Fálkinn


Fálkinn - 12.10.1951, Blaðsíða 4

Fálkinn - 12.10.1951, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN lohn Piermont II. Eini raunverulegi sigurvegarinn í fyrri heims- styrjöldinni. — JOHN PIERMONT MORGAN hinn fyrsti haföi sífellt gætt sín fyrir •kastljósum almennings, og eins og flestum fjármálamönnum leið honum best bak viö tjöld fjárhags- og stjórn- málanna. Þessi fælni við að láta taka eftir sér, var um langt skeið talin stafa af því að nefið á lionum var vanskap- að. — J. P. hinn annar var hins vegar vel skapaður frá hvirfli til ilja, liár og þrekinn maður, sem mikið sópaði •jð, maður sem sómdi sér prýðilega. En eigi að síður var hann jafn lirædd- ur við ljósmyndavélar og fréttamenn eins og Greta Garbo er. Þegar hann var 22 ára — 1889 — gerðist hann meðeigandi Morgans- bankaútbúsins í London. Þar varð hann hrifinn af lífsvenjum Englend- inga. Tólf árum síðar sat hann í Wall Street nr. 23 í New York, sem hægri hönd föður sins. Öðrum 12 árum síð- ar dó faðir hans, 76 ára gamall. Og 46 ára steig John Piermont II. í fjár- málahásætið. Hann tók upp þá megin- reglu að enginn Gyðingur mætti fá stöðu í fyrirtækinu. Hálfu öðru ári síðar gerðist það, sem varð mestum hluta mannkynsins hyldýpi hörmunganna: Fyrri heims- styrjöldin hófst. En úr útsýnisturni Morgan Company sáust aðeins bestu horfur á feikna miklum gróða. Fyrstu skotunum liafði verið hleypt af, þegar enski sendiherrann i Wash- ington, sir Artliur Spring-Rice, settist í stólinn fræga hjó Morgan. Spurning hans var ofur einföld. Var Morgan reiðubúinn til að láta hreska heims- veldinu i té allt það peningamagn, sem hann réð yfir? Morgan hugsaði sig ekki um svip- stund. Hann sagði undir eins já. Þeir stóðu báir upp, tókust í hend- ur, alvarlegir og virðulegir. Stærsti fjármálasamningurinn í veröldinni hafði verið gerður og stjórnmálalega skoðað sá þýðingarmesti. Engin sér- atriði voru rædd. Engin skjöl, engar undirskriftir fóru á milli þeirra. Þetta „Yes“ fró peningafurstanum nægði. Eips og gefur að skilja veðjaði Morg- an öllu á einn hest. Hefðu úrslit styrj- aldarinnar orðið önnur mundi Morgan & Co. hafa gert lökustu verslun sína, og ef til vill þá síðustu. En það fór svo að Morgan sat eftir með vinninginn. Ef til vitl varð hann eini sigurvegarinn í fyrri heimsstyrj- öldinni. Þeir eru líka til, sem segja, að það hafi verið Morgan fremur en nokkur annar maður, sem með ótal samböndum í stjórnmálalífinu, blöð- unum og viðskiptaheiminum, knúði Bandaríkin í stríðið, liægt og bítandi. Fjárhagslega hafði Morgan-jáið í för með sér heimsbyltingu i fjármál- um. í einu vetfangi hættu Bandaríkin að verða skuldunautar en breyttust i lánardrottin. J. P. hinn fyrri hafði vakið furðu samtiðar sinnar með ægilegum fjár- málafyrirtækjum, eins og þegar hann áríð 1901 tilkynnti stofnun United States Steel Corporation, sem réð yfir stofnfé að upphæð yfir fjóra milljarð krónur. Þetta var hinn fyrsti „millj- arð-dollara-hringur.“ I samanburði við athafnir .1. P. síðara, sem náðu til alls heimsins, varð milljarð-hringur- inn ekki nema smáræði. Örlög heilla þjóða urðu háð einu orði af munni Morgans hins síðara. Rödd lians sjálfs heyrðist hvergi. En orð hans voru endurtekin á. öllum tungum heims, af mælskum stjórnmálamönnum, sem höfðu smurt á sér munnvikin. Þegar „svarti fimmtudagurinn“ — 24. október 1929 — batt erida með skelfingu á spókaupmennsku, sem hafði vaxið í njóla á árunum fyrir 1930, var Morgan cnn einu sinni sá, sem hafði taumhaldið — bak við tjöldin. Látið kreppuna halda sína leið! var ráðið, sem hann gaf Hvíta liúsinu. Bankarnir urðu gjaldþrota á báða bóga. Aðeins Morgansbankarnir — og af þeim voru margir tugir — stóðust áfallið. Hoover forseti gerði ekkert til að lægja kreppuna. Milljónir manna lentu i atvinnuleysi og sulti. Neyðin hrópaði himinhátt. En ríkissíminn hafði talað: Látið kreppuna lækna sig s.jólfa! Það var alls ekki ljótur draumur heldur