Fálkinn - 07.03.1952, Page 14
14
F Á L K I N N
KROSSGÁTA NR. 852
ÁSTARSAGA. Framhald af bls. 5.
taka þátt i kostnaðinum við mynd-
ina og annast kynningu hennar og
dreifingu á markaðnum.
Goldwyn hélt skömmu siðar lítið
samkvæmi heima hjá sér og þar
sýndi Roberto tvær síðustu myndir
sinar, „Germamj", ,,Year Zero’’ og
„The Miracle“. Ingrid fann, að gest-
gjafarnir voru skeytingarlausir um
þessar myndir. Hún man það, að
hún sat á gólfinu rétt hjá stól Ro-
bertos, og þegar enginn gerði neina
athugsemd — livorki til lofs eða
lasts — er sýningunum var lokið,
kyssti liún Roberto laust á vang-
ann. Þetta voru ósjálfráð viðbrögð
hennar til að uppörva hann og hvetja
hann til þess að missa ekki kjarkinn
gagnvart hinu kalda andrúmslofti
meðal fólksins.
Roberto flytur í gestahúsið.
Um miðjan febrúar var reiði sú,
sem hafði grafið um sig í garð Ros-
sellinis, orðin að fullkomnum fjand-
skap í garð hans. Goldwyn dró sig
út úr sambræðslunni og Rossellini
sagði skilið við Lopert, sem sagði,
að liann yrði þá að kosta áframhald-
andi dvöl sína í Ameríku sjálfur.
Þetta kom sér illa fyrir Roberto,
sem var peningalaus, þvi að ekki var
hægt að fá ítalska peninga yfir-
færða.
Með samþykki eiginmanns síns
bauð Ingrid Rossellini að flytja sig
í gestahús þeirra í Beverly Hills.
Henni var ljóst að hún hafði bakað
sér óvild í Hollywood fyrir að vilja
leika i kvikmynd hjá Rossellini. Sú
hugsun varð ‘sterkari hjá hcnni, að
Rossellini þarfnaðist verndar henn-
ar æ meira. Hún fórnaði honum
sifellt meiri og meiri tíma, borðaði
með honurn á ýmsum stöðum og
sýndi honum ýmislegt markvert. Hún
reyndi ekki að fara dult með þessar
tilraunir sínar til þess að hafa ofan
af fyrir honum. Hún hafði engu að
leyna. En kviksögurnar mögnuðust
og féllu í frjóan jarðveg, þar sem
þau sáust oft saman.
Roberto sagði Ingrid ekki hug sinn
allan. En liann var orðinn þess
fullviss, að hann elskaði hana. Hann
kviður sig hafa sitið einan klukku-
stundum saman í gestahúsinu og
lcikið plötur með “Schéhérazare”
Rimsky-Korsakoffs —• einkum ástar-
lögin.
Samræður þeirra Ingrid* og Ro-
bertos fóru aðallcga fram á frönsku
og gekk Ingrid betur að tala málið
en hún hafði búist við. Sátu þau oft
fram efir kvöldum og spjölluðu um
kvikmyndagerð. Stundum var mað-
ur Ingrid mcð þeim.
Þegar Goldwyn og Lopert gengu
frá borði, kom Howard Hughes í
staðinn, en hann hafði eimitt keypt
stóran hlut í RKO. Samningar voru
undirritaðir, þar sem gert var ráð
fyrir, að kvikmyndatakan hæfist fyr-
ir 1. apríl.
Rétt áður en Roberto fór frá Holly
wood fékk hann lánaða 300 dollara
hjá Ingrid á þeim forsendum, að
hann þyrfti á þeim að halda upp í
ferðakostnað á heimleiðinni. Hann
hét henni því að greiða henni upp-
hæðina aftur í lírum við komu
liennar til Ítalíu, hvað hann og
gerði.
Daginn áður en hann fór keypti
hann gjafir fyrir mestalla uppliæð-
ina. Hann sagði Ingrid, að sig
langaði til þess að kaupa eitthvað
lianda 8 ára gömlum syni sínum,
Lárétt, skýring:
1. Fyrirtaks heimilisblað, 5. félags-
bú, 10. tíðaratviksorð, 12. líkams-
hluti, 13. elska, 14. trylla, 10. sting-
ur, 18. dæld, 20. höfundur, 22. skrif-
aði, 24. samhljóði, 25. kaélmanns-
nafn, 20. þæg, 28. skel, 27. ritstjóri
(upphafsst.), 30. ólireinkað, 31.
lengdarmál, 33. átt, 34. íshröngl,
30. æðir, 38. gróðursetur, 39. skyld-
menni, 40. frumvöxtur, 42. höfð með
kaffi, 45. á trjám, 48. alg. skst., 50.
