Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1952, Blaðsíða 3

Fálkinn - 07.03.1952, Blaðsíða 3
FÁLKINN O ö FRAKKLAND OG TUNIS. Undanfariö hafa verið óeirðir i Tunis. — Sjálfstæðismenn þar heimta að Frákkar verði á burt úr landinu og til þess að undir- strika þá kröfu hafa þeir drepið franska borgara og brennt hús sumra þeirra. Sá heitir Habit Burgiba, sem stjórnar þessari sókn uppreisnarmannanna. Hafa Frakkar tekið hann fastan, og krafist þess að hinum innlenda þjóðhöfðingja, Muhamed al Amin, að hann sjái um að öllum spellvirkjum verði hætt. Geri hann það kveðst franska stjórn- in fús til að semja við Tunesinga um kröfur þeirra. — Á minni myndmni sést Habin Burgiba, en á hinni beyinn af Tunis á leið til franska landstjórans, Hautecloqe. 1 Frákklandi hefir nú verið smíðuð þrýstíloftsflugvél, sem er frönsk að öllu leyti, og nefnist „Leducu. Hún þarf 300 km. hraða til þess að lyftast frá jörðu, og hefir því það ráð verið tekið að láta stóra flugvél fljúga með hana „úr hlaði'c og sleppa henni þegar upp í þennan hraða er komið, þvi að þetta sparar mikið eldsneyti. Venju- leg þrýstiloftsflugvél þarf um 80 litra af eldsneyti til þess að losna við jörðina. Undir eins og vélin er komin nægilega hátt á loft er henni sleppt og getur hún þá náð nœgilegum hraða með því að fálla um leið, svo framarlega sem hraðinn er ekki nægur þegar henni er sleppt. — Leduc er 10 metrar milli vœngjabrodda og 10% m. löng og getur flogið með 850 km. hraða. — Á efri myndinni sést vélin þeg- ar verið er að lyfta henni upp í „móðurvélinau, en að neðan „móðir og barnu álbúin til að leggja af stað upp í himinblámann. KRINGUM HNÖTTINN. Þrjár amerískar stúlkur, sem starfa í sendiráði Bandaríkj- anna í París, hafa afráðið að ferðast kringum hnöttinn í bif- reið. Hér sjást hinar þrjár þokka ggðjur er þær leggja upp frá París — vitanlega með hundinn sinn í eftirdragi. NÝ UPPGÖTVUN. Meðal margra eftirtektarverða áhalda, sem sjá má á hugvits- mannasýningunni, sem stendur yfir í París núna, er þetta tæki sem líkist bæði skammbyssu og saumavél. Það er notað til þess að sauma fyrir fulla sekki. 106 beinbrot Þcgar Barry Giles fæddist voru nokkur rif i honum brotin og sömu- leiðis annar handleggurinn. Þegar hann var fjögurra mánaSa, fótbrotn- aði hann, jtar sem hann lá í vöggu. Einu sinni var læknir aS rannsaka fóthrot á Barry litla. Þurfti hann aS færa þann.fótinn, sem óbrotinn var, eitthvaS til, en viS það brotnaði hann. Barry Giles er haldinn fragilitas ossium (brotgirni beina). Sérstakt mataræði með kalkauðugri fæðu hefir engu getað áorkað til bóta. Beinmyndunarfrumurnar framleiða greinilega ekki nógan beinvef. Af- leiðingin er sú, að hann er beina- grannur og beinin eru mjög brot- gjörn. Barry getur ekki gengið. Hann rennir sér áfram með þvi að sitja á hjólaskauta. Hann gengur ekki í skóla, en kennari heimsækir hann tvær stundir á dag. Móðir hans, sem er gift járnbrautarstarfsmanni, tek- ur aldrei undir handlegginn á hon- um, þegar hún lyftir honum, heldur undir rassinn. Alls staðar er hætta á ferðum fyrir hann. Ef hann dettur eða rekst á eitthvað þá er hætt við beinbroti. Ef einhver ókunnugur snertir hann er sama hætta á ferð- um. Þegar gestir eru, leitar hann sér hælis undir borði. Frú Giles lifir i stöðugum ótta út af Barry litla, enda er varla von á öðru, þvi að hann hefir að undan- förnu legið rúmfastur vegna 106. beinbrotsins, sem hann hefir hlotið um ævina og er hann þó aðeins 7 ára gamall. En henni er það hugg- un, að fjórir bræður Barrys skuli vera hraustir og heilbrigðir, því að brotgirni beina hefir verið talinn arfgengur sjúlcdómur. Læknir Barrys tclur meira að segja vonarneista fyrir Barry sjálfan um að ná fullri hreysti og heilbrigði, þegar stundir liða fram. Slikt hafi átt sér stað. Barry á heima i Willesborough, um 50 milur frá London. LÉTTKLÆDDUR SLÖKKVILIÐSMAÐUR. Tuttugu sekúndum eftir að bruna- boðinn hringdi í Bristbane ók fyrsti slökkvivagninn af stað. En allt i cinu stansaði bann og sneri svo við. Einn slökkviliðsmannanna liafði gleymt að fara i buxurnar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.