Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1952, Blaðsíða 8

Fálkinn - 20.06.1952, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Monica Ewer: Lolðn mér að gráta Saga frá Hollywood. GEORGE NORTON gretti sig ergi- lega og hallaði sér aftur í stólnum — meðan hann var að svipast um í klæðaklefa Paulu. Hún tók eftir að liann var þreytulegur, og svo var liann líka órakaður. „Þetta byrjaði svo vel hjá þér, að nú ertu að spila öllu úr höndunum á þér,“ sagði hann og andvarpaði. „Nei, það var þðru nær — é'g veit hvernig best er að haga sér!“ Paula varð að liafa sig alla við til að láta engan bilbug á sér finna. Helst hefði hún vitjað halla höfðinu að öxl- inni á honum og gráta eins og barn. En hún mátti ekki táta undan, því að í þetta skipti hafði hann að minnsta kosti ekki rétt fyrir sér. „Jæja.“ George stóð upp. „Háltu bara áfram að eyðileggja fyrir þér framtíðina, sem þig hafði dreymt um. Það gildir einu fyrir mig.“ „Ef það er svo þá skil ég ekki hvers vegna jþú ert að skipta þér af þessu!“ Hann skellti hurðinni þegar hann fór. Nú gátu allir í ganginum heyrt, að þau höfðu verið að rífast, rétt einu sinni. Ó, George — George! Sem snöggv- ast sárlangaði hana til að hlaupa á eftir honum og lofa að gera allt, sem hann bað hana um. Hún fleygði sér á legubekkinn og lét tárin flæða. En eftir dálitla stund hafði reiðin sigr- að harminn. George var fyrir neðan allar hellur. Hefði hann gagnrýnt hvernig hún lék þá hefði hún lilust- að á liann, því að hann var leiksviðs- stjóri. Að vísu hafði hann ekki langa reynslu, en liann þótti efnilegur. En það var allt annað — það var hátta- lag liennar sem hann var að finna að, og það gat hún ekki liðið honum. Það var nógu slæmt að láta hafa sig fyrir hornreku, þó að George bætti ekki gráu ofan á svart. Hún varð að sætta sig við að láta undan í minni háttar atriðum til þess að ná mark- inu, sem hún hafði sett sér. Það liafði George átt að skilja. Hún settist fyrir framan spegilinn og fór að lagfæra það sem tárin höfðu spillt í andlitsfarðanum. Svo fór hún aftur inn í myndasalinn. Þar var varla nokkur manneskja. Úti í einu liorninu stóð George og var í kapp- ræðu við einn vélamanninn. Hvað hann var fallegur, grannur og stælt- ur þarna i upplituðu skyrtunni og gráu, ópressuðu flauelsbuxunum. Paulu hitnaði um hjartaræturnar. Það var ómögulegt að vera reið honum nema stutta stund í einu. Hann var svo ákafur og fljótráður, og liann hafði gát á því smæsta í liverri mynd ekki síður en því stærra. Þess vegna hlaut liann að verða merkur leikstjóri með tímanum. Allt í einu heyrði hún lága rödd fyrir aftan sig: „Þú ættir að hvíla þig dálítið — við eigum erfiðan dag fyrir höndum.“ Eini maðurinn sem aldrei missir jafnvægið hér í leiksalnum er hann Jolin Carrington, hugsaði Paula með sér. Hann var mesti leikarinn hjá Melchior Film, og Paula lék á móti honum í myndinni sem verið var að vinna að. Hún settist hjá honum og fumaði með fingrinum. „Eg er hálfkvíðin fyrir hvernig mér gangi í dag,“ sagði hún afsakandi. „Þú þarft ekki að vera kvíðin þeg- ar þú leikur á móti mér — ég skai hjálpa þér!“ „Já, ég veit það, .Tohn, en ....“ , Kotiliansky, aðalleikstjórinn, kom æðandi til þeirra. „Hefir enginn •hugsað sér að gera eitthvað hérna í dag?“ „Vertu óhrædd,“ hvislaði John Carrington. „Eg skal sjá um að allt fari vel.“ Og hann efndi það. Allan fyrri hluta dagsins hjálpaði hann Paulu, með því að hafa sig sem rnest frammi sjálfur. Einlivern veginn gat hann alttaf hagað því þannig, að hann stæði bak við hana, svo að hún yrði alltaf að snúa frá Ijósmyndavélinni. En sá sem sneri að vétinni var Carr- ington — hún festi á ræmuna hvert einasta svipbrigði — ásamt hárinu og öðru eyranu á Paulu! Og setningarn- ar sem hún átti að segja, voru stytt- ar sem frekast mátti. Þegar þati föðmuðust var höfuðið á henni alltaf upp að öxlinni á honum. Jú, það mátti nú segja, að hann John Carrington létti undir með henni. Paula var eins og vax milli hand- anna á Kotiliansky og Carrington. Án þess að malda í móinn sættj hún sig við að verða að engu eða örlitlu gægsni i skugga leikarans mikla. í hádegishléinu beið George eftir henni fyrir utan myndasalinn. „Nú borðar þú tvö egg og drekkur mjólk- urglas meðan þú hlustar á það sem ég verð að segja þér,“ sagði hann. „Eg elska þig! Og hlustaðu nú á mig .... “ „Ó, George, ætlarðu nú að byrja aftur!