Fálkinn


Fálkinn - 24.08.1951, Blaðsíða 8

Fálkinn - 24.08.1951, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN MISS AMERICA I PARlS. Miss America 1951, sem réttu nafni heitir Yolanda Betbeze, var boðin til Frakklands eftir að hún öðlaðist „tigninau og sést hér ný- lent á OrlyflugveTlinum við París. MISS VESTUR-BERLlN fyrir 1951 var kosin í sumar og varð fyrir válinu 19 ára tisku- sýnistúlka, Ingeborg Fencher. — Hún er hér í miðjunni. ÞAÐ BORGAÐI SIG! Fegurðardrottningarnar eru fæst- ar öfundsverðar. Þeim skýtur upp eins og fállegum flugeldi, sem slokknar fljótt og gleymist síðan. Og stundarmeðlætið hefir oftast í för með sér erfiðari daga eftir á. — Monique Bertrand, fegurð- ardrottning frá París, er undan- tekning. Hún hafði það upp úr drottningartigninni að giftast for- ríkum manni, sem getur álið önn fyrir henni og sýnt hana prúð- búna á tiskustöðum Frakklands. SANNARLEGA VAR ÞETTA leiðinlegt, sagði dr. med. Manild við Vivi frænku sína, sem kom hlaupandi upp húströpp- urnar hjá honum, „en það var verið að biðja mig um að koma í sjúkravitjun." Hann kyssti hana á kinnina. „Eg vona að þú bíðir eftir mér, góða mín — ég verð víst ekki lengi, og inni í stofu sit- ur skemmtilegur maður, sem get- ur stytt þér stundir á meðan.“ Vivi horfði á eftir þessum stór- gerða manni og veifaði til hans er 'hann setti bílinn í gang. Þegar 'hún kom inn í sólríka dagstofuna stóð ungur maður upp úr hægindastól og foneigði sig. „Mathias Warren!“ hugsaði hún forviða með sér, áður en hann komst til þess að kynna sig. 1 VOGEL SIMONSEN: $tjörn gærkvöldi hafði hún séð hann í kvikmynd — vinsældir hans voru stórkostlegar, einkum hjá kven- fólkinu. Að hugsa sér: að standa þarna andspænis honum í eigin persónu. Jæja, hún hafði nú ekki neitt sérstakt dálæti á leikurum — „ég hefi ekki neitt sérstakt dálæti á neinum“ hugsaði hún með beiskju, og minntist trúlof- unarinnar sinnar, sem hafði far- ið út um þúfur alveg nýlega. Þessi ungi, borginmannlegi maður með fallegu djúpbláu aug- un undir rauðjörpu hárinu beið þangað til Vivi hafði sest. Hún afþakkaði að setjast í hæginda- stólinn, sem hann hafði setið í. „Það verður ekki langt þangað til dr. Manild kemur aftur,“ sagði hann. „Það gerir ekkert til,“ svaraði hún samstundis, „ég læt mér aldr- ei leiðast.“ Hún kastaði höfðinu til þess að hreyfa hárið af enn- inu, og tók bók út úr skápnum. „Þér þurfið ekki að hugsa um að skemmta mér, lesið þér bara dagblaðið áfram.“ Hann horfði rannsakandi á hana um stund. Hún var sest og hallaði sér yfir bókina sína. Svo tók hann blaðið og hélt áfram að lesa. Það var alveg hljótt í stofunni — fluga suðaði í glugganum og síðdegissólina lagði inn um allt. Ekkert heyrðist nema skrjáfið í blaðinu og bókinni. „Æ!“ Vivi tók allt í einu um kinnina á sér — nú kom kvölin aftur í skrambans tönnina! Hún hafði verið með tannpínu í nokkra daga. Hún stóð upp og gekk að litla borðinu í horninu, þar var síminn. Hún hringdi til tannlækn- isins og bað um viðtalstíma þá um daginn. Warren stalst til þess að horfa á hana, bak við blaðið. „Laglegur vöxtur,“ hugsaði hann með sér, „hún kemur eiginlega eins og hún væri kölluð. Svolítið hálfsmánað- ar ævintýri núna — meðan Gertie er í fríinu ... . “ Nú starði hann á hana, án þess að fara dult með. Sóknin var haf- in. Vivi lét sem hún sæi 'hann ekki, en þegar hún hafði slitið síma- sambandinu heyrðist rödd Warr- ens: „Þetta var mjög áríðandi samtal, var ekki svo?