Fálkinn


Fálkinn - 12.10.1951, Blaðsíða 11

Fálkinn - 12.10.1951, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 .... og svo sagði hann að ef hann fengi mig ekki þá skyldi heldur eng- inn annar fá mig .... Metorðamunur. - V — Afsakið þér, frú, en maðurinn yðar þarf víst ú að halda nýjum þvotta- bursta — rakbursta — skóbursta — gólfskrubbu .... Litla sagan. „HR MI love“ Söguskrítla eftir E. Poulsen. ÞAÐ var farðaský um andlitið á IngiriSi, þar sem hún stóS við speg- ilinn og lét farðaleppinn dansa um smettiS á sér. Og svo var þaS vara- roðinn! Inga smurði varirnar þykkt og söng: The man I lovc“. svo hringsneri hún sér á tánni, liló, stakk blómi i ljósu lokkana á sér, hló aftur og söng „The man I love.“ — Ætlarðu nú út aftur? Móðir hennar stóð i dyrunum. HallaSi sér upp að dyrustafnum með krosslagð- ar hendurnar. Röddin var byrst. — Og hvenær ætlarðu að koma hcim aftur? — í fyrramálið, mamma! Inga dansaði fram hjá móður sinni út i ganginn. — Fyrst förum við i hljóm- listahöllina, svo lieim til Þorbeins og dönsum, svo fáum við okkur lág- nættisbita og dönsum aftur og svo hjólum við öll út með sjó til að "sjá Hvitasunnusólina dansa. Þarna stóð Inga í ljósu vorkáp- unni og liorfði á móður sina meS viðkvæmu vorkunnarbrosi. — Mig langar í snúð með kaffinu i fyrra- málið! Jæja, brostu nú, mamma —- kysstu mig og brostu, svona. Inga hló og faðmaði hana. —— Ja, unga fólkið nú á dögum, andvarpaði gamla konan og sneri sér undan. — Hefði hann faðir þinn lif- að, telpa min! Hann liefði kannske getað komið vitinu fyrir þig. En jiað segi ég þér, Ingiríður — hún leit hvasst. á liana — að ef þú gerir henni móður þinni og heimilinu hneisu, þá ......! — Mamma! Inga hló, teygði sig og lcyssti hana á kinnina. — Ilvers vegna gerir þú þér alltaf heimsku- legar phyggjur? Eg veit vel hvað þú ert að hugsa um, mamma, en ég skal gæta min sjálf. — Mér er sem ég sjái það, sagði móðir liennar með þjósti. Inga steig dansspor út að dyrun- um, raulaði „The man I love“ — svo leit liún við: — Mundu þegar þú varst ung sjálf, góða mamma. Varla liefir þú kúrt heima og látiS þér leiðast á hverju einasta kvöldi. Að minnsta kosti fæddist ég áður cn þú varst orðin tuttugu og eins! — Eg var þó að minnsta kosti gift, svaraði hin snúðugt. Inga galopnaði dyrnar, brosti glað- lega til •mömmunnar og veifaði. •— Bless, mamma, við sjáumst i morg- unkaffinu! Móðirin skellti hurðinni á cftir henni. — Ja, þessi ungdómrur nú á dögum! dæsti hún. — Ingiriður! Móðirin nam staðar i dyrunum, stcini lostin. Þar stóð Inga, hallaði sér upp að þvottaborðinu, svimandi, föl og með skjálfandi höndina um ennið. — Mamma! Ingu brást röddin, tárin runnu niður kinarar. — Eg er veik, mamma, .hjálpaðu mér! — Ingiríður! Móðirin koin skálm- andi inn i herbergið, skelfingin skein út úr augunum á henni. — Hvað gengur að þér, telpa. Er komið svona fyrir þér? Svaraðu! — Æ, mantma, vertu ekki svona mikill bjáni. Horfðu ekki svona á mig. Reyndu heldur að hjálpa mér! Móðirin þreif í handlegginn á lienni, liristi hana og æpti: — Þú ert ólétt, er það ekki, drós- in. Það er það sem gengur að þér! í sama bili dró allan mátt úr fót- unuin á Ingu og luin hneig niður á rúmstokkinn, hallaði sér aftur