“ „Já, það geri ég. Þú skilur, vina mín, að ég veit livers virði þú ert. þú ljósmyndast prýðilega og ég hefi séð þig leika! Þess vegna verð ég hamslaus þegar ég sé þennan sjálf- byrgingsþursa stela öllum sýningun- um,.sem þú átt að hafa yfirhöndina i!“ Paula andvarpaði. Henni þótti vænt um að liann bar svona mikið traust til hennar — en livers vegna gat hann ekki litið á þetta mál frá hennar sjónarmiði? „Eg geri mér fyllilega ljóst að John Carrington vill tielst fá átta spólur af John Carrington," sagði hún þolin- móð. „En liann er stjarnan. Það er hann sem fólk borgar fyrir að sjá. Og hann fer ekki í neinar grafgötur um leiklist. Af hans hálfu er þetta ekkert nema kaupsýsla. Þessu verð ég að haga mér eftir, ef ég á nokkurn tíma að komast úr kútnum. Ef ég sætti mig við hann þá fæ ég að leika í fleiri myndum á móti honum .... og smátt og smátt ....“ „En sérðu þó ekki, að minnsta kosti, að þú eyðileggur myndina? Hlustaðu nú á mig.“ Hann ýtti disk- inum frá sér og liallaði sér yfir borð- ið til hennar. „Siðdegis í dag eigum við að taka stóra atriðið, þar sem hann fer frá þér og þú situr ein eftir. Þá áttu að gráta eins og ....“ Hann hugsaði sig um hvaða samlíkingu Iiann ætti að finna. „Þú átt að gráta eins og þú lialdir að ég sé ekki ást- fanginn af þér lengur. 1 þeirri sýningu hefir þú gott tækifæri! Ó, Paula — lofaðu mér því að þú grátir verulega sárt!“ „Jæja, George — ég skal lofa því!“ John Carrington leit ávítunaraug- um til hennar þegar þau komu aftur í myndasalinn. „Hvar hefirðu verið? Eg ætlaði að bjóða þér að borða með mér.“ „Eg fékk mér að borða inni í mötu- neytinu." „Við ljúkum við myndina í dag og þess vegna finnst mér við verðum að gera okkur dagamun. Hvað segir þú um það — má ég sækja þig klukk- an átta?“ „Þökk fyrir, það verður gaman.“ „Nú höldum við áfram!“ öskraði Kotilansky. Paula gekk inn fyrir leiktjöldin. Kannske hafði George rétt fyrir sér — kannske yrði dagurinn í dag úr- slitastund fyrir framtíð hennar. í þessari sýningu hafði lnin tækifæri til að sýna hvað hún gæti. Jú, hún skyldi gráta, hún skyldi svei mér gráta eins og allur harmur og örvænting veraldar væru á lierð- um hennar .... John Carrington kom til hennar. „Þín vegna liöfum við gert dálitla breytingu á handritinu,“ sagði hann og brosti. „Það er til of mikils ætl- ast að þú getir valdið stóra atriðinu ein. Þess vegna höfum við Kotiliansky breytt þessu þannig, að það verður þú, sem ferð út, en ég verð eftir. Með því móti verður þetta miklu auðveld- ara fyrir þig.“ Paula starði á hann. Hann kippti burt stóra atriðinu hennar, atriðinu, sem hún ótti að vinna sigurinn í og vinna frægðina á! „En .... þetta atriði ....“ stam- aði hún vandræðalega. Hann klappaði hcnni á liandlegg- inn. „Það fer allt vel, vertu óhrædd! Þú hefir kviðið fyrir þessu atriði i allan ílag, ég hefi tekið eftir því. Og mig langar svo til að þú sért glöð og ánægð.“ Fyrst í stað datt henni i hug að gera uppreisn. Svo yppti hún öxlum. Það þýðir ekkert. Það voru John Carrington og Kotiliansky sem öllu réðu. Og henni fannst hún myrða framtíð sína með hrosinu sem hún sendi Carrington. Hún þorði ekki að hta til George. „Gott og vel! Eins og þú vilt!“ Hálftíma síðar var tökunni lokið. George beið eftir henni þegar hún kom út. Hann var fjúkandi vondur. „Er það svona sem þú heldur lof- orðin þín?“ „Mér var nauðugur einn kostur, George.“ „Nú er gengið fram af mér,“ sagði hann. „Héðan í frá skaltu gera það sem þér sýnist fyrir mér — ég skal ekki hreyfa hönd eða fót! Það er þín framtíð — þú ræður henni sjálf! Eg hefi verið svo vitlaus að halda, að það sem varðaði annað okkar varðaði okkur bæði.“ „Þú hefir ekki gert annað en skamma mig og finna að öllu, sem ég hefi gert!“ sagði Paula. Hún var orðin reið. „Ef það er þannig, sem við eigum að vinna saman, þá vil ég ekki meira af svo góðu!“ „Jæja, þó skiljum við vist hvort

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.