Fálkinn - 07.03.1952, Page 8
8
FÁLKINN
C'G ætla að segja þér sögu af for-
■*-J hertum reykingamanni.
Þeir voru að ieggja veg upp með
vestanverðri Harlemsá. Bátur með
uppmokstursvél, sem Dennis Corrig-
an undirverktakinn átti, lá bundinn
við stórt tré á bakkanum. Tuttugu
og tveir menn þræluðu i þessari
vinnu dag eftir dag. Einn þeirra var
múlatti, sá sem hjálpaði brytanum.
En Dennis Corrigan, bráður og byrst-
ur, var yfir þá alla settur, og rak
þá áfram eins og galeiðuþræla. Hann
borgaði svo illa að flestir í vinnu-
flokknum unnu ekki fyrir nema mat
og tóbaki, hvernig sem þeir keppt-
ust við að þræla; margir þeirra
skulduðu lionum peninga. Þeir
bjuggu ailir um borð i skipinu og
Corrigan sá um að þeir fengju und-
irstöðumat því að það kom fram
aftur i góðum afköstum.
Martin Burney var sá sem léleg-
ast stóð sig af þeim öllum. Hann
var lítill vexti en eintómir vöðvar
hnefar og fætur og með grárautt
úfið skegg. Hann var of léttur í
svona vinnu, sem eiginlega hefði
átt að vinna með vélskóflum.
Þetta var eintómt púl. Þar við
bættist að mikið flugnager var
þarna á árbakkanum. Eins og barn
dimmri kompu einblínir á fölvan
bjarma frá huggandi gluggakytru,
þannig einblíndu þessir þrælkunar-
menn á fyrstu geisla sólarinnar, sem
boðaði þeim morgunstund er eigi
var alveg eins bitur og það sem á
eftir kom. Eftir morgunverðinn fóru
þeir í einum hóp upp á árbakkann
og reyndu að bægja mýinu frá sér
með 23 brælandi og ósandi tóbaks-
pípum. Með þvi að verjast óvinun-
um á þennan tiáttt tókst þeim að
eiga stutta, þolanlega morgunstund
sem var þeim sæla.
Burney varð skuldugri og skuld-
ugri með hverri vikunni sem leið.
Corrigan hafði fyrirliggjandi ofur-
lítinn vöruforða, sem hann seldi
við því verði að hann var að
minnsta kosti skaðlaus. Burney var
góður skiptavinur, þegar um tóbak
var að ræða. Ein askjan þegar hann
fór í vinnuna á morgnana, og önnur
þegar hann kom aftur á kvöldin,
svo að eiginlega var engin furða
þó að reikningurinn lians hækkaði.
Burney var yndi að þvi að reykja.
Það var ságt að hann mataðist með
pípuna í kjaftinum, en liklcga.er það
orðum aukið. Annars var þessi litli
maður alls ekki óánægður með lífið.
Hann fékk nóg að éta og nægilegt
tóbak og átti yfir sér harðstjóra,
sem hann gat bölvað, svo að hvers
vegna skyldi hann, írlendingurinn
ekki geta verið ánægður?
Einn morguninn þegar hann var
að leggja af stað í vinnuna með hin-
um, nam hann staðar við biiðina
til að fá tóbaksdós eins og hann var
vanur.
„Þú færð ekki mcira,“ sagði Cor-
rigan. „Það er lokað hjá þér. Þú
ert slakur borgunarmaður, Burney!
Þú færð ckki einu sinni tóbak. Að
minnsta kosti ekki til láns. Ef þú
vilt vinna og éta þá haltu bara á-
fram, en reyk færðu ekki. Reyndu
að fá þér aðra atvinnu, lasm!‘
„Eg hefi ekkert til að láta í píp-
una í dag,“ sagði Burney, sem gat
ekki skilið að svona skyldi geta
komið fyrir.
„Hertu þig og reyndu að vinna
fyrir meiru, svo að þú geir keyptt!“
Þetta var eina huggunin, sem hann
fékk hjá Corringan.
Burney varð áfram á sama stað,
þvi að hann vissi ekki af neinni
atvinnu annarri. Fyrst í stað skildi
hann ekki að tóbakið var orðið
pabbi hans og mamma, skriftafaðir
hans og ástvinur, kona hans og börn.
í þrjá daga fékk hann í pipuna
sína lijá samverkamönnum sínum,
en svo hristu þeir hann af sér, hver
eftir annan. Þeir sögðu við hann
harkalega en þó vingjarlega, að
af öllum hlutum í heimi hlyti tó-
MARTIN
bakið að vera það sem maður yrði
sér fyrst út um, og að félagsskap-
urinn væri í hættu ef hann héldi
þessu tóbaksbetli áfram.
Myrkrið úr skurðinum lagði upp
og fyllti hjarta Burneys. Hann smjatt
aði á framliðnum pípustertinum sin-
um, riðaði eins og sjúkur maður
með hjólbörurnar sinar fullar af
aur og möl og fann í fyrsta sinn
að bölvun guðs yfir Adam var kom-
in yfir hann sjálfan. Aðrir menn,
sem sviptir væru naufn sinni, rnundu
leita í eitthvað annað, en Burney
átti aðeins tvenna gleði í lífinu. Önn
ur var pipan, hin vonin um að eigi
væru grafnir skurðir hinu megin
við ána Jórdan.
Þegar kom að matmálstíma lét
hann hina mennina ganga á undan
sér um borð í skipið, kraup síðan
á kné og athugaði í flýti hvort hann
sæi ekki neins staðar eitt tóbakslauf.
