Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1952, Blaðsíða 11

Fálkinn - 20.06.1952, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 — Eg held varla að þetta sé rétta leiðin að skíðastökkbrautinni. Vormótið. Handkuldi. Hafmeyjan í heimskautaumhverfi. LITLA SAGAN Fritz Ruzicka: Brottförin Eg var að lcggja upp í ferðalag með konunni minni. „Klukkan 'hálfsjö fer lestin, Kitty.“ „Eg veit það.“ „Flýttu þér! Flýttu þér!“ „En klukkan er ekki tólf ennþá.“ „Einmitt þess vegna. Flýttu þér!“ Kitty flýtti sér. Ferðatöskurnar voru teknar fram, kommóðuskúffurnar opn- aðar. Kitty pakkaði. Hún lagði dót í töskuna, tók það upp aftur, lagði það niður aftur. Það sem var i liattaöskj- unni var lagt í liandtöskuna. Það sem var i handtöskunni var lagt í skó- töskuna. Það sem var i skótöskunni var lagt í liandtöskuna. En svo var ýmislegt eftir. Þannig kom ég að henni um fjögurleytið. ,,Ertu 'búin, Kitty?“ „Hvernig getur þér dottið það í hug?“ „Lestin fer eftir tvo tíma.“ „Já, ég held að það sé nógur tíminn ennþá!“ „Lestin biður ekki.“ „Hún skal ekki þurfa að bíða eftir rnér.“ Þetta var vænlegt. Eftir tíu mínút- ur Iiafði ég gengið frá smádótinu mínu. K'tty var ekki inni í stofunni. Hún var komin franr í eklhúsið og var að straua blússu og silkitreyju, stoppa sokka og sauma fellingu í pils. „Það ekki tími til þess arna núna,“ kallaði ég. „Á ég að fara götug og skítug?“ „Nei, vitanlega ekki. En .... „Vertu ekki að tefja mig, Hans. Þá verð ég aldrei búin.“ Klukkan hálfsex beið ég með hatt- inn á höfðinu og stafinn i hendinni. Það var hálftíma akstur á stöðina. Eg leit óþolinmóður á klukkuna. „Ferðu ekki að koma, Kitty?“ „Eftir eina sekúndu.“ „Eg bíð.“ „Eg kem.“ Kitty kom. Hún liljóp allsnakin fram á ganginn. „Kitty!“ „Iig kem eftir eina sekúndu." „En þú ert ekki farin að klæða þig.“ „Eg er enga stund að þvi.“ En það var ekki gert í einni svip- an. Eg beið og beið. Kitty kom ekki. Eg fór inn til hennar. Hún var ekki farin að klæða sig enn. Stóð hugs- andi yfir töskunum, með fingurinn á nefinu. „Hvað er nú að, Kitty?“ „Á ég að hafa brúnu kápuna og rauða hattinn, eða bláu kápuna og svarta hattinn?“ „Taktu það sem þú vilt, en flýttu þér.“ „Þú verður að segja mér það, Hans. Góði Hans, lijálpaðu mér.“ „Taktu þá brúnu káþuna." „Það cr ekki hægt. Hatturinn er i töskunni.“ „Taktu þá bláu kápuna.“ „Það er ekki hægt heldur. Hún er i töskunni. Eg hefi aðeins hattinn hér.“ Eg hljóðaði. Eg liljóða sjaldan. En stundum verður maður að öskra. „í guðs bænum, taktu eitthvað til að fara i!“ „Það er gott ráð. Nú datt mér nokkuð i hug!“ Eg tek gráu fötin og brúnu blússuna.“ Kitty fór í pilsið. Hún fann hvergi blúsuna. Hún leitaði Iiátt og lágt, bak við ofninn og undir rúminu. Blússan var týnd. Og nú var klukk- an orðin sex. „Nú veit ég hvar hún er!“ lirópaðí Kitty. „Ilvar er hún?“ „Hjá saumakonunni. Hún ætlar að breyta henni fyrir mig.