þekkja lciðina, 52. þrifa, 53. tíma-
mark, 54. sbr. 40. lárétt, 50. aðferð,
57. kcyra, 58. mannorð, 59. vinnu-
gefin, .01. drabba, 03. brigð, 04. tók,
00. tölt, 07. lít, 08. lofttegund, 70.
í kirkju, 71. handverksmenn, 72. á-
lögur.
Renzino, og hún fór með honum i
leikfangaverslun i Hollywood. í
versluninni rétt við innganginn, var
kýr, 3 feta hátt leikfang. Ingrid varð
liið á hana — og það var greinilega
ekki af neinni tilviljun. í magrar vik-
ur hafði Pia, 11 ára dóttir Ingrid,
suðað í foreldrum sínum um að kaupa
þetta leikfang. En dr. Lindstrom
fannst það of dýrt og neitaði að kaup
það. Roberto vissi ekkert, að Pia
þráði þetta leikfang svo mikið, en
þegar Ingrid skildi við hann i versl
uninni til þess að láta hann einan
um kaupin, keypti liann kúna handa
Piu, höfuðbúnað Indiána, kúreka-
stígvél og tvö skammbyssuhyylki úr
leðri hana Renzino.
Þcssi gjöf handa Piu varð til þess
að treysta tilfinningaböndin milli
Ingrid og Robertos. Þegar Pia tók
utan af gjöfinni og sá kúna, sem
hún hafði þráð svo lengi að eignast,
sneri Ingrid sér frá og tárfelldi.
Roberto hafði einnig keypt aðrar
gjafir. Sjálfblekjung og blýant handa
einkaritara Ingrid, fallega ferðatösku
úr krókódilsskinni handa Ingrid
sjálfri og nokkur dýr bindi handa
dr. Lindstrom.
Rossellini fór frá Bandaríkjunum
i febrúarlok og Ingrid kom til New
York tveim vikurn seinna. Þá var
Lóðrétt, skýring:
1. Fagurt, 2. hérað í Englandi, 3.
3. gagnstætt: út, 4. ónefndur, C. gan,
7. takmark, 8. trúir varla, 9. Ijót
skemmtun. 11. spurði, 13. leðja, 14.
hlassið, 15. bára, 17. verslunarfyrir-
tæki, 19. gösl, 20. lund, 21. orða-
flaumur, 23. handverk, 25. fiskfæða,
27. veitij- litla mótstöðu, 30. kynþátt-
ur, 32. plata, 34. óhönduglegir til-
burðir, 35. titt, 37. stilltur, 41. ritar,
43. frostbit, 44. forar út, 45. heim-
ilisstarf, 4G. keyra, 47. rómönsk
þjóð, 49. áhald, 51. siðar, 52. vafa-
söm skemmtun, 53. púki, 55. málm-
tegund, 58. lífsskeið, 60. bita, 02. fugl,
03. viðkvæmt, 05. meiðsli, 07. mán-
uður, 09. veðurátt, 70. skst.
komið mikið líf i kjaftasögurnar.
Sagt var að hún væri hætt að matast
á öðrum stöðum en ítölskum veit-
ingahúsum. Hún segist ekki hafa far-
ið í einn einasta ítalskan veitinga-
stað. Sagt var, að hún sæi eingöngu
italskar kvikmyndir um þetta leyti,
en sannleikurinn er, að hún sá enga.
Fjöldinn fagnar Ingrid.
Ingrid vænti þess, að hún kæmist
til Ítalíu án þess, að nokkur læti
væru i kringum það. Hún fór með
flugvél degi áður en hún hafði áætl-
að. En það mun hafa kvisast — ef
til vill vegna þess, að flugvélin laut
stjórn Iloward Hughes. Fjöldi fólks
hafði safnast saman á flugveílinum
við París, er flugvélin hafði viðdvöl
þar. Og þegar á Ciampino-flugvöll-
inn við Róm kom, var þar múgur
og margmenni til að bjóða hana vel-
komna, og var þó komið yfir mið-
nætti.
