Fálkinn - 07.03.1952, Blaðsíða 5
FÁLKINN
5
Ingrid fíergman og Charles fíoyer i „Gasljós“, sem var valin besta,
mynd ársins“ á sinum tíma og Ingrid „besta leikkona ársins“.
Ingrid Bergman — Roberto Rossellini.
^Astarsaga
Framhaldsgrein 3.
kom með lnigmynd var hinn reiðu-
búinn til að athuga hana. Þeir rif-
ust aldrei. Þeir voru allir í starf-
inu, reyktu hvorki né drukku — og
giftust aldrei. En sunnudaginn liéldu
þeir heilagan — þeir flugu aldrei
á sunnudegi.
Þegar nýja svifflugan hafði reynst
að óskum var flugvélin eiginlega
fundin, þar vantaði aðeins hreyfil-
inn og skrúfuna. Þeir smíðuðu hvort
tveggja sjálfir.
í desember 1903 komu þeir i
fjórða sinn til Kitty Hawk og höfðu
nú með sér allt sem til þurfti. Og
17. des. voru þeir albúnir, — 9
dögum eftir ófarir Langleys i Wash-
ington, sem fæddu af sér fjölda
greina um að ómögulegt væri að
fljúga!
Eigi að siður flugu þeir háðir 17.
des. en það voru ekki nema fáir
sem vildu trúa því.
;— ■— ■— Orville Wright var fyrsti
maðurinn, er flaug í vél sem var
þyngri en loftið. Hann dó 1948, 77
ára gamall, en bróðir hans dó 45
ára gamall úr taugaveiki, árið 1912.
Flugferðin stóð ekki nema nema
12 sekúndur og leiðin var um 30
metrar. Svo reyndi Wilburn og svo
Oliver aftur. Þá flugu þeir um 50
metra.
í fjórðu tilraun flaug Wilburn 255
metra á 59 sekúndum og lenti vel
og var mikill mótvindur. En eftir
lendinguna feykti vindurinn vélinni
og mölbraut hana. Bræðurnir tóku
sér það ekki nærri. Þeir liöfðu sann-
að að þeir gátu flogið og fóru nú
hcim til Dayton.
Daginn eftir jjetta flug stóð löng
grein um það í Virginian Pilot og
var útdráttur úr henni simaður til
stórblaðanna í New York og víðar.
Sum blöðin birtu fregnina en höfðu
lítið við hana. önnur töldu hana
lygasögu.
í Dayton vor atburðinum lítill
gaumur gefinn og bræðurnir minnt-
ust ekki á uppgötvun sína við nokk-
urn mann.
Nú varð hlé á tilraunum bræðr-
anna til 1908. Þá höfðu stjórnin
Frakklands og Bandarikjanna sann-
færst um að uppgötvunin væri meira
en lygasaga. Sýndi Orville þá flug
fulltrúum stjórnarinnar, við Fort
Meyer. Flaug margsinnis dagana 4.
—17. sept. Þann 12. flaug liann 1
tíma og 14 mínútur í 75 metra hæð
og stundum með farþega. En 17.
sept. brotnaði skrúfan og vélin hrap-
aði. Undirliðsforingi, sem var i vél-
inni dó, en Orville lá i sárum í 7
vikur.
Fjórum dögum efir slysið fréttti
hann að Wilburn bróðir hans hefði
flogið meira en hálfan annan tíma
í Frakklandi.
Nú fór að skjóta upp ýmsum, sem
reyndu að stela uppgötvuninni, bæði
í U.S.A. og Frakklandi. Þeir áttu í
mesta basli að verja einkaleyfi sín,
sem þeir sóttu um 1903 og fengu
árið 1906.
Wilburn lét eftir sig um 200,000
dollara þegar hann dó 1912. Nokkru
síðar seldi Orville öll einkaleyfi
þeirra.
„Kitty öawk“ fyrsta véí þeirra
bræðra, stóð í tuttugu ár fyrir utan
eðlisfræðisafnið i South Kensington
í London, en eftir að Orville dó var
hún send vestur og stendur nú fyrir
utan Smithsonian Institute í Wash-
ington.
Rossellini kemur til HoIIywood.
Hún skrifaði honum og sagði, að
enginn í Hollywood legði út í að
gera mynd eftif svona lausum þræði.
Að lokum gafst hún upp á því að
staglast á þessu við hann. Það væri
tilgangslaust að kalla meira eftir
söguhandritinu. Eina vonin, fannst
henni, var sú, að hann kæmi sjálf-
ur til Ilollywood. Lopert lagði einn-
ig mikla áherslu á það, að Rossellini
kæmi til Ameríku.
En Ingrid hélt þó enn áfram að
biðja hann um söguhandritið eftir að
hún vissi, að hann ætlaði að þiggja
boð hennar og koma til Bandaríkj-
anna. Hér fer á eftir bréf, sem hún
skrifaði 4. desember 1948:
„Kæri Rossellini.
Héðan i frá er best fyrir yður að
hætta að spyrja baldursbrána. Nú
er röðin komin að mér með að
segja: Góð saga, slæm saga, góð
saga ......
Eg er mjög ánægð.
Ingrid Bergman."
Á jólunum fékk Ingrid blóm frá
Rossellini. Það voru rauðar rósir.
