Fálkinn - 07.03.1952, Síða 11
FÁLKINN
11
LITLA SAGAN
MAXIM GORKI:
MAMAS|A
"pG gekk út í bæinn cr kvölda tók.
Skýin roðnuðu yfir húsaþökun-
um. Rósrautt mistur í lygnu lofti.
Laugardagur og klukkurnar hringdú
til tiða. Síðskeggjaður gamall mað-
ur er að enda við að reka gyltu með
sjö grisi af lóð lágrar og lítillar
kirkju. Við kirkjudyrnar stendur
svartklædd kona, hreyfingarlaus,
cins og hún væri jarðföst. Hún er i
óða önn að telja nokkra koparskild-
inga, telur þá upp aftur og aftur,
leggur þá livern ofan á annan i lófa
sinn. Stundum lítur hún upp i skýj-
aðan himininn eða í bláan kirkju-
turninn. Svo kreistir hún saman
dökkar, þykkar varirnar og fer að
telja á ný.
Eg fór inn í krá og bað um flösku
af öli. Leit út um gluggann og hugs-
aði: Hverju á maður að formæla og
hvað að blessa hér á jörðu?
Eg var kornungur og umhugað
um að finna fastan depil i tilver-
unni. Mér fannst lífið tilgangslaust
og egnandi.
Annarleg, gömul kona kemur gang
andi manntóma, eyðilega götuna. Það
er eitthvað fuglslegt við göngulagið,
kroppurinn snýr á sig og vindur sig.
Þcgar liún mætir einhverjum hrekk-
ur hún skelkuð til hliðar. Fólkið
gengur í boga fram liá henni, gefur
henni hornauga og hnyklar brún-
irnar. Það er eitthvað í göngulagi
liennar sem minnir á rykkjaflug
svölunnar. Og sterku litirnir á görm-
unum hennar yfirtaka göngulagið.
Hún er með pappirsskraut í gráu
hárinu. Höfuðið siiðandi á mjóum
hálsinirm, stuttir kjálkarnir sijapl-
andi eins og liún væri að tyggja
loft, mógulur hálsinn alþakinn gráu
hárstrýi. Undir víðu pilsi, með alla
vega litum bótum, grillir i óhreina,
bera fætur, dýrahreifa, sem gripa i
Ijóskerastaura og kantsteina gang-
stéttarinnar.
Það var fátt manneskjulegt við þessa
annarlegu veru. Hún minnti hels á
skrýmsli, vanskapað fornaldardýr.
Augun voru falin i djúpum tóttum
undir þéttum, samvöxnum augna-
brúnum. Eg spyr þjóninn. — Hver
er þcttta? — Það er Mamasja Kem-
ski, svarar hann með sama státi
eins og maður hittir fyrir í smábæj-
unum, þegar maður spyr um likneski
af einhverjum merkissyni ættjarðar-
innar. Þjónninn er roskinn maður
i góðuin lioldum, með slétt andlit
eins og leikari. Hann er með gervi-
tennur og brosir alúðlega. Og þó
að ég biðji hann ekki um það þá fer
hann að segja frá Mamasja:
— Einhver Kemski, hann var fursti
ef ég man rétt, kom hingað til að
vera viðstaddur útför stjúpföður
síns. Hann var kornungur þá og
og mun hafa verið lengi erlendis.
Skömmu siðar varð hann ástfanginn
af leikkonu, og ásamt henni tókst
honum að eyða arfi sínum fljótt.
Ilann sá enga ástæðu til að lifa
eignalaus og skaut sig þess vegna
í munninn. En hann lifði það af.
Kúlan reif úr honum tunguna svo
að hann varð mállaus. Meðan hann
lá fárveikur á bernskuheimili sínu
kom ættingi stjúpföður hans til hans
i heimsókn, ung stúlka, sem gekk á
listaháskólann. Hún fór að hjúkra
honum og hann komst von bráðar
á fætur. Þau bjuggu saman í ellefu
ár og hún fæddi honum fimm hörn.
Meðan Kemski lifði ól hún önn fyr-
ir fjölskyldunni með tímakennslu í
tónlist og teikningu. Stundum varð
hún að selja húsgögn og annað inn-
anstokks. Þegar Kemski dó var allt
vcrðmæti horfið úr þrettán herbergj-
um af fimmtán alls i húsinu.
Þjónninn brosti gleit og héltt á-
fram: — Hún seldi allt fémætt og
nú liggja liún og kraklcarnir á gólf-
inu. Stundum ná þau sér í hey eða
hálm. Þau lifa eins og villimenn.