Einn daginn laumaðist hann niður
með ánni og fyllti pipuna með
skrælnuðu víðilaufi. Er fyrsti reyk-
urinn kom upp í hann spýtti hann
í áttina til skipsins og eyddi falleg-
BURNEY
asta blótsyrðinu, sem hann átti til
á Corrigan — blótsyrði sem byrj-
aði á hinum fyrsta Corrigan sem sá
dagsins ljós og endaði á siðasta af-
kvæmi ættarinnar, sem heyra mundi
í básúnu Gabríels engils á efsta
degi. Hann hataði Corrigan með
hverri titrandi taug, og allri sálu
sinni. Og honum fór að detta i hug
morð.
í fimm daga var hann tóbakslaus,
— hann sem var vanur að reykja
allan daginn og fannst liann ekki
njóta svefn^ ef hann tottaði ekki
pípuna milli dúranna á nóttinni.
Einn daginn kom ókunnugur mað-
ur að skipinr. og sagði, að nú væri
vinnu að fá í Bronx Park, þar þyrfti
marga menn i vinnu.
Eftir miðdaginn labbaði Burney
spölkorn niður með ánni til þess
að forðast lyktina frá hinum píp-
unum, því að hún var að gera hann
vitlausan. Loks settist hann á stein.
fór að hugsa um livort liann ætti
að fara til Bronx. Þar mundi hann
eflaust geta unnið fyrir tóbaki. En
ef bækurnar sýndu nú að hann væri
skuldugur Corrigan? Æ, svei því!
Honum hafði verið borgað svo illa
að það gæti eflaust gengið hvað á
móti öðru. En hann vildi nauðugur
hverfa fyrr en hann hefði hefnt sín
á þessari harðbrjósta blóðsugu, sem
hafði slökkt í pípunni hans. Jú, en
hvernig átti hann að hefna sin?
Tony, múlattinn sem var í eldhús-
inu kom dansandi niður árbakkann.
Hann brosti til Burney, en Burney
sem var útblásinn af kynþáttahatri
og sem fyrirleit allar tegundir kurt-
eisi, öskraði til hans: „Hvað vilt þú
hingað, bölvaður dagóinn?‘“
Tony þóttist líka liafa verið órétti
beittur og hugði á hefndir. Hann hat
aði líka Corrigan og ósjálfrátt vildi
hann nálgast mann, sem hafði sama
hugarfar.
„Hvernig likar þér við hann for-
manninn — Corrigan?“ spurði hann
á bögumáli. „Þér finnst hann vera
góður maður?
„Eg vildi að myrkrahöfðinginn
hirti hann bráðlifandi,“ svaraði
Burney með áherslu. „Eg vildi óska
að lifrin i honum yrði að vatni
og bcinin i honum hrykkju i sundur
i kuldanum frá hans eigin gollur-
liúsi. Að hundarnir græfu upp for-
feður hans og barnabörnin hans
fæddust augnalaus. Að viski yrði
að súrmjólk í kjaftinum á honum
og að dreyrablöðrur kæmu á iljar
honum í hvert skipti sem hann
hnerrar og ég vildi óslca að reyk-
urinn úr pipunni hans geri augun
á honum rennvot og að tárin hrynji
á grasið sem beljurnar hans éta og
eitri smérið, sem liann klínir á
brauðið sitt.“
Þó að Tony skildi ckki hið auð-
uga hugmyndaflug sem orð þessi
lýstu, skyldi liann þó að meining
orðanna var fjandsamleg Corrigan.
Og í sálarskyldleikanum settist hann
hjá Burney og sagði honum frá
hefndaráformi sinu.
Það var i rauninni ofur einfalt.
Húsbóndinn hafði þann sið að leggja
sig khikkutima á hverjum degi
eftir snæðing. Á meðan urðu bryt-
inn og Tony aðstoðarmaður hans
jafnan að fara í land úr skipinu til
jjess að hávaði truflaði ekki harð-
stjórann. Brytinn var vanur að ganga
þennan klukkutima.
Ráð Tonys var þetta: Þcgar Cor-
rigan væri sofnaður ættu hann
(Tony) og Burney að skera á land-
festarnar. Tony var ekkert á móti að
gera þetta cinn. Þá mundi þungt og
stórt skipið berast fyrir straumi og
óhjákvæmilega stranda á grynning-
um skömmu neðar.
„Komdu .... komdu .... við
gerum það undir eins,“ sagði Burn-
ey óþolinmóður. „Ef þig verkjar
eins mikið í hrygginn og rassinn
eftir öll spörkin hans eins og ég
er veikur af tóbaksleysi, getum við
ekki skorið of fljótt á landfestarnar."
„All. .a. .right!“ sagði Tony. „En
mér finnst réttara að biða í tíu mín-
útur, þangað til hann hefir sofnað
nógu fast.“
Barbara Hutton hefir veriö fræg fyrir tvennt. Annað var það aö hún
var tálin rikasta kona í heimi — hún var erfingi aö öllurn milljón-
um auökýfingsins Woolworth — og hitt aö hún hefir þótt talsvert
útsláttarsöm í ástamálum. Hún er fjórgift en liefir oft skiliö við
þessa fjóra og tekið saman viö þá aftur. Annar maöurinn hennar
var bláfátœkur danskur greifi og eignuöust þau barn saman. Þeg-
ar þau skildu lentu þau í málaferlum út af barninu. Nú er Barbara
gift fursta sem heitir Troubetskov, en hún kvaö vera orðin leið á
að undirhalda hann og kvað nú œtla að skilja viö hann og giftast
þýskum tennismeistara, sem er barón og heitir von Gramm. Hérna
sjást þau Barbara og von Gram, en Troubetskov fékk ekki aö vera
með á myndinni.—