bláber sannleikur, að þvi fá- tækari sem þjóðin — og um leið fjöldi spekúlanta sem höfðu verið miður for- sjálir — varð, því ríkari varð Morgan. Öll fyrirtæki hans áttu alltaf 100% fyrir skuldum. Morgan ótti sitt á því þurra, í ríkisskuldabréfum og þvílíku. Hvert einasta hrun á kauphöllinni. verðfall á fasteignum og vörum í heiminum, var vatn á myllu hans. Þeir fcðgar báðir hefðu vafalaust getað orðið forríkir, ef þeir hefðu kært sig um. Skarpskyggnustu hag- fræðingum hefir verið róðgáta hvernig þeir kornust hjá að verða efstir á milljarðamæringaskrá Bandaríkjanna. John P. I. tífaldaði auð þann, sem hann erfði. Fólk varð mest hissa á að hann skyldi ekki hundraðfalda hann. Skýringuna á þvi að dánarbú Morg- ananna hafa ekki numið nema smá- slöttum upp á nokkur hundruð milljón krónur, er fyrst og fremst að finna í slyngri bókhaldslist. Morganfjölskyld- an með hinar óteljandi og órannsakan- legu greinar um allan viðskipaheim- inn, hefir aldrei verið i vandræðum með að skipta gróðanum á sem hag- felldastan hátt. f forsetatið Franklins D. Roosevélts var hafin sókn — máske enn hávær- ari en luin var áhrifamikil — gegn meintum skattsvikum í liinum ríkari fjármálaheimi. Broddur þeirra sókri- ar sneri að Morgan og fyrirtækjum hans. Nú átti að neyða Morgan & Co. til ])ess að leggja öll plögg á borðið. Ýms- ir álitu að höfuðbækur Morgans yrðu langsamlega mest spennandi lesmál á jörðinni. En Morgan hlaut þann sigur alveg ókeypis að geta sannað, að bankar hans og hlutafélög, sem aldrei hefðu verið undir eftirliti opinberra aðila, hefðu staðist storminn í fjögur ár „svarta fimmtudaginn," en fjöldi láris- stofnana, sem liöfðu verið rannsakað- ar, óbyrgstar og undir eftirliti stjórn- skipaðra endurskoðenda, hefðu farið á hausinn. Þegar hann var spurður um hvort hann greiddi fullan skatt svar- aði Morgan: „Sá maður er fábjáni, sem ekki notar sér hverja smugu, sem til er í skattalögunum.“ í þessari viðureign kom það á dag- inn að Morgan hafði árum saman gefið ýmsum kunnum stjórnmála-, blaða- og kaupsýslumönnum verulegar fjárupp- hæðir. Þotta vakti ekkert’stórhneyksli. Fólk lét duga að brosa að því. Það kvað hafa komið fyrir einu sinni — aðeins — að maður, sem var jafn djarfur og hann var óreyndur, hafi við samningaborðið hjá Morgan látið í ljósi efa á því, hvort hann héldi ýms loforð, sem hann gaf. Nú varð ónotaleg þögn. Enginn viðstaddur hreyfði sig eða sagði orð. Andlit allra, líka Morgans, horfðu þegjandi á manninn. Allir voru á nálum. Loks varð syndarinn að stynja upp afsökun, sótrauður í fram- an. í fávisku sinni hafði hann rengt eina helgisöguna i Wall Street, um VEIIÍINDI GEORGS KONUNGS. Fjöldi manns safnaðist saman fyrir utan Buckingham-höllina í London til þess að fylgjast með tilkynningum, sem settar voru upp um liðan Georgs kon- ungs, meðan veikindi hans voru sem alvarlegust. Hérna sjást hirð menn setja upp slíka tilkynn- ingu frá læknunum. órjúfanlega orðhcldni Piermont Morg- ans. John Piermont II. dó í mars 1943, 76 ára gamall og varð þannig jafn gamall föður sínum. Heimurinn sem liann skildi við hafði ekki breytst mikið á aldarfjórðungi. Atvinnulausu milljónirnar voru ekki sýnilegar lengur, þær höfðu flntt sig austur um liaf til að tryggja Banda- rikjunum sess sem lánardrottni heims- ins í nýrri blóðugri heimsstyrjöld. Það var liann, Jolin Piermont II., sem hafði séð til þessarar kapitalist- isku lieimsbyltingar þegar hann, 29 árum óður, sagði „Yes“ við breska sendiherrann. Það kom fyrir í sumar að tvcer þrýstiloftsflugvélar urðu að nauðlenda i Tékkóslóvakíu og stýrði amerískur maður annarri en norskur hinni. Þeir voru handteknir en látnir lausir aftur eftir fjórar vikur. Og nokkru síðar var vélunum skilað. Hér sést önnur þeirra þegar verið er að aka henni yfir landamæri. Hafa Tékkar fengið gott tækifæri til að kynna sér gerð þessara véla og byggingu. —

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.