Sjálfur segist Rossellini ekki liafa
kveðið svo á i skeytinu til blómasal-
ans i Los Angeles, að það ættu að
vera rauðar rósir.
í janúar 1949 kom Rossellini til
New York með flugvél. Þetta var i
fyrsta skipti sem hann kom til
Bandaríkjanna. Honum var haldin
veisla í 21 Club, en síðan voru hon-
um afhent verðlaun kvikmyndagagn-
rýnenda New York borgar fyrir
Paisan, sem hafði verið valin bcsta
erlenda kvikmynd ársins. Næsta dag
tók hann sér far með lest vestur
um þvera Ameríku.
Ingrid minntist þess, er hún sat
heima í Beverly Hills kvöld eitt, með
an Rossellini var á leiðinni vestur.
Hún var að prjóna og hlustaði á út-
varpið um leið. Allt í einu heyrði
hún að Walter Winchell sagði gegn-
um útvarpið: Hinn eini og sanni
elskhugi Ingrid Bergman er á leið
til Hollywood að hitta hana.“ Þetta
verkaði á Ingrid eins og lileypt væri
af byssu. Prjónarnir stöðvuðust
í höndum hennar. „Hvað get ég gert
til þess að kveða niður þetta slúð-
ur?“ hugsaði luin með sér.
Meðan hún beið fyrstu heimsókn-
ar Rossellinis, var hún óstjórnlega
taugaóstyrk. Hún reyndi að sýnast
róleg, er hann birtist í dyrunum,
en hún gat ekki komið upp orði.
Iiún reyndi að kveikja sér í vindl-
ingi, en hún skalf svo mikið, að
henni tókst það ekki, áður en slokkn
aði á eldspýtunni. Hún var skelf-
ingu lostin, en tók þó eftir þvi, að
maður liennar horfði á hana og fylgd
ist með liinni árangurslausu baráttu
við að kveikja í vindlingnum.
Var hún þá þegar ástfangin af
Roberto? Ef til vill liafði eiginmað-
ur hennar einhvern grun, en hún
telur líklegt, að hann hafði vikið
þeirri hugmynd frá sér, ef lnin var
einhver. Hann liafði á sinum tima
Ingrid Dergman og Ga,rry
gefið samþykki sitt til þess, að hún
byði Rossellini að koma til Holly-
wood og vissi auk þess, að Ingrid
átti vanda til þess að vera óstyrk á
taugum, þegar nýjar kvikmyndir
voru í uppsiglingu.
Sjálf reyndi hún ekki að gera sér
neina grein fyrir tilfinningum sín-
um á þessu stigi málsins. Það, sem
var þó efst í huga hennar, er varð-
aði Rossellini, var að vernda hann
frá allri Hollywoodflækjunni.
í fyrstu var tekið á móti Roberto
sem þýðingarmikilli persónu. Það
var Lopert, sem kom honum á fram-
færi, enda var það hann sem hafði
„skrifað upp á vixilinn“ fyrir Am-
erikuferðina. Billy Wilder, rithöf-
undur og leikstjóri, hélt samkvæmi
Rossellini til heiðurs, og þangað
komu flestar þýðingarmiklar per-
sónur“ í Hollywood. Ingrid hafði
gát á Rossellini i samkvæmi þessu,
og henni var það strax Ijóst, að
óveður væri í aðsigi. Hann virtist
alls ekki geta skilið þær matsreglur,
sem lagðar eru á mál og málefni i
Hollywood. Ilann gaf sér ekki tíma
til að ræða við þá aðila, sem mestu
máli skiptu. Bæði þá og siðar sagði
liann og gerði ýmislegt, sem ekki
var rétt.
Ingrid hélt einnig samkvæmi fyr-
ir Roberto með samþykki manns
síns. Þegar hún spurði Roberto,
hverja hann vildi helst hitta, nefndi
hann Charlie Chaplin fyrstan. En
ekki var liægt að koma því í kring,
að þeir hittust i þetta skiptið. Þá
voru j)að j)rjú önnur nöfn, sem
skiptu hann mestu máli:
1. Clark Gable, af þvi að hann
langaði til að kynnast af eigin raun
dæmigerðri, ameriskri stjörnu f
gamla skólanum. (Þeir hittust því
miður aldrei).
2. Bette Davis, af j)vi að liann taldi
hana góða leikkonu.
3. King Vidor, af því að hann var
sá leikstjóri, cr hann dáði mest.
Kvikmynd Vidors, „Hallelujah“, sem
var gerð löngu áður, hafði kennt
Rossellini meira en nokkur önnur
amerísk mynd. En um þessar mund-
ir var stjarna Vidors alls ekki hátt
á lofti í Hollywood. Aðra bar miklu
hærra. Þeim gramdist þetta, en King
Vidor var mjög lirærður.
Samningaumleitanir tókust brátt
við Goldwyn, En Rossellini var fá-
máll eins og i Paris. Hinn 5. febrú-
ar kvaddi Goldwyn blaðamenn á
fund sinn og sagði þeim frá sam-
bandi sinu við Ingrid Bergman,
Rossellini og Lopert. Hann mundi
Framhald á bls. 14.
Grant i ,,Vmtölnö kona".