Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1951, Síða 4

Fálkinn - 19.10.1951, Síða 4
4 FÁLKINN CfiaíMot-hodín í Porís Þar verður allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna haldið veturinn 1951-1952. NN'AN SKAMMS niun Ohaillot- höllin, eða Palais de Chaillot, kom- ast í brennipunkt heimsfréttanna. — Alislierjarþing Sameinuðu þjóðanna verður lialdið þar i vetur öðru sinni. Fyrir hið fjölmenna starfslið og að- stoðarmenn fulltrúanna hafa bráða- birgðahús verið reist á hinum hall- andi flötum Trocadero. Er það gert í ])eirri góðu trú, að fólkið muni ganga vel um garðinn, sem þykir hin feg- ursti, þó að hann sé ekki fjölsóttur af gestum venjulega. Þessi staður virðist vera kjörinn fundarstaður stjórnmálamanna og ])jóðaleiðtoga. Það er ekki einungis að hann liefir öðru sinni verið val- inn sein fundarstaður Sameinuðu þjóðanna (í fyrra skiptið 1948), lield- ur var t. d. undirbúningsráðstefna fyrir Pyreneasamningana 1659 hald- in þar og staðnum gefið nafnið „Ráð- stefnubærinn" af Loðvik XIV. Þá var Chaillot smáþorp og hafði lengi verið. Það hafði sennilega sprott- ið upp í rjóðri í Rouvray-skógi, sem nú er orðinn lítill, en hefir fríkkað að sama skapi. Leifarnar eru liinn heims- frægi Boulogne-skógur eða Bois de Boologne. í fyrstu var Cliaillot aðeins brot af Nimio-hrepp, ef svo mætti segja, sem náði þá einnig yfir Passy og Auteuil. Nafnið Chaillot kemur fyrst fram í latneskum búningi í páfabéfi Úrbans II., en siðar í ýmsum frönskum bún- ingi. Rótin er liin sama i öllum orð- unum, hið gamla franska orð „chail“, scm þýðir steinn. í lilíðum nágrennis- ins óx vínviður, en á sléttlendinu skiptust á akrar og beitilönd. Mörgum finnst það ótrúlegt, að þessi spilda, sem nú er eitt mesta nútíma- hverfi Parísar, skildi hafa verið smá- þorp í Ile de France fyrir tiltölulega stuttum tima. Árið 1702 var þar ein gata, áttung úr mílu á lengd, og við hana stóðu 120 hús. Allt í kring voru akrar, engi, vínekrur og reisulegir búgarðar á víð og dreif. Landið var lengst af eign nunnu- klaustra og var að verulegu leyti nytj- að af þeim. Óháðir bændur höfðu lítið landrými svo að byggð gat ekki blómg- ast þar lengi framan af. Eftir að sápu- verksmiðja og teppagerð tóku til starfa þar, fór þó heldur að blása byrlegar fyrir þorpið. Teppaverksmiðjan var mjög fræg. Hún hét „Savonnerie" (sápuverksmiðj- an), af því að hún var starfrækt í liinum gömlu húsum sápuverksmiðj- unnar. Síðar var Gobelins-teppagerðin sameinuð „Savonnerie“-verksmiðj- unni. Er það fyrirtæki ennþá starf- rækt í húsinu, sem Colbert lét reisa á 17. öld. Það er ekki fyrr en 1860 að Chail- lot var innlimuð i Parísarborg. Eftir það breyttist svipur staðarins, því að liann varð ásamt nokkrum fleiri fyrir valinu, er prýða átti sérstaklega nokkra borgarhluta. Chaillot-hæðin var flött út efst og þar gert torg, en út frá því í allar áttir fagrir „boule- vardar," sem skipt hafa um nafn eftir stjórnmálaviðhorfinu í heiminum. Lengi var það ætlunin að reisa þarna á hæðinni gríðarmikla liöll og súlnaraðir, sem mundi taka fram öll- um byggingum veraldarinnar. Jafnvel St. Péturskirkjan í Róm átti að hverfa í skugganum. — Aldrei varð þó úr þessu. Fyrir heimssýninguna 1878 var gerð liöll í spansk-máriskum stíl uppi á Chaillot-hæðinni og gefið nafnið Trocadero-höllin og dró hæðin um nokkurt skeið nafn af höllinni. Aldrei þótti hún meistaraverk frekar en aðrar byggingar, sem húsameistarar þess tíma teiknuðu. Hún var þess vegna ckki grátin af neinum fegurðarvini, er hún var rifin fyrir lieimssýninguna 1937 og önnur reist af grunni henn- ar, Chaillot-höllin nýja. Hin nýja höll er glæsileg bygging með tveimur aðal- álmum. Þar hafa verið alls konar söfn, t. d. sjóminjasafn, safn um þró- unarsögu mannsins, höggmyndasafn o. fl. í aðalsal Chaillot-hallarinnar, sem er að nokkru leyti neðanjarðar, á mótum liinna tveggja gríðarstóru Champ de Mars, eða Marsvöllur, þar er Eiffelturninn. Hann var byggður fyrir heimssýninguna miklu 1889. álma, munu fundir verða haldnir í allsherjarþinginu. .Fulltrúar munu ekki þurfa að lcvarta undan umhverf- inú, hvorki innanhúss né utan. Allt er þar jafn fagurt og stórkostlegt. Garðurinn í kring er annálaður fyrir fegurð. Signa rennur þarna rétt hjá, og yfir húsaþökin í grenndinni gnæf- ir Eiffelturninn til þess að minna menn á heimssýninguna 1889, sem hann var reistur fyrir. Ilerskólinn, eða .Ecole de Guerre, blasir við og lokar útsýninu í eina átt- ina handan við Champ de Mars. Hin- ar lireinu línur lians draga að.sér at- hygli gestsaugans. Það var snillingur- inn Gabriel, sem átti lieiðurinn af þeirri byggingu eins og mörgum við Place de la Concorde í hjarta Parísar- borgar. Og nú er það spurningin, sem mik- ið veltur á, livort hið fagra umhverfi geti nokkru þokað um í áttina til göf- ugri hugsunarháttar og fegurri fram- komu á þingi Sameinuðu þjóðanna en liefir verið stundum áður? Myndin er tekin við Sigurbogann í París, er Júlíana Hollandsdrottning og Bernhard prins voru þar í heimsókn við gröf ókunna hermannsins. Til hægri við þau eru Koenig hershöfðingi og Henri Chouteau setuliðsstj. Parísar.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.