Þjónninn leit á mig og hélt svo
áfram smeðjubrosandi: — Þau eiga
ekki svo mikið sem spegil eftir, allt
er selt. Og svo fór hjartagott fólk
að taka eftir þessu: Hvers vegna
hafði hún tekist jafn vonlaust hlut-
verk á hendur? — Eg verð að halda
ættarnafninu i heiðri, segir liún,
— ekki má ættin verða aldauða.
Kemski-arnir hafa oftsinnis bjargað
Rússlandi! En auðvitað er það ekki
nema bull. Frá liverju er hægt að
bjarga Rússlandi! Enginn getur rænt
Rússlandi. Rússland er ekki eins og
hestur, sem zigáuni getur stolið.
í tuttugu og átta ár trítlaði hún
um göturnar, sinaber og skitug, eins
og útslitinn úlfur með japlandi
kjaft. Og alltaf var hún eitthvað að
tauta. Alveg eins og hún væri að
þylja bæn, vafalaust bölbæn, sagði
fólk. Þess varð skammt að bíða að
skárra fólk vildi ekkert hafa saman
við hana að sælda, jafn vesældarleg,
ræfilsleg og Ijót og hún var orðin
Hún varð að hætta timakennslunni
þvi að liún fékk enga nemendur. Til
þess að seðja hungur barnanna stal
lnin grænmeti úr kálgörðunum, náði
í dúfur og vílaði meira að segja ekki
fyrir sér að stela hænum, ef hún sá
sér færi. Á sumrum safnaði hún súr-
um og ætirótum, sveppum og berj-
um. Á vetrum, helst í byljunum,
stal hún sprekum í skóginum, braut
staura úr girðingum, svo að hún
gæti að minnsta kosti gert upp eld
í einu herbergi i húsinu, sem nú
var komið að falli. Allur bærinn
undraðist ódrepandi dugnaðinn í
henni. Enginn kærði hana fyrir
þjófnað, en stundum ráku menn rétt-
ar síns sjálfir. Fólki fannst skritið
að hún skyldi aldrei biðja ölmusu
og virti hana ineira að segja fyrir
það, en engum datt í liug að hjálpa
henni.
— En — hvers vegna ekki? spurði
ég.
— —Tja, hvað á maður að segja?
Hún er ókind og stolt, sjáið þér, og
alla langar til að sjá hvernig muni
fara með stoltið, býst ég við. Fyrir
þrem—fjórum árum voru sumir ann-
ars farnir að vikja henni aurum
við og við. En nú er hún jafn vit-
laus og nokkur getur orðið. — Það
er blátt blóð í drengjunum mínuin!
æpir liún. Boris skal verða zar í
Póllandi, Tíma sltal erfa búlgörsku
kórónuna og Sasja verður zar i
Grikklandi. Já, svona er hún orðin!
Boris er krypplingur, hann datt út
um glugga þegar hann var litill.
Tima er fábjáni og Sasja er dauf-
dumba og eitthvað er að þeim
yngsta líka. Allir eru þeir þjófar.
Boris er verstur, hann kann ekki
að skammast sín. Það er bara hann
Kronid, sá elsti, sem hefir orðið að
manni. Hann vinnur í sláturhúsinu.
Hann er hægur og kurteis og skamm
ast sín fyrir móður sína og bræður.
En móðirin flækist um göturnar og
leitar að einhverju ætilegu lianda
yrðlingum sinum.
Þjónninn er vingjarnlegur og mál-
skrafsmikill og dáist að hve sér
hafi vegnað vel í lífinu. •— Eg tók
ekki eftir hvenær liann hætti að
segja frá Mamasja og liefi ekki hug-
mynd um hvers vegna hann fór að
tala um sjálfan sig. •— Nei, lítið þér
á, þarna kemur zarinn af Póllandi!
hrópar hann allt i einu. Andlitið og
búkurinn að ofan var hulið í stór-
um hálmbagga. Það eina sem sást
voru tvær lappir, bognar eins og á
kónguló. Vinstri buxnaskálmin var
rifin í hengla, svo að sá i nakið
óeðlilega snúið hné.
Nótt. MiIIi trjánna grilli ég i tungl-
ið og nokkrar fjarlægar stjörnur.
Það hvín i símaþráðunum. Eg stend
fyrir framan tvilyftan húskumbalda.