“ Nú fóru tárin að streyma. „Ó, Hans, mikill klaufi er ég. Nú náum við ekki í lestina. Ó, Hans, elskarðu mig ennþá? Þú ert vafalausl hætlur að elska mig. Það er ómögulegt að elska annan eins bjána og mig. Það er ómögulogt. Hans, segðu að þú elskir mig! Segðu j)að fljótt.“ „Já, ég elska þig,“ sagði ég. „En flýttu þér nú!“ „Kysstu mig.“ „Já, ég skal kyssa þig. En fljót nú!“ „Kysstu mig aftur, Hans. Nú náum við ekki lestinni hvort sem er.“ „Við náum licnni samt, Kitty!“ „Gerum við það?“ „Já, við gerum það. Mig grunaði á hverju ég ætti von, og þess vegna flýtti ég klukkuiini um einn tíma.“ Kittý hljóp upp um hálsinn á mér.“ „Hans, þú ert indælasti, besti og nærgætnasti eiginmaður í veröldinni. Hans, ég má til að kyssa þig. Eg verð áreiðanlega tilbúin nágu snemma." Kittý varð ekki tilbúin. Klukkan varð sex i annað sinn og við vorum komin út á götuna, en þá mundi Kitty að hún hafði gleymt úrinu sínu og ekki tekið straujárnið úr sambandi. Hún sneri við, þegar hún kom aftur var klukkan orðin hálfsjö. „Nú náum við ekki lestinni, Hans.“ „Við náum henni.“ „Klukkan er orðin hálfsjö.“ „Lestin fer ekki fyrr en klukkan sjö,“ sagði ég. „Eg sneri á þig til þess að við skyldum koma nógu snemma.“ „Þú ert ráðugur, Hans.“ Við ókum á stöðina. Komum þangað tíu mínútum fyrir sjö. „Guð hjálpi mér, Hans!“ „Hvað er nú að?“ „Kötturinn er heima. Eg gleymdi að biðja liana grannkonu mína fyrir liana.“ „Kötturinn!" „Já, ég verð að fara heim. Veslings skepnan." Við náðum lestinni. Öld kraftaverk- anna er ekki liðin enn, ]iví að þegar konan mín kom aftur vantaði klukk- una kortér í átta. En lestin átti ekki að fara klukkan sjö, eins og ég hélt, heldur klukkan átta. Friðrik mágur minn bafði leikið á mig. Hann stóð á stéttinni og sagði: „Eg vissi að þið Kitty munduð ekki verða tilbúin i tæka tið, þó að þú flýttir klukkunni. Þess vegna laug ég til um einn tima. Og það bjargaði ykkur.“ Bauna-þing. Það var norski senatorinn Knute Nelson, sem sá til þess að baunir urðu fastur réttur á matseðlinum i veit- ingasal Minnesotaþings árið 1907. Hann át baunir á hverjum degi, og eitt skipti er þær fengust ekki i veit- ingasalnum varð hann reiður og kom því til leiðar að fylkisþingið gerði ályktun um, að baunir skyldu jafnan fást í þinginu. Nú eru þær orðnar vin- sælasti rétturinn þarna og þingmenn éta um 100 lítra af þeim á dag. TISKUMYNDIR Þrátt fyrir það að hermelin og zobel eru hvort um sig svo fín að ekki ætti að þurfa sérstaka meðferð til þess að þau gætu notið sín, þá hefir tískuhús eitt í New York ekki staðist freist- inguna, að búa til þessa hárfínu kvöld- kápu. Kápan hefir aðeins eina ermi, og kápan er rykkt um hina öxlina. — Jacqucs Fath er mjög alhliða tísku- frömuður. Hér er einn kjóll úr svörtu ullarefni með sléttum, einföldum lín- um, en þó fallegur. Kraginn er fram- lengdur ofan að skásettri hneppingu á annarri hlið og á hinni er stór vasi með útábroti. —

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.