Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1952, Blaðsíða 6

Fálkinn - 20.06.1952, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN í WIMBLEDON í London halda veiðimenn árlega meistaramót fyrir sína grein. Hér sjást þrír frægir veiðimenn, frá v. Barbara Bailey, ameríkanski meist- arinn Márvin K. Hedge og Frakkinn Creusevant. DRYKKJARÞRÓ OG LISTAVERK. Franskur listamaður hefir smíðað þennan grip, sem hann ætlar í skemmtigarða. Á sumrum á þetta að vera drykkjarþró fyrir vegfarendur, en á vetrum þegar frost koma, setur hann helming af kvenbúk ofan á. Þetta er geitakiðið „Roama“, sem á heima í dýragarðinum í London. Það er forvitið og hoppar stundum yfir girðinguna og fer í rannsóknarferðir. En það er á móti reglunum og áður en varir er varðkonan komin til þess að færa það aftur til síns heima. — UÓS og SKUGGAR Framhaldssaga eftir Adelaide Rowlands. SKRÍTINN SÍMAÍÍLEFI. Á Shepherds-gildaskálanum í Lon- don er gamaB burðarstóll frá 8. öld notaður sem símaklefi. Hann var eitt sinn eign hertogans af Cumberland, sonar Georgs II. ANDSTÆÐUR. Þessi kona heitir Annie Ebert, 55 ára gömul matselja í Berlín, vegur 190 kíló og kvað vera gildasta konan í borginni. En maðurinn á myndinni er einn þeirra, sem hún selur fæði og heitir Joseph Spalthan og fæst við að fasta og svelta sig. Einu sinni svelti hann í 46 sólarhringa en þeg- ar myndin var tekin var hann að búa sig undir að svelta enn lengur. Hann er 80 kíló en gerir ráð fyrir að missa 30 meðan á föstunni stendur. STAMARAFÉLAGIÐ. í Boston var nýlega stofnaður „stamara-klúbbur“. Stofnandi og fyrsti formaður félagsins, John Bart- lett, hefir mikil áform með hönd- um og ætlar að stofna útbú í öllum borgum Bandarikjanna, svo að stamandi menn fái tækifæri til að koma saman án þess að verða fyr- ir spotti annarra. Sá sem vill gerast meðlimur verður að ganga undir próf. Hann á að lesa stuttan kafla upphátt, og ef hann stamar ekki að minnsta kosti 30 sinnum í lexíunni þá er hann ekki talinn hæfur. í samþykktum félagsins er það tekið skýrt fram, að það sé ekki tilgang- urinn að venja menn af að stama. Fari svo að meðlimur verði óstam- andi er hann rækur úr félaginu. „Eg vil ekki láta yður eyðileggja líf yðar vegna þessa eigingjarna kven- manns,“ sagði Oppenshaw rólega. „Þér verðið að leyfa mér að vera yður hollráður og vernda yður, Paul- ine. Viljið þér lofa mér því?“ „Eg er of göniul til þess að gefa loforð, kæri vinur. Auk þess liefi ég verið gift tvisvar, en í bæði skiptin liefir það gengið illa. Roger varð að þola meira en ég i fyrra hjónabandi, en i þvi síðara fór ég ekki varhluta af því. Þér hafið sennilega ekki gleymt öllu þvi, sem ég varð að þola í sambúðinni með Rudolf Ninetti?“ Þegar hún sá, að liún særði Oppen- shaw með þessu, lagði hún liöndina á handlegg hans. „Eg hefði ekki átt að segja þetta við yður, veslings Franklin. Rudolf er dáinn og ég er frjáls. En ég get ekki gefið yður neitt loforð, kæri vinur. Eg er alls ekki sjálf viss um liag minn og tilfinningar. Eg veit hvorki upp né niður og botna alls ekkert i dóttur minni. Eg vildi óska, að ég skildi hana betur.“ Um leið og hún sagði þetta, kom liún auga á Miohael Panister. Hún hneigði höfuðið litið eitt og brosti. Síðan hvislaði hún að Oppenshaw. „Takið eftir unga manninum, sem kemur þarna í áttina til okkar. Þér hafið séð liann einu sinni eða tvisv- ar. Hann heitir Michael Panister og er frændi Sophie Martingate. Allir töldu víst, að hann mundi erfa gömlu konuna. Hann á bágt, því að hann ber árangurslausan ástarliug til Elísa- betar.“ Hún lieilsaði Michael með töfrandi brosi á vörum. Hún leit snöggt yfir að borðinu, sem Micliael kom frá, og sagði: „Það er eins og því sé hvíslað að mér, að konan þarna sé móðir yðar, hin mikla listakona. Eg ætti að fara og heilsa lienni.