Fálkinn


Fálkinn - 24.08.1951, Blaðsíða 14

Fálkinn - 24.08.1951, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN ALI BABA OG HINIR 40 RÆNINGJAR Kristján Rögnvaldsson. Jón Rögnvaldsson. 21. Ali Baba stóð við dyrnar, þegar viðsmjörssalinn kom. „Góði herra,“ sagði gesturinn, „ég kem iangt að með viðsmjörið mitt, og mig langar til þess að selja það hér í borginni. En ég þekki ekki nokkurn mann hérna, og veit ekki hvar ég á að fá inni í nótt. Viljið þér ekki hýsa mig og múl- dýrin mín?“ AIi Baba var góðmenni og sagði undir eins: „Velkominn, kæri herra, komið þér nær! Og svo tók gesturinn baggana af múldýrunum og gaf þeim. Þegar því var lokið, var honum boðið inn í húsið og bornar fram bestu krásir. Ali Baba bað Morg- önu að búa um í gestaherberginu. Gesturinn sagðist vel geta sofið i hest- húsinu, en ekki var við það komandi. 22. Gesturinn bölvaði Ali Baba í liuganum fyrir gestrisnina, þvi að þetta var enginn annar en ræningja foringinn, og viðsmjör var aðeins i einum af þessum 40 belgjum. 1 hin- um voru 39 ræningjar. Áformið var svona: Þegar allir voru sofnaðir áttu ræningjarnir að skríða úr belgjunum og drepa Ali Baba, konu hans og allt heimafólk. Þetta var sniðug áætlun, en sem betur fór uppgötvaði Morg- ana allt i tæka tíð. Þegar Morgana fylgdi gestinum til sængurs, baðst hann þess að fá að lita til múldýr- ana sinna áður en liann færi að sofa. Meðan hann var úti sagði Ali Baba Morgönu að liafa bað tilbúið handa gestinum morguninn eftir og gefa honum vænan ketsúpudisk á eftir. Á meðan gekk ræningjaforinginn milli belgjanna og sagði mönnum sínum að þeir ættu að koma þegar hann kast- aði smásteinum á belgina. I skæru sólskini ætti ekki að vera léngur en 20 mínútur í einu í sólbaði, fyrsta kastið, og gæta þess jafnan að núa NIVEA-smyrslum rækilega á hörundið. NIVEA styrkir húðina, varnar hættulegum og sárum sól- bruna og gerir húðina dökka. Dekkri og hraustari húð með NIVEA Skáldin ausa ekki upp gulli. Frh. af bls. 5. Hann var umsjónarmaður i stór- verslun, en gerðist rithöfundur vegna þess að húsbóndi hans neitaði honum um 5 punda kauphækkun. Burroughs hefir gaman af að segja frá þessu, þegar hann sýnir bæinn Tarzana í Kaliforníu, sem eingöngu er byggð- ur fyrir ágóðann af Tarzan-sögum og kvikmyndum. Burroughs skrifaði 45 Tarzan-sögur og yfir 100 lengri og styttri kvikmynd- ir um Tarzan. Tarzan-sögurnar hafa komið út í 30 milljón eintökum og á 50 tungum. Burroughs hefir aldrei til Afriku komið, þó að sögurnar gerist þar, enda varð honum á sú skissa í fyrstu sög- unum, að láta tígrisdýr koma þar við sögu, en þau eru ekki til í Afríku. Svo breytti hann tígrisdýrinu í Ijón og fáir tóku eftir því. Síðari árin skrifaði liann ekki Tarz- an-kvikmyndirnar sjálfur, en seldi kvikmyndafélagi réttindin til að nota persónur hans eins og það vildi. — Metro-Goldwin-Mayer hefir gert þrjár Tarzanmyndir, sem hver um sig kost- uðu yfir milljón dollara, og grætt á þeim öllum. Johnny Weissmiiller var lengi vel frægastur allra Tarzana, en fyrir