Ingrid beið inni i vélinni meðan
hinir farþegarnir fóru út. Hún var
kvíðin og tilfinningar liennar i upp-
námi. Rossellini fór inn i flugvél-
ia. Hann kyssti hana létt á kinnina
að evrópskum sið. Síðan leit hann
á hana og kvíslaði: „Je t’aime“. Það
var í fyrsta skipti, að ástarorð fóru
á milli þeirra í alvöru.
LAIISN Á KRSS86. Nl. 851
Lárétt, ráðning:
1. Lagnir, 0. leikari, 12. áfjáð, 14.
iðuna, 10. SA, 17. ann, 18. asa, 19.
ór, 20. in, 21. soði, 23. æða, 24.
ýsa, 25. NN, 20. asi, 27. Ási, 28.
glöp, 29. busla, 31. krani, 32. ráp,
33. dró, 35. sjá, 30. NN, 39. ala, 42.
IS, 44. aða, 45. als, 47. ók, 48. renna,
51. lágar, 54. kisa, 55. Ara, 50. tál,
57. öl, 58. ill, 59. bug, 00. fata, 01.
MA, 02. la, 03. bað, 04. nón, 05. að,
60. farsi, 08. roðu, 71. suðrænn,
72. skákir.
Lóðrétt, ráðning:
1. Lásinn, 2. ann, 3. G.J., 4. ná,
5. ið, 7. ei, 8. iðaði, 9. kusa, 10.
ana, 11. Ra, 13. ani, 15. krápinu,
17. aðild, 19. ósönn, 21. saup, 22.
oss, 23. æsa, 24. ýla, 28. grá, 29.
bát, 30. Ara, 31. kjá, 34. óla, 37. sirk-
ill, 38. óða, 40. all, 41. kór, 43.
seila, 44. ana, 40. sátan, 47. fala,
49. NSL, 50. org, 52. gát, 53. blað-
ur, 55. auðsæ, 57. ómaði, 59. barr,
00. fól, 03. bað, 00. Fu, 07. in, 08:
FK, 09. rá, 70. ok.
5.000 GLUGGAR
eru i hinu nýja stórhýsi UNO í
New York, og allar rúðurnar stórar.
Gaflveggir hússins eru úr marmara
og alveg gluggalausir en á hvorum
langvegg eru 2.800 gluggar. Það er
fimm vikna vinna fyrir fimm glugga
fágara að hreinsa rúðurnar á öllum
39 hæðum hússins.
ASPIRIN OG KONÍAK.
Verksmiðjueigandi i Madríd, sem
hefir 250 starfsmenn, hefir skipað
svo fyrir, að hver þeirra fái einn
aspirinskammt, koniaksstaup og glas
af injólk á hverjum morgni, þegar
þeir koma í vinnuna. Hann telur að
þessi ráðstöfun muni draga svo mjög
úr kvefi meðal starfsmanna að hún
margborgi sig.
HRAÐSKREIÐ VÖRUSKIP.
Vesturveldunum stendur stuggur
af hinum gífurlega kafbátaflota
Rússa, og eru Bandarikin nú farin
að smiða svo hraðskreið vöruskip,
að kafbátarnir geti ekki elt þau uppi.
Þessi slcip, sem enn sem komið er
ganga undir nafninu S-X-Dy hafa
tvær hclikopterflugvélar um borð.
Eiga þær að njósna um kafbáta i
námunda við skipin og gera her-
skipunum aðvart. — Skip þcssi eiga
að ganga 20 sjómílur og komast
upp i 22. Það er Edward Cochrane
aðmiráll sem á frumkvæðið að
þessu. Segir hann að betur borgi sig
að hafa svona skip og láta þau fara
án herskipafylgdar en að hafa skipa-
lestafyrirkomulagið, scm að undan-
förnu liefir verið notað.
ÖLDUNGALANDIÐ.
í Sovjetsamveldinu eru fleiri yfir
hundrað ára en í nokkru öðru landi
veraldar, segir tímarit heilbrigðis-
málastjórnarinnar i Moskva. Sam-
kvæmt skýrslum þess eru um 10.000
af þegnum Stalins yfir 100 ára, og
frægastur þeirra er Kákasusbóndinn
Masmir Kut, sem er 154 ára. Turk-
menska konan Kazamkan Hanum er
127, svo að það er ekki tiltökumál
þó að hún eigi son, sem er kominn
yfir áttrætt.