á bak og stundi: — Mamma, æ, náðu i lækninn! Læknirinn kom innan tíu minútna. Hann rannsakaði Ingu með úhyggju- svip og svo fór hann i símann og bað um sjúkrabil. Hann sncri sér að móðurinni þegar hann hafði sleppt simanum. — Þér skuluð engu kviða, frú min. Þetta fer altt vel. En það verður að gera holskurð á dóttur yðar tafar- laust. Botnlanginn. Eitt sumarkvöld, mánuði síðar, dansaði farðaleppurinn um snjáldr- ið á Ingu -— og varaliturinn — þykkt smurður. Blóm í Ijósu hárinu, léttur Iilátur og söngur. „The man I love.“ — Sýknt og heilagt úti, dæsti móð- irin. — Hvar endar þetta? Ilún liallaði sér að dyrustafnum og hvessti augunum ú dóttur sína. Inga hló, klappaði móður sinni á kinnina og tritlaði niður stigann. Hún raulaði meðan hún var að setja á sig hattinn og fara i kápuna. — En ef þú gerir mér smán, telpa, öskraði móðirin í bræði — þá mundu þetta: Þú skalt ckki gera ráð fyrir mér. Eg læsi dyrunum og þii getur verið á götunni! — Eg skal koma með snúða handa okkur með morgunkaffinu, mamma, sagði Inga um leið og hún hvarf i stiganum. Og svo trallaði liún glöð og áhyggjulaus: „The man I love.“ Mamma var ckki komin ú fætur þegar Inga kom morguninn eftir — syngjandi eins og þegar hún fór. — Eg skal hita kaffið, mamma. Eg hefi heita snúða! Ekkert svar innan úr hcrbergi móður hennar. Inga staðnæmdist steini lostin er hún opnaði herbergið hennar móð- ur sinnar. Þarna lá hún í rúminu, vakandi, föl og augun starandi eins og i hitasótt. — Heyrðu mamma, ertu veik? Móðirin aðeins kinkaði kolli, tárin runnu úr þreytulegum augunum. Inga hraðaði sér í simann. — Komið þér scm fljótast, læknir! Læknirinn kom eftir tíu minútur. Rannsóknin gekk greitt. Hann klapp- aði Ingu á.kinnina um leið og hann fór og sagði: — Nú verðið þér að vera góð við hana mömmu yðar! ----- Eins og það sé ekki sjálfsagt sagði Inga. Siminn hringdi þegar Inga var að bera kaffið og snúðana inn til móð- ur sinnar. Svo svaraði hún. —Halló, Þorbeinn! — Nei, ekki í dag, góði. Eg hefi engan tíma til þess. Nei, nei. Eg verð talsvert bund- in heima núna á næstunni. Eg verð að hjálpa henni mömmu,, skilurðu. Nci, nei — alls ekki — þvert á móti — bara gaman að þvi. Hún mamma er að eignast barn! TÍSKUMYNDIR Ný samsetning. — Grá- og hvít- röndótt organdiblússa með bát- laga kraga lögðum svörtum kanti. Þessi kantur er einnig neðan á blússunni og er það mjög hentugt til að lialda blúss- unni niðri. Iíugmyndin er frá Jacques Heim i París. Blússa og hanskar úr sama efni lagt með lwítum lissum er fund- ið af Carven. Hfni ðer'græn- og hvítrúðótt silki. Blússan er erma- laus með stífum flibba og lítilli slaufu, sem er eftirlíking af gamalli herratísku. VERSLUNARIIÖFT Á VITNESKJU. „Trade Barrier to knowledge“ heit- ir bók, sem UNESCO í París hefir gefið út og segir þar frá lögum og rcglugerðuin viðvikjandi bókum og menningartækjum, sem ganga landa á milli. Þar cr in.a. sagt frá þvi að 80% af þeim 43 löndum, sem bókin segir frá Iiafi toll á pappir, sem þó sé sú vara sem best stuðli að mennt- un jijóðanna og gagnkvæmum kynn- um. 30% af löndunum hafa skatt á bókum, blöðum og prentaðri tón- list. — Hér í Reykjavik fæst bók jiessi í Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.