Ljós i glugga á efri hæðinni. Glugga-
karmar og vindskeiðar á bak og
lnirt. Sums staðar vantar múrsteina í
vegginn. Gluggarnir eru eins og ó-
samstæðar holur og mér finnst glóru
laust myrkur leggja úr þeim með
köldum súg. Eg heyri hljóð úr ein-
um glugganum. Er það hundur sem
spangólar? Nei, það er víst einhver
að gráta. Svo heyri ég tvær raddir
sem pexa:
— Spaðagosi!
-— Þú lýgur þvi, það er kóngur-
inn!
— Þú skuldar mér tvo kópeka!
— Þú hefir rangt við, hundur-
inn þinn.
Einhver skrýmsliskind, óákvarð-
anleg i laginu kemur fyrir hornið.
Hún gengur á fjórum. Eg athuga
betur og sé að þetta er Mamasja.
Hún er í keng og er að leita að ein-
hverju. Áður en varir er hún fyrir
framan mig. Hún réttir úr sér og
fer að kasta á mig aur og grjóti:
— DjöfuIIinn þinn! hrópar hún.
Þetta er óeðlilegt öskur, ólíkt því
að það kæmi frá manneskju. Mann-
eskja má ekki — hefir heldur ekki
leyfi til að öskra svona. Eg heyri
fótatak nakinna ilja og fer mina leið.
Það birtir af degi. Eg sit á bekk
við aðalstrætið. Langar til að spyrja.
Hvers vegna þarf Alamösju að líða
svona? Ilvers vegna þurfa manneskj-
ur að líða tilgangslausar þjáningar?
TALAR VIÐ ^KEPNURNAR.
Kunnur austurrískur dýrafræðing-
ur, Konrad Lorenz prófessor, held-
ur því fram að liann geti talað við
endur, gæsir, grísi, kýr, ketti og
hunda. Fólk, sem hefir komið á til-
raunastöð hans i Alternberg við
Wien hefir séð hann skriðindi, snögg
klæddan og á nærbuxunum, úti í
varjanum og gagga, en stór and-
ungahópur elti Iiann. Þetta sannar
nú lítið, cn hins vegar má geta þess,
að austurriska vísindafélagið virt-
ist taka manninn alvarlega, því að
það hefir tekið að sér að kosta til-
raunastöð hans. Prófessorinn heldur
þvi fram að tilraunadýrin skuli hafa
fullt frelsi, eins og jiau eigi að
venjast úti í náttúrunni. Þegar son-
ur prófessorsins var litill varð móð-
ir hans að hafa liann i búri þcgar
hann var úti, til þess að hrafnar,
apar og önnur dýr kæmust ekki i
hann og rifi liann i sig.
TfSKUMYNDIR
Jacques Fath
er alhliða tískufrömiiður, ekki
einungis d lcjóla heldur einnig
á hatti. Þessi lmttur er úr
svörtu filti, með ngtísku skygni
sem liggur fram yfir augun.
Fath prýðir hann með Ijós-
gráu bandi að aftan og grófu
slöri.
Takið eftir bakinu.
Hinn fallegi tunnulagaði fralcki
Jeanne iMnvins er úr langhærðu
geraniumrauðu ullarefni. Herð-
arnar eru ávalar og bakið rykkt
í líkingu við raglanermar. Hatt-
urinn og handskjólið eru úr tófu
skinni.
ÆVINTÝRIN GERAST ENN.
Það bar við fyrir ekki löngu að
fátækur skotskur ferjumaður eign-
aðist dollaraprinsessu og lilutdeild
í mörgum milljónum dollara. Æv-
intýrið byrjaði fyrir heilu mmanns-
aklri, Jiegar faðir stúlkunnar flutti
frá Skotlandi til Kanada. Þegar hann
dó fyrir átta árum var hann rikasti
bóndi i landinu. Fyrir Jiremur ár-
um fór ekkja hans og Morag Mc-
Dougall dóttir Jieirra hjóna, í kynn-
isför til Skotlands til þess að sjá
fæðingarstað hins látna, á eyjunni
Lismore við vesturströnd Skotlands.
Það var ferjumaðurinn sem flutti
liær þangað, og þau urðu ástfangin
liegar í stað, liahn og dóttirin. Mor-
ag fluttist síðan til Lismore og af-
réð að lifa þar ókomna ævi. Og nú
liefir luin gifst ferjumanninum sin-
um, og allir íbúarnir á Lismore,
350 manns, voru lioðnir í brúð-
kaupið.