Fálkinn - 28.09.1951, Qupperneq 12
12
FÁLKINN
Framhaldssaga eftir Jennifer Ames.
Janet Taman
Spennandi ástarsaga, viðburðarík og dularfull. —
Hann kemur í bifreið í dag. Hann hefir
mikinn áhuga á Salt Harbour sem ferða-
mannabæ í framtíðinni.
— Eg kom liingað með sama skipi og
Sir Jolrn. Eg vil gjarnan koma.
Að svo búnu kvaddi Heather og fór.
Janet borfði á liana fara burt í Limousine-
bifreiðinni. Er hún sneri við til þess að
fara inn aftur, stóð faðir hennar fyrir aft-
an bana.
— Hvert var erindi ungfrú Wyman?
spurði hann.
HÚN yfirvegaði livert orð áður en liún
sagði það. — Eg lield, að þetta hafi fyrst
og fremst verið í hurteisisheimsókn. Við höf
um verið kynntar livor fyrir annarri, svo
að lienni hefir fundist skyldan bjóða að
að líta inn, er hún vissi, að ég var hér, og
bjóða mér að búa bjá sér.
— Og þú vilt heldur búa hjá henni en
mér.
— Eg vil lielst búa hjá þér, pabbi.
— Barnið mitt! Hann tók um báðar hend-
ur henni og virtist varla geta komið upp
orði — svo hrærður var hann.
— En, byrjaði liann eftir góða stund. —
Það væri ef til vill ekki svo fráleit hug-
mynd, að þú flyttir til Wymansfólksins
og byggir þar. Eg vil ógjarna, að þér verði
blandað inn í neitt.
Hún spurði ekki hvað hann ætti við.
— Mér var boðið þangað í „cocktail“-
veislu í kvöld kl. 6. Mig langar til þess að
fara. Sir John Harcourt Graham, vinur
minn, verður þar.
— En livað með þennan unga mann,
herra Brown, sem þér hittuð á skipinu?
Ilann spurði með ásökunartón í röddinni.
— Hann er mjög aðlaðandi! Hann býr
hjá Wymansfólkinu. Hún reyndi að tala
blátt áfram og eðlilega, en átti bágt með
það.
— Brown! Mjög algengt nafn, sem menn
taka ekki sérstaklega eftir, en ég tek eftir
því. Það liefir sérstakt gildi fyrir mig. Er
eða er hann .... Hann lauk ekki setning-
unni, en byrjaði í þess stað á annarri nýrri.
— Hvað var hann að gera inn til þin um
miðja nótt á skipinu?
Hún fann að liún roðnaði. — Eg-----------
það var af misgáningi, pabbi.
— Misgáningi! Einkennilegur misgáning-
ur það. Baðstu bann um að koma?
— Nei, nei, auðvitað ekki.
Hann tók þéttingsfast utan um úlnlið
hennar. — Neyddi hann kunningsskap sín-
um upp á þig? Var bann----------■—? Ef svo
er, þá skal ég drepa liann — drepa hann
með mínum eigin liöndum.
Ilenni fannst útlit hans fyllilega benda
til þess, að hann meinti það, sem hann
sagði. Augun voru tryllingsleg og blóð-
hlaupin og hendurnar krepptar. Þannig
liefði liann líklega litið út, þegar liann
drap föður Jasons.
— Pabbi, þú mátt ekki tala svona, sagði
Janet. Það var ekkert ljótt eða óheiðar-
legt við komu Jasons. Hann mundi aldrei
— Hvaða erindi átti hann þá inn í her-
bergið til þín um miðja nótt?
— Eg hefi þegar sagt þér það. Það var
af misgáningi.
Hann ldó grófgerðum lilátri. — Svo að þú
reynir að bera blak af lionum, Janet?
— Eg — — Hún horfði undan. — Við
vorum góðir vinir.
—- Þetta er ekkert svar. Ert þú ástfangin
af honum.
Hverju gat hún svarað. Hún beit í var-
irnar.
— Eg skil. Þú ert lirifin af honum. Eg
vona aðeins, að hann sé góður og traustur
maður. En einhvern veginn liefir það læðst
inn bjá mér, að liann sé rakinn þorpari.
— Nei, pabbi, það er hann alls ekki. Eg
get svarið það.
— Hvaða erindi átti bann þá inn í klef-
ann til þín?
— Eg ei búin að segja þér það. Hann
fór klefavillt. Hann ætlaði inn í klef------
Hún hætti og beit á vör.
— Þú átt við að bann muni liafa ætlað inn
í klefa Greermans? I reiðr, sinni varpaði
hann spurningunni fram umbúðalaust, en
sá fljótt eftir því. Gleymdu því nafni!
Gleymdu því! Stundum er eins og ég viti
ekki, hvað ég geri eða segi. Hann strauk
hendinni um ennið.
— Ætlar þú að giftast honum? spurði
hann.