nokkrum árum tók leikarinn Lex Barker við. BÖRN. Frh. af bls. 10. (Rétt ráðning: A nr. 2, B nr. 4, C nr. 2, D nr. 1, E. nr. 4 og F nr. 3). en meginhluti liennar var svo fluttur hingað suður loftleiðis. Mun það vera í annað sinn, sem garðyrkjusýning er flutt þannig milli staða liérlendis, en haustið 1949 fluttu Loftleiðir sýn- ingu Garðyrkjufélags íslands á VII. Norðurlanda garðyrkjusýninguna, er lialdin var í Helsingfors. Sá flutning- ur tókst það vel að þrátt fyrir ófyrir- sjáanlegar tafir og að skipta varð um vél í Stokkhólmi, þar eð 4. hreyfla vél gat ekki lent í Helsingfors, að þá fékk Garðyrkjufélagið önnur verð- laun fyrir sýningu sína. Sýning sú, sem nú er nýlokið er algjört nýmæli í okkar ræktunarmál- um og eiga þeir 'bræður Jón og Krist- ján á Akureyri miklar þakkir skildar fyrir að liefjast lianda um hana fyrir málum og er garður hans svo til opinn almenningi til sýnis, yndis og fróð- leiks í þessum efnum. Fólk kunni vel að meta sýningu þessa og vonandi verður áframhald á slíku, þvi að fyrr en heimilin kynn- ast og þekkja gróður sinn, þykir þeim ekki fullkomlega vænt um hann. Fólk skrifaði sig á lista í þeirri von að hægt yerði að fá þær tegundir, scm það helst óskaði eftir að vori, og nú veit það ennfremur livað ])að er að biðja um í garðinn sinn þ. e. a. s. þeir sem notuðu sér sýninguna. Forseti íslands hr. Sveinn Björns- son, sýndi forráðamönnum sýningar- innar þann heiður að skoða hana, og hefir hann margsinnis sýnt þjóð okk- Frá Akuregrarsgningunni. norðan. Er það ekki i fyrsta skipti, sem þeir sýna framsýni og dugnað i þessum málum. Sýning þeirra var svo til alveg plöntur úr þeirra eigin safni eða garðyrkjustöð. Ennfremur sýndi ræktunarráðu- nautur bæjarins E. B. Malmquist mik- inn dugnað og ósérplægni að koma þessari sýningu á hér. Sýndi þetta og sannaði að þetta var einmitt það, sem fó4k vantaði í sambandi við sinn virð- ingarverða áhuga í ræktunarmálum þessa bæjar, honum til ómetanlegs menningarauka og Iiróðurs út á við. Á sýningunni voru um 300 tegundir og afbrigði, svo að nóg er úrvalið, sem hægt er að rækta hér. Sýningunni bárust um 70 teg. frá hinum fræga og fjölslcrúðuga garði Kristmanns Guð- mundssonar i Hveragerði, en hann liefir sýnt lofsverðan áhuga í þessum ar hve áhugasamur hann er um rækt- unarmenningu hennar. Eg tel að sýningin hafi verið fróð- leg, skemmtileg og hvatning til mun rrieiri raíktunarátaka i skrúðgarða- ræktinni og gleymum ek’ki ávarps- orðunum, sem stóðu letruð í hlýlegum en sterkum litum í sýningarskálanum: „Gerum Reykjavík að fagurri og gróð- ursælli borg.“ Þeir Ingólfur Daviðsson og Ingimar Óskarsson útskýrðu heiti og fræddu fólk um plönturnar eftir því sem við var komið og hafði það að sjálfsögðu sitt góða gildi í sambandi við sýn- inguna. Þá gafst fólki kostur á að líta yfir Skólagarða Reykjavíkur um leið og sjá með eigin augum að þar er verið að leiða æslcuna inn í athafnir og ræktun ekki í orðum heldur gjörð- um. S. H

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.