“ Tónninn var fremur oflátungslegur. uhrap Vivi leit á hann. „Hvað eigið þér við? Eg hefi tannpínu - munduð þér kannske ekki fara til læknis undir þeim kringumstæðum?" „Gátuð þér ekki hinkrað með að hringja, þegar við vorum ein saman?“ Röddin var lokkandi. — Hann gætti þess að tala hæfilega lágt. Honum reyndist það áhrifa- mikið, venjulega. Vivi kipraði varirnar, henni var engin ástleitni í huga. Þegar hún leit upp stór dr. Manild í dyrun- um: „Jæja, nú fáum við te!“ kall- aði hann glaðlega. „Gerið þið svo vel!“ Vivi stóð upp og gekk fim og leggjagrönn inn í borðstofuna. Warren kom hugsandi á eftir. --------Vivi setti frá sér tóm- an bollan. „Jæja, nú má ég til að fara,“ sagði hún. „Eg á að vera komin til tannlæknisins eftir tíu mínútur. Þökk fyrir teið, frændi.“ Hún kyssti hann á ennið. Warren hafði líka staðið upp. Hann þagði. Stóð í þannig stell- ingum að líkamsvöxtur hans nyti sín sem best. Vivi rétti honum höndina og sagði: „Verið þér nú sælir, herra Warren!“ Hann tók ekki í höndina. „Eg fylgi yður til tannlæknisins," sagði hann óðamála. Vivi hafði hvasst svar á vör- unum — um stúlkur, sem helst vildu vera í friði fyrir oflátung- um, en hún þagði vegna þess að frændi hennar var nærstaddur. Þau gengu niður götuna. Vivi með hattinn í hendinni. Haust- svalinn lék um hana, svo að roði kom í kinnina. „Þér kunnið best við yður hatt- laus?“ spurði Warren og horfði á fallegt hár hennar. Hún kinkaði kolli. Hún varð að stíga tvö skref fyrir hvert eitt, sem hann steig. Hún nam staðar við bókabúðarglugga. „Þarna er nýja bókin eftir Sin- clair Lewis,“ sagði hann. „Já, það var einmitt hún, sem ég var að horfa á.“ „Hann er uppáhaldshöfundur minn!“ Warren 'horfði spenntur á hana. „Líka yðar?“ Vivi gleymdi sér alveg og brosti til hans. Hann kvittaði fyrir með því að brosa enn hlýjar. Nú þóttist hann ekki í vafa um að hann hefði sigrað hana fullkomlega. Eftir hálftíma mundu þau sitja saman í sófanum heima hjá honum, í hálfrökkri. — Hann fékk ávallt sínu fram- gengt. Svo rétti hann úr sér og spurði: „Má ég gefa yður bók- ina?“ Á næsta augnablikl hafði Vivi áttað sig. „Þakka yður fyrir sam- fylgdina," sagði hún upphátt, „ég vil helst halda áfram ein.“ „Já, en .... hefi ég móðgað yður?“ Röddin var flauelsmjúk. „Alls ekki.“ Hún brosti alúð- lega, ópersónulega. „En ég er vön að gera það, sem mér dettur í hug. Og nú vil ég vera ein.“ „Já, en .... Vivi... . ?“ „Eg heiti ungfrú Sander?" „Hvers vegna eruð þér svona ónotaleg?“ „Hvers vegna eruð þér svona ágengur?" Nú varð þögn. Svo smáhóstaði Warren og sagði brosandi: „Fæ ég ekki að vita, hvar þér eigið heima, ungfrú Sander?“ „Þér skuluð ekki dirfast að senda mér orkideur." Hún mátti nú til að hlæja, þrátt fyrir allt. „Mér er illa við orkideur og yfir- leitt við allan vermihúsagróður. Starandi augu o. s. frv.“ Og svo var hún 'þotin. Warren stóð þarna gónandi, eins og hon- um hefði verið gefið utan undir. Stúlka, sem fyrirleit útbreiddan faðm kvennagullsins mikla! Hann var hugsandi er hann ranglaði á- fram niður götuna. Daginn eftir var hann orðinn sammála sjálfum sér um, að þetta hefði verið lúalegt framferði af hennar 'hálfu. Þegar hann hugs- aði sig um, mundi hann vel ein- staka stúlku, sem ekki hafði fallið honum til fóta við fyrstu atrennu. Þær voru sumar svo, að þeim fannst heiður sinn liggja við, ef þær gerðu honum ekki sigurinn dálítið dýrkeyptan — mjög erfið- ur hafði hann aldrei orðið honum. Ef ekki tókst í fyrstu atrennu, þá tókst það alltaf í annarri. Engin

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.