Janet vissi ekkert hvernig liún átti að
snúa sér í þessu gagnvart föður sínum.
Hún vildi umfram allt eyða öllum grun
hans i garð Jasons.
— Það — það veit ég ekki, faðir minn.
— Hvers vegna veistu það ekki? Þú
hefir þó óbeint viðurkennt, að þú elskir
bann.
— Já, en það þarf tvo aðila til þess að
stofna hjónaband.
— Átt þú við að hann vilji ekki giftast
þér? Hefir bann kannske svikið þig? Rödd
hans var aftur orðin æst.
— Nei, nei. En það er of snemmt að fara
að hugsa til hjónabandsins. Eins og þú veist
þá býr hann hjá Wymansfólkinu, bætti
hún við og forðaðist að líta fram-í hann.
— Hann kemur langa leið til þess að
fara í heimsókn. Vissi liann að þú mundir
verða hér? Var það það, sem dró hann
hingað? Eða .... Hann hætti ennþá einu
sinni. Eg trúi því ekki, að þú dyljir mig
einhvers. Þú mátt ekki bregðast mér Janet.
Hann hafði skyldilega breytt um tón. Hann
tók utan um hana og rödd hans var næst-
um því biðjandi. Hún fann til meðaumkv-
unar með honum. Var hún ekki einmitt að
svíkja föður sinn með því að dylja hann
sannleikann um Jason? hugsaði hún með
sjálfri sér.
— Nú, þarna eruð þér, ungfrú Wood.
Eg sá gesl yðar fara burt fyrir skammri
stund.
Dr. Kurtz hafði komið hljóðlaust inn í
stofuna. Hann stóð við gamla útskorna ar-
ininn og neri grannar, knýttar hendurnar.
— Hafði ungfrú Wyman eitthvað sér-
stakt að sgja? liélt hann áfram.
— Hún spurði mig livort ég vildi ekki
búa hjá þeim. Og svo bauð hún mér til
„cocktail“-drykkju í kvöld.
— Það var vingjarnlegt af lienni að
bjóða yður til sín, en — þér liafið vafa-
laust skýrt henni frá, að þér ætluðuð að
dveljast hér áfram lijá okkur?
— Það gæti verið að hún viídi lieldur
búa þar, Kurtz, skaut faðir hennar að. —
Það kann að vera ágæt hugmynd.
— Alls ekkr, Lawton, Kurtz leit á hann
með undrunar- og fyrirlitningarsvip — Eg
held, að þú vanmetir hæfileika vora til
þess a ðskemmta ungfrúnni Nei, ég er
viss um, að ungfrú Wood er mér sammála
um það, að það sé best fyrir hana að búa
bér hjá okkur, meðan hún dvelst Salt
Harbour. Hann talaði blíðlega, en þó
eins og sá er valdið hefir. Hann taldi
þetta greinilega útrætt og ákveðið mál.
En faðir hennar var alls eklci á sama
máli.
— Eg held nú samt, að það væri best
fyrir hana að fara þangað. Það verður
skemmtilegra fyrir hana þar. Hvers vegna
ætti hún ekki lika að gera það?
— Af því að ég kæri mig ekkert um það!
Það er í sjálfu sér nægileg ástæða! Rödd
Kurtz var nú ekki lengur blíð, heldur
hvöss sem rýtingur. Hann starði á Lawton.
Janet gaf frá sér veikt hljóð, sem livorug-
ur heyrði er hún sá hið eitraða augnaráð
hans. Þó að enginn fjandskapur væri milli
þessara manna á yfirborðinu, þá var það
orð þó of milt til þess að lýsa tilfinningum
þeirra í garð hvor annars.
— Eg skil ekki hvernig þú kemst að þess-
ari niðurstöðu! sagði Lawton. Janet fannst
hún finna hræðsluvott í hinni annars þungu
og ásakandi rödd.
— Vertu þá ekkert að brjóta heilan um
það. Skilningur liefir aldrei verið þin sterka
hlið, Lawton! Það var djúp fyrirlitning í
rödd Kurtz. Blóðið þaut fram í kinnarnar
á Lawton. Hún sá að hann kreppti linef-
ana. — Stilltu þig, Lawton! Aftur gall rýt-
ingsrödd Kurtz við. Þú veist, hvað verður,
ef þú gerir það ekki. Það var greinileg
ógnun í röddinni. Janet liorfði óróleg á föð-
ur sinn, en hann hreyfði livorki legg né
lið, þar sem hann stóð. Hunn dró andann
þungt og starði á Kurtz.
En með tillýti til „cocktail“-gildisins,
ungfrú Woods, sagði dr. Kurtz og sneri sér
að Janet, þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu,
að þér farið þangað. Það mundi þvert á
móti gleðja mig, ef þér færuð. Það er gam-
an að vita, hverjir heimsækja Wymans-
fólkið. Þér skýrið mér frá því, er þér kom-
ið aftur — og öllu öðru er þér kunnið að