“ „Eg skal koma með hana hingað til yðar,“ sagði Michael. En hún hristi höfuðið, stóð upp og fór yfir að borðinu til Marcellu. Þær tókust í hendur og leist vel hvorri á aðra. XV. Árið var senn á enda. Jólin komu og liðu. Greifaynjan var stöðugt í London, þó að henni félli illa að dvelj- ast í Englandi að vetrarlagi. Það hafði tekist allgóð vinátta með henni og móður Michaels, og greifa ynjunni leið aldrei betur en þegar hún sat í vinnustofu Marcellu. En hversu innilega sem þær töl- uðu saman, þá var það eitt sem þau minntust aldrei á — ást Michaels til Elísabetar. Það var eins og þegjandi samkomulag milli þeirra að minnast aldrei á það. Frú 0‘Malley sá son sinn ekki oft um þessar mundir. Micliael fór oft að heimsækja ömmu sína, sem nú var orðin mjög lasburða, þó að hún liefði áður ávallt verið hraust. Læknarnir ráðlögðu lienni að búa uppi í svcit. En þetta var ekki ástæðan til þess, hve sjaldan Michael sá móður sína. Jane var ennþá uppi i sveit. Hún kom endrum og eins í borgina til að sjá stóra húsið, sem ennþá var óselt. En lnin var svo áhyggjufull út af hátterni bróður sins, að henni var ekki alltaf létt i skapi, þegar hún fór aftur úr borginni. Ef hún hefði getað haft nokkur minnstu áhrif á Gerald, hefði hún ekki farið frá honum. En hún fann það, að hann fjarlægðist hana meira og meira og fór sínar eigin götur. Þess vegna ákvað liún með sjálfri sér, að lnin skyldi láta hann eiga sig fyrst um sinn að minnsta kosti. Jane tók það mjög sárt, að Michael Panister og bróðir hennar virtust ekki ætla að verða neinir vinir. Að vísu hafði hún aldrei gert sér nein- ar ákveðnar hugmyndir í þá átt, enda var tæplega hægt að ætlast til slíks, svo ólíkir sem þeir voru. Öðru hvoru fékk Jane tilkynningu frá lögfræðingum þeirra systkin- anna. En þeir sögðu aldrei ncitt um Gerald Briggs og háttalag hans. Samt taldi hún víst, að hann væri eyðslu- samari en svo, að þeir legðu bless- un sína yfir það. En svo fékk hún tilkynningu rétt fyrir jólin. Þar báðu lögfræðingarnir hana um að koma til borgarinnar hið bráðasta. Sannleikurinn var, að fað- ir þeirra hafði gengið þannig frá hnútunum, að livorugt þeirra gat skert stofnfjárhæðina, sem þau liöfðu fengið í arf, án samþykkis hins. Þegar Jane skrifaði um hæl og bað um nánari skýringu á því, hvers vegna lhin þyrfti endilega að koma í bæinn, fékk hún það svar, að Ger- ald Briggs liefði farið fram á að fá að taka út mikla fjárupphæð án þess að greina frá því, til hvers hann ætl- aði að nota féð. Jane Briggs liafði lengi grunað, að það væri einhver ákveðin persóna, sem hefði mikil álirif á Gerald, gagn- stæð því, sem hún hefði kosið. Þess vegna lagði hún stundum þá spurn- ingu fyrir sjálfa sig, livort Gerald hefði yfirunnið þann ástarhug, er hann hafði fellt til stúlkunnar, sem fór svo illa með hann í Boulogne. En lnin reyndi að reka þessar hugsanir á brott. Hún var viss um, að það mundi aðeins verða til óvináttu milli þeirra systkinanna, ef hún færi að minnast á það við hann. Þar sem liún vissi, að föður þeirra mundi hafa fallið slíkt þungt — og henni sjálfri mundi að vissu leyti falla það þungt líka — þá talaði liún aðeins um létt- vægari málefni þá sjaldan þau hitt- ust. Um jólin hafði hún boðið til sin nokkrum ættingjum, sem voru búnir litlum efnum, og glöddust þeir mjög yfir gestrisni hennar. Hún hafði reynt að fá Gerald til sín, en hann hafði hafnað boðinu. „Eg er ekki eins vitlaus og þú," hafði hann sagt. „Eg ætla nú ekki að fara að angra mig á þessu leiðin- lega fólki frá Yorkshire. Hvers vegna kenmr þú ekki í horgina, svo að við gctum slegið upp veislu og notið lífs- ins?“ Systir lians hafði verið hvöss í

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.