér og líta niður á mig, ef ég gæf- ist upp núna. Mundu. að ég hefi þekkt hana vel i mörg ár — allt frá því að hún var barn.“ Ib varð að játa, að Aage liafði á réttu að standa og blandaði sér þvi ekki frekar í mál þeirra. Unga fólkinu fannst ferðin taka enda of fljótt, en frú Baumann var orðin þreytt. Ilún þoldi illa langar járnbrautarferðir og auk þess kveið hún því, að hennar biði mikið verk heima. Það þurfti að sjóða niður ávexti og grænmeti úr garðinum umhverfis Ohlentoftshúsið, og eins og öðrum húsmæðrum fannst frú Baumann, að slíkt yrði ekki gert, svo að nokkurt lag væri á nema með því að hún stjórnaði því öllu sjálf. Þó var eldhússtúlka lijá Old- entoftunum, sem hafði verið þar í mörg ár. En frú Baumann og hún áttu í sífelldum erjum sin á milli, þvi að báðar þóttust kunna bestu aðferðirnar við sultugerð og niður- suðu. Frú Baumann, sem hafði ráð- ist til Oldentoft-fjölskyldunnar fyr- ir fjórum árum, vildi alltaf vera að reyna nýjar og nýjar aðferðir, en eldhússtúlkan var þvi mótfallin. Frú Baumann var líka óróleg og öfundsjúk yfir því, að eldhússtúlk- an liefði núna hússtjórnina alla á hendi. Hún gat ekki unnað henni þcss. Þegar þau loksins voru komin á áfangastaðinn, þá bauð Ib Aage að koma með þeim heim og dveljast hjá þeim þangað til hann hefði fundið sér góða ibúð. Þetta tilboð var svo freistandi fyyrir hann, að hann gat ekki annað en þegið það. En þegar hann spurði Dolly livort luin hefði nokkuð á móti því, svar- aði hún kuldalega: „Þér eruð gestur bróður mins, herra verkfræðingur, svo að það ætti að vera óþarfi að spyrja.“ Aage lét svarið ekki á sig fá og fór glaður í bragði til dvalar á fjöl- skylduhcimili Oldentoftsættarinnar. Á öllurn götuhornum í Buenos Ayres mátt sjá stór auglýsingaspjöld, þar sem sagt var, að hinn frægi fiðlusnillingur, Henrik Joachim, mundi halda hljómleika í stærsta liljómleikasal borgarinnar þá um kvöldið. Þegar fyrir viku var allt uppselt og það var jafnvel ógcr- legt að verða sér úti um miða fyr- ir okurverð. Það þótti mikill tón- listarviðburður þegar Henrik Joa- chim lét til sín heyra. Ilann hafði aðeins örsjaklan haldið liljómleika á síðustu árum og þá jafnan i ein- hverju sérstöku tilefni. Henrik Joachim var orðinn margfaldur milljónamæringur og bjó mestan hluta ársins á fögrum búgaði, sem hann hafði erft eftir konu sina, sem hafði verið stóíiirík. Þegar liann hafði kynnst henni, hafði hann verið mjög fátækur. Frægur varð hann ekki fyrr en eftir að hann giftist lienni. Hún hafði jafnan fylgt honum á hljómleikaferðum lians. Hún hafði verið mjög hreykin af honum og farið með honum viða um heiminn. Barnlaus voru þau, svo að Iiann eignaðist öll auðæfi hennar við lát hennar. Sjálfur hafði hann svo einnig safnað miklum auði, svo að hann var hættur að leggja i lang- ar hljómleikaferðir. Síðustu tvö ár- in hafði hann aðeins örsjaldan lát- ið til sín heyra i næstu stórborg við búgarðinn, en lifði rólegu lífi uppi í sveit. Henrik Joachim var kominn til borgarinnar fyyrir tveimur dögum og bjó á besta gistihúsinu. Herbergi hans voru orðin að blómgarði. Að- dáendur luins sáu fyrir því. En varla glöddu þessi blóm öll þó Juggjandann. Ilann hafði þegið svo mikið lof og skrum á undanförnum árum að hann var orðinn Jireytt- ur á öllum þessum látum og send- ingum. Stórhorgarlífið var hætt af gleðja hann. Eftir að liann hafði misst seinni konuna vildi hann lifa í ró og næði. Hann var einmana og tilfinningaríkur og naut endurminn- inganna um hjónabandið best i ein- verunni. Það kostaði þvi mikið nudd að fá hann til að koma fram opin- bcrlega nú orðið. Meðan hann dvaldist i borginni, mataðist hann venjulega uppi á her- bergjum sinum i gistihúsinu ásamt einkaritara sinum, sem fylgdi hon- um jafnan, hvert sem hann fór. Einn- ig var jafnan í ferðum með honum gamall herbcrgisþjónn, sem þekkti allar óskir hans og kenjar og upp- fyllti allt sem hjarta hans þráði, áður en um liað var beðið. Þetta kvöld hafði Henrik .Toachim samt sem áður fengið sér sæti í borðsalnum. Hann vissi ekki sjálf- ur, hvers vegna hann var einmitt núna gripinn Jieirri löngun að breyta til og borða innan um fólk. Seinna var hann vanur að segja, að J)að hefði verið forsjónin, sem leiddi hann þangað þetta minnistæða kvöld. Koma hans í salinn vakti al- menna athygli. Allra augu beindust að liessum tígulcga manni með sérkenni lega höfuðið og gráskotið, hrokkið hár. í sólbrúnu andlitinu leiftruðu grá, mikilúðleg augu, og hátt og hvelft ennið sýndi, að þarna var ekki aðeins listamaður á ferð, held- ur einnig gáfumaður. Hann hlaut að vera liðlega fimmtugur, en hann var þó ennþá mjög grannur og ung- legur. Hann gekk teinréttur og virðu- legur til borðs síns og settistniður. Einkaritari hans var höfðinu lægri en húsbóndi hans og á að giska tmi Jtrítugt. Öll var persóna hans heldur lítihnótleg við fyrstu sýn. En augun voru gáfuleg. Hann beið, uns húsbóndi hans Hafði fengið sér sæti, en settist síðan niður gegnt honum. Henrik Joachim renndi augunum rólega yfir salinn, en allt í einu mrettu honum augu, 'sem störðu á hann undrandi. Hvar hafði hann séð þennan miðaldra mann áður? Honuin virtist andlitið kunnuglcgt, en hvernig átti liann að þekkja aft- ur alla þá menn, sem hann liafði lauslcga kynnst á ferðum sinum. En þó — honum fannst, að hann hlyti einhvern tíma að hafa staðið í nánara sambandi við þennan mann sem horfði nú á hann eins og spurn- ingarmerki. Loksins stóð ókunni maðurinn á fætur og gekk til hans, knúinn af ósýnilegu afli. „Henrik — ert Jjetta í raun og veru þú, Henrik?“ stamaði liann og rcyndi að brosa. Það fór að renna upp ljós fyrir Joacliim. Viss var liann Jió ekki um, hver maðurinn væri, en smátt og smátt skýrðust í Iiuga hans minn- ingar frá löngu liðnum tímum, sem skaut upp á yfirborðið. „Fyrirgefið •— mér — mér finnst að ég ættti að jjiekkja yður. Getið þér hjálpað mér við að rifja upp hvers vegna?“ „En Henrik jió — ég þekki þig strax þó að þú hafir breytst mikið. Manstu ekki eftir gömlum vini og skólabróður, Gunnari Broberg? Við áttum J)ó margar ánægjulegar stund- ir saman 1 æsku.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.